Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 Helqarhlað H>V <> ágreiningur í Hafnarfjaröarleikhúsinu en þetta var ákvörðun sem hafði mótast hjá mér í nokkurn tíma: Sellófon var mitt tækifæri til að fara út úr leikhús- inu. Mér fannst leikhópsandinn hafa minnkað með árunum og ýmsar áherslur í innra starfi hópsins sem ég hefði viljað hafa öðruvísi. Það er mín skoð- un og svo tók Gunnar ákvörðun á sínum forsendum. En ég vil Hafnarfjarðarleikhúsinu allt hið besta. Það hefur verið ótrúlegur skóli að vinna í þessu leikhúsi og taka þátt í að frumsýna ný íslensk verk. Það er grunnurinn að því að ég get skrifað sjálf. Ég óska samstarfsmönnum mínum alls hins besta og vona að Hafnarfjarðarleikhúsið vaxi og dafni eins og áður. Ég er hins vegar synt af stað í leit að nýjum löndum. Það er ekkert gaman að vera alltaf á sama stað, mað- ur verður að breyta til. Núna er ég á sundi í djúpinu og við hvern miða sem selst á Sellófon bætist á mig einn kútur. Ég hef fundið mikla framkvæmdagleði í sambandi við Sellófon. Getan kemur í ljós þegar maður hendir sér í djúpu laugina, sleppir örygginu og prófar eitthvað nýtt. Það hefur sjaldan verið jafn mikið sem mig langar að framkvæma. Maður finnur ekki meira þrek í nokkurri konu en móður með tvö börn heima og atvinna hennar er ótrygg. Þannig varð Sellófon til. Við höfum verið á algjörum lág- markslaunum í Hafnarfjarðarleikhúsinu og reglu- lega bjargað okkur fyrir hom fjárhagslega. Á einu gjaldþrotatímabilinu settist ég niður og skrifaði leik- rit. Sem betur fer hafði ég ekki tíma til að sitja og hugsa heldur sýndi ég Ágústu leikstjóra það strax og við ákváðum að kýla á það. Annars hefði ég örugg- lega runnið á rassinn með allt saman. Ef ég hefði verið á föstum samningi í Þjóðleikhúsinu eða Borg- arleikhúsinu hefði ég ekki skrifað þetta verk, ég hefði ekki þurft þess. Sköpunargleðin vaknar þegar maður ákveður að taka málin í eigin hendur og hætta að bíða eftir sím- tali frá þjóðleikhússtjóra. Það á enginn eftir að gera þetta fyrir mann.“ Neyðin kennir naktri konu að spinna? „Já. Það var svolítið þannig. Áttum við að selja raðhúsið og flytja í kjallara? Ég horfði á strákana okkar og hugsaði: nei. Áttum við að selja jeppann? (Við eigum hann ekki, hann er á rekstrarleigu:)“ Þarf Casa, jeppa og einbýli? Það hefur færst mjög í vöxt að fólk taki sér i munn orð eins og græðgi og siðleysi þegar það talar um viðskipti Þetta eru orð sem hefðu verið of hallæris- leg til að segja fyrir nokkrum misserum. Heldurðu að fólk sé að verða þreytt á peningahyggju? „Ég veit það ekki. Ég er lítið að deila á það i Selló- fon, alla vega ekki meðvitað, en kannski er það ann- arra að lesa boðskap verksins. Stundum hugsar maður þó að maður ætti bara að selja raðhúsið og bílinn og slaka á. En það var alveg jafnmikið stress á okkur í þríbýlinu með ónýta bílinn þó að afborganirnar hafi verið aðeins lægri. Það er bara gríðarleg fjárhagsleg skuldbinding að eiga húsnæði yfirhöfuð en það verður ekki hjá því komist því leiga á íslandi er svo há og maður þarf að eiga bil til að koma sér á milli staða á sem stystum tíma. Þetta er ekki lengur eins og í gamla daga þegar allur dagurinn mátti fara í ferðalög á milli staða. Það verður að hafa börnin í skipulögðu tóm- stundastarfi sem kostar peninga því að þau eru ekki hlaupandi af sér spikið út um holt og móa og koma inn þegar mamma kallar: matur! Börnin þurfa skóladót og föt það kostar peninga. En kannski þarf ekki allt að vera stærst og mest. Þarf Casa-sófasett, upphækkaðan jeppa og einbýli? Fólk fer kannski of langt í neyslunni. Við getum dregið aðeins úr henni. En þjóðfélagið þyrfti líka að koma til móts við fólk sem er með fjölskyldu og er að koma þaki yfir höfuðið. Það þarf að skoða vinnu- timann og önnur slík viðmið. íslendingar eru hörku- duglegir og gera það sem gera þarf. En það er svo sem engin nýlunda að það sé mikið að gera hjá foreldrum með börn. Það verður alltaf mikið að gera hjá fólki með börn og hver sagði að það ætti að vera öðruvísi. Það var líka mikið að gera sautján hundruð og súrkál þótt þá væri ekkert sjón- varp og engir jeppar. Kannski er maður aðeins að tala um þetta í Sellófon... eða... æ ég veit það ekki. Annars er Sellófon ekki mikil ádeila. Ég er bara að segja við konur: þú ert ekki ein, ég gerði leikrit um mig og konur í kringum mig“ segir Björk og hlær. „Það er skemmtilegt að heyra áhorfendur stynja og segja: gvuð ég þekki þetta. Við erum alltaf með stresshnút í maganum: við eigum að vera full- komnar en finnst við aldrei vera að standa okkur nógu vel. En þetta er bara svona og því verðum við að gera það besta úr því.“ Þannig að Sellófon er eins konar verkjalyf gegn ástandinu? „Já og fyrirbyggjandi fyrir fólk sem ekki hefur eignast böm. Getur líka virkað sem getnaðarvörn.“ Innihald frekar en umbúðir Og svo ertu búin að selja verkið til útlanda. „Já, það er ótrúlegt. Það gerðist fljótlega eftir frumsýningu í vor. Ég seldi Jóni Tryggvasyni rétt- inn á verkinu á meginlandi Evrópu en Bjarni Hauk- ur og Árni Þór Vigfússon keyptu réttinn fyrir Skandinavíu. Rétt fyrir jólin seldi ég verkið síðan til Ameríku. Þetta hefur allt gerst ótrúlega hratt og sýningar eru fyrirhugaðar með haustinu.“ Er ekki ágætt að hafa reynslu af rekstri leikhúss þegar farið er út í svona dæmi? „Jú, en ég gæti þetta ekki ein. Ég er með frábær- ann framkvæmdastjóra, Guðrúnu Kristjánsdóttur, sem er eins og klettur i hafinu og besti fram- kvæmdastjóri sem ég hef unnið með. Hún er konan á bak við konuna. Og svo að sjálfsögðu Ágústa Skúladóttir leikstjóri. Auðvitað lærir maður mikið af því að stofna leik- hús fyrir enga peninga og læra í sjö ár að lifa af eng- um peningum. Maður fer ekki að byggja skýjaborgir fyrir milljónir. Þetta vex mér ekkert i augum og þess vegna væri gaman að finna nýtt frystihús og byrja upp á nýtt. Við stofnuðum Hafnarfjaröarleikhúsið með tvær milljónir í höndunum. Það er allt hægt. Það þarf ekki að innrétta fyrir tugi milljóna áður en rýmið er málað svart og drapperingar hengdar upp. Ég held að það sé ekki erfitt að stofna leikhús ef maður einbeitir sér að innihaldinu." Ýmislegt hrærist í hausnum Ertu byrjuð á næsta verki? „Nei,“ segir Björk og glottir. „Ég ætlaði að sækja um hjá Leiklistarráði en hef verið á kafi i Sellófon í allan vetur og vonast til að sýna það fram að næstu áramótum. en ég er með ótrúlega margar hugmynd- ir. En það er ekki gott að þrýsta á þær. Ég bíð eftir því að þær verði tilbúnar. Sellófon varð til í hausn- um á mér og það var bara tæknilegt atriði að skrifa verkið niður. Ýmislegt hrærist i hausnum á mér. Svo verð ég að sinna heimilinu betur. Mamma hvarf nefnilega og varð að Sellófon-konunni.“ Faðir Eugene O’Neill lék greifann af Monte Christo alla ævi sína. Heldurðu að svipuð örlög liggi fyrir þér? „íslenski markaðurinn er það lítill að slíkt er ekki hægt. Ég vona hins vegar að ég verði á frumsýning- um Sellófons í útlöndum alla ævi. Það væri gaman. Svo ætla ég að gera bíómyndina einhvem tíma því upphaflega var Sellófon kvikmyndahandrit. Það verð ég að klára.“ -sm „Ef fólk yfirgefur fyrirtæki sem það hefur tekið þátt í að stofna og byggja upp er það oft út af ágreiningi. Það var ágreiningur í Hafnarfjarðarleikhúsinu en þetta var ákvörðun sem hafði mótast hjá mér í nokkurn tíma: Sellófon var mitt tækifæri til að fara út úr leikhúsinu. Mér fannst leikhópsandinn hafa minnk- að með árunum og ýmsar áherslur í innra starfi hóps- ins sem ég hefði viljað hafa öðruvísi.".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.