Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Side 12
12
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002
Helgarblað
Cherie Blair, forsætisráðherrafrú í Bretlandi, í fjölmiðlafári:
Nútímakona með
marga bolta á lofti
„Ég er engin ofurkona."
Þær voru áreiðanlega margar kon-
urnar sem gátu tekið undir með
Cherie Blair, forsætisráðherrafrú i
Bretlandi, í vikunni þegar hún kom
fram fyrir skjöldu til að greina frá
sinni hlið meints hneykslismáls sem
þá hafði tröllriðið breskum fjölmiðl-
um í heila viku, eða meira, þar sem
reynt var að gera fasteignakaup henn-
ar í Bristol tortrýggileg. Og bað um
leið um skilning þjóðarinnar.
Nei, Cherie er engin ofurkona, bara
venjuleg nútímakona sem færist
stundum of mikið í fang. Hún er með
allt of marga bolta á lofti, eins og hún
sagði sjálf. Og þess vegna kannski
óhjákvæmilegt að hún missi einhvem
þeirra fyrr eða síðar.
Cherie, sem er orðin 48 ára, er ekki
bara virtur lögfræðingur, og einstaka
sinnum dómari, með öllu sem því
fylgir, heldur þarf hún líka að sinna
bömunum sínum fjórum og eigin-
manninum Tony, auk þess sem hún
þarf að koma fram opinberlega sem
forsætisráðherrafrú, heima jafnt sem
heiman. „Sólarhringurinn er bara
ekki nógu langur."
íbúð fyrir soninn og önnur til
írafárið í breskum fjölmiðlum að
undanfórnu snerist um kaup Cherie
Blair á tveimur íbúðum í Bristol þar
sem Euan, elsti sonur forsætisráð-
herrahjónanna, stundar háskólanám.
Stúdentinn á að búa í annarri en hin
var keypt sem fjárfesting, þótt mörg-
um þyki það ráðslag bera vott um lít-
ið fjármálavit. Fyrir herlegheitin
greiddi Cherie Blair rúmlega sextíu
miiljónir króna. Og ekkert athugavert
né ólöglegt við það.
Öðru máli gegnir hins vegar um
manninn sem lagði Cherie lið við fast-
eignakaupin og tókst meira að segja
að fá afslátt, ástralska kaupsýslu-
manninn Peter Foster. Hann þykir í
meira lagi vafasamur pappír. Það hef-
ur nefnilega komið í Ijós að Foster
þessi er margdæmdur svikahrappur
sem hefur setið inni í að minnsta
kosti þremur löndum fyrir svik og
prettik með megrunarlyf.
Foster er unnusti Carole Caplin,
góðrar vinkonu Cherie og eins konar
ráðgjafa hennar í líkamsrækt, matar-
æði, klæðnaði og öðru sem við kemur
lífsstíl hennar. Carole er fyrrum nekt-
arfyrirsæta og á kafi í alls kyns nýald-
arspeki.
Móðir Carole hefur einnig verið
dregin á flot í bresku fjölmiðlunum í
tengslum við þetta mál. Móðirin, sem
heitir Sylvia, er miðill og hefur vakið
áhuga Cherie á spíritisma og græður-
um af ýmsu tagi. Einhver gárunginn
sagði áhuga Cherie á félagsskap við
framliðna rökrétt framhald þess að
hún hefur umgengist þingmenn jafh-
lengi og raun ber vitni.
„AUir glíma við streituna á mis-
munandi hátt. Ég geri ráð fyrir að
þessi undarlega nýaldarstefna sé að-
ferð Cherie til þess,“ sagði vinur
Cherie í viðtali við blaðið Observer.
Bara misskilningur
Það var hið hægrisinnaöa
æsifréttablað Mail sem fyrst vakti at-
hygli á því að forsætisráðherrafrúin
hefði notið aðstoðar dæmds svika-
hrapps við fasteignakaupin. Þær fúll-
yrðingar voru bomar til baka og sagt
að engin tengsl væru milli Cherie og
Fosters. Það var ekki fyrr en Daily
Mail birti tölvubréf milli Cherie og
Fosters að forsætisráðherrafrúin við-
urkenndi að sér heföi orðið á í mess-
unni. Hún tók á sig alla ábyrgö á því
að talsmenn forsætisráðherrans höfðu
ekki sagt satt og rétt frá málinu í
fyrstu og að það hefði allt verið vegna
eintóms misskilnings.
„Fyrstu viðbrögð mín þegar ég fékk
spumingarnar frá Mail on Sunday
voru að standa vörð um einkalíf fjöl-
Cherie Blair
Breska forsætisráöherrafrúin hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu vegna fasteignakaupa sinna.
skyldu minnar og þó einkum og sér í
lagi um son minn sem er að hefja há-
skólanám og er fluttur að heiman,“
sagði Cherie Blair á þriðjudagskvöld
og átti í erfiðleikum með að halda aft-
ur af tárunum í beinni útsendingu á
breskum sjónvarpsstöðvum. „Þessi
viðbrögð, sem ég tel að hver einasta
móðir þekki og sú ósk mín að svara
ekki hvaða spumingum sem fjölmiðl-
ar kjósa að beina til mín, leiddu til
þessa misskilnings."
Stappað í hana stálinu
Reyndar hafði það dregist um hálf-
tíma að hún kæmi fram til að skýra
mál sitt þar sem hún var dauðhrædd
um að brotna saman i beinni útsend-
ingu. Hennar nánustu þurftu því að
stappa í hana stálinu áður en hún
lagði í að mæta fréttamönnum, og
þjóðinni, augliti til auglits.
Guðlaugur
Bergmundsson
blaöamaður
og eftirlýstum svikahrappi fyrir fast-
eignakaupunum. Cherie sagðist hins
vegar' ekki hafa kunnað skil á fortíð
Fosters í neinum smáatriðum, að
öðru leyti en því að hann hefði lent í
einhverjum vandræðum. Hún sagði
að þegar hún hefði fyrst heyrt hans
getið hefði ekki hvarflað að sér að
hann ætti eftir að koma henni í þessi
vandræði.
„En það er ekki mitt að velja vinum
mínum vini,“ sagði Cherie.
Brottvísun úr landi
Þar með er ekki öll sagan sögð,
langt því frá. Foster á nefnilega yfir
höfði sér að vera vísað úr landi í Bret-
landi. Og Cherie hefur verið sökuð
um að hafa haft afskipti af því ferli
öllu saman, meðal annars að hún hafi
verið lögmönnum Fosters til ráðgjaf-
ar. Ailar slíkar ásakanir hafa verið
bomar til baka en Cherie viðurkenndi
að hafa talað í síma við lögmenn
svikahrappsins. í þvi skyni, sagði
hún, að geta fullvissað vinkonu sína
Carole um að mál unnusta hennar
fengi eðlilega meðferð í kerfinu.
Carole Caplin rauf þögn sína í mál-
inu á fimmtudagsmorgun þegar hún
lýsti því að Cherie hefði neitað að lesa
skjöl um brottvisunarmál Fosters.
Carole fékk pappírana í hendurnar
þegar hún dvaldi í íbúð í eigu Cherie.
Skoska blaðið The Scotsman hélt
því fram á fimmtudag að Cherie hefðu
verið sýnd öll málskjölin. Blaðið sagði
að með þessu hefði Cherie verið að
launa Foster greiðann við íbúðakaup-
in í Bristol.
Cherie sagði á þriðjudag að þótt sig
langaði til að skríða undir stein og
hverfa ætlaði hún ekki að gera það.
Ætli sé ekki jafnvíst að breskir fjöl-
miðlar muni ekki sleppa af henni tak-
inu fyrr en í fulla hnefana.
Byggt á efni frá BBC, Libération,
The Guardian, The Observer,
Reuters, Jyllands-Posten og The
Tlmes
Annars er það alþekkt að Cherie
hefur ávallt gert allt sem í hennar
valdi hefur staðið til að gæta þess að
það sem gerist innan veggja heimilis-
ins fari ekki þaðan út. Skemmst er að
minnast þess að hún beitti lögbanni
til að koma í veg fyrir að fyrrum
barnapía þeirra hjóna gæti kjaftað frá
því sem hún hafði oröið vitni að í vist-
inni. Og skipti þá engu þótt það væri
ekkert merkUegra en að upplýsa að
Tony Blair sé mikdl áhugamaður um
sólbrúnku og að Peter Mandelson,
fyrrum ráöherra í stjóm Blairs, sé
veikur fyrir bleiku kampavíni.
Mörgum hefur þótt undarlegt að
Cherie Blair skyldi treysta dæmdum
I fylgd með eiginmanninum
Cherie Blair þarf oft aö bregöa sér af bæ með eiginmanni sínum, forsæt-
isráöherra Bretlands. Hér má sjá þau meö Silvio Berlusconi, forsætisráö-
herra Ítalíu, í brúðkaupsveislu dóttur spænska forsætisráöherrans.
Erlendar fréttir vlku
Leiðtogafundir ESB
Leiðtogar Evróþú-
sambandsins, sem
sátu fund í Kaup-
mannahöfn í viku-
lokin, létu ekki und-
an áköfum þrýstingi
Bandaríkjamanna og
Tyrkja um að efna
fljótlega tU aðildarviðræðna við
Tyrki. Ýmsir leiðtoganna sögðu að
gassagangurinn í Washington og
Ankara hefði aðeins orðið tU að
spUla fyrir. Ekki verður tékin
ákvörðun um aðUdarviðræðurnar
við Tyrki fyrr en eftir tvö ár og' þá
mun frammistaða þeirra í mann-
réttindamálum vega þungt. Þá
sögðu leiðtogamir að ekkert þýddi
fyrir tíu umsóknarríkin, sem vonast
tU að ganga í ESB 2004, að heimta
meiri styrki tU að gera þeim inn-
gönguna auðveldari.
Scud til Jemens
Bandarískir ráðamenn töldu sig
hafa komist í feitt þegar þeir létu
stöðva flutningaskip á Arabíuflóa í
vikunni og um borð fundust margar
Scud-flaugar frá Norður-Kóreu. Síð-
ar kom í ljós að flaugamar voru á
leið tU Jemens þar sem stjómvöld
ætla að nota þær tU að styrkja vam-
ir landsins. Ekkert ólöglegt var við
kaup Jemena á flaugunum og urðu
Bandaríkjamenn að sleppa skipinu,
enda Jemenar tryggir bandamenn í
baráttunni gegn hryðjuverkum. Þá
hafa bandarískir embættismenn
beðið Spánverja afsökunar enda
voru það spænskir hermenn sem
sigu niður í skipið og stofnuðu sér í
hættu. Þá hafa Norður-Kóreumenn
farið fram á afsökunarbeiðni.
Ósammála um taugagas
íraskur herfor-
ingi visaði á bug í
vikunni frétt
bandaríska dag-
blaðsins Wash-
ington Post um að
íslömsk öfgasam-
tök með tengsl við |
hryðjuverkahópinn al-Qaeda hefðu
fengið taugagas frá írökum. Blaðið
vísaði til þess að bandarískir emb-
ættismenn teldu sig hafa fengið trú-
verðugar upplýsingar um að af-
hending vopnanna hefði farið fram í
síðasta mánuði eða í októberlok.
Sagt er að öfgamennirnir hefðu
smyglað efninu úr landi um Tyrk-
land. íraski herforinginn sagði aftur
á móti að þessi frétt væri fáránleg
þar sem írakar hefðu eyðiiagt öll
slík vopn snemma á tíunda áratug
síðustu aldar.
Sakaöir um yfirgang
Vopnaeftirlits-
menn Sameinuðu I
þjóðanna tóku
aftur upp þráðinn
í vikunni og leit-
uðu gjöreyðingar-
vopna í írak sem
ráðamönnum er
meinað að eiga
samkvæmt álykt-1
unum SÞ. Sjálfir segjast írakar ekki
eiga nein slík vopn í fórum sínum.
írösk stjómvöld afhentu SÞ um síð-
ustu helgi nærri tólf þúsund sfður
af gögnum um vopnaframleiðslu
sína. Bandaríkjamenn ákváðu upp á
sitt eindæmi að taka að sér að
dreifa óstyttri skýrslu íraka til ann-
arra fastafulltrúa í Öryggisráðinu,
þótt skýrt væri tekið fram í ályktun-
um SÞ að aðeins vopnaeftirlitsmenn
fengju skýrsluna óstytta. Banda-
ríkjamenn voru sakaðir um yfir-
gang vegna þessa.
Stórbrunar I Evrópu
Stórbrunar urðu í tveimur borg-
um Evrópu um síðustu helgi, í
Þrándheimi í Noregi og Edinborg í
Skotlandi. I Þrándheimi bmnnu
fjögur gömul hús við göngugötu í
miðborginni og að sögn borgaryfir-
valda var þetta mesti bruni þar á
bæ í 161 ár. í Edinborg varð einnig
gífurlegt tjón þegar eldur læsti sig í
nokkur gömul hús í svokölluðu
Cowgatehverfi. Þar brunnu nokkur
af elstu húsum borgarinnar svo að
segja til grunna. Hverfið er á heims-
minjaskrá UNESCO.