Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Side 26
2G
H&lqarblctc) I>'Vr
LAUGA.RDAGUR 14. DESEMBER 2002
Elín Hirst var ívikunni ráðin fréttastjóri
fréttastofu Sjónvarpsins. Hún ræðir ívið-
tali við Helgarblað DV um átján ára fjöl-
miðlaferil, hlutlæga fréttamennsku,
frægðina og Hallgerði langbrók.
Út í
tala um
„Það erskrýtið að vera
þekkt manneskja; að
fara út íbúð og allir
vita hver maður er. Það
venst og verður hluti af
lífinu. Ég veitekki
hvort það er eitthvað
sem ég sækist eftir.
Auðvitað eru allir hé-
gómlegir þótt enginn
lifi á hégómanum ein-
um saman.“
Af hverju leiddistu inn í fjölmiðla?
„Ég byrjaði í viðskiptafræði og hagfræði en fann
mig ekki í því námi. Ég var fyrst í viðskiptafræði við
Háskóla íslands í eitt ár og fór síðan út til Óslóar þar
sem ég lagði stund á þjóðhagfræði sem ég taldi að ætti
betur við mig. Ég sá þó að ég var ekki alls kostar sátt
við það nám og sótti um í bandarískum háskóla; það
var eitthvað við fjölmiðlanámið sem heillaði mig,
kannski skapandi hluti starfsins. Ég fékk inngöngu í
University of Florida í Gainesville og sérhæfði mig í
sjónvarpsfréttamennsku."
Þannig að fréttamennskan var ekki æskudraumur.
„Alls ekki. Ég ætlaði alltaf að verða lögfræðingur
eins og pabbi minn. En einhvern
veginn æxlaðist það þannig að ég
ákvað aö fara í viðskiptafræði. Svo
endaði ég hér.“
Þú gerðir heimildarmynd um
Þjóðverja sem voru búséttir á ís-
landi en voru, þegar Bretar hertóku
ísland, fluttir á eyjuna Mön.
„Afi minn og lífsreynsla hans var
kveikjan að þessari mynd. Hann er
nú látinn. Hann kom hingað ungur
maður í atvinnuleit árið 1930, settist
hér að, giftist og eignaðist börn. í
striðinu voru allir Þjóðverjar á ís-
landi handteknir í „öryggisskyni"
þar sem talið var að þeir gætu
stundað njósnir í þágu Þjóðverja.
Þessi lífsreynsla setti mjög mark sitt
á ömmu og afa. Það var oft minnst á
þetta i fjölskyldunni en ég gerði mér
sem barn aldrei grein fyrir þvi
hvernig sagan var. Ég var því forvit-
in að kynna mér það.“
Mér var sagt að þú ættir góðan
þátt í þvi hvernig íslenskt stjórn-
kerfi hefur opnast fyrir íjölmiðlum
og almenningi. Helduröu að barátta þín fyrir því
tengist á einhvern hátt reynslu afa þíns?
„Nei, alls ekki. Ég er ekki í neinni krossferð. Það
verður allt að skoðast í sögulegu samhengi og þótt
'þessir atburðir hafi verið sárir fyrir fjölskyldu mína
þá skil ég að sumu leyti þessar aðgerðir. Bretar fóru
ekki illa með þessa menn, þeir bjuggu við góðar að-
stæður á gömlum sumarleyfisstað fyrir Breta á eyj-
unni Mön. En þótt umhverfið hafi verið þokkalegt
voru þetta auðvitað fangabúðir."
RÚV á vel við mig
„Þegar ég kom heim byrjaði ég að vinna á DV þar
sem voru ritstjórarnir Jónas Kristjánsson og Ellert B.
Schram. Það var mjög lærdómsríkur tími. Raunin
varð sú að þótt ég hefði háskólapróf kunni ég ósköp
lítið. Ég fékk ágætis skólun á DV og góðan grunn.
Árið 1986 sótti ég um starf fréttamanns á Bylgjunni
og fékk það. Mig langaði í ljósvakann enda hafði ég
sérhæft mig í náminu til þeirra starfa. Af Bylgjunni
lá leiðin upp á Stöð 2.“
Þú varst fréttastjóri þar.
„Já, í tvö og hálft ár, fram til 1996.“
Konur voru ekki áberandi í fjölmiðlum á þeim tíma
og síst í stjórnunarstöðum.
„Nei. Mér finnst margt hafa breyst á þeim átján
árum sem ég hef starfað við fjölmiðla og hlutfall
kvenna lagast til muna. Það er mjög til bóta þar sem
við erum helmingur þjóðarinnar og fjölmiðlar eiga að
vera spegill samtímans."
Mig minnir að þú hafir sagt þegar þú hættir á Stöð
2 að þú hefðir ekki passað inn í karlaklúbbinn.
„Þau orð eru mér ekki ofarlega í minni og ég man
ekki af hverju það komment var sprottið.“
Þannig að það hefur ekki rist djúpt.
„Nei, ætli það.“
Þá byrjaðirðu aftur á DV.
„Þegar ég hætti á Stöð 2 fór ég.að hugsa minn gang.
Þá ákvað ég að gera heimildarmyndina um fangana á
Mön. Þegar því verkefni var lokið bauðst mér frétta-
stjórastarf á DV. Ég vann á DV í tæpt ár en langaði
alltaf í sjónvarpið. Ég ákvað að láta slag standa og
sótti um á fréttastofu Sjónvarps. Ég fékk starfið og
var komin aftur í sjónvarp og nú sem almennur
fréttamaður. Það er eitthvað við þessa stofnun sem á
vel við mig. Samstarfsfólkið er frábært og ég hlakka
til að mæta í vinnuna á hverjum degi. Og það er eitt-
hvað sem má ekki taka sem sjálfsagðan hlut.“
Enginn lifír á hégómanum einum
Hvað er svona heillandi við sjónvarpið?
„Ég fann þegar ég vann á DV í seinna skiptið að ég
hafði ekki þróað með mér þann hæfileika að tjá mig
með skrifuðum texta og ljósmyndum. Fréttamenn
vinna öðruvísi en blaðamenn; fréttamennska er meiri
myndsmíði. Mér fannst ég því ekki vera á réttri hillu.
Ég taldi að ég fengi meiri útrás fyrir sköpunarþörf
mína í sjónvarpi, auk þess sem ég hafði lagt mikið á
mig til að þjálfa raddbeitingu og fannst ég ekki hafa
tækifæri til að nýta þá þjálfun ef ég héldi ekki áfram
í útvarpi eða sjónvarpi. Það reyndist rétt; sjónvarpið
á betur við mig.“
Blaðamenn segja oft að þeir sem hafa unnið í sjón-
varpi hafi smitast af einhverri frægðarbakteríu.
„Það er hluti af dæminu, sérstaklega til að byrja
með. Það er skrýtið að vera þekkt manneskja; að fara
út í búð og allir vita hver maður er. Það venst og
verður hluti af lífinu. Ég veit ekki hvort það er eitt-
hvað sem ég sækist eftir. Auðvitað eru allir hégóm-
legir þótt enginn lifi á hégómanum einum saman.“
Það má halda því fram að á síðustu árum hafi sum-
ir fjölmiðlar lagt upp úr því að búa til stjörnur og
frægt fólk. Hefurðu orðið vör við einhverja breytingu
gagnvart þér? Er meiri ásókn í þig?
„Nei. Ég fæ alveg að vera í friði og verð ekki fyrir
neinu áreiti. Ég er fegin því. Ég lét taka nafnið mitt
úr símaskrá en ég varð vör við það í gamla daga að
fólk vildi hringja og segja mér meiningu sína og
skipti þá litlu hvaða tími sólarhringsins var. Það er
alveg hætt. Flestum frístundum ver ég í tengslum við
heimilið og hef ekki mikinn áhuga á samkvæmislíf-
inu.“
Talandi um frístundir. Hvert er helsta tóm-
stundagamanið?
„Ekki fréttamennska. Ég á mjög gott með að loka
mig alveg af þegar ég tek mér frí. Ég þarf ekki stöðugt
að fylgjast með íjölmiðlum. Þótt ég taki stöðuna eins
og venjulegt fólk þá er ég langt frá því að vera frétta-