Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Side 14
14
LAUGARDAGUR 8. MARS 2003
SumarPlús
Allt
seljast
Verðdœmi #
SpariPlús
* pc
O
« 00
co
in
Ef tveir feröasl saman, 67.970 kr. á mann.
Verðdæmi ,
SpariPlús
* JC
Ef tveir ferðast saman, 54.530 kr. á mann.
* á mann m. v. að 2 fullorðnir og
2 börn, 2ja -11 ára, ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting í tvær
vikur, íslensk fararstjórn, ferðir
til og frá flugvelli erlendis og allir
flugvallarskattar.
þlús
FERÐIR
www.plusferdir. is
Hltðasmára 15 • Simi 535 2100
Fréttir
DV
Lausn á vanda barna- og unglingageödeildar:
Fynsta lausn tvö rúm á
lítilli göngudeildareiningu
BUGL við Dalbraut
Leit stenduryfir að viðbótarhúsnæöi fyrir starfsemi BUGL, annaðhvort í nálægð Dalbrautarinnar eða Landspítala -
háskólasjúkrahúss við Hringbraut.
Axel Cortez og Arndís Einarsdóttir, foreldrar drengs með geðræn vandamál.
Magnús Pétursson, forstjóri Land-
spítala - háskólasjúkrahúss, segir að
fyrstu aðgerðir til að bæta stöðu
bama- og unglingageðdeildar LHS
(BUGL) séu aö taka út litla göngu-
deildareiningu og búa þar til rými
fyrir 2 sjúklinga. Það er hægt að gera
strax en göngudeildinni yrði þá kom-
ið fyrir annars staðar, t.d. á einhverri
kaffístofunni. En til þess að fjölga um
8 rúm verður að fara með starfsem-
ina út úr byggingu sjúkahússins við
Hringbraut. Sú staðsetning hefur
hins vegar ekki fundist. „Það getur
verið leiguhúsnæði eða annað hús-
næöi 1 eigu spítalans ef það er laust.
Æskilegast væri að það væri annað-
hvort nærri geðdeildinni við Hring-
braut eða BUGL við Dalbraut. Þetta
verður því ekki sett niður hvar sem
er. Með því værum við aö beina legu-
plássinu á Dalbraut en cumarri þjón-
ustu, dagdeild og göngudeild, í annað
húsnæði. Best væri að starfsemin
væri öll undir sama þaki því þetta er
mikið sama fólkið. Það er hægt að
tína til bæði kosti þess og galla að
hafa starfsemina inni á Dalbraut.
Kostirnir em þeir aö þá er ekki verið
að blanda saman vandamálum bama
og unglinga og vandamálum þeirra
fúllorðnu en hins vegar er þá hætta á
því að starfsmenn detti út úr þessum
eðlilegu starfstengslum á vinnustað,"
segir Magnús Pétursson. Hann segist
eiga von á viöbrögðum heilbrigðis-
ráðherra á allra næstu dögum.
Ljóst var strax upp úr áramótum
Fréttaljós
að lausn á vanda BUGL yrði eitt af
forgangsverkefnum spítalans á þessu
ári, jafnvel lengur.
Starfshópur sem stjóm LHS skip-
aði og er undir forsæti Eydísar Svein-
bjamardóttur, sviðsstjóra geðsviðs,
hefur skilað tillögum en nefndin mun
halda áfram sinu starfi, enda verk-
efni hennar mun víðtækara. Hún hef-
ur þennan mánuð til að skoða efhi-
viðinn, fjölda, aukningu, hlutverk
spítalans o.fl.
Tillögur nefndarinnar era í fyrsta
lagi að gert verði ráð fyrir að rúmum
á unghngageðdeild veröi þegar í stað
fjölgað úr 9 í 12. Þetta þýddi að dag-
deild á BUGL yrði fundinn staður
annars staðar í húsnæði deildarinn-
ar. Með þessu móti fjölgaði rúmum
um 3 frá því sem nú er. Ekki yröi um
umtalsverðan kostnað að ræða vegna
þessa.
í öðra lagi er gerð tiliaga um að
göngudeildin, sem nú er rekin á
BUGL, verði flutt annað og unglinga-
geðdeildin stækkuð. Með því er talið
gerlegt að fjölga rúmum á unglinga-
geðdeild í 17 til frambúðar og hefði
rúmum þá verið fjölgað úr 9 í 17 eða
um nær helming. Er lagt til að leitað
verði eftir leiguhúsnæði fyrir göngu-
deild BUGL.
í þriðja lagi er lagt til að þegar i
stað verði komið á fót sérstökum
starfshópi sem einbeiti sér aö bráða-
tilvikum. í þessu felst nokkur fjölgun
starfsfólks sem veitir geðheilbrigðis-
þjónustu. Auk þess að sinna bráðatil-
vikum yrði meginviðfangsefni hóps-
ins að vinna á bráðabiðlistum ung-
lingageðdeildar, heimsækja unglinga
í vanda og veita sérhæfða geðheil-
brigðisþjónustu utan spítalans.
Að rofa til
Tómas Zoega, yfirlæknir á geðdeild
LHS, segir að þær tillögur sem nú séu
komnar fram séu mjög til bóta. Það sé
einnig ánægjulegt hversu vel ráð-
herra hefur tekið í þær og að hans
mati sé nú verið að útvega fjármagn
til þess að fylgja eftir lokatiUögum.
„Ég hugsa að fjölgun rúma upp i 17
muni að mestu leysa vandann. Kost-
urinn við þessar tiilögur er sá að það
er hægt að koma þeim í gagnið mjög
fljótt. Auðvitað væri það æskilegast
að það húsnæði sem frnnst undir
starfsemi verði sem næst legudeild-
inni við Dalbraut og í tengslum við
hana eða í nágrenni Landspítalans
við Hringbraut. Það era uppi hug-
myndir i þessum tiilögum um að bæta
við húsnæðið inni á Dalbraut, en það
tekur nokkum tíma að byggja það
húsnæði. En þó göngudeildin yrði ein-
hvers staðar annars staðar yrði hún á
höfuðborgarsvæðinu og þannig stað-
sett að unglingar ættu gott með að
nálgast hana. Það er verið að leita að
slíku húsnæði á fullu. Það er að rofa
til í þessum málum og ég finn líka að
það er fuilur pólitískur vilji til þess að
málefni og rekstur bama- og ung-
lingageðdeildar verði öllum til sóma,“
segir Tómas Zoega geðlæknir.
Fálætíð hlutí af vanda heil-
brigðiskerfisins
„Það er mjög ánægjulegt að stjóm-
völd skuli hafa bragðist við með
svona skjótum hætti, bæði stjóm
Landspítalans og Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra. Þetta er bráða-
vandi sem verið er að bregðast við,
fyrstu aðgerðir, og ég treysti því og
trúi að þessi vinna muni halda áfram
og það verði stuðst við þá skýrslu
sem gerð var árið 1998 um þarfir
bama- og unglingageðdeildarinnar og
farið í að leysa þetta mál eins og við
gerum kröfu um að sinnt sé öörum
veikum bömum og unglingum," segir
Sigursteinn Másson, formaður Geð-
hjálpar.
- Ertu sæmilega bjartsýnn á að það
gangi eftir?
„Ég er allbjartsýnn á að það verði
haldið áfram að byggja upp þennan
málaflokk, málefni geðsjúkra, og þá
fyrst og fremst málefni geðsjúkra
bama og unglinga, sem er brýnast að
leysa. En það er staðreynd að i heild
sinni er þessi málaflokkur ekki vel
staddur. Það er yfirleitt ekki vel búið
að geðsjúkum, hvorki úti í samfélag-
inu né inni á sjúkrahúsum. Það þarf
mikið að gerast til að þessi mál geti
talist vera í viðunandi horfi. Ég trúi
því að viljinn sé fyrir hendi og nú er
spumingin hvort stjómvöld geti og
vilji vera jafn framtakssöm eftir kosn-
ingar og þau era nú fyrir kosningar."
- Á fálæti almennings sinn þátt í
þeirri erfiðu stöðu sem málefni BUGL
era komin í?
„Það er í langan tíma búið að
benda á vandann og í hvað stefndi.
Það er kannski ekki um að kenna fá-
læti að ekki hefur verið bragðist við
fyrr. Almenningur hefur á allra síð-
ustu árum sýnt þessum málum miklu
meiri áhuga og skilning en dæmi era
um áður. Fálætið hefur kannski ver-
ið hluti af risavöxnu vandamáli heil-
brigðiskerfisins. Vegna ýmissa skipu-
lagsmála hefur þetta vandamál ekki
verið sett eins ofarlega á forgangslist-
ann og maður hefði ætlað. í máli heil-
brigðisráðherra hefur komið fram að
af einhverjum ástæðum hafi honum
ekki verið gerð grein fyrir þessum að-
kallandi vanda bama- og unglinga-
geðdeildar fyrr en nú og þegar í óefni
var komið. Það er umhugsunarefni
en ég held ekki að þar sé hægt að
benda á einn aðila. Þetta varð ein-
hvem veginn mál sem féll milli stafs
og hurðar í stjómkerfinu."
Engin eftirmeðferð
Hjónin Axel Cortez og Amdís Ein-
arsdóttir í Reykjavík eiga son sem
ekki hafði fengið neina meðferð við
sínum vanda til þessa. Þau hjónin
lýstu ágætlega þeim vanda sem fjöl-
skyldan hefur verið í vegna þessa í
nýlegum Kastljósþætti í Ríkissjón-
varpinu. Drengurinn hefur nú verið
tekinn inn á BUGL og segir Axel að
það sé gríöarlegur léttir fyrir alla, en
drengurinn hafi sjálfur lagt áherslu á
að komast inn. Hann hóf nám í 10.
bekk Langholtsskóla sl. haust en lenti
í einelti vegna sjúkdóms síns og flosn-
aði upp úr skólastarfinu í október-
mánuði sL Hann fær nú skólavist á
Dalbraut samhliða meðferðinni.
„Það er ekki síður vandi og mikið
áhyggjumál að við vitum ekki hvað
tekur við þegar meðferðinni á bama-
og unglingageðdeildinni lýkur. Þá
bíður hans engin eftirmeðferð.
Ég þekki dæmi um ungling sem
var i meðferð í heilt ár á Torfastöðum
í Ámessýslu, en eftir að heim kom
beið hans alls ekkert, s.s. vikulegt
viðtal við sálfræðing og eftirlit með
því hvernig honum gengur úti í dag-
lega lífmu. Því miður horfum við
fram á að svipað verði upp á teningn-
um með strákinn okkar.
Það er hins vegar mjög jákvætt
hvað fjölmiðlar hafa opnað umræð-
una, en betur má ef duga skal,“ segir
Axel Cortez. -GG