Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Page 22
22 Helgarblacf E>V LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 ...kíkt í snyrtibudduna Maslíari fyrir sportista „Ég nota ekki annan maskara en þenn- an. Hann er frá Kanebo og heitir 38 Celsius. Eins og nafnið bendir til þá virkar hann í hitastigi upp að 38 gráðum. Hann er frábær fyrir konur sem stunda líkamsrækt og svo er ekkert mál að nota hann í sundi - fyrir utan að stinga sér í heita pottinn." Minliabrúnn púðurblýantur „Þessi blýantur er lika mjög patent - hann er frá No Name og sá sem ég er með núna er minkabrúnn en sá litur er mjög „in“ í vetur. Þetta er púðurblý-' antur en samt er auðvelt að gera línu með honum og I svo er bursti á öðrum endanum. Þennan hef ég átt í mörgum litum.‘ Alltaf í buddunni „Þetta er mjög gott fast púðurmeik frá No Name. Ég nota púðurmeikið daglega og það er með því nauðsynlegasta í budd- unni. Ef ég er að fara eitthvað fínt þá nota ég stundum fljótandi meik og púðurmeikið yfir. Það kemur mjög vel út.“ Litur sem smellpassar „Liturinn á þessum augnblýanti hefur þann kost að vera hvorki of ljós né of dökkur. Þessi er frá Kane- bo og virkar eins og skrúfblýantur - á hinum endanum er svo bursti." Varalitasafn „Ég er hálfgert varalitafrik og á alltaf marga varaliti. Mér finnst oft gott að skipta alveg um lit - allt eftir því í , hvemig skapi ég er. Þessi er frá No Name. Hann er látlaus og fínn til að nota hversdags." Töfratól og þarfaþing Guðbjörg Gissurardóttir í eldhúsinu lieima. Hún segir markmiðið með bókinni Hristist fyrir notkun vera að örva sköpunargleðina í eldhúsinu og gera eldamennskuna skemmtilegri og einfaldari. „Þessi augnskuggi er algjört þarfaþing, ekki síst fyrir þroskaðri konur. Hann er ljós og sanseraður og hefur þann góða kost að draga fram augun og stækka. Ég nota hann kannski ekki daglega en alltaf þegar ég ætla að vera fln.“ Cö Málið að vera Elín Sveinsdóttir, útsendingarstjóri á frétta- stofu Stöðvar 2, á að baki feril íförðun en hún nam þá list íParís fgrir tveimur áratug- um. Elín var meðal þeirra fgrstu sem fóru utan í förðunarnám og hún starfaði um tveggja ára skeið sem förðunarfræðingur hjá mörgum frægustu tískuhúsum Parísar. Þrátt fgrir að vera íkröfuhörðu starfi og eiga stóra fjölskgldu segist Elín gefa sér tíma fgrir útlitið á degi hverjum. Helgarblað- ið fékk að skgggnast ísngrtibuddu Elínar og skoða hvaða sngrtivörur eru ómissandi að hennar mati. skapandi í eldhúsinu „Hristist fgrir notkun“ kallast hugverk Guðbjargar Gissuardóttur og verð- ur að teljast ein ngstárlegasta matreiðslubók sem komið hefur út hérlend- is. Hristist fgrir notkun er verk Guðbjargar frá a til ö - hún eldar matinn, semur uppskriftirnar, tekur mgndirnar og hannar útlit bókarinnar. „Maturinn í þessari bók er ekki aðalatriðið heldur miklu frekar það að sýna fólki fram á hvemig hægt er að vera skapandi í eldhúsinu. Eldamennskan á aö vera skemmtileg og einfóld," segir Guðbjörg Gissurardóttir, grafískur hönnuður, sem nýlega gaf út matreiðslubókina Hristist fyr- ir notkun. Bókin verður seint talin hefð- bundin matreiðslubók - hún er full af hugmyndum, ekki bara hvað varðar matreiðsl- una, heldur einnig um inn- kaupin, borðhaldið og matarboð- in. Þá má -segja að bókin sé eins manns verk því Guðbjörg semur ekki einvörðungu uppskriftimar, hún eldar allan matinn, tekur ljósmyndimar og hannar bókina í heild sinni. Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir nokkrum árum þegar Guðbjörg stundaði nám í New York. „Ég kunni í raun ekkert að elda og það má segja að hugmyndin hafi kviknað af þörf. Þeg- ar ég var í meistaranáminu þá vora kennslustund- ir jafnan á kvöldin og ætlast til að fólk ynni heima yfir dag- inn. Það gat því verið ansi góð afsökun að hvíla sig á heimanáminu og dunda í eldhúsinu. Ég byrjaði að elda mat af krafti og fór í kjölfarið að skoða mat- reiðslubækur. Mér þóttu þær eiga það sammerkt að gera eldamennskuna flókn- ari en hún er í raun og vera. Ég leitaði lengi í- stærstu bókabúðum New York að bók sem ég get séð sjálfa mig nota en fann enga. Þá sá ég enga aðra leið en að gera hana sjálf og þar sem ég hafði lært ljós- myndun og hönnun og gat skrifað þá fannst mér að ég hlyti að geta reddað nokkram uppskriftum,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg flutti ásamt fjölskyldu sinni heim til íslands fyrir síðustu jól og hafði þá prótótýpu af bókinni í vasan- um. Síðan hófst mikill vinnuferill þar sem Guðbjörg eldaði og prófaði rétti til að nota í bókina. „Ég eldaði rosalega mikið og lét vini og ættingja prófa matinn. Sama gilti um ef ég fékk góðan mat hjá vinum mínum þá hætti ég ekki fyrr en ég var komin með uppskriftina. Að baki hverrar uppskriftar liggja margar prófanir auk þess sem ég fékk alltaf fólk til að prófa aö elda eftir uppskrifhmum. Þannig gat ég tryggt að þær virkuðu," segir Guðbjörg og bætir við að oft hafi uppskriftir dagsins endað á kvöldverðarborði fjölskyldunnar að lokinni myndatöku í stofunni. Bókin er sem fyrr segir ffábragðin klassískum mat- reiðslubókum. í henni er til dæmis að flnna sniðuga ,leitarvél“ þar sem hægt er að velja uppskriftir eftir því hvað er til í ísskápnum eða hvort fólk hefur hug á að hafa fljótlegan mat, ódýran, holl- an, krakkavænan og þar fram eftir götunum. Þá era uppskriftimar sjálfar settar fram á skemmti- legan hátt. Til dæmis er liður þar sem hægt er að lesa hverju má sleppa, bæta við eða breyta. „Þetta fmnst mér mikilvægt því margir þekkja það að eiga ekki allt sem stendur í uppskriftinni. Þá þarf annaðhvort að hlaupa út í búð eða breyta út af. Ég vel síðari kostinn auk þess sem þetta margfaldar tilbrigði hverrar uppskriftar," segir Guðbjörg. Hún gefur bókina út sjálf en segir útgefendur hafa talið hana of dýra í fram- leiðslu. Það helgast m.a. af því að allar blaðsíð- umai- era lakkaðar, innskotssíður þarf að handsetja í hveija bók, kápan er lamenerað og svo er hún bundin í sterkan gorm. Bókinni er lokað með sterkri teygju og síðan er hægt að hengja hana upp. „Ég vildi ekki hafa bókina öðravísi og þess vegna varð að ráði hjá mér að gefa hana sjálf út. Sem betur fer vissi ég ekki hvað þetta yrði mikil vinna áður en ég hófst handa,“ segir Guðbjörg. Hægt er að kynna sér og kaupa bókina á Femin.is og einnig er hægt að senda fyrirspurnir til Guðbjargar á net- fanginu gudbjorgg@simnet.is. hengja hana upp innan um potta og pönnur. Baunaréttur frá mömmu heitir uppskriftin á þessari opnu. Bókin er ríkulega skreytt myndum sein Guðbjörg tók sjálf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.