Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Page 41
LAUGARDAGU R l Ar. DESEMBER 2002 Helqarblað I3V 41 DV-myndir Sig. Jökull DV-myndir E. Ól. Jólasalatið, fagurrautt að lit, er fært upp á fat þegar það hefur staðið í skál í kæli í tvær vikur eða svo. Þó er það ekki heilög tímalengd því salatið er auðvit- að vel ætt löngu fyrr. Sigtryggur hefur harðsoðið egg og skorið í báta sem líta vel út á rauðu beði. Hér er nostrað við skreyting- una áður en rétturinn er bor- inn á borð. Síldarréttir eru mjög hentugir sem forréttir og jafnan á að byrja á þeiin séu þeir á hlaðborði. Ljúfur Royal jólabjór og Faxe lagerbjór - er val Sigurðar Bemhöft hjá HOB-vín ehf. Það er ómissandi að hafa gott öl innan seil- ingar þegar síld er annars vegar og vist er að margir gæða sér á síld þessa dagana þegar jóla- hlaðborð og hvers konar upphitun fyrir jólahá- tíðina er í algleymingi. Sigurður Berhöft hjá HOB-heildverslun hefur á boðstólum mikið gæðaöl frá Danmörku, Albani Julebryg, nefnd- ur Albani Blaa Lys. Þetta ágæta öl hefur verið á borðum danskra neytenda frá því 1959. Þetta er kröftugur bjór en áfengisinnihald er 7%. En eins og vænta má þegar danskur hjór er annars vegar er bragðið milt. Jólabjórinn frá Albani kemur nú á íslenskan markað í 5. sinn en ann- að árið sem hann fæst undir nafninu Blaa Lys. Áður hét hann Giraf Christmas. Þess má geta að skáldið H.C. Andersen skrifaði um Albani brugghúsið en það var stofnað í Óðinsvéum 1859. En hér verður kynntur til sögunnar jólabjór frá brugghúsi Ceres í Árósum, Royal X-Mas. Þetta ágæta öl hefur verið á markaði í Dan- mörku í 30 ár við miklar vinsældir. margir Is- lendingar sem búsettir hafa v verið í Dan- mörku um lengri eða skemmri tíma þekkja þennan bjór ágætlega. bragðið á vel við jólin, það er stemning í því, svolítil sæta með kar- mellukeim. Liturinn er dökkleitur. Áfengis- magnið er 5,6%. Þetta ágæta öl hentar eitt og sér og með öllum hefðbundnum jólamat. Royal X-mas kostar 159 krónur í ÁTVR. Faxe er annað vel þekkt danskt brugghús en þaðan kemur Faxe Christmas. Þetta ágæta öl er reynd- ar uppselt i verslunum ÁTVR en unnendur góðs bjórs ættu að leggja hann á minnið. Faxe er annars eitt best þekkta ölmerki Dana. Hið einstaka vatn í einkalind- um Faxe, vatn sem hefur runnið í gegn um kóralrif og þannig hreinsast gerir þennan bjór að einum þeim besta sem völ er á í flokki lagerbjóra. Hann er afar ljúfur, ljósgylltur, en bragðið er „mjótt og langt" með góðri endingu. Hér eru notaðir bragðmiklir humlar sem gefa bjórnum svona gott jafn- vægi. Faxe er sá bjór sem mest er flutt inn af í Þýskalandi og segir það sína sögu. Faxe lagerbjór fæst í ÁTVR og kostar 50 cl dós 159 krónur. Umsjón Haukur Lárus Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.