Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Síða 48
48 Helcjarhlctð DV LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 Panasonic sony Panasonic sony Sérfræðingar í viðgerðum og viðhaldi á Sony og Panasonic tækjum Einholti 2 » sími 552 3150 ( 25 skrefum fyrir ofan DV húsið) FLEIRI TOMMUR FVRIR KRONUNA UNITED UTU3028 28" Nicam Stereó sjónvarp með textavarpi og 2 Scart tengjum. Sjönvarpsmiðstöðin RAFTÆKJAUERSLUN • SÍfiUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 TTTTHVWT* ■ okkar og ktkið á tilboðin mm Full búð af ttýjutn vörutn Tökutn upp utn helgina fullan gánt afnýjunt vöruntl A horni Laugavggar og Klapparstígs E 1 Ð F A X 1 Hestaheilsa eftir Helga Sigurösson, dýralækni er frábær handbók til gjafa fyrir alla þá sem áhuga hafa af hestum og heilsufari þeirra. Verö 6.900.- THI IUIOMAH HATUM EUROPE MIM MITIVAl IH IVMOIH 1. verðlaun Iflokknum Maður og náttúra 1 , , , . . MeritAward lsaldarnesturinn Margverölaunaö myndband eftir Pál Steingnmsson. Góö gjöf til vina og ættingja heima og erlendis. lVleö íslensku og ensku tali. Verö 3.990.- ■ Skákþátturinn Umsjón Sævar Bjamason Sergei Karjakin, 12 ára stórmeistari: Heimsmeistari framtíðarinnar? Ruslan Ponomariov er núverandi heimsmeistari FIDE. Hans bíður einvígi á vordögum við „skrímslið frá Bakú“, Garrí Kasparov, og er það liður í sameiningu heimsmeist- aratitilsins í skák sem hefur verið á flakki undanfarin ár. Á sama tíma er áætlað að Vladimir Kramnik og Ungverjinn Peter Leko tefli sitt einvígi og sigurvegararnir í þeim einvigjum tefli að lokum um heimsmeistaratitilinn á næsta ári og sigurvegarinn þar verði óum- deildur heimsmeistari í skák. En það er yngsti stórmeistari heims, hinn 12 ára Sergei Karjakin, sem er aðalumfjöllunarefni þáttarins í dag. Karjakin er frá Úkraínu eins og Vassili Ivanchuk og Pono sjálfur. Það er með ólíkindum hversu unglr bestu skákmenn í heiminum eru. Allar aðstæður við skákþjálfun hafa gerbreyst við komu tölvufor- rita og skákgagnabanka. Það er mun fljótlegra að skoða skákir bestu skákmanna og svo hefur þró- unin verið sú í skákheiminum að umhugsunartíminn hefur styst og það er mikilvægt fyrir ungu menn- ina, á meðan gömlu skarfarnir hafa upplifað miklar breytingar í þess- um efnum. Skákhefð í Úkraínu hefur auðvit- að verið rík frá Sovéttímanum og Efim Geller, sem var lengi meðal þeirra fremstu og Boþhy Fischer átti sérstaklega erfitt með að tefla gegn, var frá Úkraínu. Sergei litli hefur teflt frá því hann var 5-6 ára og skákkennsla og þjálfun er rómuð í Úkraínu. Sá stutti hefur að mestu teflt þar í landi, hefur þó orðið heimsmeistari harna en náð sínum stórmeistaraáföngum heima fyrir og í nágrannaríkjunum, fyrrum Sovétlýðveldum. Hann hefur með stórum stökkum klifrað upp FIDE Elo-stiga listann og er nú kominn með 2.527 sem er meira en margur íslenskur stórmeistarinn. Fyrir 2 árum höfðu ekki margir nema í heimabæ hans heyrt á hann minnst. Augun beinast að Sergei Eftir að Sergei litli náði stór- meistaratitlinum hafa augu manna á Vesturlöndum opnast fyrir þessu undrabarni og nú rignir yfir hann tilboðum um að tefla á Vesturlönd- um. Það verður fróðlegt að fylgjast með honum á næsta ári. Nýlega tefldi Sergei á atskákmóti á Benidorm á Spáni. Hann var í for- ystu mestallt mótið og hefði með sigri í síðustu umferð, gegn Spán- verjanum Pablo San Segundo, orðið í efsta sæti ásamt Judit Polgar og landa sínum Ruslan Ponomariov. Sergei litli tapaði illa og Judit og Pono tefldu um efsta sætið og Judit vann glæsilega. En Sergei sýndi og sannaði að hann er enginn aukvisi, þarna voru einnig Anatolij Karpov og Alexei Shirov meðal þátttakenda og hann lagði Shirov í mótinu og geröi jafntefli við öll hin stóru nöfnin. Sergei er enn í barnaskóla eða grunnskóla eins og það heitir hér á landi. En mestum tíma ver hann við skákborðið, annaðhvort að tefla eða skoða og rannsaka skákir. Sergei sparar ekki stóru orðin og segist reikna með að verða orðinn heimsmeistari 16 ára. Hann vantar greinilega ekki sjálfstraustið, sem er nauðsynlegt að hafa í skák, svo það er engin ástæða til að mótmæla peyjanum, framtíðin sker úr um hvort hann hefur rétt fyrir sér. En það er ekki ólíklegt! Sigraði Shirov Á Benidorm var besta skák Sergeis á móti hinum geysisterka Alexei Shirov sem er þekktur fyrir brellur sínar. En Sergei, sem hefur verið á hraðferð á toppinn og er enn (!?), tók hraustlega á móti. Hvítt: Sergei Karjakln (2.527). Svart: Alexei Shirov (2.699). Sikileyjarvörn. Benidorm 29.11. 2002. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e5. Þetta afbrigði hefur verið kennt við rússneska stórmeistar- ann Sveshnikov. Hann vill sjálfur leika 4. -Rf6 5. Rc3 e5 því að hvítur getur leikið 6. c4 en það gerist ekki í þessari skák. 5. Rb5 d6 6. Rlc3 a6 7. Ra3 b5 8. Rd5 Rce7. Þetta er með nýrri hugmyndum í þessu af- brigði, venjulega er leikið 8. -Rf6 9. Bg5. Hér er líka leikið Rge7 svo það fer eftir smekk skákmeistaranna hvaða leikjum og afbrigðum er beitt. 9. c4 Rxd5 10. exd5! Eigin- lega nauðsynlegur leikur til að koma riddaranum á a3 í gagnið. Eftir 10. cxd5 Rf6 11. Bd3 Be7 12. 0- 0 0-0 og svartur hefur ágæta stöðu. 10. -bxc4 og ekki gekk 10. -b4 vegna Da4+ og peðið fellur. 11. Rxc4 Rf6 12. Be3 Hb8 13. Be2 Be7 14. a4 0- 0 15. 0-0 Bb7 Þá hafa báðir aðilar komið mönnum sínum fyrir og miðtaflið hefst. Hér hefur verið leikið 15. -Bf5 með hótuninni 16. - Be4 en hvítur leikur 16. a5 og nær að valda d5 peðið og trufla fyrirætl- anir svarts.16. Rb6 Rd7 17. a5 f5 18. f3 Rxb6 19. Bxb6 Dd7 20. b4 Bd8 Ekkert er nýtt undir sólinni! Þetta er allt saman þekkt og fyrst núna kemur Sergei litli með nýj- ung! Hér hefur verið leikið 21. Bxd8 Hfxd8 22. Bc4 og hvítur stendur ágætlega. 21. Be3 Bf6 22. Hbl Hbc8 Hér er eðlilegast að leika 23. Bd3 og síðan 24. De2 og þrýsta á a6 peðið. 23. b5?! axb5 24. Hxb5 Staðan er viðkvæm, helsta tromp hvits er frípeðið á a-línunni. En nú leikur Shirov ekki besta leiknum. Betra var 24. -Df7! Og staðan er óljós. 24. -e4? 25. fxe4 Hfe8? Hér var 25. -fxe4 nauðsynlegur leikur því eftir næsta leik er hótunin Bb5 mjög óþægileg! 26. Hb4! Bc3 27. Bb5 Dd8 28. Bxe8 Bxb4 Hér innbyrðir barnið eiginlega vinninginn þvi að svarta staðan er ekki beysin eftir næsta leik hans. 29. Bc6! T.d. 29. -Bxc6 30. dxc6 Dxa5 31. Hxf5 og hið hættulega c6-peð gerir út um skákina! 29. Bc6! Ba6 30. Hxf5 Bxa5 31. h3 Hb8 32. Kh2 Að drengurinn tefli nokkurs konar Karpov stil er augljóst! Með peði meira og afla stöðuna er um að gera að flýta sér rólega. 32. -g6 33. Bg5 Dc7 34. Hf3 Hb4? Hér var 35. Dal mun sterkari leikur en hann á ýmislegt eftir ólært, ekki nema 12 Sergej Karjakin Hann er ekki hár í loftinu framtíð- arheimsmeistarinn. ára! 35. Bh6 Hb8 36. Dal Be2 37. Hf2 Bd3 38. Df6 Mát er óverjandi, það þýðir ekkert að horfa lengi á þessa stöðu! 1-0 Sigurskák í byrjun ársins var Sergei ekki orðinn stórmeistari og með 2460 stig. Nú er hann orðinn stórmeist- ari, sá yngsti í sögunni með 2527 Elo-stig. Það er hækkun um rúm 60 stig á stuttum tíma! Hvítt: Genrikh Chepukaitis (2.400). Svart: Sergei Karjakin (2.460). Tromposky-byrjun. Bikarkeppni FIDE Dubai (5), 2002. 1. d4 d5 2. Bg5 h6 3. Bh4 c6 4. c4 dxc4 5. a4 Db6 6. Dd2 e5! Þetta er einhver skrýtin útgáfa af byrjun greifans. Svartur nær nú frum- kvæðinu. 7. dxe5 Bb4 8. Rc3 Be6 9. f4 g5! Það er ágætt að „fórna“ peði hér til að tvístra peðastöðu hvíts. Peðið á e5 fellur nokkuð ör- ugglega. Og Rússinn hefur senni- lega fengið aukinn hjartslátt! 10. Bf2 Da5 11. Rf3 gxf4 12. Rd4 Rd7 13. g3 fxg3 14. Bxg3 Rc5 15. Bg2 0-0-0 16. 0-0 Hér nær svartur að skipta upp í mjög hagstætt endatafl þar sem frí- peðið á c-línunni leikur aðalhlut- verkið! 16. -Rb3 17. Rxb3 cxb3 18. Dcl Bxc3 19. Dxc3 Dxc3 20. bxc3 Re7 21. a5 Hd2 22. a6 b6 23. Kf2 Hhd8 24. Be4 Rd5 Svarta staðan er orðin yfirþyrmandi og hvítur fær ekki við neitt ráðið. 25. c4 Rc3 26. Bxc6 b2 27. Hael Hvítur vonast eftir að komast út i endatafl með skiptamun undir en þó meö biskupaparið. En sá stutti styttir þær vonir mjög með næsta leik sínum. Smiðshöggið! 27. -Rdl+ 28. Hxdl Hxdl 29. Be4 Hxfl+ 30. Kxfl blD+ 31. Bxbl Hdl+ 32. Kf2 Hxbl 0-1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.