Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 56
56 HeIgorbloö JOV LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2002 % * Þjóðsögur og huliðsheimar: - bregður hún beisli undan svuntu sinni og leggur við dreng Kjaftstór og með vígtennur Jólasveinamir fara að tínast í bæinn þrettán dögum fyr- ir jól og stundum eru Grýla og Leppalúði með þeim í fór. Fjölskyldan sú hefur reyndar mildast mikið með ánmum, Grýla og Lúði eru hætt að éta böm og jólasveinamir em í mesta lagi hrekkjóttir trúðar. í þjóðsögunum er Grýlu lýst sem ævagamalli kerlingu með klær og hófa, kjaftstórri með vígtennur og hom. Hún er með augu í hnakkanum og í þeim logar eldur, eyrun ná langt út á axlir, nefið er stórt og hlykkjótt og úr vitum henn- ar kemur helbiá gufa. Kerlingarskarið hefur búið með þremur tröllkörlum í gegnum tíöina og heitir núverandi bóndi hennar Leppalúði. Hinir tveir hétu Boli og Gustur og átti hún tæplega áttatíu böm með þeim, þekktust þeirra em jólasveinamir. Grýla er mannæta eins og önnur tröll og óþekk böm em eftirlætismatur hennar en hún er lítið gef- in fýrir fisk, súpur, salat og grauta. Dansinn í Hruna Það em þó fleiri en álfar og tröll sem hafa gaman af því að skemmta sér um jólin. Einu sinni var prestur í Hruna í Ámessýslu sem mjög var gefinn fyrir skemmtanir óg gleðskap. Presturinn messaði ekki fyrri part nætur eftir að fólk var komið til kirkju, „heldur hafði dansferð mikla í kirkjunni með sóknarfólkinu, drykkju og spil og aðra ósæmilegar skemmtanir langt fram á nótt'‘. Presturinn átti aldraða móður sem hét Una og var mjög á móti háttalagi sonar sins og bað hann oft um að huga frekar að guði en skemmtanahaldi en hann hirti ekkert um það og hélt uppteknum hætti. Eina jólanótt var presturinn leng- ur að en venja var og bað móðir hans hann í þrígang að hætta en hann sagði ávallt: „Einn hring enn, móðir mín“. Þegar Una gamla gengur frá syni sín- um í þriðja sinn heyrir hún kveðið utan við kirkjuna: Jól og áramót eru í huga flestra skemmtilegur tími þegar fjölskyldan kemur saman og gerir sér glaðan dag. Vinir og vandamenn gefa hveijir öðrum gjafir og gleyma gömlum deilumálum, að minnsta kosti um stundarsakir. Sumir tengja jólin fæðingu Krists, aðrir halda upp á þau til að fagna því að sólin fer að hækka á lofti og bömin bíða spennt eftir því að fá í skóinn. Þetta er líka sá árstími þegar alls konar kynjaver- ur fara á stjá, jólasveinamir koma til byggða, álfar flytja búferlum og tröll halda veislur. Það er því ekki hættu laust að vera einn á ferli á þessum tíma ef mark er tekið á þjóðsögum sem tengjast jólunum. Samkvæmt Þjóð- sögum Jóns Árnasonar er mikið um að álf- ar séu á ferð um jólin. Tröllajól í Bárðar sögu Snæfellsáss segir frá allsvakalegu jólaboði sem Hít tröllkona stóð fyrir í Hundahelli í Hítardal. Til veislunnar bauð hún meðal annarra Bárði Snæfellsás sem var af risakyni í föðurætt, Gesti syni hans og mörgum tröll- um. Þar var Surtur af Hellisfitjum og Jóra úr Jórukleif, Kol- bjöm í Breiðdalsbotnum, Glámur og Ámur úr Miðfjarðar- nesbjörgum og Guölaugur úr Guðlaugshöfða. „Vom þá borð upp tekin og matur á borinn, heldur stór- kostlegur. Drykkja var þar mjög óstjómleg, svo aö allir urðu þar ginntir. En er máltíð var úti, spurðu þursar og Hít, hvað Bárður vildi til gamans hafa [...]. Bárður bað þá fara til skinnleiks. Stóðu þeir þá upp Bárður og Surtur, Kol- bjöm, Guðlaugur og Gljúfra-Geir, og höfðu homskinnaleik; var þá ekki svo lítið um þá, - þó var auðséð að Bárður var sterkastur, þó hann væri gamall. Bjamfeld einn stóran höfðu þeir fyrir skinn, og vöfðu hann saman og köst- uðu honum á milli sín fjórir, en einn var úti og skildi sá ná. Ekki var gott að vera fyrir hrundningum þeirra. Flestir stóðu uppi á bekkjum nema Gestur, hann sat kyrr á rúmi sínu. En þá er Kolbjöm var úti, ætlar hann að ná skinni fyrir Bárði og hljóp heldur snar- lega. En er Gestur sá það, skaut hann fætin- um fýrir Kolbjöm, svo Grýla er mannæta eins og önnur tröll og óþckk börn eru eftirlætismatur hennar en hún er lítið gefin fyrir fisk, súpur, salat og grauta. Jólin em magnaður tími og svo virðist sem öll náttúm- lögmál snúist á hvolf. Eftirfarandi lýsing er höfð eftir Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum og seg- ir frá ungum vinnumanni sem hafði ráðið sig til starfa á kirkjujörð. „[. . .] En á aðfara- kveldi jóla er drengur úti í hesthúsi aö kemba og hirða eldishesta prests- ins. Hann veit ekki fyrr til en konu prestsins vind- ur þar inn og gefur hún sig á tal við dreng um ýmsa hluti. Og minnst varði bregður hún beisli undan svuntu sinni og leggur við dreng; fylgir því svo mikið töfraafl að drengur líður prestkonunni að fara á bak sér, og hleypur hann þegar á stað sem fugl fljúgi. Fer hann yfir fjöll og dali, kletta og klungur og hvað, sem fýrir er, - er því líkast sem hann vaði reyk mikinn." Dansferðir í mannahíbýlum Samkvæmt Þjóðsögum Jóns Ámasonar er mikið um að álfar séu á ferð um jói- in. „Bæði er skemmtanatími þeirra mestur um það leyti ársins [...] en um jólin hafa þeir samsæti og veizlur, hljóðfæraslátt og dansferð ýmist í mannahíbýlum eða í álfabyggðum, og þar að auki halda þeir fardaga sína um nýjárið." Stundum kom fyrir að mennskir menn rötuðu í álfaveislur á jólanótt eins og segir í sögunni Álfar hjá Víðivöllum. „í klöppum hjá Víðivöllum sá maður nokkur á jólanóttina stórt hús allt ljósum prýtt. Hann gekk þar inn og fékk góðar viðtökur og ágætan beina; morguninn eftir er hann vaknaði lá hann á berum klettunum og sá hvorki veð- ur né reyk eftir af stóra húsinu.-“ Sögur um jólagleði álfa hefjast oft á því að heimilis- fólkið er á leið til kirkju og að einhver einn, maður eða kona, verður eftir tO að gæta bæjarins. Þegar líður fram á kvöld koma álfamir inn í bæinn og halda skemmtun og sá sem heima situr missir vitið eða deyr. Þeir sem halda glórunni og lifa álfageimið af gera það yfirleitt eftir að djammið hefur endurtekiö sig í tvö eða þrjú ár með fýrrgreindum afleiðingum. Þegar kerlingin kom út sá hún mann sem hún taldi vera djöfulinn sjálfan. Una söðlaði því hest og reið allt hvað af tók til næsta prests. Þegar hún kom aftur að Hruna ásamt prestinum og fleiri mönnum - „var kirkj- an og kirkjugarðurinn sokkinn með fólkinu í, en þeir heyrðu ýlfúr og gaul niðri i jörðinni". Jólasveinninn krossfestur Þó að sögumar hér að framan séu gamlar er ekki þar með sagt að nýjar þjóðsögur verði ekki til. Með tilkomu Netsins fara sög- ur milli heimshoma á nokkrum sekúndum og stundum rata þær i fjölmiðla sem fréttir. Fyrir nokkrum árum fór á kreik saga sem segir frá vilja Austurlandabúa til að gera túristum frá Vesturlöndum til hæfis um jólin. íbúar þessara landa em flestir búddatrúar og þekking þeirra á jólunum þvi takmörkuð. Aðstandendur stórrar verslunar- miðstöðvar í Austurlöndum tóku sig til og létu hanna fyrir sig margra metra háan kross en í stað Krists þótti þeim viðeigandi að negla brosandi jólasvein á krossinn og hengja hann upp til að geðjast H vestrænum viðskiptavinum sín- um. Að sögn kunnugra ganga Jap- anar allra þjóða lengst í að mark- aðssetja jólin. Þar í landi er það algeng sjón í desember að sjá ungar og eggjandi konur í nunnubúningi syngja aug- lýsingar við vestræn jóla- lög og að fólk sendi jóla- kort sem sýna Maríu mey lyfta sér til flugs á kústi, umkringda jólaálfum sem hafa flösku af saki sér við munn. -Kip Jólasveinarnir eru í mesta lagi hrekkjótt- ir trúðar. Hátt ketur í Hrurn hiröir þangaö bruna; svo skal dansinn duna að drengir megi þaö muna. Enn er hún Una og enn er hún Una. bergið svo hart, að brotnaði í honum nefið, - féll þá blóð um hann allan. Varð þá upp- hlaup og hrundningar heldur sterklegar; vildi Kolbjöm hefna sín á Gesti.“ Gandreiðin Þjóðtrú tengd j ólunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.