Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR I O. MAÍ 2003 Helqctrhlacf 33V 55 um aö senda út í samfélagið. Hins vegar veröur kynlíf hvorki gott né ánægjulegt nema maður sé tilbúinn aö taka þá ábyrgð sem það felur í sér. Mín reynsla er sú að flestir unglingar standa frammi fyrir mjög svipuð- um áhyggjum og þessar áhyggjur endurspeglast í óvissu um það út á hvað kynlíf gengur," segir Dag- björt. „Foreldrar eru að sinna kynfræðslu frá því að krakkarnir eru litlir, t.d með því að sýna þeim frá fyrstu stund ást og umhyggju og gefa þeim af tíma sín- um og athygli. Allt sem byggir upp sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust hjálpar þeim einnig til þess að verða að heilbrigðum og siðferðOega sterkum einstaklingum þegar kemur að kynþroskaaldrinum. Börnin hafa oft- ast líka haft gott aðgengi að foreldrum sínum tO þess að ræða allt mögiOegt og ómögulegt sem hefur legið þeim á hjarta. Þegar kemur að unglingsárunum er eins og foreldramir verði stundum óöruggir á þessu sviði og aðgengi barnanna að foreldrunum verði þá ekki eins auðvelt. Þegar foreldrar ræða síðan þessi mál við börn sín hættir þeim stundum tO þess að tala um kyn- líf í of neikvæðum dúr, kannski í þeirri von að geta hrætt þá frá kynlífi. Aðrir þættir kynlífs eiga þá oft ekki mikið upp á pallborðið. í fræðslu okkar leggjum við áherslu á að við þurfum ekki að bregðast svona við, við þurfum aUs ekki að vera hrædd um að krakk- arnir hlaupi út og sofi hjá ef við tölum um þessi mál við þá. Við eigum sem foreldrar að vera áfram aðgengi- leg því þannig hjálpum við þeim einmitt tO að byija seinna og þeim mun seinna sem þau byija þeim mun ábyrgari verða þau og fá meira út úr kynlífinu," segir Sigurlaug. Ekld nógu þroskuð fyrir kynlíf? Á síðustu áratugum hefur kynlífsaldurinn á íslandi færst stöðugt neðar og eru unglingar nú að meðaltali 15,4 ára gamlir þegar þeir byrja að hafa kynmök. Þetta er mun lægri aldur en t.d. í Hollandi, Svíþjóð og Frakk- landi þar sem kynfræðsla til unglinga er mun meiri. „Það er samhengi þarna á mOli, það er nokkuð ljóst. Það er líka ljóst að þeim mun seinna sem böm byija að stunda kynlíf, þeim mun betur gengur það. Ef við bara gætum flutt aldurinn upp um eitt ár þá hefði það mjög mikið að segja,“ segir Sigurlaug en allar sam- sinna þær því að þær viti dæmi þess að krakkar byiji mun fyrr að sofa saman en þetta meðaltal gefi upp og nefna dæmi allt niður í 11 ára aldur. „Foreldrar halda oft að krakkarnir þeirra séu ekki að stunda kynlíf fyrr en tveimur árum eftir að þeir byija. Þá em þeir oft búnir að ganga í gegnum ýmislegt ein sem þau hefðu e.t.v. ekki þurft að gera, hefðu tengsl þeirra við foreld- rana verið opnari," segir Sigurlaug. „Kannski finnst foreldrum barniö sitt ekki vera nógu þroskað þrettán ára gamalt tO þess að stunda kynlíf og kannski ekki fimmtán ára heldur. Foreldrið vOl kannski ýta þessum mörkum lengra og lengra. En fyrr eða síðar kemur að því að unglingarnir munu stíga þetta skref og þá er mikOvægt að þeir geti leitað tO foreldranna með sín vandamál. Þess vegna er svo mikOvægt að unglingarn- ir geti talað um þessi málefni við foreldra sina,“ segir Guðbjörg. „Unglingsárin einkennast af mótun sjálfs- myndar sem tekur í raun mið af því að finna fyrir sjálfstæði frá foreldrum sínum. Unglingarnir eru að sækjast eftir því að veröa fuUorðnir á meðan foreldrar halda enn þá í „barnið" en þetta leiðir oft til vissrar togstreitu. Það er hins vegar mjög mikOvægt að full- orðnir átti sig á þvi að unglingar jafnt sem fullorðnir eigi rétt á sínu einkalífi. Kynlíf er einkamál og það sem þú stundar innan veggja svefnherbergisins er þitt einkamál. Hins vegar þurfa unglingar að hafa greitt aðgengi að foreldrum sinum til ráðleggingar og aðstoð- ar þegar þess er þörf,“ segir Dagbjört. Breytt kynhegðun ungs fólks Það er kannski ekki nema von að foreldrar hafi áhyggjur af kynlífi barna sinna enda hafa reglulega birst sorglegar sögur um nauðganir og soraleg kyn- lífspartí í íjölmiðlum - eða hvað segja sérfræðingamir þrír um það? „Ýmislegt bendir tU þess að kynhegðun ungs fólks hafi eitthvað verið að breytast frá því að foreldrar þeirra voru ungir. Munnmök virðast t.d. hafa færst í vöxt og í sumum tilfeUum endaþarmsmök. Einnig að sofa saman fleiri en tveir,“ segir Sigurlaug og hinar taka undir að það geri það flóknara en ella fyrir for- eldra að ræða við böm sín um hvað sé eðlUegt og hvað ekki í dag. „Sú umræða, sem hefur átt sér stað hér á íslandi á undanfomum árum, er varðar kynhegðan ung- linga, er mjög neikvæð. Við fáum stöðugt frétt- ir þess efnis að hópnauðgunum fari ört fjölg- andi og að kynlif sé jafnvel orðið gjaldmiðOl í partium. Þetta eru þær ímyndir sem er viðhald- ið í fjölmiðlum en á sama tíma endurspegla þær ekki endUega veruleikann. Flestir tmgling- ar stunda heilbrigt og gott kynlíf," segir Dag- björt og talið berst að því hvað sé heUbrigt kyn- líf. „Á undanfömum árum hefur verið mikO kynlífs/klámvæðing í samfélaginu. Það er sama hvert litið er, krakkar era að fá upplýs- ingar alls staðar frá; úr bíómyndum, mynd- böndum, fjölmiðlum, af Netinu, úr tímaritum o.s.frv. Þessi kynlífs/klámvæðing getur gjarna haft þau áhrif að ýta á eftir því að kynlíf sé stundað og að þau eigi að vera tOkippOeg í hvað sem er, hvenær sem er. Það er oft verið að gefa krökkunum ákveðin viðhorf gagnvart kyn- lífi sem við teljum ekki aUtaf vera heUbrigt kynlíf. Okkur flnnst að margt af því kynlífi, sem börn hafa gjaman greiðan aðgang að, sé búið að taka úr samhengi. Það er hlutgert, það vantar oft alla ást og tilfinningar. Hugsun um getnaðarvarnir og kynsjúkdóma em t.d. ekki tO. Þetta getur gefið bömnum okkar svolítið brenglaða mynd af því hvað sé eðlUegt kynlíf. Okkur finnst því mikilvægt að byggja upp mót- vægi gegn þessum áhrifum og eru foreldrar að sjálfsögðu mikUvægir í því sambandi. Skólinn hefur einnig mikið að segja, auk þess sem fjöl- miðlar og auglýsendur mættu vera ábyrgari í umræðunni um kynlíf," segir Sigurlaug og heldur áfram: „Foreldrarnir geta gert meira af því aö gagnrýna þessa sýn sem gefm er af kynlífi í samfélaginu í dag. Þeir geta látið í ljós hvað þeim þyki rétt og rangt, eðlUegt og óeðlilegt. Eitt lítið dæmi er t.d. að láta í ljós skoðun sína fyrir framan sjónvarpið ef . það er eitthvað sem manni misbýður og segja: „Oj, hvað þetta er subbulegt" eða „Þetta er fallegt." Með því að tjá sig á svona einfaldan hátt er foreldri samtímis að gefa unglingnum í skyn hvert gUdismat þess er en það er mikUs virði fyrir unglinginn að vita. Með því að tala eðlOega saman um þetta svið, eins og við gerum á öðrum sviðum, þá hjálpum við unglingunum tO þess að byggja upp sterkari siðgæðisgrunn og þekkingu á þessu sviði og verða gagnrýnni á öU þau skUaboð sem þeir eru að fá héðan og þaðan úr heiminum eða bara frá vinum sínum um hvað sé eðlUegt kynlíf." „Við erum að kenna börnum og unglingum að þau hafi val, að þau hafl þann rétt að velja og hafna. Mál- ið snýst í raun um að styrkja sjálfsmynd þeirra til þess að þau séu í stakk búin til að vita hvað þau vilji og tryggi þar með að kynlíf verði ánægjuleg og jákvæð reynsla fýrir þau,“ segir Dagbjört. „í raun verðum við að styrkja þau svo þau geti frek- ar staðið gegn þrýstingi hópsins tO að fara að stunda kynlíf áður en þau eru tUbúin tO þess eða gera eitt- hvað sem þau langar ekki tO. Ef einhver ákveður að vera hreinn sveinn 19 ára gamall þá á það að vera bara í góðu lagi og ef einhver ákveður að stunda kynlíf fyrr þá á það líka að vera í flnu lagi. Það skiptir máli að viðkomandi geri hlutina vegna þess að hann vOl sjálf- ur gera þá en ekki vegna þess að hópurinn vill það. Það er það sem við viljum hjálpa foreldrunum að kenna börnunum,“ segir Guðbjörg. „Ég er þeirrar skoðunar að í dag séu unglingar að mörgu leyti mun betur í stakk búnir til að takast á við þetta áreiti sem dynur á þeim dags daglega en viö í raun gerum okkur grein fyrir. Ég tel að viðhorf og af- staða unglinga tO kynlífs sé að mörgu leyti mun betri en á mínum uppvaxtarárum. Öll umræðan um kynlíf hefur tekið stakkaskiptum hér á landi með þessari svokölluðu klámvæðingu sem hefur gengið yfir landið á undanfomum árum. FuOorðnir líta oft á börn og unglinga sem einhvers konar fómarlömb í þessari markaðsvæðingu á kynlífi en gleyma að þau er mjög gagnrýnin. Það er hlutverk foreldra jafnt og annarra uppalenda að koma af stað umræðum um þessi mál- efhi, t.d þegar þeir eru að horfa á PopTíví með bömun- um sínum, að styðja þau í að mynda sér sínar eigin skoðanir. Við þurfum ekki endOega að vera sammála þeirra skoðun en með þessu móti styrkjum við sjálfs- mynd þeirra og getu tO að taka sjálfstæðar ákvarðan- ir. Börnum og unglingum á að gefast þess kostur að ræða þessi málefni, jafnt og önnur, við foreldra sína,“ segir Dagbjört. „Ýmislegt bendir til þess að kynhegðun ungs fólks hafi eitthvað verið að breytast frá því að foreldrar þeirra voru ungir. Munninök virðast t.d. liafa færst í vöxt og í sumum tilfellum endaþarmsmök. Einnig að sofa saman fleiri en tveir.“ Þetta segja þær Guðbjörg, Sigurlaug og Dagbjört sem haldið liafa fyrirlestra um kynlíf unglinga í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins í vetur. DV-mynd ÞÖK Engar töfralausnir Það er nokkuð ljóst af framansögðu að Guðbjörg, Sigurlaug og Dagbjört vOja að ábyrgð foreldra verði meiri á kynfræðslu barna sinna og aö samskipti bama og foreldra verði opnari á þessu sviði. En hversu opið vOja þær eiginlega að þetta sé? Er markmiðið að for- eldrar og unglingar sitji saman við matarborðið og tali opinskátt um það hversu oft í vikunni þau fróuðu sér og hvernig það hafi gengið? „Ég tel kynlíf einkamál hvers og eins. Mitt kynlíf kemur unglingunum ekki við og þeirra kynlíf kemur mér ekki við. Það er mjög mikOvægt að vita hvar mað- ur á að draga línuna í þeim efnum. Unglingar koma stöðugt tO mín eftir fyrirlestra með ótrúlegustu spurn- ingar um það sem vakir fyrir þeim, hvort sem um er að ræða siðferðislegar vangaveltur eða líkamlegar áhyggjur. Ég hugsa oft hversu mikOvægt það væri nú fyrir þessa unglinga að hafa greiðari aðgang að foreldr- um sínum til að ræða þessi viðfangsefni. Það myndi ef- laust leysa mörg af þeim vandamálum og áhyggjum sem unglingar standa frammi fyrir,“ segir Dagbjört. „Það er eins með þetta og önnur trúnaðarmál í manns eigin lífi. Maður ræöir ekki um þessi mál við hvem sem er heldur fer maður til trúnaðarvina og ræðir málin við þá. Kynlíf er partur af okkar einkalifi sem við tölum um við þá sem við treystum,“ segir Guð- björg. „Við bjóðum ekki upp á neinar töfralausnir með þessari fræðslu okkar. Fyrir suma verður kynlíf ef- laust ávaOt mikið feimnismál sem erfitt er að ræða um. Þetta er bara eins og hvað annað, mjög persónu- bundið. Það verður aldrei hægt að þvinga foreldra tO að ræða um kynlíf við bömin sín en við vOjum engu að síður benda á það veigamikla hlutverk sem foreldr- ar gegna í kynfræðslu barna sinn. Ef foreldrar treysta sér ekki í verkefnið að þeir séu þá aflavega sá aðili sem bendir baminu á hvert hægt sé að leita eftir slík- um upplýsingum," segir Dagbjört og Sigurlaug bætir við: „Við erum búnar að leggja drög að tveimur bækling- um sem við dreifum á fræöslufundunum, en enn vant- ar okkur fjármagn tO þess að geta gengið frá þeim í endanlegu formi. Annar þeirra er hugsaður fyrir for- eldra og tekur fyrir hvers beri að gæta þegar rætt er við börn um erfið mál en hinn er fyrir unglinga og fjallar um ýmsar hliðar kynlífs, án þess að vera með neinn hræðsluáróður,“ segir Sigurlaug og slær þar með botninn í umræðuna. Þess má þó að lokum geta að þríeykið vOl gjarnan halda áfram að uppfræða for- eldra og böm þeirra um þessi mál í grunnskólum landsins og geta þeir skólar sem hafa áhuga á að fá þær tO að vera með fyrirlestra haft samband við þær í gegnum netfangið sigurlaug@islandia.is. -snæ ^Gítarinn ehf. X Stórhöfða 27 ^ 8ími 552-2125 09 895-9376 01 oy ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ www.gitarinn. is'H' gitarinn@gitarinn.is ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ ☆ ítafaf frá kr. 9*00 snúra. 42.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.