Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Qupperneq 30
/ /I c) o rb l a c3 DV LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 Óskin um að hafa áhrif íqærkvöld var frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins verk Ólafs Jóhanns Ólafsson- ar, Rakstur. Leikstjóri verksins, HaukurJ. Gunnarsson, var kallaður heim frá Nor- egi þarsem hann hefur aðalbækistöðvar. Ferill Hauks er merkilequr, hann lærði leiklist íJapan oq Hull oq hefur verið leikhússtjóri ítveimur leikhúsum íNoreqi, Háloqalandsleikhúsinu oq Þjóðarleikhúsi Sama. Haukur ræðir í viðtali við Helqar- blað DV um hlqjuna íverki Olafs Jóhanns, drauminn um Japan oq menninquna sem færði Sömum sjálfsvirðinquna að nqju. „Rakstur," segir Haukur, „gerist á rakarastofu í Reykjavík árið 1969. Heimur rakarastofunnar er lítill og öruggur en rammi utan um verkið er geimferð Apollo 11 þegar fyrstu mennirnir stigu fæti á tunglið sem var gríðarlegur viðburður. Mynd veraldarinnar er á þessum tíma stækkandi en fókus verksins er á þessum litla punkti í vesturbæ Reykjavíkur; á lítilli rakarastofu þar sem þrjár kynslóðir starfa. Sá elsti, Örn, sem leikinn er af Hjalta Rögnvaldssyni, er kom- inn yfir sextugt. Sá i miðið, Pétur, er rúmlega fertug- ur og leikinn af Jóhanni Sigurðarsyni. Hann átti sinn blómatíma með Presley en hefur staðnað. Árið er 1969, það blása ferskir vindar og inn á stofuna kemur ungur maður sem kann nýju greiðsluna. Sá heitir Gulli og er leikinn af Friðriki Friðrikssyni. Hann verður mjög vinsæll og Pétur sér að hann hefur staðnað, að timinn er hlaupinn fram úr honum. Verk- ið fylgir ferli Péturs og röskunarinnar sem verður á lífi hans. Allt hafði verið öruggt, þekkjanlegt, viðráð- anlegt en allt í einu er maður kominn til tunglsins, það er komin ný tíska og nýr fulltrúi hennar á rakarastofunni sem fólk leitar til frekar en til hans. Pétur er í verkinu að reyna að átta sig á breyttum tímum og ná aftur jafnvægi. Fjórða persónan er karl- inn sem leikinn er af Gunnari Eyjólfssyni. Sá er eig- andi húsnæðisins sem rakarastofan er í og einnig ok- urlánari. Einnig kemur við sögu Fjóla, kærasta Gulla, en hún er leikin af Lindu Ásgeirsdóttur. Kannski er boðskapur verksins sá að hversu mikið „Þeqar éq var fimm ára fór éq með foreldrum mínum íÞjóð- leikhúsið að sjá klassískan japanskan dans. Þessi sqninq snerti miq á undarleqan hátt oq éq man enn eftir áhrifun- um; svipmqndir af hvítsminkuðum andlitum eru enn íhuqa mér oq búninqarnir, hreqfinqarnar, takturinn. Þetta var veröld sem éq vissi ekki að væri til oq hún qreip miq oq bjó áfram ímér.“ sem gengur á úti í geimnum þá er það þessi litli heimur næst okkur sem skiptir raunverulega máli. Þótt hann virki stundum hlægilegur, smámunasamur og absúrd þá skiptir hann mestu máli. Þar verðum við aö byrja að vinna úr okkar vandamálum. Það sem er yndislegt við þetta leikrit er hvað það er hlýtt og fullt af bjartsýni. Stór hluti af bókmennt- um, leikritum og kvikmyndum samtímans undir- strikar hið neikvæða, ógnir stórborgarsamfélagsins: grimmd, reiði, ofbeldi og hatur. Það er því gott að fá leikrit sem stafar hlýju og birtu og leyfir sér að vera í þessum litla heimi og taka á hversdagslegum vanda- málum af bjartsýni." Eins og framandi fugl Síðasta leikstjórnarverk þitt var tvö verk eftir hinn japanska Yukio Mishima. Þetta hljómar mjög ólíkt því. „Það er mikið myrkur í Mishima," segir Haukur. „í honum mætast annars vegar óskapleg fegurð og hins vegar myrkur, dauði og eyðilegging. Flétta hans ér heillandi og grimmdin og myrkrið verða falleg í verk- um hans.“ Hvar varst þú árið 1969? „Þá var ég tvítugur á leið til Japans í leiklistar- nám. 1969 var mikið umbyltingarár fyrir mig.“ Tvítugur árið 1969; þú ættir að vera sextíuogátta- kynslóðin holdi klædd! „Ég er ekki týpískur að því leyti því ég fór til Jap- ans og var í allt öðrum heimi á þessum umbrotatím- um. Stúdentauppreisnir voru langt komnar á megin- landi Evrópu þegar ég yfirgaf Island en höfðu þó ekki náð hingað. Umbrotin náðu ekki hingað fyrr en ég var farinn. Þegar ég sneri aftur eftir þrjú ár hafði allt gjörbreyst hvað varðaði afstöðu fólks og pólitík og ég var eins og framandi fugl.“ Þú hefur dvalið meira og minna í útlöndum síðan og fylgst með íslenskri leiklist úr fjarlægð. Hvernig er að koma i íslenskt leikhús? „Það er mjög spennandi, bæði fyrir mig persónu- lega því tilfinningatengsl mín við ísland hafa haldist og ég á mína sögu í íslensku leikhúsi og hins vegar er gott að fá tækifæri til að koma aftur og vinna heila sýningu. Það hefur gert mér mjög gott auk þess sem það er gaman að sjá hvað íslendingar eiga góða leik- ara. Það er margt að gerast hér og mikið framboð af leiksýningum og spennandi að taka þátt í þvi. Það sem mér finnst líka gott við íslenskt leikhús er hve vel er hlúð að íslenskri leikritun, ekki síst af áhorf- endum. 1 Noregi er takmarkaður áhugi á nýrri norskri leikritun en megnið af kassastykkjunum í ís- lenskum leikhúsum er ný íslensk leikrit." Ertu kunnugur verkum Ólafs Jóhanns? „Ég sá Sniglaveisluna og hafði lesið Slóð fiðrild- anna en þekkti hann ekki náið fyrr en ég fékk þetta verkefni." Það er dálítið gaman að þetta einlæga, hlýja verk skuli koma frá stórborg stórborganna, New York. „Já. Ég fann líka þessa hlýju í Slóð fiðrildanna. Þar er ekki þessi stórborgargrimmd," segir Haukur. „Það er eitthvað fallega gamaldags við Rakstur sem mér finnst svo heillandi; einhver heillandi kyrrð.“ Draumurinn um Japan Hvað varð til þess að árið 1969 tók tvítugur strák- ur á íslandi sig til og fór til Japans að læra japanska leiklist? „Það var gamall draumur frá því ég var barn að fara til Japans,“ segir Haukur. „Þegar ég var fimm ára fór ég með foreldrum mínum í Þjóðleikhúsið að sjá klassískan japanskan dans. Þessi sýning snerti mig á undarlegan hátt og ég man enn eftir áhrifun- um; svipmyndir af hvítsminkuðum andlitum eru enn í huga mér og búningarnir, hreyfingarnar, takturinn. Þetta var veröld sem ég vissi ekki að væri til og hún greip mig og bjó áfram í mér. Þaö var eitthvað við þessa fagurfræði. Svo fór ég að kynna mér allt sem ég náði í um Japan í bókum og tímaritum. Leiklistaráhugi minn kom mjög snemma. Gunnar Eyjólfsson er frændi minn og guðfaðir og hann leyfði mér að koma baksviðs í leikhúsið. Þar kynntist ég töfrum leiklistarinnar. Og þessar draumsýnir, Japan og leiklistin, þróuðust saman og urðu meira og meira konkret eftir því sem ég varð eldri. Mig dreymdi alltaf um að fara til Japans. Þegar ég lauk við menntaskólann ákvað ég að fara og slá þessu tvennu saman og læra japanska leiklist. Ég hafði kynnt mér japanska leiklist og menningu vel áður en ég fór út þannig að ég vissi alveg hverju ég sóttist eftir." Það hafa varla verið margir Vesturlandabúar í leiklistarnámi í Japan á þessum árum? „Nei, alls ekki. Það var mjög óvenjulegt þá því Jap- an var ekki komið í tísku eins og það er núna þótt það væri orðið efnahagslega sterkt. Þegar ég spurði í íslenskum banka hvert væri gengi jens gátu banka- starfsmennirnir ekki fundið það út fyrir mig. Núna er þetta í dagblöðunum á hverjum degi. í því Japan sem mætti mér 1969 var mikið af hinu gamla Japan. Arkitektúrinn var enn þannig að húsin voru tveggja hæða timburhús með pappírsveggjum milli herbergja. Ég man eftir heilu hverfunum þar sem ég gekk eftir þröngum götum og pappírsluktir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.