Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 11 Leitast við „Pabbi, það er messa,“ sagði dótt- ir min þegar hún vakti mig á sunnudaginn. „Messa,“ stundi ég og leit á klukkuna. Hún var aðeins far- in að ganga tólf. Ég haföi verið í miðjum draumi og kannaðist ekki sérstaklega við að ég ætti að mæta í messu þennan tiltekna dag. Ég nefndi það við stúlkuna og bjóst síð- an til að snúa mér á hina hliðina og halda áfram þar sem frá var horfið i draumnmn. Við hjónakomin höfð- um farið út að skemmta okkur kvöldið áður og fórum því seint að sofa. „Það er fermingarmessa," sagði stúlkan og var nú ákveðnari en fyrr. „Hún byrjaði kiukkan ellefu, við eigum að vera mætt.“ Ég leit á konuna sem svaf við hlið mér. Það freistaði mín að vekja þá góðu konu og minna hana á skyldur við ferm- ingarbamið okkar, kristilega upp- fræðslu og þátttöku í fermingarund- irbúningnum. Af hyggjuviti og nokkurri reynslu hætti ég við. Þótt ég væri nývaknaður var hugsunin það skýr að ég taldi sennilegt að hún nefhdi það við mig að ég ætti bamið líka. Skyldur mínar væru jafnar hvað uppeldið varðaði. Ég dreif mig því á lappir. Stúlkan beið mín klædd og tilbúin í guðsþjónust- una. Stimplar og kvittanir Við máttum engan tíma missa enda tifaði klukkan og messan um leið. Fermingarbömunum bar að mæta tiltekin skipti í messu fyrir jól og annað eins er áætlað á vormisseri. Þau fengu stimpil í bók fyrir mætinguna en bar að vera í fylgd fullorðins. Kona mín sinnti þessu, eins og öðru er varðar upp- eldi og velferð bama okkar, betur en ég. Hún hafði því séð um ferm- ingarmessurnar fyrir jólin, að tveimur undanskúdum. Þá var ábyrgðin mín. Vandinn var aðeins sá að á messutímanum vorum við ekki stödd í okkar sókn. Við feðgin- in drifum okkur því i fyrra skiptið í kirkju i næsta sveitarfélagi. Ég er málkunnugur þeim presti og spurði hvort væntanlegt fermingarbam fengi ekki stimpil þótt í annarri sókn væri. Hann hélt það, boðskap- rn-inn væri sá sami. í hið síðara sinn vorum við i ná- grenni við sjálfan biskupsstólinn Skálholt. Ég taldi það síst verri kost, þar rynnu kenningin og sagan saman í eitt. Þetta sagði ég ferming- arbaminu um leið og ég fór yfir sögu biskupsstólsins fyrir og eftir siðaskipti. Stúlkan tók fyrirlestrin- um með þolinmæði fyrst um sinn en gafst síðan upp. „Pabbi,“ sagði hún þegar ég lýsti miðaldalífi á þessu höfuðbóli landsins, „gif mí a breik, heldurðu að við fáum stimp- il?“ Skálholtsprestur tók erindinu ljúfmannlega, átti að vísu ekki stimpil, en kvittaði fyrir sína hönd og biskupsstólsins. Ásökun í augnaráði Nýliðinn sunnudagsmorgun var loks komið að því að ég færi með fermingarstúlkuna í eigin kirkju en því miður allt of seint. Ekki var sú frammistaða góð afspumar. Eftir blíðu undangenginna mánaða taldi ég víst að við yrðum snögg á vett- vang. Ég fór órakaður með hárið upp í loftið. Enginn tími var fyrir snurfus. Ég treysti því að guð liti á af fremsta megni hjartalagið. Mér brá nokkuð þegar út kom og ég var nærri dottinn á glerhálku. Það hafði fryst um nótt- ina. Bílrúður vom hrímaðar, billinn enn á sumardekkjum. Með lagi, en nokkru spóli, náðum við þó til sókn- arkirkjunnar á skömmum tíma. Tuttugu mínútur voru liðnar af messunni. „Ég vona að það sé söng- ur,“ hvíslaði stelpan þegar við opn- uðum útidyr kirkjunnar. „Ef svo er sleppum við inn án þess að sjást." Svo var ekki. Presturinn var í miðri predikun. „Leyfið börnunum að koma til mín,“ sagði hann um leið og við smeygðum okkur milli stóla og stungum okkur út í horn þar sem lítið fór fyrir okkur. Árrisulir foreldrar skáskutu augunum á mig. Þeir sátu með sálmabœkur þétt upp að fermingarbömum sínum. Ég greindi ásökun í augnaráði þeirra. Við feðginin tókum postullegri kveðju. Við hlýddum á messuna til loka. Árrisulir foreldrar skáskutu augun- um á mig. Þeir sátu með sálmabæk- ur þétt upp að fermingarbömum sínum. Ég greindi ásökun í augna- ráði þeirra. Við 'feðginin tókum postullegri kveðju. Stúlkan nikkaði til fermingarsystra sinna, afsakaði hversu seint við vorum á ferðinni með látbragði og benti á pabba sinn. Ég brosti góðlega til stúlknanna og reyndi um leið aö hemja hárið sem stóð stíft upp. Eftir messuna fyrir- gaf presturinn syndir mínar, tók al- úðlega í hönd mér og þakkaði fyrir mætinguna. Fermingarstúlkan min fékk stimpilinn. Við spóluðum því heim, létt í skapi, komum meira að segja við í bakaríinu. „Gef oss í dag vort daglegt brauð," sagði ég við afgreiðslustúlk- una, enn undir áhrifum messunnar. Fermingarbaminu fannst þetta ekki fyndið. „Pabbi,“ sagði hún, pikkaði í mig og sendi mér svip, „geturðu ekki bara beðið um rúnnstykki eins og hinir?" Ég tók athugasemd dótt- ur minnar til greina og hætti því við að spyrja brauðgerðarstúlkuna hvort hún vildi fyrirgefa skuldu- naut sínum eins og ég hafði þó ætl- að mér. Ég er heldur ekki viss um að hún hefði skilið samhengið. Undarleg hlutföll Við fórum á ættarsamkomu þetta sama kvöld, foreldramir og ferm- ingarbamið væntanlega. Það þurfti að beita táningsstúlkuna nokkrum fortölum. Aðspurð kvaðst hún ekki átta sig á skemmtigildi ættarsam- koma. Hún hefði þegar gert skyldu sína við guð og menn þennan dag með því að draga föður sinn hálfsof- andi í messu. Stúlkan lét þó undan gegn því loforði að við yrðum ekki lengi. Þegar upp var staðið hafði hún þó notið kvöldsins ekki síður en pabbinn, jafnvel betur. Því réð tiltæki gárunga í ættinni. Þeir höfðu tekið sig til og safnað saman gömlum slides-myndum og sýndu á stóm tjaldi. Slides-myndatökur voru vinsælar á ákveðnu árabili. Hámarki vin- sældanna náðu þær á sjöunda tug aldarinnar, einmitt þegar ég fermd- ist. Áður en ég kom í ættarsam- kvæmið stóð ég í þeirri meiningu að fermingarmyndir væru ekki til af mér. Ég á engar slíkar og hafði held- ur ekki rekist á þær í foreldrahús- um. Börn mín höfðu því aldrei séð fermingarmyndir af föður sínum. Þau hörmuðu það en ég þakkaði bæði hátt og í hljóði. Maður er nefnilega undarlegur útlits á ferm- ingardaginn, hlutföll í andliti skökk, nefið of stórt og eyrun. Faldar myndir Ég var því óviðbúinn þegar ættar- galgopamir hófu myndasýninguna. Þeir byrjuðu að vísu á vinalegum myndum af ömmum og öfum, göml- um töntum og smábömum, ákaflega sætum og krúttlegum. Leikurinn tók hins vegar að æsast þegar kom að nokkram fermingarveislum. Fyrst voru sýndar fermingarmyndir af systrum mínum, fallegum stúlk- um sem að þeirra tima sið voru gerðar konulegar á fermingardag- inn, með túperaðar heysátur á hausnum. Allt var það skemmtilegt á að horfa en keyrði ekki um þver- bak fyrr en kom að fermingarveisl- unni minni. Eftir allt saman voru til myndir, faldar slides-myndir í kommóðu- skúffu úr veislunni, og ekki bara það heldur fjölmargar af fermingar- drengnum sjálfum, mér á fjórtánda ári. Eiginkona mín, heittelskuð, stökk upp úr stólnum og gargaði, já, engin önnur lýsing hentar viðbrögð- um hennar þegar hún sá mann sinn þann sæla fermingardag. Ég stóð þama á ættarmótinu, berskjaldað- ur, með fimm fermetra fermingar- mynd af mér á sýningartjaldi. „Er þetta pabbi?“ hrópaði fermingar- stúlkan, dóttir min, og horfði í for- undran á jafnaldra sinn á veggnum. „Mamrna," veinaði hún í kapp við óstjómleg gleðilæti móður sinnar, „sérðu á honum eyrun. Hann gæti flogið á þeim.“ Ég bað sýningarstjórann að leit- ast við af fremsta megni, eins og sagt er á fermingardaginn, að skipta um mynd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.