Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Page 52
52 Helgarhlaö DV LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 Bílabúd Benna með Cannondale-umboðið Bflabúö Benna hefur fengið umboð fyrir bandarísku torfæruhjólin frá Cannondale en gengið var frá samn- ingum þess efnis um síðustu mánaða- mót. Cannondale-verksmiðjurnar hafa hingað til verið þekktar fyrir há- gæða keppnisreiðhjól en hafa síðast- liðin ár einbeitt sér af miklum þunga að þróun mótorhjóla til keppni í tor- færuakstri. í fyrstu sendingunnni koma X440 keppnishjól- in og einnig Blaze 440 fjórhjólið. eigendur tengt mótorhjól sín við tölvu og stillt eiginleika vélar hjól- anna með tilliti til þeirra aðstæðna sem ætlunin er að keyra við, en slíkt hefur hingað til ekki þekkst í torfæruhjólum. Enn fremur koma þau með keppnisfjöðrun frá Öhlins sem er einn allra Tímamótahjól Fyrsta sending af torfæruhjól- unum er komin og verða þau frumsýnd mánu- daginn 16. desem- ber. Að sögn Bene- dikts Eyjólfssonar, eiganda Bílabúð- ar Benna, er um tímamótahjól að ræða. Helsta nýjungin er rafeinda- stýrð innsprautun eldsneytis og raf- eindastýrt kveikjukerfl. Þannig geta fremsti fjöðrunarframleiðandi heims. Grind hjólsins er úr áli, vökvakúpling er staðalbúnaður, ol- íuverk gírkassa er aðskilið frá vél og meðal framúrstefnubreytinga er að snúa strokklokinu öfugt við það sem hingað til þekkist en með því móti er hægt að stytta pústgreinina og hagræða uppsetningu hjólsins til muna. Nýtt keppnislið Eitt keppnislið í íslandsmótinu í torfæruakstri hefur nú þegar ákveð- ið að keppa á Cannondale-tor- færuhjólum og mun Bílabúð Benna verða þeirra helsti styrktaraðili. Helstu tæknisérfræð- ingar og hönnuðir hjá Cannondale- verksmiðjunum í Bandaríkjun- um hafa lýst yflr miklum áhuga á aö fylgjast með keppn- isliðinu reyna torfæruhjólin á þar sem aðstæður hér með erfiðasta móti, sér- staklega hvað varðar miklar hita- og rakabreytingar. Samhliða tor- færuhjólunum mun Bílabúð Benna selja þekkt vörumerki tengd tor- færuhjólum. Má þar meðal annars nefna O’neal-fatnað, Oakley-gler- augu, Alpinestars-hlífðarfatnað og Michelin-torfæruhjóladekk. Nýtt mótorhjól frá Honda með gamla laginu Margir eiga eflaust góðar minn- ingar af CB 1000 hjólinu sem Honda seldi fyrir margt löngu en hafa ef- laust óskað sér meira afls og minni þyngdar í því hjóli. Þeir geta nú tek- ið aftur gleði sína því að Honda hef- ur tilkynnt um framleiðslu á CB 1300 fyrir Evrópumarkað. Hjólið var frumsýnt á mótorhjólasýningunni í Bologna og kemur væntanlega á markað strax á næsta ári. Útlitið byggist á gamla CB 1000 hjólinui en nánast allt er breytt miðað við gamla hjólið. Hjólið er 224 kfló, 10 kflóum léttara en gamla hjólið. Vél- in er með beinni innspýtingu og er 1284 rúmsentímetrar. Hestöflin eru rúmlega 100 út í afturhjól og togið er tilkomumikið. Frambremsur eru með fjögurra stimpla dælum og margt í hjólinu er úr áli, eins og aft- urgaffafl og felgur. -NG Á myndinni eru: Snorri Konráðsson, franikvæiudastjóri Fræðsluinið- stöðvar, Jón B. Guðmundsson, starfsmaður FMB, Bjarki Harðarson, for- maður stjórnar FMB, Iljörtur Nielsen, framkvst. fsól, Pétur Einarsson sölumaður og Ásgeir Þorsteinsson, starfsmaður FMB. ísól gefur Fræðslumiðstöð Bílgreina verkfæri ísól færði nýlega Fræslumiðstöð Bílgreina að gjöf verkfæri frá Festool, fyrir réttinga- og sprautu- verkstæði. Um er að ræða 5 metra arm ásamt ryksugu og slípiverkfær- um til þurrslípunar undir sprautun. Þurrslípun er mikið að ryðja sér til rúms á réttingaverkstæðum vegna aukinna afkasta og ryksugubúnaður gerir allt vinnu- umhverfl heilsusamlegra og þrifa- legra. Að sögn Bjarka Harðarsonar, formanns stjórnar FMB, er þessi gjöf kærkomin viðbót í hina glæsi- legu nýju aðstöðu að Gylfaflöt 19 í Grafarvogi en þar fer fram þjónusta við endurmenntun í bflgreinum. Renauít söluhæstur í Evrópu Renault hefur skákað Volkswagen sem söluhæsta bíla- framleiðanda Evrópu í fyrsta sinn í tæpan áratug, með 10,6% mark- aðshlutdeild það sem af er árinu. Það vekur athygli að þessi árang- ur bætist við fjölda verðlauna og viðurkenninga sem Renault hefur sópað til sín á þessu ári. Mégane II, nýjasta afurð Renault, var ný- lega kjörinn bíll ársins 2003 og hlaut skömmu síðar 5 stjörnur í öryggisprófunum Euro NCAP, fyrstur í sínum stærðarflokki. Þá hefur hið virta tímarit, Autocar, valið Renault framleiðanda ársins auk þess að verðlauna Mégane II fyrir hönnun ársins og þýska vikublaðið Bild am Sonntag veitti í byrjun nóvember Renault Espace í þriðja sinn hið gullna stýri í flokki fjölnota bifreiða. í flokki atvinnubíla var hinn nýi Trafic kjörinn sendibíll ársins 2002 og nýverið var Renault Kan- goo valinn sendibíll ársins 2003 í Hollandi. Upphitaðar rúðuþurrkur Hver kannast ekki við klaka- hlaðnar rúðuþurrkur á vetrum? Nú gæti þetta vandamál verið úr sög- unni því á markað eru komin upp- hituð þurrkublöð sem tengja má við rafkefi bílsins. Hægt er að notast viö bæði 12 og 24 volt og þarf aðeins að kveikja á rofa svo að ísinn bráðni af. Það má með sanni segja að þetta sé eitthvað sem gæti komið sér vel hérlendis og þá sérstaklega fyrir þá sem eru mikið á ferð í slæmum veðrum eins og á fjalla- jeppum. Þurrkumar eru fáanlegar í stærðunum 16, 18, 20 og 24 tommu og eru auðveldar í ísetningu. Um- boðsaðili er Rafsel í Búðardal og sendir fyrirtækið hvert á land sem er. IPP r h íh inA ól cldandi Svo sem fram hefur komið er nú unnið að sögu bílsins á ís- landi, en senn er öld liðin frá því að fyrsti bíflinn kom hingað til lands. DV-bílar mun á næstunni leggja hönd að þessu verki með þvi að leita eftir upplýsingum. Þeir sem vilja leggja hönd á plóg- inn eru beðnir að hafa samband við söguritara, Sigurð Hreiðar, í síma 893 3272 eða senda honum tölvupóst á netfangið auto@simnet.is. Sandabílarnir í febrúar 1941 strandaði belgíska flutningskipið Persier við Kötlutanga á Mýrdalssandi - nánar tfltekið á Dynskógafjöru austan Hjörleifshöfða, eins og segir í bókinni Dynskógum sem Sögufélag Vestur-Skaftfellinga gaf út 2001. í skipinu var hrájárn sem Kristinn í Björgun og félagar hans björguðu síðar er þeir voru að leita að gullskipinu Het van Wapen sem fórst löngu fyrr ein- hvers staðar á áþekkum slóðum. En ofan á jáminu voru í skipinu eitthvað um 100 vörubílar, GMC og Dodge, sem bjargað var í land, fluttir upp að Hafursey þar sem settar vora upp búðir og bílarnir settir saman þar, undir stjóm Nikulásar Steingrímssonar bif- vélavirkjameistara (Bíla-Lása). í sambandi við þetta strand væri áhugavert ef einhver gæti gefið öruggar upplýsingar um nokkur atriði: 1. Hve margir (nákvæmlega) vom þessir bílar? Hvernig skipt- ist fjöldinn milli tegunda? Var þetta aðeins ein gerð af Dodge eða voru þær tvær? 2. Hvað varð um þessa bíla? 3. Era til myndir af þeim, á strandstað eða í Hafursey, aðrar en þær 2-3 sem þegar hafa birst? 4. Vitað er að nokkrir þeirra komust í eigu Gunnars Bjama- sonar verktaka sem notaði þá m.a. við gerð Reykjavíkurflug- vallar og seldi síðan. Eitthvað mun hafa staðið á að fá þá skráða hér á landi þar sem þeir voru breiðari en þá var leyft. Að lokum fengu þeir þó undanþágu með einhverjum skilyrðmn. - Veit einhver nánar um þetta mál? -SHH Þetta er einn af Sandadodsunum. Gerðin hét VK62B. Myndina á Hans A. Þorsteinsson sem ók svona bíl fyrir Gunnar Bjarnason verktaka og kevpti síðan þennan bíl af honum og gerði út sjálfur. Hans lét setja á hann íslenskt hús og það mun hafa verið gert við fleiri bíla af þessari gerð. Á einhver mynd af svona bíl með upprunalega liúsinu? Vitað er að . einn var gerður að rútubíl. Á einhver mvnd af honuin? k A liUIÍ =S ,-l||U| Nýr Toyota Avensis kemur í öllum útfærslum í Ameríku og Asíu hefur Toyota mikla markaðshlutdeild en ekki í Evrópu ef ísland er undanskilið. Þess vegna er með næstu kynslóð Avensis reynt að höfða sem mest til evrópskra kaupenda, líkt og Yaris og Corolla hafa gert á síðustu árum. Allir þessir bílar eiga það sameigin- legt að hafa verið hannaðir í hönn- unarhúsi Toyota í Nice. í öllum útfærslum Nýr Avensis kemur á markað í mars 2003 og þá í öllum útfærslum: stallbakur, hlaðbakur og langbakur. Hann verður í mestri samkeppni við bíla eins og Opel Vectra, Ford Mondeo og VW Passat, enda hefur hann stækkað eins og þeir. Hann er hærri en flestir í 1480 mm og A-bit- inn á framhorni farþegarýmis er framar en hjá keppinautunum. Grillið minnir sterklega á framenda Corolla en frágangur númeraplöt- unnar er öðruvísi. Innréttingin verður einnig betri en áður, líkt og í Corolla, og notuð era betri efni og meiri hljóðeinangrun. Meðal nýj- unga í bílnum verður sérstakur ör- yggispúði fyrir hné ökumanns til að koma í veg fyrir fótmeiðsli. BUlinn kemur hingað tfl lands í aprfl. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.