Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Qupperneq 36
36 He/<garblad> H>"V LAUGAKDAGUR 8. MARS 2003 s A svörtum Hrijðjuverkin //. september 2001 hafa leitt til mikillar aukninqar á varúðarráðstöfun- um í flugi um víða veröld. Hverqi er lengra gengið en íAmeríku en þar hafa stjórnvöld settsaman svartan lista yfirþá farþega sem helst ekki er hlegpt um borð íneina flugvél. Fólk sem telursig vera á lista þessum álítur þetta brot á stjórnarskrár- bundnu ferðafrelsi. Síðan hryðjuverkamenn rændu flugvélum og flugu þeim á World Trade Center og Pentagon í Bandaríkjunum þann 11. september 2001 hafa ör- yggisráðstafanir í öllu flugi verið stórlega hertar. Einnig hefur lögum, sem gerir stjórnvöldum í Bandaríkjunum kleift að fylgjast með borgurum í ríkari mæli en áður, verið breytt og heimildir stjómvalda rýmkaðar á þessu sviði. Þetta fékk kona að nafni Barbara Olshansky að reyna á eigin skinni á flugvellinum í Newark í maí á þessu ári. Þegar hún ætlaði að ganga um borð og sýndi brottfararspjald sitt kallaði starfsmaður flug- félagsins á öryggisvörð og Barbara var tekin til hliðar í sérstaka rannsókn og nákvæma líkamsleit og meðal annars beðin að hneppa niður um sig þótt hún stæði í augsýn annarra farþega sem biðu þess að komast um borð. Tölvan spýtti ykkur út Á tímum herts eftirlits má eflaust búast við slíku eftirliti svo Barbara lét sér þetta lynda. En þegar þetta gerðist líka í næsta skipti sem hún flaug og þar næsta og þar næsta fór hún að hugsa sig tvisvar um. Barbara Olshansky er lögfræðingur og starfar fyrir mannréttindastofnun í Bandaríkjun- um sem heitir Center for Constitutional Rights og ferðast mjög mikið. Þegar hún var á ferð ásamt sex öðrum starfsmönnum stofnunarinnar í september síðastliðnum og allur hópurinn var tekinn í ná- kvæma leit og eftirlit spuröi Barbara hverju þetta sætti. „Ég veit ekkert um það og hef engan tíma til að ræða við ykkur um það. Ég veit bara að tölvan spýtti ykkur út,“ svaraði stressaður öryggisvörður. Þúsund manns á lista Mánuðum saman hafa sögusagnir gengið meðal ákveðins hóps Bandaríkjamanna af tilvikum sem þessu þar sem fólki er annað hvort meinað að fara um borð í flugvélar eða þarf að sæta nákvæmri leit i hvert sinn sem það flýgur. Nú hefur talsmaður opinberrar stofnunar sem ber hið virðulega heiti: Transportation Security Administration og er ný af nálinni, viðurkennt að til sé langur svartur listi yfir fólk sem talið er mjög óæskilegt að ferðist með flugvélum. Annars vegar er um að ræða lista yfir um 1.000 manns sem er alls ekki hleypt um borð í bandarískar flugvélar en hins vegar fóik eins og Barböru og starfsfélaga hennar sem sæta ströngu eftirliti í hverri ferð en er ekki beinlínis meinað að ferðast. „Þetta er listi sem varð til fyrir rúmu ári að frumkvæði þingsins,“ er haft eftir David Steigman sem er talsmaður TSA. Hann segir að ýmsar stofn- anir sem starfa að öryggismálum hafi látið þinginu í té nöfn til að setja á listann. Þetta eru stofnanir á borð við FBI og CIA en ekki þarf að hafa séð marg- ar bíómyndir til að átta sig á því hverrar gerðar þær eru. „Við spyrjum ekki hvers vegna fólk sé á listan- um,“ segir Steigman sem viðurkennir jafnframt að Transportation Security Administration hafi engar reglur um hvenær fólk er sett á umræddan lista né heldur reglur um það hvernig hægt er að komast af listanum lendi fólk inni á honum. Grænfriðungar, prestar og nunnur Um þetta er ítarlega fjallað í vefritinu Salon.com nýlega og sagt að rannsóknir vefritsins meðal flug- vallarstarfsmanna sem vinni eftir umræddum lista leiði í ljós að á honum sé einkum að finna nöfn presta, nunna, grænfriðunga og virkra mótmæl- enda í umhverfismálum, vinstri sinnaðra blaða- manna, hægri öfgamanna og fólks sem hefur tengsl við baráttusamtök araba í Bandaríkjunum eða eru þekktir arabavinir. Virgine Lawinger er nunna frá Milwaukee og Eftir hryðjuverkin 11. september var öryggi í flugi í Ameríku hert mjög. Þá varð til svartur listi yfir 1000 Bandaríkjamcnn sem er helst ekki hleypt um borð í neina flugvél. Bandarískar leyniþjónustur hafa nýlega viðurkennt tilvist þessa lista en enginn virðist vita nákvæmlega hvernig hann varð til. Svo virðist sem listinn hafi meðal annars borist í hcndur íslenskra yfirvalda. baráttumaður friðarhreyfinga sem kalla sig Peace Action. Henni og 20 öðrum var meinað að ganga um borð í flugvél í Washington en erindi þeirra þangað var að mótmæla fjárveitingu Bandaríkja- stjórnar til ríkisstjórnar Kólombíu. Það voru starfsmenn flugfélagsins Midwest Air og liðsmenn lögreglustjórans á staðnum sem yfir- heyrðu þau og sögðu þeim að nöfn þeirra væru á „sérstökum lista.“ Rebecca Gordon og Jan Adams eru bæði blaða- menn á tímariti í San Francisco sem heitir War Times og berst gegn þátttöku Bandaríkjanna í stríðsrekstri. Þau voru stöðvuð á flugvelli nýlega og sagt að þeirra nöfn væri á sérstökum lista yfir þá sem ekki mættu fljúga. Eftir að flugfélagið hafði samband við FBI var þeim sleppt og leyft að ganga um borð en farangur þeirra sérstaklega merktur til að tryggja leit. Listaverkasalinn Doug Stuber, sem starfaði fyrir framboð Ralphs Naders árið 2000, var stöðvaöur í desember og meinað að ganga um borð í flugvél til Hamborgar eftir að öryggisverðir höfðu heyrt hann segja við ferðafélaga sína í röðinni að Georg Bush væri heimskur eins og steinn. Stuber var yfirheyrður lengi dags og missti af fluginu til Hamborgar. Hann eyddi skömmu síðar 2000 dollururum í viðbót til að fá miða í tíma en eftir að hafa gert nokkrar tilraunir til að komast um borð í flugvél á nokkrum flugvöllum í Norður- Karólínu, þar sem hann var ávallt stöðvaður, gafst hann upp og fékk miðann endurgreiddan. Starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar stað- festi þessa atburðarás í samtali við Salon.com og taldi þetta hluta af eðlilegum öryggisviðbrögðum. Pax Ghristi og Falun Gong á íslandi Meðlimir í samtökum eins og Eagle Forum, sem eru mjög íhaldssöm, hafa hlotið svipaða meðferð og meðlimur í Pax Christi sem eru kaþólsk friðar- samtök. Voru félagar í þeim, sem einnig eru með- limir í Falun Gong, stöðvaðir á Islandi sl. sumar og meinað að halda áfram ferð sinni. Það var gert á grundvelli lista sem bandarísk yfirvöld létu ís- lenskum yfirvöldum í té. Hussein Ibish, sem er kynningarfulltrúi fyrir samtök sem heita American Arab Anti-Discrim- ination Committe, segir í samtali við Salon.com að þar á bæ viti menn um 80 tilvik þar sem fólki með arabísk ættarnöfn eða nöfn sem hljóma undarlega hafi verið meinað að feröast með flugvélum og í sumum tilvikum hafi allt að 200 farþegar komið við sögu. Þangað til David Steigman viðurkenndi tilvist svarta listans hafði ekkert yfirvald í Bandaríkjun- um viljað staðfesta að hann væri til. Steigman hef- ur ekkert viljað tjá sig um það hvernig listinn er samansettur en ljóst er að stofnun hans, TSA, læt- ur flugfélögum hann í té. Richard Bresson, sem er talsmaður FBI, segir að ekki sé látið uppi hvernig nöfnum sé safnað á þennan lista en staðfestir til- vist hans og hefur hvatt þá sem telja að nöfn þeirra séu þar að ástæðulausu til þess að hafa samband við Transportation Security Administration. Barbara Olshansky, sem minnst er á í upphafi þessarar greinar, segir að það sé nógu slæmt að slíkur listi skuli vera tfl og gerður af stjómvöldum án nokkurra reglna. „Hitt er verra að listanum skuli vera frjálslega dreift meðal fyrirtækja í flugrekstri þar sem ekk- ert eftirlit er með því að hann sé ekki misnotaður. Það hlýtur að ganga gegn ákvæðum stjórnarskrár- innar um ferðafrelsi. Olshansky segir enn fremur að nú þegar stjórn- völd hafí loksins viðurkennt tilvist svarts lista yfir óæskilega eða hættulega farþega geti fólk hafið baráttu gegn slíkum lista og hafa þegar nokkur samtök í Bandaríkjunum tekið höndum saman um það verkefni. Þar á meðal eru hin fornfrægu ACLU, American Civil Liberties Union sem berjast af mikilli einurð fyrir mannréttindum. PÁÁ (Heimildir: Salon.com)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.