Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 40
A-A Helqarblað DV LAUGARDACUR IO. MAf 2003 Hvað í ósköpunum á barnið að heita? £itt af þvísem ekkert okkar vildi vera án er nafnið okkar - jafnvel þótt það hafi ver- ið endalaus uppspretta stríðni, eineltis og útúrsnúninqa. Foreldrar huqsa ekki alltaf um haqsmuni barnsins þegar þeir velja því nafn oq marqir virðast telja að það sé skqlda að skíra börn óvenjulequm nöfnum. Okkur finnst áreiðanlega öllum að nafnið okkar sé órjúfanlegur og mikilvægur hluti af persónuleika okk- ar og sjálfsvitund. Nafngift skiptir miklu máli og skírn- in er einn mikilvægasti atburðurinn í líf hvers ein- staklings. Heilar bækur eru til um það hvað nöfn þýða og hvernig merking nafna vegur þungt í vali okkar á nöfnum. Það er vegna þess að við viljum vita hvað nöfnin okkar þýða og við viljum ekki að börnin okkar heiti einhverjum ónefnum þótt hugtakið ónefni hljóti alltaf að vera matsatriði. Á íslandi starfar sérstök nefnd sem heitir manna- nafnanefnd og hefur það hlutverk að samþykkja eða banna nöfn sem foreldrar vilja gefa börnum sínum. Þetta er nokkuð óvenjulegt fyrirkomulag því í mörgum samfélögum heimsins er það á valdi foreldra sjálfra aö velja börnum sínum nöfn og láta skrá þau og virðast einu hindranimar vera almenn smekkvísi og dóm- greind. Þetta má bamið ekki heita Á heimasíðu mannanafnanefndar á íslandi er hægt að skoða lista yfir leyfð mannanöfn og þar má einnig sjá lista yfir nöfn sem nefndin hefur hafnað og það er yfirleitt sá listi sem vekur mesta athygli. Stundum eru það reiðir foreldrar sem skrifa í blöðin og telja sig órétti beitta því fyrirhuguð nafngift þeirra á erfingjan- um hafi ekki fengið grænt ljós hjá nefndinni illræmdu. Sem dænii um nöfn sem nefndin hefur hafnað má nefna karlmannsnöfnin Dominic, Enrique, ísarr, Járn- síða, Killian, Kosmo, Lorenzlee, Lusifer, Tryggvason og Wemer. Dæmi um kvenmannsnöfn sem nefndin hafnaði eru t.d. Axel, Apríl, Dyljá, Inga-Lill, Karon, Na- omi, Randy, Satanía, Timila, Yasmín og Ýrena. Dæmi um millinöfn sem nefndin hefur hafnað með öllum greiddum atkvæðum era nafngiftir eins og Finn- gálkn, Zeppelin, Vídó, Haydn, Byron og Berry. Lesend- ur verða svo sjálfir að dæma hvort rétt hafi verið að meina þessar nafngiftir. Nöfn komast í tísku og detta úr tísku: Það sem þótti góö latína norður á Hornströndum og í Jökulfjöröum á seinni hluta síðustu aldar er kannski ekki eins „hip“ í dag. Þar duttu úr móð nöfn eins og Híram, Betúel, Hilaríus og Mahalaeel. Þau mátti flest tengja Biblíunni og fram eftir 20. öld er auð- velt að sjá hvemig afþrey- ingarefni í skáldsögum og kvikmyndum hefur haft áhrif á nafngiftir barna. Um þetta er skemmtilegt dæmi þar sem hetjunöfnin úr Njálu lifðu með þjóðinni gegnum myrkar miðaldir og harðæri en það var kom- ið fram á miðja 20. öld þeg- ar foreldri hafði fyrst póli- tískan kjark til þess að láta skíra son sinn Mörð. David Bowie lét skíra son sinn Zowie og er þess vegna í hópi frægra manna sem hafa valið börnum sínum undarleg nöfn. Það má allt í Amerílíu í útlöndum eru líka til al- geng nöfn, vinsæl nöfn og nöfn sem þykja undarleg af einhverjum ástæðum. Um það bil fjórar milljónir barna voru skráðar árið 2000 í Bandaríkj- unum og reyndust nöfhin Jacob og Emily vera vinsælust af ein- stökum nöfnum en samtals hétu tæplega 60 þúsund litlar stúlk- ur og drengir þessum nöfnum. Sjálfsagt eru fyrirmyndir foreldra af ýmsum toga en það virðist fara í vöxt að foreldrar fái hugmynd- ir að nöfnum á börn sín í hillum stórmark- aða eða úr auglýsing- um. Á síðasta ári voru 298 litlar stúlkur skírð- ar Armani og 10 litlir drengir Halston en hvort tveggja er vin- sæll tískufatnaður. 17 strákar hétu Ventura, sex hétu Timberland, 49 hétu Canon og 27 hétu Blue. Einnig eru dæmi um sérstæð karl- mannsnöfn eins og Casanova, Champion, Coal, Famous, Magic, Maverick, Nature, Tr- ust, Truth og Denim. Litlar stúlkur í Bandaríkjunum heita nú nöfnum eins og Vanity, sem þýðir hé- gómi, 29 hétu Whisper, sem þýðir hvísl, 54 hétu Sincere, sem þýð- ir einlægur, og 24 hétu Unique sem þýðir ein- stök. Einnig eru til dæmi um nöfn eins og Wisdom og Sky, Rea- lity, Sunshine, Sparkle og Special á litlum stúlkum. Victoria og David Beckham eru í hópi frægs fólks sem hefur látið skíra börnin sín eftir borgum eða borgarhverfum. Hvað myndi gerast ef þau kæmu til íslands og fjölg- uðu mannkyninu þar? Skírt eftir uppá- haldsrásinni Ekki er hægt að fá upplýsingar hjá stofnun þeirri sem skráir kennitölur, eða Social Security í Bandaríkjunum, um einstök nöfn nema þau séu valin í fleiri en fimm tilvikum. Þetta ger- ir stofnunin til þess að vernda þá foreldra sem talið er að fari hálfgert offari í nafnavali. Þegar nöfnin eru sér- staklega undarleg komast þau á flot þrátt fyrir það og þannig komust menn á snoöir um börnin sem voru skirð eftir uppáhaldssjónvarpsrásum foreldranna. Tvö lítil böm heita nefnilega Espn eftir ESPN-rásinni sem sendir út íþróttir allan sólarhringinn. íslensk hlið- stæða þessa uppátækis væri að skíra litla stúlkú Stöð tvö eða Omega. Hjá fyrirtækjum sem skrá vefföng er óskað eftir ná- kvæmum upplýsingum um eiginnöfn þeirra sem vilja fá lén á netinu. Þar hafa komið inn nöfn eins og Gouda, Almond, Cappucino, Veal og Bologna sem allt eru nöfn á þekktum fæðutegundum eða drykkjum en eru augljóslega einnig til sem skírnarnöfn á fullorðnu fólki. Fræga fólkið velur oft börnum sínum sérstæð nöfn ogmá tína til mörg dæmi um það. Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver eignaðist dóttur í mars og hún var skírð Poppy Honey sem hljómar eins og eitthvað sem maður notar í eftirétt. Böm eftir borgum og löndum Kryddstúlkan fyrrverandi, Victoria, og eiginmaður hennar, David Beckham, eiga'tvö börn sem heita bæði eftir borgarhlutum eða heilum borgum. Þetta era auð- vitað Brooklyn og París sem margir kannast við. Mað- ur veltir því fyrir sér hvað myndi gerast ef helgarferð þeirra hjóna til íslands bæri ávöxt. Myndi það barn verða skírt Reykjavík eða Bláa Lón? Þetta er ekki einsdæmi því eitt barna Michaels Jacksons heitir París, og er sagt hafa orðið til í þeirri fógru borg, og sonur Kurts Russell heitir Boston eftir samnefndri borg. Dóttir Kim Basinger og Alec Baldwin heitir Ireland og hlýtur að heita eftir landinu græna. Dóttir Rogers Waters, sem eitt sinn var í Pink Floyd, heitir India. Finnst þér þetta skrýtið? Af öðrum nafngiftum fræga fólksins á bömum sín- um má nefna nokkur dæmi: Dóttir Sonny og Cher Bono var skírð Chastity, sem þýðir skírlífi, en hefur víst ekki orðið að áhrínsorðum. Dóttir Jennifer Lopez heitir Cresmunella Zupzaf Lopez Diddy. Dóttir Justins Haywards tónlistarmanns heitir Dor- emi Celeste en fyrra nafnið er sett saman úr þremur fyrstu nótunum í tónstiganum. Um þetta eru einnig dæmi úr heimi klassískrar tónlistar en tvö börn Miu Farrow leikkonu og André Previns hljómsveitarstjóra heita Lark Song og Summer Song. Sonur söngvarans Bonos heitir Elijah Bob Patricius Guggi Q, og sýnist vera nokkuð nóg, en dóttir Paulu Yates og Michaels Hutchene heitir Fifi Trixibelle og önnur dóttir þeirra heitir Heavenly Hiraani Tiger Lily. David Bowie lét skíra son sinn Zowie Bowie, sem hljómar óneitanlega eins og viðlag í einhveiju lagi, en kollegi hans, Frank Zappa, valdi syni sínum nafnið Dweezil sem hljómar eins og það sé heimatilbúið. Dótt- ir Zappa fékk hins vegar nafnið Moon Unit. Rapparinn Eminem lét skíra son sinn Hailie Jade Scott sem minnir á fallinn Eþíópíukeisara, Hailie Selassie, sem eitt sinn var títt í fréttum. Sjálfur heitir Eminem Marshall Bruce Mathers III fullu nafni. Don Adams, sem leikur Smart spæjara, lét skíra dóttur sína Beige Dawn, sem þýðir drapplituð sólar- upprás, en Marisa Berenson valdi dóttur sinni nafnið Starlite Melody. Rokkarinn John Mellencamp hefur kannski verið að hugsa um villta vestrið þegar hann lét skíra son sinn Spec Wildhorse og það sama má segja um rithöfundinn Norman Mailer sem gaf syni sínum nafnið John Buffalo. -PÁÁ Jamie Oliver lét skíra litla dóttur sína Poppy Honey sem hljómar óneitanlega eins og eitthvað sem er not- að í eftirrétti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.