Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Page 6
6
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003
Fréttir I>V
Var í látlausu stríöi við
menntamálaráðuneytið
- segir Hanna Kristín Didriksen, fyrrverandi skólastjóri Snyrtiskóla íslands
Hanna Kristín Didriksen snyrti-
fræöingur réðst í það stórvirki að
stofna Snyrtiskóla Islands árið 1999.
Hana óraði þó ekki fyrir þeirri bar-
áttu sem fram undan var og segist
hafa verið í nær látlausu stríði við
menntamálaráðuneytið við að fá við-
urkenningu á skólanum. Hún segir
farir sínar ekki sléttar í þeirri bar-
áttu.
„Snyrtifræöi hefur alltaf verið
mitt aöaláhugamál. Hún gefur manni
tækifæri á því að vera í miklum og
nánum mannlegum samskiptum og
krefst mikillar nákvæmni og eflir
sköpunargleði. Starfið er bæði
skemmtilegt og erfitt í senn en upp-
skeran er mikil.
Tvítug fór ég til Englands að nema
snyrtifræði og í framhaldi af því
lauk ég sveinssamning héma heima
og opnaði mína eigin stofu í World
Class ásamt því að vera í meistara-
námi á kvöldin. Ég hef ailtaf trúaö
því að með dugnaði, einlægni og
hreinu hjarta kæmist maður langt í
lífmu. Ég trúi því líka aö réttlætiö sé
sterkasta vopnið í lifsbaráttunni.
Fljótlega sá ég að snyrting var
verulega illa markaðssett og voru
þau tækifæri sem í boði eru í grein-
inni illa nýtt. Því fannst mér vinnan
enn meira spennandi og ákvað að
fara ótroðnar slóðir.
Ég rak snyrtistofuna í 13 ár og á
þeim tíma viðaði ég að mér upplýs-
ingum og þekkingu til þess að miðla
til nemenda minna í skólanum."
- Hvernig datt þér í hug aófara út
í rekstur snyrtiskóla?
„Árið 1994 tók ég fyrsta nema
minn og áttaði mig á því fljótlega að
miklu var ábótavant í námi þeirra í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Komst ég að því að deildin hafði ver-
ið svelt og peningar ekki til að fylgja
tíð og tíma í þessum fræðum. Nem-
amir sem við fengum úr FB voru
bæði óöruggir og hræddir að takast á
við þau verkefni sem við settum upp
í hendumar á þeim. Það kostaði því
mikla vinnu að gera þá ömgga og
vinnufæra.
Eftir að hafa kennt og leiðbeint
nemum í iðninni með vinnu á kvöld-
in og um helgar í 4 ár gafst ég upp á
þessum þrældóm og ákvað að leggja
mitt af mörkum og vildi að meiri
samkeppni kæmi inn í þetta nám
með því að stofna minn eigin skóla.
Skólinn var síðan stofnaður sem
10 mánaða nám í bóklegum og verk-
legum greinum sem undirbúningur
til sveinsprófstöku og var þetta 2
árum styttra nám en það sem boðið
var upp á IFB og einu ári styttra en
Hanna Kristín Didriksen
Hún er ósátt við hvernig ungum frumkvöölum er tekiö af kerfinu þrátt fyrir toforöaftaum
viö ungt fólk. í staö stuönings, sem hún vænti, segir hún menntamáiaráöuneytiö hafa
aö koma á fót snyrtiskóla.
DV-MYND HARI
stjórnmálaflokka um stuöning
snúist gegn sér í viöleitni viö
námið i Snyrtiskólanum í Kópavogi.
Ég ákvað að sefja saman nám þar
sem námsgreinamar væru sérstak-
lega útbúnar og sniðnar að þörfum
snyrtifræðingsins. Úr þessu varð
heildstætt og mjög áhugavert nám
fyrir nemendur með skilningi á til-
gangi bóklegu greinanna sem bökk-
uðu upp verklega námið. Þar sem
námið var bæði styttra, hnitmiðaðra
og ódýrara en aðrir kostir vorum við
örugg um framtíðina. - Annað átti þó
eftir að koma í ljós.
Þetta hefur ekki gengið áfallalaust
fyrir sig, svo ekki meira sé sagt, og
hef ég þurft að sætta mig við að reka
fyrirtæki þar sem leyfi hafa verið
sett og tekin af fyrirtækinu eins og
jójó.“
- Hvaó áttu vió meö því?
„Ég tel að með mjög skrýtnum
vinnubrögðum hafi verið eyðilagður
grunnur að venjulegri starfsemi
Snyrtiskóla íslands. í rúmt ár höfum
ekki gert annað en að verja okkur
gegn harðsvíruðum árásum Iönema-
sambandsins ásamt því að sætta okk-
ur við leyfissviptingar og svik á leyf-
isveitingum frá menntamálaráðu-
neytinu. Einnig hefur hvorki gengið
né rekið að fá fund með menntamála-
ráðherra en ég pantaði fund meö
honum í apríl fyrir ári.
Ráðuneytið þversum
í framhaldi af því hófust samskipti
mín við menntamálaráðuneytið og
ég sá að það yrði ekki auðvelt mál að
fá skólann samþykktan en tók þá af-
stööu strax að það væri í góðu lagi
þar sem mikið var í húfi. Það sem ég
geröi mér ekki grein fyrir var að
ráðuneytið var þversum, erfitt og
ómannlegt í vinnubrögðum þar sem
eitt er sagt í dag og annað á morg-
un.“
- Kennir þú ráöuneytinu þá um
ófarir skólans?
„Ráðuneytið sagði allan tímann
við mig að þvi kæmu fjármál fyrir-
tækisins ekkert við og þó svo að leyf-
isveitingar og svör drægjust svo
mánuðum skipti og eyðilegðu eftir-
spumina eftir náminu hjá okkur þá
var þaö ekki þess mál. En samt sem
áður er það aðalástæða fyrir hruni
skólans.
Neitaö um starfsieyfi
Árið 1998 sótti ég um starfsleyfí í
fyrsta skiptið og fékk þau svör að ég
fengi ekki skóla samþykktan sem
ekki væri nú þegar í rekstri og
þyrfti ég því að stofna skólann og
hefja reksturinn áður en ég gæti
sótt um leyfm. Á þessum tíma voru
flest allir einkareknir skólar leyfis-
lausir hvort eð var.
Um vorið 1999 sótti ég aftur um og
fékk synjun vegna þess aö í
námskránni vorum við eingöngu
með verklega áfanga og var mér
bent á að námið þyrfti að fylgja að-
alnámskrá. Ég tók síðan ákvörðun
um að stofna skólann um haustið
með 9 nemendum og viða að mér
reynslu til að geta lagt fram fram-
bærilega námskrá að þessu skólaári
loknu.
í ágúst 2000 settum við saman
mjög frambærilega námskrá og feng-
um bráðabirgðaleyfi í október sama
ár sem síðan átti að breytast í fulln-
aðarleyfi að ári, svo framarlega sem
við uppfylltum skilyröi reglugerðar-
innar til reksturs á einkaskólum.
í janúar 2001 hófum við skólann
að nýju og þá með fullum lánveit-
ingum - fyrsti einkarekni skólinn
sem gat boðið upp á slíkt og framtíð-
in var björt. Nú voru öll leyfi og
lánveitingar í jafnvægi og skólinn
gekk vel. Nemendur voru ánægðir
og þeim leið vel, ekkert ógnaði
þeim.
En þetta var skammgóður vermir.
Þegar við sóttum um endanleg leyfi
í október 2001 gleymdist málið eða
eitthvað gerðist og við fengum ekki
afgreiðslu. Þann 18. desember feng-
um við svo afturvirkt leyfi í 4 mán-
uði og framvirkt um 2 mánuði, þ.e.
bráðabirgðaleyfið rann út 1. mars
löngu áður en að við fengum endan-
legt leyfi.
lönnemasambandið vildi loka
Svörin frá ráöuneytinu voru nú
mjög misvísandi og mikill órói var
innan veggja skólans og nemendum
leið bara verulega illa þar sem þeir
vissu ekki hvemig framtíðin yrði.
Iðnemasambandið setti sig síðan í
stellingar og fór fram á að skólanum
yrði lokað eftir að nemendur leituðu
sér ráðgjafar hjá þeim og ráðuneyt-
ið tafði málið enn meira.
í júní 2002, níu mánuöum eftir að
upprunalegt bráöabirgöaleyfi rann
út, fengum við síðan endanleg leyfi
eftir að ráöuneytið hafði reynt allt
sem það gat til þess að koma í veg
fyrir leyfisveitingu. Máli minu til
stuönings fór síðasti mánuðurinn í
að karpa um auglýsingamál og dag-
setningar framan á námskrána og
fengum við þá leyfm skilyrt til
tveggja ára í framhaldi af því. Þá
var LÍN fariö í frí því að ekki fékkst
lánveiting á skólann fyrr en á síö-
ustu stundu, eða daginn áður en
skólinn átti að hefjast. Þetta ýtti enn
frekar undir sögur um að skólinn
væri illa staddur."
Söguna eftir þetta þekkja allir en
skólinn komst í greiðsluþrot í janú-
ar og var í kjölfarið sviptur starfs-
leyfinu. Hanna Kristín er þó ekki á
því að gefast upp og þykir lítið
standa á bak við loforðaflaum póli-
tísku flokkanna.
Ekki stuðningur viö unga
fólkið
„Nú eru kosningar og hver flokk-
urinn á fætur öðrum keppist við að
auglýsa öryggi og stuðning til unga
fólksins. Þeir auglýsa að þeir styðji
atvinnuskapandi fólk og gefa í skyn
að ungu fólki sé hjálpað í rekstri.
Það er öðru nær, alla vega í mínu
tilfefli. Ég hef þurft að fara ótroðnar
slóðir, þurft að takast á við algert
óöryggi og óviðunandi starfsaðstæð-
ur og fengið þau svör að þaö kæmi
mér einni viö. Nú ætlar ríkistjórnin
að setja 9 milljónir inn í annað fyr-
irtæki og mismuna nemendum mín-
um þannig að sumir eiga að fá alla
aðstoðina en aðrir bara hluta, og ég
spyr: Til hvers? - Við buðum ráðu-
neytinu að klára alla nemendur fyr-
ir 7 milljónir króna en það þótti allt
of mikið, eða eins og Þórir Ólafsson
sagði réttilega: Það fengist aldrei
samþykkt. Með þessu hefðu nem-
endur þó fengið það sem þeir keyptu
og við getað haldið skólanum
réttum megin við strikið og forðast
gjaldþrot og frekari vandræðagang,"
segir Hanna Kristín Didriksen
Nemendur Hönnu Kristínar hafa
átt erfitt hlutskipti eftir að Snyrti-
skóla íslands var lokað. Þeir hafa
mátt þola mikil fjárhagsvandræði
þar sem ekki hafa fengist frekari
námslán vegna stöðvunar skólans.
Nú hefur menntamálaráðuneytið
gert þeim lokatilboð sem felst í að
greiða fyrir nám þeirra í Snyrtiskól-
anum í Kópavogi en nemendur
höfnuðu reyndar boöi ráðuneytisins
um nám þar i mars. -HKr.
Garðabær:
Höfðingleg gjöf til fé-
lagsstarfs aldraöra
Jóna Valgerður Höskuldsdóttir
varð sjötug 28. mars sl. og í stað
hefðbundins afmælis buðu dætur
Jónu Valgerðar gestum í Garða-
bergi, félagsmiðstöð eldri borgara
í Garðabæ, tfl opnunar á einka-
sýningu hennar sem hún hélt í
Garðabergi í marsmánuði sl. Sýn-
ingin hét Bútað og tálgað og þar
voru tfl sýnis bútasaumsteppi
ásamt nytjahlutum og skúlptúrum
úr tré. Vinir og vandamenn voru
beðnir um að gefa andvirði hefð-
bundinna afmælisgjafa inn á
bankareikning. Ágóðann notaði
Jóna Valgerður tfl að kaupa verk-
færi fyrir bútasaum og trésmíði
sem hún færði félagsstarfinu að
gjöf. Á samkomunni 8. maí sl. hélt
Jóna ræðu þar sem hún þakkaði
starfsmönnum „elli-smella-skól-
ans“ fyrir vel unnin störf og færði
þeim bestu þakkir fyrir. -GG
Miöflotti í
menningunni
Tinna Gunn-
laugsdóttir, for-
seti Bandalags ís-
lenskra lista-
manna, talaði
um íslenska
menningarstefnu
á samnorrænu
ráðstefnunni Arf-
ur, menning,
áform, Norræn
og íslensk menn-
ingarstefna í deiglunni, í Norræna
húsinu í gær. Hún rakti þar hvem-
ig öflugt uppbyggingarstarf hefði
hafist á menningarsviðinu hér á
landi eftir lýðveldisstofnunina 1944,
m.a. með stofnun atvinnuleikhúss
og sinfóníuhljómsveitar. Síðan
hefði orðið eins konar „miðflóttatil-
hneiging" í íslensku menningarlífi
sem meðal annars hefði komiö
fram í því að félagsheimili hefðu
risið um allt land sem mótvægi við
höfuðborgina. Þau hús stæðu nú
mörg hver auð mestallt árið.
Tinna lagði áherslu á mikilvægi
frumsköpunar og atvinnumennsku
í listum sem kæmi öllum lands-
mönnum til góða en tengdist eðli-
lega höfuðborginni; því mætti hún
ekki sitja á hakanum. Þó stæði nú
til að reisa menningarhús víða um
land meðan Reykjavík ætti ekki
enn tónlistarhús og rekstur Borgar-
leikhússins væri í uppnámi.
Gestur Guðmundsson félagsfræð-
ingur sagði í sínu erindi að það
einkenndi íslenska menningar-
stefhu að ekki yrðu hér snögg um-
skipti með nýjum menntamálaráð-
herrum heldur hneigðust þeir til
að bæta við það sem fyrir væri.
Þetta heföi þær afleiðingar að
meiri áhersla væri á stjómsýslu-
hætti og tækni en innihald menn-
ingarinnar. Menningarpólitíska
umræðu vantar hér á landi, að
mati Gests.
Ráðstefhunni verður haldið
áfram í dag og verða íslenskar bók-
menntir i brennidepli. Kl. 09.30 er
erindi Jóns Yngva Jóhannssonar
og eftir það pallborðsumræður kl.
11. Meðal þeirra sem mæla eftir há-
degið er Páll Skúlason, rektor Há-
skóla íslands. -SA
Tinna
Gunnlaugsdóttir.
Hafnarfjörður:
Eldur kom upp í
ruslatunnu
Eldur kom upp í ruslatunnu í
reykherbergi fyrirtækis á Suður-
götu í Hafnarfirði í fyrrinótt. Þeg-
ar slökkviliðið kom á staðinn var
lögreglan búin að ráða niðurlög-
um eldsins og reyndust skemmd-
ir á herberginu aðallega vera eft-
ir dufttæki sem notað var til að
slökkva eldinn. Svo virðist sem
kviknað hafa í út frá sígarettu.
-EKÁ