Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Page 47
LAUGARDAGUR 23. NÓVEM8ER 2002 /7 & / cj o rb la 3 3Z>V 51 Bílstjórínn sýknaður, börain dóu / febrúar 1955 dóu tveir barn- ungir piltar íumferðarslgsi. Engin áreiðanleg vitni voru að slgsinu en bílstjóri sem ákærður var í fgrstu var næstum viss um að hafa vald- ið því. Sannanir gegn honum þóttu þó ekki nægar til sak- fellingar og var hann því sgknaður. Einu sinni var reykvískt samfélag þannig sett saman að nánast allir útvinnandi heimilisfeður komu heim í hádeginu og borðuðu heima hjá sér. Þetta gerði það auðvitað að verkum að á stuttu tímabili í kringum hádegisbil var talsvert mikil um- ferð á götum bæjarins og slíkar aðstæður eru aldrei með öllu hættulausar. Rétt fyrir hádegi þann 22. febrúar 1955 var lög- reglunni tilkynnt um að alvarlegt umferðarslys hefði orðið á gatnamótum Ásvallagötu og Blóm- vallagötu og þegar lögreglan kom á staðinn reynd- ust lík tveggja ungra drengja liggja á götunni. Drengirnir voru báðir látnir þegar komið var með þá á sjúkrahús en þeir voru báðir með mjög mikla áverka. Nær engin vitni voru að slysinu en fljótt varð ljóst að vörubíll hafði ekið eftir Blómvallagötu og beygt inn á Ásvallagötu og í beygjunni ekið yfir litlu drengina tvo þar sem þeir voru að renna sér á magasleða eftir Ásvallagötunni. Drengirnir voru sex ára og þriggja ára gamlir og talið var að þeir hefðu látist samstundis. Lögreglan hófst handa við rannsókn málsins og hafði fljótlega uppi á blaðamanni sem gekk frá vinnu sinni kortér fyrir 12 þennan dag. Þegar hann kom að slysstaðnum vakti lítil stúlka athygli hans á tveimur litlum drengjum sem lágu í götunni og var annar þeirra alblóðugur að sjá. Blaðamaðurinn breiddi úlpu yfir annan drenginn en fór síðan inn í verslun sem er á horni Ásvallagötu og Blómvalla- götu og lét vita af slysinu. Þá hafði enginn orðið neins var og greip allmikil skelfing um sig meðal viðskiptavina búðarinnar. Tíu ára sjónarvottur Litil stúlka, tæplega 10 ára gömul, var eini sjón- arvotturinn að þessu hræðilega slysi. Hún stóð á gatnamótunum og sagði lögreglunni að hún hefði séð bláan vörubíl koma akandi eftir Blómvallagötu og beygja inn á Ásvallagötu. Við það fór hjól bifreið- arinnar yfir sleðann sem drengirnir sátu á og kramdi þá til dauðs í einu vetfangi. Stúlkunni varð svo mikið um að hún greip fyrir augun en taldi sig samt hafa séð bílstjórann sem hún taldi vera ung- legan, berhöfðaðan og í vinnufötum. Stúlkan hljóp þegar heim og greindi móður sinni frá atburðum og þegar þær komu út aftur var sjúkrabíll þegar á leið- inni á slysstað. Stúlkan var tekin í greindarpróf vegna þessa vitn- isburðar og komst læknir að þeirri niðurstöðu að hún væri með greind í góðu meðallagi og litaskyn hennar væri óbrenglað og greindi hún með góðu móti græna liti frá bláum. Fljótlega beindist athygli lögreglunnar að grænni Studebaker vörubifreið sem stóð við Ásvallagötu rétt við gatnamótin. Hún reyndist vera í eigu tæp- lega sextugs bifreiðarstjóra sem sagði að þennan dag hefði hann ekið sem leið lá eftir Hafnarstræti, Tryggvagötu, Grófina, Vesturgötu, Garðastræti, Sól- vallagötu, Blómvallagötu og Ásvallagötu að heimili sínu. Hann sagðist hafa tekið venjulega beygju á umræddu horni og ekki hafa orðið var við neitt óvenjulegt og varð ekki var við að bifreiðin æki yfir neitt. Hann settist að snæðingi þegar hann kom heim og var langt kominn með að borða þegar hann heyrði í sírenum sjúkrabifreiðar en þá gekk hann út og átti í framhaldi þess tal við lögreglu um það sem gerst hefði. Þunglyndur og nær sjónlaus Þessi roskni bifreiðarstjóri reyndist við rannsókn f & ! m ! ! w t 1 i Á þessum gatnamótum urðu tveir barnungir drengir undir vörubíl í febrúar 1955 og létust sainstundis. Líklega hefur bílstjórinn ekki tekið eftir slysinu en sá sem var ltærður fyrir manndráp af gáleysi var sýknaður. vera með mjög takmarkaða sjón á hægra auga þar sem blætt hafði inn á glervökvann i auganu. Bíl- stjórinn greindi tæplega fingur í eins metra fjar- lægð þegar sjón hans var rannsökuð og það varð niðurstaða augnlæknisins að á þeim tíma sem slys- ið varð hefði hann alls ekki verið fær um að aka bif- reið vegna þessarar sjóndepru. Þegar bílstjórinn var yfirheyrður í annað sinn hjá lögreglunni breytti hann framburði sinum nokkuð og taldi sig nú hafa orðið varan við að afturhjól bif- reiðar sinnar hefði farið yfir ójöfnu þegar hann beygði af Blómvallagötu inn á Ásvallagötu. Hann kvaðst hafa talið að hann hefði lent með hjólið upp á gangstéttarbrún og taldi ekki útilokað að hann hefði runnið örlitið til í snjó sem var yfir götunni en bifreið hans var snjókeðjulaus. Hann kvaðst hafa brotið talsvert heilann um þetta síðan og kvaðst nú sannfærður um að hann hefði valdið þessu slysi. Nú mætti ætla að þar með væri málið leyst en litla stúlkan sem var sjónarvottur var sannfærð um að litur bílsins hefði verið blár en ekki grænn eins og Studebakerinn. Skömmu síðar lagði geðlæknir fram vottorð um að á því tímabili sem slysið gerð- ist hefði bílstjórinn verið í djúpu þunglyndi og væri því varla sakbær. Það var niðurstaða læknisins að þunglyndir menn ásökuðu sig frekar en afsökuðu og drægju aldrei úr ávirðingum sínum eða óhöppum. Blár eða grænn Lögreglan vissi að um hádegisbil þennan dag ók einnig vörubifreið með bláu húsi um þessi gatna- mót. Henni ók ungur maður sem bjó á Ásvallagötu og lýsingin á hans bíl og honum sjálfum átti betur við framburð eina sjónarvottsins. Auk þess gaf sig fram maður sem kvaðst þekkja bílstjóra bláa vöru- bílsins og hafa séð hann aka um gatnamótin í þetta sinn en það hefði verið eftir að slysið var orðið. Við rannsókn á græna Studebakernum daginn eft- ir að slysið varð fannst hár undir gangbretti vinstra megin á bifreiðinni sem menn töldu að gæti ef til vill verið af eldri drengnum sem lést en líkurnar á því að svo væri voru ekki taldar nógu miklar til þess að leggjandi væri upp úr þessu atriði. Það varð niðurstaða héraðsdóms að mjög sterkar líkur væru fyrir því að roskni bílstjórinn hefði orð- ið valdur að þessu slysi. Byggðist það á hans eigin framburði um ójöfnu sem hann hefði orðið var og tímasetning þótti einnig líkleg. Rétturinn taldi ástæðu til að taka með varúð þeim framburði litlu stúlkunnar að bifreiðin sem ók yfir drengina hefði verið blá. En með því að ekki væri hægt að útiloka að önnur bifreið hefði ekið um gatnamótin á þess- um sama tíma þótti sekt bílstjórans á Studebakern- um ekki fullsönnuð og var hann því sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi. Saklaus? Málinu var síðan áfrýjað til Hæstaréttar sem felldi sinn dóm í nóvember 1956 og komst að þeirri niðurstöðu að staðfesta bæri dóm undirréttar og sýkna bílstjórann þunglynda af því að hafa orðið mannsbani í ógáti. Hæstiréttur sá ástæðu til þess að átelja rannsókn málsins sem var talið að væri umtalsvert ábótavant. Taka hefði átt bifreið hins grunaða úr vörslu hans þegar i stað en ekki láta það dragast til kvölds eins og raun varð á. Rannsókn annarra bifreiða sem at- hygli beindist að við rannsókn málsins virðist og hafa verið umtalsvert ábótavant. Þá var og talin ástæða til þess að kveðja fleiri vitni til við rann- sóknina, sérstaklega fólk sem var statt inni í versl- uninni á Ásvallagötu 19 þegar slysið var. Einnig hefði átt að kveðja til móður litlu telpunnar sem sá slysið og láta hana bera vitni um það sem þeim fór á milli eftir slysið. Þannig sá dómskerfið ekki ástæðu til þess að dæma sakborninginn, þótt hann væri i raun og veru tilbúinn til að játa, og lét hann njóta vafans. PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.