Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Qupperneq 55
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002
Helcjarhlctð 3Z>"V
55
Kio Briggs gerðist nú heilmikil
íjölmiðlastjarna á íslandi í nokkr-
ar vikur. Ótal viðtöl voru tekin við
hann og vöktu þau mikla athygli.
Maðurinn var enda fjallmyndarleg-
ur og tilfinningaríkur með ágætum
og ekki laust við að ýmsir hrærð-
ust til meðaumkunar þegar hann
lýsti því íjálglega hve kramið
hjarta hans væri yfir því að hafa
setið svo lengi saklaus í fangelsi.
Enda þótt hann væri uppfullur af
umburðarlyndi og fyrirgefningu
fór ekki hjá því að hann væri
nokkuð bitur í garð íslenskra yfir-
valda, enda hefði fangavist hans á
íslandi valdið því að barnsmóðir
hans í Hollandi hefði sagt skilið
við sig. Heitasta ósk hans væri að
fá að sjá aftur litla son sinn í
Hollandi.
Og fíkniefni hefði hann að sjálf-
sögðu aldrei látið inn fyrir sínar
varir.
Um tíma hafði Kio Briggs aðset-
ur á Akureyri og lýsti því yfir að
hann hefði eftir sem áður hug á
togaraplássi, en þegar til kom
guggnaði hann á því og hefur lík-
lega búist við að verða sjóveikur
og þess háttar. Leið ekki á löngu
þangað til hann var kominn til
Reykjavíkur og farinn að láta veru-
lega að sér kveða í skemmtanalífi
borgarinnar.
Hinn 30. júní var kveðinn upp
nýr dómur yfir Kio Briggs í hér-
aðsdómi Reykjavíkur. Dómurinn
var nú fjölskipaður og sátu í hon-
um Ingibjörg Benediktsdóttir, Júlí-
us B. Georgsson og Sigurður Hall-
ur Stefánsson. Farið var ítarlega
yfir málið og meðal annars mátaði
Kio Briggs frammi fyrir dómnum
stuttbuxur þær sem teikningarnar
af Leifsstöð höfðu fundist í. Hélt
hann því fram aö þær væru of stór-
ar á sig sem sannaði að hann ætti
ekkert í þessum buxum. Þar eð Kio
Briggs var maður afar hávaxinn
var vont að vita hvaða tröll kynni
þá að hafa átt þessar stuttbuxur.
En eftir að hafa virt Kio fyrir sér
íklæddan stuttbuxunum var niður-
staða dómaranna sú ein að því yrði
ekki slegið föstu að fullyrðing hans
væri röng.
Ljóst er af niðurstöðu héraðs-
dóms að dómurum þótti framburð-
ur Kios Briggs að ýmsu leyti vafa-
samur en á hinn bóginn væri ým-
islegt sem styddi þá staðhæfingu
að hann hefði ekkert vitað um e-
töflurnar í farangrinum. Fram-
burður hins íslenska „vinar“ væri
enn vafasamari, ekki síst í ljósi
þess að hann hefði ætlað sér að
hafa hag af því að koma upp um
Kio Briggs. Féleysi Bretans og létt-
an klæðnað mætti skýra sem al-
mennt fyrirhyggjuleysi. Þá hefði
hann skilið tösku sína eftir nánast
á glámbekk áður en hann hélt til
íslands sem benti til að hann hefði
ekki vitað að í henni væru e-töflur
fyrir margar milljónir.
Síðan segir: „Þá þykir ósennilegt
að ákærði hafi tekið þá áhættu að
fara með fíkniefnin í of[a]ngreindri
tösku með sólarlandaflugi til ís-
lands, en hann er hávaxinn
blökkumaður og hlaut að stinga
verulega í stúf við aðra farþega."
Með tilliti til allra vafaatriða
yrði, sögðu dómararnir, að leggja
framburð Kios Briggs til grund-
vallar í málinu og svo mikill vafi
væri á því að hann hefði vitað af e-
töflunum í íþróttatöskunni að
sýkna yrði hann af kröfum ákæru-
valdsins.
Kio Briggs brást ekki aðdáend-
um sínum með óhaminni gleði
sinni í réttarsalnum þegar sýknu-
dómurinn hafði verið kveðinn upp.
Hæstiréttur tók málið til með-
ferðar með hraði enda fýsti Kio
Briggs nú mjög að komast af landi
brott til að hitta aftur litla son
sinn, þótt hann lýsti því aö vísu
líka yfir að sér likaði aldeilis
prýðilega við bæði land og þjóð og
væri orðinn íslandsvinur hinn
mesti.
Hinn 16. júlí féll dómur Hæsta-
réttar og klofnaði dómurinn í mál-
inu. Tveir dómarar, Arnljótur
Björnsson og Hrafn Bragason,
töldu framburð Kios Briggs aö
mörgu leyti „fjarstæðukenndan"
og þrátt fyrir öll vafaatriði yrði að
líta svo á að ákæruvaldinu hefði
tekist að sanna að hann hefði vitað
af e-töflunum við komuna til lands-
ins og væri því sekur um smygl.
En þrír dómarar voru á öðru máli.
Þeir Pétur Kr. Hafstein, Haraldur
Henrysson og Hjörtur Torfason
töldu að þrátt fyrir rangar staðhæf-
ingar Kios Briggs um ýmis málsat-
vik og þrátt fyrir að ferðamenn
yrðu almennt að bera ábyrgð á far-
angri sínum þá væru aðstæður svo
sérstæðar í þessu máli - ekki síst
hlutur íslendingsins - að ekki væri
hægt að útiloka að hann eða ein-
hver annar hefði laumað e-töflun-
um í farangur Kios Briggs án þess
að hann hefði hugmynd um.
Var svo Kio Briggs laus allra
mála og hamingja hans ósvikin.
Helgi Jóhannesson lögmaður, sem
varið hafði hann af miklum skör-
ungsskap, boðaði um leið að skjól-
stæðingur sinn myndi fara í mál
og krefjast bóta fyrir ólögmæta
handtöku og ástæðulaust gæslu-
varðhald í 263 daga. Sagði Helgi að
þeir Kio myndu fara fram á 27
milljónir króna sem væri síst of
mikið fyrir þær hremmingar sem
skjólstæðingur hans hefði blásak-
laus mátt þola af hendi íslenskra
yfirvalda.
Hélt Kio Briggs svo af landi brott
að hitta sinn hjartkæra son.
Því miður voru næstu fréttir
sem íslendingar fengu af þessum
knáa íslandsvini hreint ekki nógu
góðar.
Hinn 7. nóvember var hann
handtekinn í Danmörku ásamt ís-
lenskri vinstúlku sem hann hafði
þá komið sér upp.
Og sök hans?
Jú, hann fannst með 705 e-töflur
í fórum sínum og upplýst var að
þau skötuhjú væru rétt nýbúin að
selja önnur 300 stykki.
Danir féllu ekki fyrir töfrum
Kios Briggs. Þeir dæmdu hann
með hraði í eins árs fangelsi og síð-
an skyldi hann ekki eiga aftur-
kvæmt til Danmerkur í fimm ár
eftir það. Vegna innbyrðis samn-
inga Norðurlandanna gilti sú frá-
vísun líka um ísland og því var
ljóst að Kio Briggs kæmist ekki aft-
ur til íslands að hitta fjölmarga
vini sína fyrr en að löngum tíma
liðnum. Hin íslenska vinkona Kios
hlaut einnig eins árs fangelsisdóm.
Á íslandi lýsti Helgi Jóhannes-
son því djarflega yfir að þessi
óheppilega vending í málinu hefði
engin áhrif á bótakröfu Kios
Briggs á hendur íslenska ríkinu.
Helgi átti reyndar ekki mikið á
hættu meö að halda málarekstrin-
um gangandi þar sem íslensk lög
kveða á um að bótamál vegna ólög-
mætrar handtöku og fangelsisvist-
ar skuli njóta gjafsóknar og allur
málskostnaður því greiddur upp í
topp af ríkinu. Og umfram allt
væri Kio Briggs jafn saklaus á ís-
landi þótt hann hefði í vandræðum
sínum leiðst á villigötur í Dan-
mörku.
Einhvern veginn kom samt eng-
um á óvart úr því sem komið var *
þegar íslenskir dómstólar höfnuðu
algerlega kröfum hins góða Kios
Briggs um milljónirnar 27.
Nú er gaman ad versla
þvfnógertil!
Skemmtilegir
vinahringir fyrir kerti
Frábœrt úrval
af ödruvísi gjafavöru
Opið
tilbod
2jasœtasófi
59.900
Verð áður kr. 94.900
3]asœtasófi
69.900
Frábœrt úrval af sófum,
sófabordum,
bordstofubordum,
skápum,
gjafavörum og fl.
Einnig mikid úrvat af
kristalsglösum og
postulíni á frábœru verdi
Verð áður kr.104.900
^fyr,r*íS
Utiarnar
ný sending - frábœrt úrval
.göttve*®
virka daga kl.10-18
Laugardaginn kl. 11-17
Sunnudaginn kl. 13-17
B æ j a r I i n d 6
201 Kópavogi
S. 554 6300