Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2003, Page 44
'v48 H e l () ( j rb I (j cf H>V LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 Hundrað góð ár „Ég hef átt góð hundrað ár. Verið heilsu- hraust um dagana og eignaðist fjögur börn sem öll komust til manns og mennta. Þetta hefur verið mín gæfa ílífinu,“segir Þórhild- ur Þorsteinsdóttir úr Fljótshlíðinni, sem verður hundrað ára næstkomandi mánudag, íviðtali við Helgarblað DV. Strax í dyragættinni má heyra óm ljúflingslaga. Við erum stödd í Vesturbænum í Reykjavík hjá Ástu, dóttur Þórhild- ar. Gamla konan situr við píanóið og spilar upp úr Fjárlög- unum, sem svo eru ne&id; nótnahefti með ástsælustu ætt- jarðarlögum íslendinga. „Mér hefur alltaf fundist gaman að spila á hljóðfæri," segir hún og brosir. Eyjaniar lyftast í tíbránni Fyrir fólk sem lifað hefúr langdrægt alla tuttugustu öld- ina er væntanlega líkast því að það hafi verið uppi á öllum öldum íslandsbyggðar, slík hefur umbyltingin orðið. Þróun frá örbirgð tif allsnægta. Allar þessar breytingar hefur Þór- hildur lifað og reynt. Stúlkan sem er fædd á Tanganum í Vestmannaeyjum en hefúr lengst af sinni ævi búið i Fljóts- hlíðinni. „Þar er fallegt og þaðan hef ég getað séð til Eyjanna minna. Fegurðin er stórbrotin þegar þær lyftast í tíbránni yfir Landeyjasandi," segir Þórhildur. Foreldrar Þórhildar voru hjónin Þorsteinn Jónsson og El- ínborg Gísladóttir í Laufási í Vestmannaeyjum og er hún elst í allstórum systkinahópi. Ung fór hún hins vegar í fóst- ur til móðurafa sins og -ömmu og ólst að mestu leyti upp hjá þeim. „Það voru góðir tímar,“ segir Þórhildur. „Hef alltaf verið trúuð. Þakka góðum Guði það meðal annars að ég og af- komeiulur mínir höfum haldið góðri heilsu. Ekkert er okkur dýrmætara," segir Þórhildur. Börn hennar standa hér að baki henni. Lengst til vinstri er Ásta sem var bankastarfsmaður, þá Elínborg, fyrrum kennari og fæknarit- ari, næstur kemur Sváfnir, fyrrum prófastur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, og Kagnhildur, húsmóðir á Lambey, er yst til hægri. Á Þingvöllum með Eldeyjar-Hjalta Innan við tíu ára fór hún í fyrstu Reykjavíkurferðina sem henni þótti mikið ævintýri. Hápunktur þeirrar ferðar var þegar hinn frægi Eldeyjar-Hjalti bauð Þórhildi og ömmu hennar í lystireisu í hestakerru austur á Þingvelli að tina þar ber. Ferðarinnar minnist gamla konan með bliki í auga og ekki síður Hjalta, en um alla tíma hefur staðið frægðar- ljómi af nafni hans. Kappans sem kleif Eldey sem áður hafði þótt ókleif með öllu. „Hann var ekki stór maður en þrekinn og samsvaraði sér vel,“ segir Þórhildur, sem kom nokkrum sinnum á sínum bemskuármn til Reykjavíkur. Sautján ára fór hún til náms við Kvennaskólann i Reykja- vík og var þar um tveggja vetra skeið. Prófl þaðan lauk hún á vordögum 1922. „Ingibjörg Bjamason skólastýra sagði einhverju sinni við Gamla konan við liljóðfærið, en hennar eftirlæti er að spila lög Sigfúsar Halldórssonar og Fjárlögin. Langönimubörnin Ásta Friðriksdóttir og Garðar Björgvinsson eru til vinstri á myndinni. Síðan koma í aldurs- röð dætur liennar, þær Ragnhildur, Elínborg og Ásta, en hún lengst til hægri á myndinni. DV-myndir GVA Þórhildur Þorsteinsdóttir Mér hefur alltaf fundist gaman að spila á hljóðfæri." mig að það væri merkilegt að svona góð stúlka gæti komið úr svona ver- búðarplássi eins og Vestmannaeyjum. Mér mislíkuðu þessi orð.“ Píanóleikur í þögluni myndum Reykjavikurárin urðu í lífi Þórhild- ar ekki aðeins skólatími, heldur líka upphaf þess ævintýris sem ungt fólk er ævinlega í leit að og markaði framtíð- ina. Á þessum tima var hún í fæði og húsnæði hjá Guðfmnu Gísladóttur móðursystur sinni og Halldóri Guðmundssyni manni hennar. Náfrændi Halldórs var ungur maður austan úr Mýrdai, Sveinbjöm Högnason, sem einnig átti þama at- hvarf sitt í Reykjavík. Þau Þórhildur felldu hugi saman. Sveinbjöm stundaði guðfræðinám við Hafnarháskóla á árunum 1918 til 1925. Þórhildur hélt hins vegar til Eyja að námi sínu í Kvennaskólanum loknu þar sem hún setti á laggimar smábamaskóla og starfrækti um hríð. „Síðan hafði ég líka lært á píanó hjá Önnu, apótekarafrú í Eyjum, og kunni svolítið á hljóðfærið. Var því stundum fengin til þess meðal annars að leika undir þegar verið var að sýna þöglar myndir í samkomuhúsinu," segir Þórhildur. Síðar fór hún utan td Hafnar og dvaldist þar með manns- efni sínu í eitt ár, meðan hann var að ná sér á strik eftir al- varleg veikindi. í hriplekuni torfbæ Heim kom Sveinbjöm að námi loknu vorið 1926. Þá gengu þau Þórhildur í heilagt hjónáband í Vestmannaeyjum. I beinu framhaldi fóm þau norður í land þar sem Sveinbimi hafði verið veitt Laufásprestakall sem var talið eitt besta brauð landsms. „Ég var vön góðum húsakynnum," segir Þórhildur þegar ég spyr hana um vistina norður í Laufási, í gamla torfbæn- um þar. „Þama var gengið inn löng moldargöng þar sem til hlið- ar vom þvottahús, hlóðaeldhús og fleiri vistarverur. Bær- inn var annars hriplekur og það togaði í mig að fara annað. Mér líkuðu ekki híbýlin. Því fluttum við suður aftur að ári liðnu, Sveinbjöm fann að ég myndi ekki festa yndi fyrir norðan," segir Þórhildur. Vorið 1927 var sr. Sveinbjöm kjörinn prestur á Breiðaból- stað í Fljótshlíð þar sem hann þjónaði allt tO ársins 1963. Gengið úr rúmi fyrir gesti Sr. Sveinbjöm þótti einn af mestu skörungum sinnar samtíðar, en jafnhliða prestskap var hann lengi þingmaður Framsóknarflokksins fyrir Rangæinga og Vestur-SkaftfeO- inga. „Snjallorður var hann og frjálsmannlegur,“ segir sr. EmO Bjömsson í æviminningum sínum. Þar lýsir hann frá sjónarhóli þingskrOarans kynnum sínum af Sveinbimi, sem 1 flestu tiOiti þótti stór í brotinu. „Það var oft erilsamt að vera húsmóðir á Breiðabólstað, en það hjálpaði mér auðvitað að vera með góðar stúlkur í vinnu. Gestagangurinn veir mikOl, því á þeim tímum sem Sveinbjöm var heima komu margir að fmna hann. Stund- um gengum við úr rúmi fyrir næturgesti og sváfúm í hlöð- unni. Þetta þótti sjálfsagt," segir ÞórhOdur og brosir. Aðspurð segist hún hafa fylgst með því sem maður henn- ar boðaði. „Ég hef aOtaf verið trúuð. Þakka góðum Guði það meðal annars að ég og afkomendur mínir höfum haldið góðri heOsu. Ekkert er okkur dýrmætara," segir ÞórhOdur. En hvað með Fram- sóknarflokkinn, sem sr. Sveinbjöm var þingmaður fyr- ir? „Ég fylgdi mann- inum mínum að málum og þeim skoðunum sem hann hafði,“ segir hún. Vimiulúnar liendur ÞórhOdur heflrr að hætti sinnar kyn- slóðar verið starfsöm alla ævi. Vinnulúnar hendur hennar eru órækur vitnisburður um það. Húsmóðurstarf á stóru sveitaheimOi var erOsamt og í hartnær fjörutíu ár var hún organisti og kórstjóri í kirkjunum tveimur í Fljótshlíð; á Breiðabólstað og Hlíðarenda. Hún hefur líka verið iðin við hannyrðir og heklað dúka, teppi og púða - og flestir sextíu og sjö afkomendur hennar eiga í sínum ranni faOega muni eftir hana. „Síðan hef ég lesið íslendingasögumar og ósköpin öO af reyfúrum," segir ÞórhOdur, sem býr á heimOi RagnhOdar dóttur sinnar og Jóns Kristinssonar eiginmanns hennar á Lambey í Fljótshlíð. Er sátt við niína ævi Sveinbjöm mann sinn missti ÞórhOdur árið 1966, en þá höfðu þau fáum árum áður byggt í Hlíðinni nýbýlið Staðar- bakka. Þar bjó hún að manni sínum látnum uns hún flutti i skjól dóttur sinnar fyrir röskum tuttugu árum. „Ég hefði áhuga á að leggja fyrir mig lækningar," segir ÞórhOdur, aðspurð hvaða vettvang hún myndi velja sér væri hún ung stúlka í dag. „Tvö systkini mín dóu ung og margir í kringum mig fengu berkla sem vom afar skæður sjúkdómur þegar ég var ung. Það hefði verið ánægjulegt að geta hjálpað fólki við slíkar aðstæður. En þrátt fyrir það er ég sátt við ævi mína. Hef átt góða daga og haldið heOsu ffarn undir þetta. Átt hundrað góð ár. En varla lifi ég lengi úr þessu." -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.