Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR is. JANÚAR 2003 Helgarblaö 3Z>V 45 I maímánuði 1933 má seqja að hafi i/erið gerð upp- reisn í Vest- mannaeqjum. Þá fór hópur manna með ofbeldi og afarkostum qegn lögreglunni á staðnum, braut upp fangahúsið og frelsaði sprúttsala nokkurn sem þar sat inni. Uppreisnin í Ve s tmannaeyj um Vestmannaeyingar liafa alltaf stað- ið á eigin fótuin. Það gerðu þeir svo sannarlega í maí 1933 þegar hópur eyjarskeggja réðst inn í fangahúsið og frelsaði þar sprútt- sala nokkurn í trássi við lög og reglur. Það hefur stundum verið sagt um íslendinga að það sé engin leið að kenna þeim að ganga í takt og þeir séu þrjóskir einstaklingshyggjusinnar sem láti sér fátt um lög og reglur finnast. Þótt rétt megi vera að margir eyjarskeggjar telji sig mega skrifa sina eigin lagabálka um sína persónulegu hegðan er samt erfitt að finna skjalfest dæmi um að íslendingar hafi hóp- um saman risið gegn réttskipuðu yfirvaldi. Við virð- umst nefnilega vera frekar þæg þegar á hólminn er komið. Eitt af dæmunum um hegðun sem beinlínis má kalla uppreisn er að finna i dómum frá fjórða ára- tugnum. Þá voru 18 Vestmannaeyingar kærðir af rétt- vísinni og landstjórninni eins og það er orðað í dómn- um og refsingar krafist yfir þeim fyrir að hafa brotist inn í fangahús og sleppt gæslufanga út. Það var í maímánuði vorið 1933 sem þeir atburðir gerðust í Vestmannaeyjum sem hér verður lýst. Mað- ur nokkur hafði um hríð setið í gæsluvarðhaldi í fangahúsinu meðan á rannsókn mála hans stóð en hann var grunaður um sprúttsölu. Þann 20. maí voru fulltrúi bæjarfógeta og tveir lögregluþjónar staddir i fangahúsinu vegna rannsóknarstarfa og var hópur- inn um það bil að ljúka störfum þann dag þegar ann- an og stærri hóp bar skyndilega að garði. Þar fóru 18 saman, allt karlmenn á góðum aldri og líklegir til átaka en fyrir hópnum fór þó ung kona sem var dótt- ir sprúttsalans sem sat inni. Eruð þið lyddur? Það var dóttirin herskáa sem hafði orð fyrir hópn- um og krafðist hún þess fyrir hönd þeirra að sprútt- salinn faðir hennar yrði leystur úr haldi þegar í stað og hótaði þvi að valdi yrði beitt ef ekki yrði orðið við tilmælum þeirra. Lögreglan var ekki á því að afhenda skúrkinn án mótmæla og skipaði þá stúlkan mönnum sínum að ráðast að fangahúsinu. Eitthvert hik var á mönnum við þessar brýningar en þá kallaði stúlkan yfir allan hópinn: „Ætlið þið að vera þær helvítis lyddur, ailir þeir karlmenn sem hér eru, aö þora ekki að taka hann út.“ Við þessi frýjunarorð réðst hópur manna til inn- göngu í fangahúsið og ruddi átakalítið úr vegi þeim tveimur lögregluþjónum sem þar voru og máttu sín einskis gegn margnum þótt þeir reyndu um stund að tefja inngöngu hópsins. Á meðan hringdi fulltrúi fógeta til yfirmanns síns á fógetaskrifstofunni og skýrði honum frá framgangi mála. Réttu mér rofjámið Árásarmennirnir komust nú inn í gang sem lá eft- ir endilöngu húsinu og beindu þegar athygli sinni að klefanum þar sem sprúttsalinn félagi þeirra var læst- ur inni. Klefi þessi var læstur með sterkum hengilás sem var hengdur í keng sem festur var rammbyggi- lega í dyrastafinn en framan á klefahurðinni var járnslá sem fest var við hurðina með tveimur járn- boltum sem stóðu í gegnum hurðina. Kengurinn sem hengilásinn var festur í var í gegnum auga á enda þessa járnbita. Árásarmennimir gátu því ekki opnað klefann verkfæralausir og klifraði einn þeirra upp á borð og kallaði til manna úti og bað þá að koma þegar með verkfæri og eftir stutta stund var honum rétt inn um gluggann rofjárn og með það að vopni tókst hópnum að brjóta upp klefann sem sprúttsalinn var geymdur í. Var nú sprúttsalinn leiddur út í frelsið af félögum sínum og hafa án efa orðið fagnaðarfundir. Á meðan hafði bæjarfógeti verið önnum kafinn við að reyna að safna saman hópi sjálfboðaliða til þess að varna þessu hervirki og styrkja lögregluna. Eitthvað hafði það gengið treglega því engin mótspyrna var veitt þegar árásarmenn marséruðu frá húsinu með félaga sinn frjálsan. Af þessu urðu allnokkur eftirmál en það var í raun- inni ekki fyrr en við rannsókn málsins og vitnaleiðsl- ur í bæjarrétti Vestmannaeyja sem hið sanna eðli árásarmannanna og samantekin ráð þeirra komu í ljós. Vestmannaeyjar voru á þessum tíma ekki stórt samfélag og lögreglumenn og fulltrúi fógeta þekktu í sjón hvern einasta mann sem tók þátt í árásinni. Þrátt fyrir þaö tókst ekki að upplýsa neitt um aðdrag- anda hennar, hver átt hefði hugmyndina, hverjir hefðu valist til að gera hvað og hvernig hefði verið að þessu staðið. Þaö kannaðist enginn við neitt. Ég veit ekki neitt Sumir þeirra sem ákærðir voru neituðu með öllu að gefa skýrslur við yfirheyrslur og vildu engum spurningum svara um þetta mál og var því afar erfitt um vik að sanna aðild þeirra að árásinni. Sumir þeirra sem fengust til þess að gefa skýrslur og lýsa at- vikum á vettvangi könnuðust samt alls ekki við að hafa sjálfir tekið neinn beinan þátt í árásinni eða verknaði þessum yfirleitt. Allt þetta varð til þess að ekki tókst að sanna neitt um að hér hefðu skipulögð samtök verið á ferðinni en slík sönnun hefði líklega þyngt refsingu sakborninga. Þannig var til dæmis um dóttur sprúttsalans sem sannanlega hvatti til aðgeröa á vettvangi. Hún vildi aðeins segja það að hún hefði engin lög brotið en neit- aði að öðru leyti að tjá sig við yfirvöld. Það sama gerðu þeir sem, samkvæmt framburði lögregluþjón- ana, voru fremstir í flokki við að ryðjast inn í húsiö. Þeir héldu í raun fram sakleysi sínu en tjáðu sig ekki að öðru leyti en þetta verður að teljast mikil bíræfni af þeirra hálfu. Enginn kannaðist við að hafa séð neitt áhald eða verkfæri og mátti skilja suma þeirra svo að þeim væri hulin ráögáta hvernig klefi sprúttsalans var opnaður og héldu því fram að þeir hefðu slegist í hóp-r_ inn fyrir forvitni sakir þegar þeir sáu hann á leið til fangahússins. Málið þvældist af þessum sökum afar lengi í kerf- inu milli dómsstiga og það var ekki fyrr en í desem- ber 1936, eða þremur og hálfu ári seinna, sem endan- legur dómur var kveðinn upp. Sex hinna ákærðu voru sýknaðir þar sem ekki tókst aö sanna aðild þeirra að brotinu. Sex voru dæmdir í 3 mánaða fang- elsi upp á venjulegt fangaviðurværi og í þeim hópi var dóttir sprúttsalans. Einn var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi en fimm til viðbótar voru dæmdir til 45 daga fangavistar. Það virðist hafa létt refsinguna að ekki tókst að sanna samtök og enginn meiddist í viðureign hópsins við lögregluna. Því var haldið fram i að einhverjir hefðu hótað að rassskella lögregluþjón- ana og loka þá inni í fangaklefum en það tókst aldrei að sanna hverjir hefðu hótað því. Þess má að lokum geta að fullnustu refsingar hinna óstýrilátu Vestmannaeyinga var frestað um ftmm ár og þess vegna fór í rauninni enginn í fangelsi í eftir- köstum þessa undarlega uppreisnarmáls. PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.