Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Síða 36
36 HelQorblctö DV LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 „Hann þroskaðist Foreldrar Hjálmars Björnssonar, sem lést voveifleqa íRotterdam ísumar, tala við DV um baráttu sína við lögreqluyfirvöld tveqqja landa, leitina að sannleikanum um dauða Hjálmars oq marqþætta hæfi- leika sem hann var qæddur. „Það sem er ef til vill okkar stærsti vandi er að við vitum ekki hvar við gengum inn í sorgardalinn. Verð- um að sættast við ósættið. Við vitum ekki heldur með neinni vissu hver voru tildrög þess að sonur okkar lést,“ segja hjónin Björn Hjálmarsson og Herdís Har- aldsdóttir. I lok júní fannst Hjálmar, sonur þeirra, lát- inn i Rotterdam í Hollandi eftir að hafa þá verið sakn- að í tvo sólarhringa. Öll atburðarás kringum dauðdaga Hjálmars er enn óljós. Foreldrar hans eru ekki sáttir við framgöngu hollensku lögreglunnar í málinu og vilja að íslensk stjórnvöld beiti sér þannig að máls- atvik verði upplýst af yfirvöldum ytra. Minningin er ljósið „Minningin um yndislegan dreng er það sem hefur hjálpað okkur mest undanfama mánuði, sem hafa ver- ið okkur óskaplega erfiðir. Þessi minning er ljósið sem lýsir okkur fram veginn. Til þess að vinna úr sorginni er nauðsynlegt að fá þau svör sem við eigum rétt á. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú þegar tími kærleika, ljóss og friðar er aö ganga í garð,“ sagði Herdís þegar DV ræddi við þau Bjöm í gær. Hjónin fluttu heim í kjölfar þessa hörmulega atburð- ar og hafa sest að á Selfossi. Þar starfar Bjöm sem læknir við sjúkrahúsið. Þau féllust á að segja persónu- lega sögu sína og hvemig þau hafa reynt að mæta sorg- inni í kjölfar sonarmissis. Herdís Haraldsdóttir og Björn Hjálmarsson misstu Hjálmar, son sinn. sviplega í Rotterdam í sumar. Þau hafa þurft að berjast við ósveigjanlegt stjórnkerfi tveggja landa í leit sinni að dánarorsök sonarins. DV mynd ÞÖK Þau Björn og Herdís fluttu utan til Hollands árið 1995 þegar Hjálmar var níu ára gamall. Hann var sext- án ára þegar hann lést..og var aö breytast úr ung- lingi í fullvaxta mann. Hann þroskaðist fallega. Var hlédrægur en fylginn sér, sneiddi ævinlega hjá öllum ágreiningi. Hann átti aldrei óvini allt sitt líf. Auk þess hafði hann ríka réttlætis- og ábyrgðarkennd," segir Björn faðir hans. Bætir við að hann hafi verið yngri bræðrum sínum tveimur, sem eru sjö og ellefu ára, mikilvæg fyrirmynd og leiðtogi. „Hjálmar var mikill áhugamaður um íþróttir og þekkti vel til einstakra leikmanna í hollenska og spænska fótboltanum. Hann mat þó alltaf liðsheildina og hefði getað orðið framúrskarandi leiðtogi af hóg- værari gerðinni." SorgarferiUinn Ekkert liggur fyrir hver dánarorsök Hjálmars sé. „Við komumst fljótt í samstarf við útfararstofu Mat- rice Schiedam sem einbeitir sér að sorgarúrvinnslu barna og foreldra vegna barnsmissis. Sú aðstoð sem við fengum þar reyndist okkur ómetanleg og sú ein- staka hlýja sem við mættum hjá starfsfólki. Við for- eldrar hans og bræður fengum að heimsækja Hjálmar þrjá daga í röð. Áttum með honum stund, lásum með- al annars upp úr eftirlætisbókinni hans úr barnæsku. í rauninni var alveg til fyrirmyndar hvernig staöið var að þessum málum og þessi vinnubrögð lögðu grunninn að okkar sorgarúrvinnslu," segir Herdis. Segjast þau Herdís og Björn vilja sjá að sambæri- legri þjónustu fyrir börn og syrgjendur barna verði komið upp hér á landi. Hafa þau verið í sambandi við og undir leiðsögn sr. Braga Skúlasonar sjúkrahús- prests vegna þeirra hugmynda sinna en hjá honum fékk fjölskyldan áframhaldandi sorgarúrvinnslu eftir að til íslands var komið. Hjálmar var jarðsettur hér heima um miðjan júlí. Fljótlega í kjölfarið fann fjölskyldan sig knúna til að flytja alkomin heim. Skarpur námsmaður Hjálmar hafði átt farsæla skólagöngu alla tíð. Fyrst við Hjallaskóla í Kópavogi og síðar í Plevier-barnaskól- anum og þar á eftir við Einstein-lyceum, gagnfræða- og menntaskólann í Rotterdam i Hollandi. Tiltaka foreldr- ar hans sérstaklega hve fljótur hann hafl verið að að- lagast menningu og siðum ytra - og þá ekki síöur tungumáli. „Hann stóð sig í raun alveg frábærlega í skóla og einkunnir hans voru mjög góðar alla tíð,“ segir faðir hans. í febrúar siðastliðnum fór Hjálmar í starfskynningu við Sophia-sjúkrahúsið í Rotterdam og segir faðir hans - sem raunar starfaði þar - þetta hafa örvað námsá- huga hans og að hann hafi stefnt á tækninám eftir þetta. Hjálmar lauk svo prófum með sóma í vor. Stóð með lítilmagnanuin Foreldrar Hjálmars minnast miðvikudagskvöldsins 26. júní sl. sumar en það var kvöldið áður en hann hvarf. Þá veittu þau honum litla peningagjöf fyrir sam- viskusemi og dugnað við undirbúning prófa. Það var áður en einkunnir hans voru birtar. Eitt lítið atvik er þeim þó öðru fremur minnisstætt frá þessari síðustu kvöldstund með Hjálmari. „Yngri bróðir hans átti afmæli þá bráðlega og var búinn að bjóða nokkrum af bekkjarfélögum sínum heim. Einn úr bekknum, sem glímir við lítils háttar fötlun, ætlaði hann hins vegar að skilja eftir og bar við að öll boðskortin væru búin. Á þetta hlustaði Hjálmar. Óumbeðinn stóð hann upp og útbjó í tölvunni persónu- legt boðskort tO viðbótar svo þessi umræddi drengur kæmist líka. Þetta tiltekna atvik lýsir Hjálmari vel. Annað sem ég get nefnt er að hann lék jólasvein í fyrra á jólaballi íslendingafélagsins í Hollandi í fjarveru minni," segir faðir hans. Til hafði staðið að fjölskyld- an kæmi til nokkurra vikna sumardvalar á Islandi í sumar. Hjálmar átti að fá að vera i unglingavinnunni í Kópavogi þrjár vikur þar á undan. „Þetta fór hins vegar allt öðruvísi en ætlað var. í stað sumarvinnu og sumarleyfis á íslandi, sem hann hlakkaði mikið til, var okkur gert aö fylgja honum til grafar," segir móðir hans. Vemdum fjölskylduna Þau Björn og Herdís segjast afar þakklát allri þeirri aðstoð sem þau og yngri synir þeirra tveir hafa fengið á síðustu mánuðum. Áfallið sé ekki síst mikið fyrir þá. „Við settum drengina okkar á oddinn og svo hjóna- bandið. Um 90% hjóna skilja í kjölfar bamsmissis. Við þurfum því að huga vel að hjónabandi okkar og teljum það að ná fram sannleikanum í þessu máli algjört lyktilatriði í því sambandi," segir Björn Hjálmarsson. í minningu Hjálmars hefur verið stofnaður minning- arsjóður. Honum er ætlað að stuðla að því að syrgjend- ur barna fái góða þjónustu með víðtækri sorgarúr- vinnslu og geti mætt sorginni með þeim hætti sem vera ber. Hafa þau þá sérstaklega í huga þá fyrirmynd- arstarfsemi þeirrar stofnunar sem þau leituðu til í Hollandi. Þá má einnig geta þess að í febrúar næstkomandi er fyrirhugað að halda í Salnum í Kópavogi minningar- tónleika um Hjálmar. Er undirbúningur þeirra hafinn og ýmsir tónlistarmenn munu þar koma fram, meðal annars eftirlifandi ættingjar þess góða drengs, Hjálm- ars Björnssonar. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.