Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Síða 20
H e / C) a rb l cj c) DV
LAUGARDAGUR I-+. DESEMBER 2002
«
POnSCHE
NLJ GETA ALLIR
EIGNAST PORSCHE
FJARSTÝRÐUR PORSCHE 911 TURBO
Magnað leikfang sem nær allt að 25 km hámarkshraða.
Verð kr. 9.895
\9\ Vagnhöfða 23 • Sfmi 590 2000 • www.benni.is
V A
F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir umsóknum verk-
taka um að fá að taka þátt i lokuðu útboði vegna uppsteypu og utan-
hússfrágangs tengibyggingar við Laugalækjarskóla í Reykjavík.
Helstu magntölur eru:
Malarfylling 1.000 m3
Mótafletir 4.500 m2
Steypa 750 m3
Bendistál 75 tonn
Stálvirki 1.900 kg
Þakdúkur, einangrun og farg 800 m2
Einangrun og sinkklæðning á útveggi 350 m2
Múrhúðun og málun útveggja 550 m2
Forvalsgögn fást hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar frá og með
17. desember 2002.
Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama stað eigi síðar en
kl. 16.00 6. janúar 2003.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkitlcjuvegi 3-101 Reyk|avik-Sfml S70 5800
Fax S62 2616 - Netfang: isrerhus.rvk.is
FORVAL
F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir umsóknum verk-
taka um að fá að taka þátt í lokuðu útboði vegna endurnýjunar
gatna í miðborginni á næsta ári. Um verður að ræða tvö álíka stór
útboð, annars vegar hluta Skólavörðustígs ásamt Vegamótastíg og
hins vegar hluta Bankastrætis og Bergstaðastrætis.
Helstu magntölur eru áætlaðar:
Gröftur
Fyllingar
Endurnýjun holræsa
Snjóbræðsla
Malbik
Stein- og hellulögn
5.200 m3
4.300 m3
400 m
4.300 m2
1.700 m2
2.600 m2
Áætlað er að framkvæmdir hefjist um mánaðamótin febrúar/mars
2003 og Ijúki um mánaðamótin júlí/ágúst 2003. Mjög rík áhersla
verður lögð á að verkáætlanir standist.
Verktökum sem hafa áhuga á að taka þátt í forvali og gefa síðan
tilboð [ framkvæmdir er boðið að senda inn skriflega ósk þar um.
Gögn varðandi forvalið verða afhent á skrifstofu
Innkaupastofnunar frá og með 17. desember 2002.
Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama stað eigi síðar en
kl. 16.00 7. janúar 2003.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJA VÍKURBORGAR
Fríkirifjuvegl 3-101 Reykjavík-Slml 570 5800
Fax 562 2616 - Netfang: lsrertiuk.rvk.is
DV-mynd Hari
Sagan varð að faeðast
Ingvar Sigurðsson segist lengi hafa haft áhuga á goðafræði og gengið með Ævintýri í jökulheimi í kollinum í
rúm þrjú ár og eftir þann meðgöngutíma varð hún að fæðast
Ævintýri í jökulheimum:
Vil segja
lifandi
söguna
mynd
S
1
- segir Ingvar Sigurðsson
„Sagan byggir á frásögnum úr
Bárðar sögu Snæfellsáss," segir
Ingvar Sigurðsson sem nýlega
sendi frá sér bókina Ævintýri i
jökulheimum. í bókinni segir frá
Sunnu og Mána sem fara í skiða-
ferð á Snæfellsjökul og þar hefst
mikið ævintýri. Bárður Snæfells-
ás, sem er rammgöldróttur land-
námsmaður og hvarf í jökulinn
fyrir eitt þúsund árum, fangar
börnin inn í heim goða og jötna.
Til að komast aftur til mann-
heima verða þau að leysa erfitt
verkefni. „Ég flétta einu og öðru
úr þjóðsögum, goðafræði og þjóð-
trú inn í söguna auk þess sem ég
segi frá uppruna rúna í lok henn-
ar.“
Ferðalag í tímaleysi
Ingvar Sigurðsson lærði ketil-
og plötusmíði og starfaði sem iðn-
aðarmaður i mörg ár. „Ég hef
lengi haft áhuga á goðafræði og
gengið með söguna í kollinum í
rúm þrjú ár og eftir þann með-
göngutíma varð hún að fæðast.
Að lokum ákvað ég að leggja allt
í sölurnar, seldi húsið, borgaöi
upp allar skuldir og fór að læra
að skrifa kvikmyndahandrit því
ég sá söguna alltaf fyrir mér sem
kvikmynd. Mér var bent á að það
væri ráðlegra að gefa hana fyrst
út sem bók og í framhaldi af því
flutti ég í Stykkishólm til að
skrifa hana. Sögusviðið er inni í
Snæfellsjökli og þeir níu heimar
sem fjallað er um í goðafræðinni.
Við búum í miðheimi en í sög-
Rfkulega myndskreytt
Lokatakmarkið er að gera hreyfimynd í einhverju formi eftir sögunni.
Mér er alveg sama hvort það verður kvikmynd, teiknimynd eða skugga-
mynd sem er gefð með tveimur ullarsokkum.
unni kynnast hetjurnar tveimur
heimum fyrir neðan mannheima.
Bárður Snæfellsás sendir Sunnu
og Mána í ferðalag til að sækja
Helgu dóttur sína sem samkvæmt
Bárðarsögu rák burt frá íslandi á
ísjaka og ég geri ráð fyrir að hafi
endað á Grænlandi."
í sögunni sem gerist I hálf-
gerðu tímaleysi er flakkað á milli
heimsálfa eftir orkulínum sem
skerast í jöklinum og Sunna og
Máni þurfa sjálf að finna leiðina
til Grænlands samkvæmt vís-
bendingum sem þau finna á leið-
inni.
Lifandi mynd
Bókin er ríkulega myndskreytt
af Ingvari sjálfum. „Ég er að
mestu sjálfmenntaður í myndlist
en hef sótt námskeið hjá Hring
Jóhannessyni og í Myndlistar-
skólanum á Akureyri. Lokatak-
markið er að gera hreyfimynd í
einhverju formi eftir sögunni.
Mér er alveg sama hvort það
verður kvikmynd, teiknimynd
eða skuggamynd með tveimur ull-
arsokkum - ég vil segja þessa
sögu í lifandi mynd. Ég er búin
að sækja um til Kvikmyndasjóðs
en veit ekki eins og er hvað verð-
ur úr því.“
Ingvar segir að þetta sé fyrsta
bókin af þremur um Sunnu og
Mána. „í næstu bók, sem er hálf-
skrifuð og verður sjálfstætt fram-
hald, lenda þau í ævintýrum í
goðheimum og afstýra ragnarök-
um en ég vil ekki segja frá þriðju
bókinni eins og er.“
Aftast í bókinni er sagt frá upp-
runa rúna, hvemig er hægt að búa
þær til og hvernig má lesa úr þeim.
Þeir sem vilja geta því notað Ævin-
týri í jökulheimum sem handbók i
rúnalestri. -Kip