Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Page 16
16 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 Helgarblað DV Malcolm Lowry. „Hvaö yröi um mig án eymdar minnar?" spuröi þessi hæfi- leikaríki rithöfundur. Snilligáfa og sjálfseyðingar- hvöt Skáldsaga Molcolms Lowrys, Under the Volcano, er af mörgum talin ein af bestu skáldsögum 20. aldar. Lowry gat aldrei fylgt þeirri sögu eftir enda var hann áfengis- sjúklingur með alvarlega geöbresti. Malcolm Lowry fæddist áriö 1909 i Cheshire i Englandi. Hann átti alla tíð í stormasömu sambandi við foreldra sína en faðir hans hélt honum uppi mestan hluta ævinnar. Lowry fór á fyrsta fyllirí sitt fjögurra ára þegar hann komst óvart í heimabrugg en hann byrjaði að drekka fyrir alvöru fimmtán ára gamall. Á unglingsárum fór hann að yrkja ljóð og skrifa sögur sem birtust í skólablöðum. Sautján ára fór hann á sjóinn í sex mánuði sem káetudrengur á vöruskipi sem hélt til Austur- landa. í ferðinni hélt hann dagbók sem varð uppistaðan i skáldsögu hans Ultramarine. Skömmu eftir útkomu skáldsögunnar kynnt- ist Lowry stórglæsilegri bandarískri konu sem hann hafði hitt á Spáni, Jan Gabriel. „Ég er svo ástfanginn að ég gæti dáið,“ sagði Lowry við vin sinn. Hann skrifaði Jan fjölmörg snilldar- lega stíluð ástarbréf, sagði henni að hann myndi verða heims- frægur rithöfundur og marka djúp spor í bók- menntasöguna. Hann bað hennar nokkrum sinnum áður en hún játaðist honum. Jan komst fljótlega að því að Lowry var drykkju- maður sem missti stjórn á sér þegar hann drakk og einn daginn eyðilagði hann allt inn- bú þeirra í drykkjulát- um. Þreifst á eymd Lowry virtist þrífast á eymd og spurði konu sína ótal sinnum: „Hvað yrði um mig án eymdar minnar?" Hann var ákaflega hjá- trúarfullur og var sannfærður um að hann yrði ekki langlíf- ur. Hjónin fluttu til Mexíkó og þar skrifaði Lowry smásögu sem varð uppistaðan í meistaraverki hans, Under the Volcano. Þar er lýst síðasta deginum í lífi drykkfellds kon- súls sem Lowry gaf nafnið William Erikson og er myrtur í lok bókarinnar. Ekki löngu síðar las Lowry i dagblaði frétt af ferða- manni sem hafði verið skotinn til bana. Ferða- maðurinn hét William Erikson. í hjátrú sinni trúði Lowry því að með því að gefa konsúlnum nafnið William Erikson hefði hann valdið dauða hins raunverulega Williams Eriksons. Lowry hafði enga stjórn á drykkjunni og eitt sinn drakk hann fulla flösku af ólífuolíu sem hann hélt að væri rakspíri með miklu alkó- hólmagni. Eiginkona hans yfirgaf hann vegna óreglu hans en sneri til hans aftur. Drykkjan skánaði ekki þrátt fyrir loforð hans og hann seldi meira að segja vekjaraklukku þeirra til að eiga fyrir áfengi. Einn daginn sagði Jan honum að hann yrði að velja milli hennar og flöskunn- ar. Hann átti ekki í vandræðum með að gera upp hug sinn og hún yflrgaf hann þótt hún elskaði hann enn. Hún skrifaði honum ástríðu- full bréf sem hann svaraði ekki en hann birti hluta af þeim orðrétt i Under the Volcano. Meistaraverkið Jan skrifaði eiginmanni sínum: „Þú ert mik- ill rithöfundur, býrð yfir miklum gáfum og ert hæfileikaríkasti maður sem ég hef kynnst. Þú gætir orðið einn af mestu rithöfundum aldar- innar. En þú þarfnast hjálpar, ekki plásturs." Hún vildi að hann færi í langa sálfræðimeð- ferð en á þvi hafði hann ekki áhuga og hann svaraði ekki bréfi hennar. Hann hélt áfram að drekka. Þrisvar var honum kastað í fangelsi fyrir drykkjulæti á almannafæri. Eftir það flutti hann til Los Angeles og fór í áfengismeð- ferð sem skilaði engum árangri. 1 Los Angeles kynntist Lowry Margerie Bonner, fyrrverandi leikkonu, handritahöfundi og höfundi leynilögreglusagna. Hún átti eitt hjónaband að baki með alkóhólista sem hafði framið sjálfs- morð. Þegar þau Lowry hittust í fyrsta sinn var það ást við fyrstu sýn hjá þeim báðum. „Ég vissi samstundis að ég hafði mætt örlög- um rnínurn," sagði Margerie systur sinni. Eiginkona Lowrys skildi við hann og hann kvæntist Margerie. Þau fluttust til Kaliforníu þar sem þau byggðu sér kofaskrifli. Lowry hóf vinnu að þriðju útgáfu sinni á Under the Volcano sem þrettán útgáfuforlög höfnuðu. Hann gafst ekki upp heldur hóf að vinna að fjórðu útgáfunni. Árið 1945 fluttu hjónin til Mexíkó en þar fékk Lowry bréf frá breskum útgefanda, Jon- athan Cape, sem bauðst til að gefa út Under the Volcano ef hann breytti henni. Lowry svaraði honum í þrjátiu blaðsíðna bréfi þar sem hann sýndi fram á að allt sem stæði í bók- inni skipti máli fyrir framvindu sögunnar og engu væri hægt að breyta. Cape samþykkti að gefa bókina út óbreytta og sama dag fékk Lowry þær fréttir að útgefandi í Bandaríkjun- um hefði samþykkt að gefa bókina út. Hann hafði verið níu ár að skrifa hana. í Bandaríkj- unum var Under the Volcano hyllt sem meist- araverk en viðtökur á Bretlandi voru ekki eins lofsamlegar. Geðbrestir og dauði Gömul, ógreidd sekt varð til þess að mexíkóska lögreglan fylgdi hjónunum að landamærunum og rak þau úr landi. Þau héldu til Evrópu. Drykkjusiðir Lowrys voru enn þeir sömu. Vinir Margerie sögðu henni að einn daginn myndi Lowry drepa hana í drykkjuæði. Nótt eina reyndi hann að kyrkja hana á hótelherbergi þeirra í París en hróp hennar kölluðu starfslið á vettvang sem bjarg- aði henni. Eftir það var Lowry vistaður á geð- deild um tima. Hann var öðru hvoru í áfengismeðferðum og læknar höfðu greint hann manísk-depressífan. Hann sagði þeim að hann gæti ekki starfað og lifað án áfengis. Eftir átján ára hjónaband sagði eiginkona hans honum að ef hann hætti ekki að drekka myndi hún yfirgefa hann. Júníkvöld árið 1957 lentu þau í áflogum. Hún henti hálf- tómri ginflösku hans í vegginn og hann réðst á hana með brotna flöskuna. Hún lagði á flótta og hann elti hana. Hún komst inn í hús nágranna og dvaldi þar um nóttina. Um morguninn sneri hún heim og kom að honum látnum á gólfinu. Pillubox með svefntöflum Margerie var horfið en fannst síðan í skúffu hennar galtómt. Malcolm Lowry var 47 ára gamall þegar hann lést. Bókalisti Máls og mennin; Allar bækur 1. Jón Baldvin - Tilhugalíf. Kolbrún Berqþórsdóttir 2. Njála - barnabók. Brynhildur Þór- arinsdóttir 3. Morðið í Alþingishúsinu. Stella Blómkvist 4. Leiðin til Rómar. Pétur Gunnarsson 5. Skrýtnastur er maður sjálfur. Auður Jónsdóttir 6. öðruvísi dagar. Guðrún Helgadóttir 7. Lúsastríðið. Brynhildur Þórarinsdóttir 8. Jólin koma. Jóhannes úr Kötlum 9. Halldór Laxness - Lif i skáldskap. Ólafur Raqnarsson 10. Stolið frá höfundi stafrófsins. Davíð Oddsson Skáldverk 1. Morðið í Alþingishúsinu. Stella Blómkvist 2. Leiðin til Rómar. Pétur Gunnarsson 3. Stolið frá höfundi stafrófsins. Davíð Oddsson 4. Röddin. Arnaldur Indriðason 5. Lovestar. Andri Snær Maqnason 6. Endastöðin. Jay Parini 7. Grafarþöqn. Arnaldur Indriðason 8. Mýrin. Arnaldur Indriðason 9. Hiarta, tungl og bláir fuglar. Viqdís Grímsdóttir 10. Er aexlið illkynja. Jóhannes Ragnarsson Metsölulisti bókabúöa Máls og menningar 3.12. - 9.12. Dýrmætasta eignin Þórarinn Þórarinsson blaðamaður segir frá uppáhaldsbókunum sínum „Þær eru auðvitað orðnar býsna margar bækurnar sem manni þykir vænt um en sú bók sem ég get síst hugsað mér að vera án er gamli doðranturinn minn, The Best of Raymond Chandler. Lengi vel leit ég á hana sem mína dýrmætustu eign. Þetta var biblían mín á menntaskólaárun- um og ég hef aldrei skil- ið hana viö mig á þeim 17 árum sem ég hef átt hana. Bókin geymir sex skáldsögur Chandlers um einkaspæjarann Philip Marlowe, þar á meðal The Big Sleep og Farewell My Lovely. Held það vanti bara The Litle Sister og þá væru þær allar saman komnar Marlowesögurnar sem Chandler skrifaði í fullri lengd. Bókmenntasagan geymir auðvitað meiri spámenn en þessa gömlu fyllibyttu en mér er al- veg sama. Fyrir mér eru þessar sögur bókmenntir í hæsta klassa. Dashiell Hammett hefur verið mikið hampað undanfarið. Hann ruddi þessari gerð reyfara vissulega braut en var þó meðvit- aður um að það þyrfti einhvern annan til að gera þá að bókmenntum og auðvitað var það Chandler sem gerði það. Myndmálið er stök snilld og persóna Marlowes er einstök. Það er margbúið að reyna að feta í fótspor Chandlers með frekar döprum árangri. Spenser og Mike Hammer eru til dæmis algjörir ræfiar í samanburðinum við þann gamla, sem hefur það líka fram yfir Sam Spade að hann er ekki skíthæll. Heildarútgáfan af ljóð- um ísaks Harðarsonar árið 2000 var mikill happafengur og það er líka gott að vita af henni innan seilingar. Annars er ég alveg búinn að gef- ast upp á ljóðunum og les enga lengur í þeirri deild nema ísak og Lord Byron.“ Umsjón: Kolbrún Bergþórsdóttir Bókasíðan Prýðileg afþreying PA'IRKIA m\s CIFflR * # æssjp Likamsleifar eftir Patriciu Cornwell Þeir sem vilja lesa fleiri saka- málasögur en bækur Arnaids Indriðasonar ættu að skella sér í lestur á Patriciu Cornwell. Hin einkar geðþekka og gáfaða sögu- persóna, réttarlæknirinn Kay Scarpetta, á hér, eins og svo oft áður, í höggi við raðmorðingja. Ein af þess- um ágætu sakamálasögum sem fylla mann eftirvæntingu við lesturinn. Sá sem byrjar á þessari bók hlýtur að ljúka við hana. Prýðileg afþreying. vtmœsm | Bækur eru saklausir hlutir en rithöfundar eru œgilegar verur. Þórbergur Þóröarson Bókalisti Eymund: Allar bækur 1. Jón Baldvin - Tilhugalíf. Kolbrún Bergþórsdóttir 2. Sonja - Líf og leyndardómar. Reynir Traustason 3. Röddin. Arnaldur Indriðason 4. Fjandsamleg yfirtaka. Boqi Þór Siquroddsson 5. Landneminn mikli. Viðar Hreinsson 6. Leggðu rækt við ástina. Anna Valdimarsdóttir 7. ísland í aldanna rás III. Illuqi Jökulsson 8. Stolið frá höfundi stafrófsins. Davíð Oddsson 9. Eyðimerkurdögun. Waris Dirie 10. Mýrin. Arnaldur Indriðason Skáldverk 1. Röddin. Arnaldur Indriðason 2. Stolið frá höfundi stafrófsins. Davíð Oddsson 3. Myrin. Arnaldur Indriðason 4. Don Kíkóti. Miquel de Cervantes 5. Lovestar. Andri Snær Maqnússon 6. Bridget Jones - á barmi tauqaáfalls. Helen Fielding 7. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 8. Nafnlausir vegir. Einar Már Guðmundsson 9. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 10. Hjarta, tungl og bláir fuglar. Viqdís Grímsdóttir Barnabækur 1. Gúmmí-Tarsan. Ole Lund Kirkegaard 2. Gallsteinar afa Gissa. Kristín Helqa Gunnarsdóttir 3. Artemis Fowl-samsærið. Eoin Colfer 4. Snuðra og Tuðra í jólabakstri. Iðunn Steinsdóttir 5. Öðruvísi dagar. Guðrún Helqadóttir Metsölulisti Eymundssonar 4.12.-10.12 Á’VTWU)- Társan Ú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.