Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 24
24 H&Iqo rb lo <3 13V LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 Veron er vaknaður Argentinski landsliðsmaðurinn Juan Sebastian Veron er loksins farinn að sýna sitt rétta andlit með Manchester United eftir frekar dapurt timabil í fyrra. Veron játar það sjálfur í opinskáu viðtali við breska blaðið Daily Mirror að hann hafi verið slakur i fyrra en segir að nú sé hann loksins farinn að geta sýnt stuðningsmönnum liðsins hvað í honum býr. f fótspor föðurins Hann vakti fyrst athygli er hann lék með Boca Juniors í argentínsku deildinni en þangað kom hann frá Estudiantes en faðir hans, Juan Veron eldri, lék einnig með því félagi. Juan Veron eldri var stjarna hjá Estudiantes og lék með liðinu gegn Manchester United á Old Trafford árið 1968 í heimsmeistara- keppni félagsliða. Estudiantes vann þann leik, 2-1, og Veron eldri skoraði annað marka argentínska liðsins og það voru fyrsti kynni Veron-fjölskyldunnar af Old Trafford. Áhugi á Ítalíu Þegar Veron yngri hafði aðeins leikið 17 leiki með Boca Juniors og skorað 3 mörk fór hann að vekja at- hygli í Evrópu. Úr varð að ítalska félagið Sampdoria keypti hann frá Boca árið 1996 og var Veron hjá félag- inu í 2 ár. Hann lék 63 leiki með Sampdoria og skor- aði 8 mörk áður en hann var keyptur til Parma árið 1998. Veron gekk vel meö Parma og unnu þeir ítalska bikarinn og Evrópukeppni félagsliða er hann lék með þeim. Eftir frábæra frammistöðu með Parma pungaði Lazio út „litlum" 20 milljónum punda fyrir Veron en þjálfari Lazio þá var núverandi þjálfari enska lands- liðsins, Sven-Göran Eriksson. Gengi Veron og Lazio var með eindæmum gott þvi að þeim tókst að vinna ítalska meistaratitilinn, ítalska bikarinn og evrópska „ofurbikarinn" þar sem sigurvegarar Evrópukeppni félagsliða og meistara- deildarinnar mætast. Þar fékk Veron fyrstu kynni sín af Manchester United því að Lazio lagði einmitt Man. Utd í leiknum um „ofurbikarinn". Dýrasti leilunaður Englands Þann 12. júlí 2001 varð Veron dýrasti leikmaður enskrar knattspyrnu er Man. Utd greiddi Lazio 28,1 milljón punda fyrir hann. Ein ástæðan fyrir því að hann ákvað að yfirgefa Ítalíu var sú staðreynd að hann var ásakaöur um að hafa verið með falsað vega- bréf og átti yfir höfði sér leikbann á Ítalíu. Hann var síðar sýknaður af öllum ákærum. En eins og áður segir þá átti Veron slaka leiktíð með United í fyrra og þeir voru ófáir sem voru búnir að afskrifa hann fyrir þessa leiktíð. En hann hefur brugðist við öllum gagnrýnisröddum með því að spila einkar vel í ár og segir hann í viðtalinu við Daily Mirror að hann hafi verið slakur í fyrra en nú sé hann búinn að venjast enska boltanum og betri tímar séu í vændum. „Mig vantaði stöðugleilta“ „Ef ég á að vera heiðarlegur þá var ég ekki upp á mitt besta i fyrra. Það vantaði allan stöðugleika í minn leik. En ég ætla að sjá til þess að annað verði upp á teningnum á þessari leiktíð," segir Veron. „Það var mikil breyting að koma til Englands, en ég vil síður skýla mér bak við þá afsökun. Ég vildi aldrei nota þá afsökun að það tæki tíma að venjast nýju landi." Mörgum fannst að koma Veron hefði komið á óstöð- ugleika í miðjuspili Man. Utd og að það hefði verið ein aðalástæðan fyrir því að þeim mistókst að vinna titil í fyrra. Það kemur kannski mörgum á óvart að Veron tekur undir þá útskýringu. „Þegar ég hef gengið í raðir nýs félags þá hafa venjulega verið 5-6 breytingar hjá félaginu á sama tíma, stundum var jafnvel skipt um þjálfara," segir Veron. „Þegar slíkt gerist þá er auðveldara fyrir leikmenn að koma með sinn eigin stíl í liðið frekar en að þurfa að aðlagast hinum, en hjá United höfðu sömu leik- mennirnir veriö saman í mörg ár. Þeir höfðu ákveð- inn leikstíl sem hafði fært þeim marga titla. Að því leyti var þetta erfiðari breyting fyrir mig og meiri áskorun en ég var ekki á því að bugast heldur ætlaði ég að njóta áskorunarinnar.1' „Gagnrýni byggir mig upp“ Það segir ýmislegt um hversu sterkur karakter Veron er að hann skuli hafa enn frekari löngun til þess að sanna sig eftir hið dapra tímabil í fyrra. Það hefur oft verið sagt að þaö taki útlendinga eitt ár að venjast enska boltanum og þarf ekki að horfa lengra en til Robert Pires í því sambandi en hann blómstraði á sínu öðru ári með Arsenal og var valinn besti leikmaður deildarinnar. „Ég get alltaf tekið gagnrýni en ég læt hana ekki hafa áhrif á mig. Ég reyni alltaf að standa mig sem best og sé til þess að gagnrýnin byggi mig upp í stað þess að brjóta mig niður,“ segir Veron. „Ég veit ekki af hverju mínir bestu leikir með United hafa komið í meistaradeildinni. Það er ekki að ég hafi verið að leggja mig meira fram í Evrópuleikj- unum en í deildinni. Það sem ég þarf að gera núna er að ná sama stöðugleika í deildinni og í meistaradeild- inni.” Vendipunktur vetrarins Veron er sammála stjóra sínum, Sir Alex Ferguson, að 3-1 tapið gegn Man. City hafi verið vendipunktur- inn hjá United í vetur, en United hefur ekki tapað leik síðan og er á mikilli siglingu. Veron segir aö hug- arfar leikmanna liðsins hafi ekki verið í lagi fyrir leikinn gegn City og að það hafi verið þess eðlis að sigurinn ætti að koma af sjálfu sér bara af því þeir mættu út á völlinn. „Þegar svona mikilvægur leikur tapast, og ég tala ekki um eins dapurt tap og í þessum leik, þá verða menn að taka hlutina mjög alvarlega," segir Veron. „Við eyddum miklum tima í að tala um það og lið með eins mikla hæfileika og við hefur ekki efni á að tapa slíkum leikjum. Tapið særði stolt okkar. Liðið er enn það sama en það sem hefur breyst er hugarfar leikmannanna og menn eru ákveðnari en nokkru sinni fyrr í að ná árangri. Við vitum það nú að það þarf meira til en að klæðast treyju Man. Utd til þess að vinna leiki. Það er sú hugarfarsbreyting sem átt hefur sér stað.“ Che Guevara í uppáhaldi Veron er fjölskyldumaður með tvö börn og einnig á hann tvo hunda. Hann þykir um margt sérstakur karakter og fer oftar en ekki sinar eigin leiðir. Til að mynda þegar hann kom til Sampdoria á sínum tíma þá átti hann svartan Ferrari. Félagar hans í liðinu hlógu að honum og sögðu að rauður Ferrari væri það eina sem virkaði. Veron mætii daginn eftir á nýjum, gráum Ferrari. Hans helstu átrúnaðargoð eru Che Guevara, Napóleon, Maradona og páfinn, en hann er einmitt með húðflúr á hægri handlegg af Che Guevara. -HBG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.