Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Page 56
60 HelQarblaö HXV1" LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 Islendingaþættir Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson Hörður Arnarson forstjóri Marels verður 40 ára á sunnudaginn Hörður Arnarson, forstjóri Marels hf., Stallaseli 8, Reykjavík, verður fertugur á morgun. Starfsferill Hörður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Langholtsskóla, lauk stúdentsprófum frá MS 1982, prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1986, lauk doktors- gráðu með sérgrein í tölvusjón frá DTH í Danmörku 1990 og prófum frá Nordisk Industri Forsker ATV í Danmörku 1990. Hörður var starfsmaður vöruþróunardeildar Marels hf. 1985-94, framkvæmdastjóri Vöruþróunardeildar Marels hf. 1994-99, framkvæmdastjóri Framleiðslu Marels hf. 1998-99 og hefur verið forstjóri Marels hf. frá 1999. Hörður situr i stjórn Carnitech A/S, Stövring i Dan- mörku. Hörður er stjórnarformaður Marel Equipment í Halifax í Kanada; Marel USA, í Kansas City í Banda- ríkjunum; Marel Scandinavia, í Stövring í Danmörku; Arbor Technologies, í St. Herblain í Frakklandi; Mar- el UK, í Birningham í Bretlandi; Marel Deutschland í Þýskalandi; Marel TVM, í Þýskalandi, og Marel Ástral- ía, í Brisbane i Ástralíu. Þá situr hann í stjórn Sam- taka iðnaðarins, í Verslunarráð íslands og Háskólaráði Háskólans í Reykjavík. Hörður hefur birt yfir tuttugu ritrýndar greinar og kafla í alþjóðlegum bókum á sviði tölvusjónar og sjálf- virkni. Hörður hlaut árið 1992 hvatningarverðlaun Rann- sóknarráðs íslands sem veitt eru efnilegum vísinda- mönnum yngri en 40 ára fyrir árangur í visindarann- sóknum Fjölskylda Hörður kvæntist 19.12. 1987 Guðnýju Hallgrímsdótt- ur, f. 3.3. 1963, sagnfræðingi. Þau hófu sambúð 1982. Hún er dóttir Hallgríms Hallgrímssonar verslunar- manns sem lést 1984 og Huldu Sigurðardóttur, fyrrv. Ingi Vignir Jónasson fyrrv. forstjóri á Hauganesi verður 70 ára á sunnudaginn Ingi Vignir Jónasson, fyrrv. forstjóri Bæjarverks hf., Klapparstíg 13, Hauganesi, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Vignir fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann hef- ur unnið víða um ævina, var sextán ára gamall til sjós á togurum ÚA, fluttist sex árum síðar til Vestmanna- eyja og hóf störf hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja og starfaði síðar við verkstjórn hjá ísfélagi Vestmanna- eyja. Árið 1961 flutti Vignir aftur til Akureyrar og hóf störf hjá Slippstöðinni. Samhliða starfinu nam hann skipasmíði 1963 og lauk því 1965. Ári síöar gerðist hann verslunarstjóri hjá Kaupfélagi verkamanna, var skrif- stofumaður hjá bæjarfógetanum á Akureyri 1967, skrif- stofumaður hjá ÚA 1972-73 og trésmiður hjá Trésmiðj- unni Reyni sf. 1973. Frá árinu 1979-89 starfaði Vignir sem skrifstofumað- ur hjá sláturhúsi KEA eða þar til hann stofnaði Bæjar- verk sem hann starfrækti til 1999 er sonur hans tók við fyrirtækinu. Fjölskylda Vignir kvæntist 31.12. 1954 Ásdísi Jóhannsdóttur, f. 27.5. 1933, fyrrv. verkstjóra hjá Bæjarverki. Foreldrar hennar voru Jóhann Stígur Þorsteinsson vélstjóri og Kristin Guðmundsdóttir húsmóðir sem bæði eru látin. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum. Böm Vignis og Ásdísar eru Jóna Ósk, f. 11.5. 1958, húsmóðir á Hauganesi gift Jóni Gestssyni og eiga þau þrjú börn, Hlyn Má, Ásdísi Ósk og Gest Kristján; Þor- steinn, f. 31.7. 1961, framkvæmdastjóri á Akureyri og er dóttir hans frá fyrri sambúð Jóna Bergrós en kona hans er Helga Birgis- dóttir og eru börn þeirra Birgir Jóhann og Sigurður Freyr; Fríða Dóra, f. 18.3. 1970, verkakona á Ak- ureyri, en maður hennar er Sigurjón Egill Jósepsson og eru börn þeirra Ingvar Andri og Bjarni Fannar. Fóstursonur Vignis er Vignir Jóhann Þorsteinsson, f. 24.9. 1976, verkamaður á Akureyri. Hálfsystur Vignis, sammæöra, eru: Elín Sveinsdóttir, f. 23.12. 1925, nú látin, húsmóðir á Húsavík. Alsystkini Vignis era Birna Jónasdóttir, f. 3.7. 1946, starfsstúlka á Akureyri, gift Hersteini Tryggvasyni og eiga þau fjögur börn; Lísa Jónasdóttir, f. 21.6. 1948, starfsstúlka á Akureyri, gift Arnljóti Ottesen og á hún tvö börn. Foreldrar Vignis voru Jónas Tryggvason, f. 12.6. 1907, d. 1.4. 1979, bílstjóri, og Hallfríður Björnsdóttir, f. 4.11. 1908, d. 9.8. 1984, verkakona. Þau bjuggu á Akur- eyri. Vignir og Ásdís taka á móti gestum í Lóni við Hrísa- lund laugardaginn 23.11. kl. 18.00. Ásgeir Valdimar Sigurðsson verkamaður í Reykjavík verður 40 ára á sunnudaginn Ásgeir Sigurðsson verkamaður, Hæðargarði 2, Reykjavík, verður fertugur á morgun. Aðventu-leiðiskrossar 12V - 34V Sent í póstkröfu, sími 431 1464 Starfsferill Ásgeir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Háaleitisbrautina. Hann var í Álftamýrarskólanum, stundaði nám við Ármúlaskóla í eitt. ár, stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík og lauk prófi í bif- vélavirkjun 1982. Ásgeir var bifvélavirki í Reykja- vík að námi loknu og í tíu ár. Hann var síðan búsettur i útlöndum í eitt ár en hefur síðan stundað byggin- arvinnu auk þess sem hann vann við gluggasmíðar í þrjú ár. Ásgeir var búsettur í Mosfellsbæ á árunum 1992-2000 en hefur annars búið í Reykjavík. Fjölskylda Kona Ásgeirs er Marta María Friðþjófsdóttir, f. 23.3. 1964, matráðskona. Börn Ásgeirs eru Sigurður Ásgeir Ásgeirsson, f. 1992; Ásta María Ásgeirsdóttir,. f. 1998. Systkini Ásgeirs eru Dag- björt Sigurðardóttir, f. 1964; Marta Dögg Sigurðardóttir. Foreldrar Ágseirs eru Sigurður Guðmundsson, f. 27.7. 1938, tæknifræðingur í Reykjavík, og k.h., Sólveig Ásta Ásgeirsdóttir, f. 3.7. 1942, leikskólakennari í Reykjavík. sknfstofumanns. Börn Harðar og Guðnýjar eru Hulda Harðardóttir, f. 25.8.1983, menntaskólanemi; Arna Harðardóttir, f. 19.1. 1990, grunnskólanemi; Kristján Harðarson, f. 31.1.1992, grunnskólanemi. Systkini Harðar: Brynjar Örn Arnarson, f. 26.7.1961, rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri í Reykjavík; Jón Haukur Arnarson, f. 5.10. 1971, Mastersnemi í Boulder Colorado í Bandaríkjunum. Foreldrar Harðar eru Örn Engilbertsson, f. 6.8. 1938, flugstjóri Reykjavík, og Sigríður Brynjólfsdóttir, f. 10.9. 1942, skrifstofumaður í Reykjavík. Ætt Örn er sonur Engilberts, tannlæknis í Reykjavík, Guðmundssonar, verkamanns og sjómanns í Reykja- vík, Guðmundssonar, á Stokkseyri, Sveinbjörnssonar. Móðir Guðmundar Guðmundssonar var Margrét Ei- ríksdóttir. Móðir Engilberts var Þuríður Eiríksdóttir. Móðir Arnar er Ester Ebba Bertelskjöld, kjóla- og kápumeistari, dóttir Jóns, stýrimanns á Bíldudal, Ólafssonar og Guðrúnar, saumakonu, Magnúsdóttur. Sigríður er dóttir Brynjólfs, vélgæslumanns á Bíldu- dal, Eiríkssonar og Fríðu Pétursdóttur. Afmæli Laugard. 23. növember 90 ÁRA Arngrímur Ingimundarson, Grettisgötu 2, Reykjavík. Liselotte Gunnarsson, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi. 85 ÁRA Jósafat Sigurösson, Eyjabakka 6, Reykjavík. Páll Sverrir Guðmundsson, Skúlagötu 40, Reykjavík. 80ÁRA____________________ Sveinbjörn Guömundsson, Heiðarbrún, Stokkseyri. Eiginkona hans er Ingibjörg Sigurgrimsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum í íþróttahúsinu á Stokkseyri á afmælisdaginn milli kl. 15.00 og 18.00. Z5-ÁK-A__________________ Hlíf Ólafsdóttir, Bollagötu 3, Reykjavík. 70 ÁRA___________________ Gunnar Jónsson, Aratúni 26, Garðabæ. Halla Stefánsdóttir, Njálsgötu 27b, Reykjavík. Kristinn Gestsson, bifvélavirki, Lágholti 25, Stykkishólmi. 60 ÁRA Alfreð Alfreösson, Krummahólum 6, Reykjavík. Valgerður Bjarnadóttir, Hvassaleiti 60, Reykjavík. 50 ÁRA___________________ Daníel Árnason, Vallarbyggð 5, Hafnarfirði. Halldóra Guömundsdóttir, Nýbýlavegi 46, Kópavogi. Hjördís Júlíusdóttir, Unufelli 17, Reykjavík. Maria M. R. De Gonzalez, Hverfisgötu 49, Reykjavfk. Sigmundur F. Þóröarson, Aðalstræti 53, Þingeyri. Torfi Þorkell Guömundsson, Hvammshlíö 9, Akureyri. 40ÁRA Dóra Sigurbjörnsdóttir, Tröllhólum 11, Selfossi. Guðlaugur J. Ragnarsson, Krókatúni 4a, Akranesi. Hildur Bjarnason, Hverfisgötu 58, Hafnarfirði. Jadranka Bibic, Engjaseli 84, Reykjavík. Páll Sigurösson, Rfuhvammi 9, Kópavogi. Pétur Ásgeir Steinþórsson, Miöbraut 7, Hrísey. Sigurbjörn Guömundsson, Suðurgötu 64, Akranesi. Sunnud. 24. növember 75ÁRA Eiríkur Guðmundsson, Heiöarbraut 11, Garði. Jóna Sveinsdóttir, Nóatúni 32, Reykjavík. Mona Erla Símonardóttir, Aðalgötu 1, Keflavík. 70ÁRA ____________________ Guöbjörg Ágústsdóttir, Hringbraut 2a, Hafnarfirði. Jón Oddur Brynjóifsson, Suðurgötu 14, Keflavík. Pétur Lúðvík Marteinsson, Vesturvangi 15, Hafnarfiröi. 60 ÁRA____________________ Ásbjöm Sveinsson, Brunngötu 10, ísafirði. Gísli Einar Gunnarsson, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Júníus Pálsson, Tunguseli 1, Reykjavík. Kristný Pétursdóttir, Garðabraut 39, Akranesi. Sveinn Þ. Jónsson, Reyrengi 49, Reykjavík. 50ÁRA Benedikt Bragason, Múlasíðu 46, Akureyri. Elísa Hjördís Ásgeirsdóttir, Dalbraut 1, Reykjavík. Hákon Hákonarson, löggiltur vátryggingamiðlari, Roðsölum 20, Kópavogi. Hann veröur að heiman. Jóhanna Kristín Tómasdóttir, Vesturvallagötu 1, Reykjavík. Júlía Kristín Adolfsdóttir, Furubyggð 16, Mosfellsbæ. Ragnar Lýðsson, Austurbergi 12, Reykjavtk. Siguröur Árnason, Austurströnd 12, Seltjnesi. 40 ÁRA Anna Karen Sverrisdóttir, Kárastíg 11, Reykjavík. Emilía Brynja Sveinsdóttir, Flúöaseli 91, Reykjavík. Freyr Franksson, Næfurási 14, Reykjavfk. Friðrik Þór Friöriksson, Keilufelli 10, Reykjavík. Hiíf Gestsdóttir, Kambaseli 27, Reykjavík. Magnús Guömundsson, Suðurmýri 14, Seltjarnarnesi. Ormarr Örlygsson, Borgarhlíö 6c, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.