Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 10
10
DV
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoöarritstjóri: Jönas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Valdið er kjósenda
Gengið er til alþingiskosninga í
dag. Valið og um leið valdið er
kjósenda. Þeir velja fulltrúa á þing
næsta kjörtímabils. Mikilvægt er
að nýta þau lýðræðislegu réttindi,
taka afstöðu að vel athuguðu máli.
Kjósendur í dag móta í raun um-
hverfi næstu Qögurra ára. Þeir
hljóta því að líta í eigin barm og
meta hvað komi þeim best, hvaða
flokkar og einstaklingar séu líkleg-
astir til að stuðla að efnahagslegri velferð, hverjir skapi það
umhverfi sem hagstæðast sé heimilum og atvinnulífi.
Með atkvæðinu leggur hver kjósandi sitt af mörkum.
Kosningaréttinn ber að nota. Það er áhyggjuefni hve kjör-
sókn hefur minnkað síðustu ár. DV greindi frá því á dögun-
um að hún hefði minnkað um ríflega 7 prósent frá árinu
1987. Kjörsókn í alþingiskosningum hér á landi var lengi
mikil, meiri en í flestum ríkjum með frjálsar kosningar. Hún
hefur hins vegar dregist saman og var í síðustu alþingis-
kosningum, árið 1999, minni en hún hafði verið í heila öld.
Kjörsókn var áður almennt í kringum 90 prósent í alþingis-
kosningum en hefur minnkað sem sést á þátttökunni á liðn-
um tólf árum. Árið 1991 var þátttakan 87,6 prósent og 87,4
prósent árið 1995 en féll niður í 84,1 prósent í alþingiskosn-
ingunum árið 1999.
Áhugaleysi á vali fulltrúa löggjafarsamkundunnar er al-
varlegt mál. Sumir yppta öxlum og segja ekki skipta máli
hver fari með völdin. Sami rassinn sé undir öllum flokkum
þegar til kastanna kemur. Svo er ekki. Munurinn liggur fyr-
ir þegar mat er lagt á liðna tíð, tímabil mismunandi ríkis-
stjórna sem á hverjum tíma styðjast við meirihluta Alþingis.
Sé litið til þeirrar kosningabaráttu sem er að baki má
álykta að kosningaþátttaka verði meiri en var fyrir fjórum
árum. Baráttan hefur um margt verið á aðra lund en þekkst
hefur lengi. Hún var harðvítugri og persónulegri, einkum
framan af, en verið hafði áratugum saman. Málefni urðu út
undan. Slíkt ástand er óæskilegt en það lagaðist þegar á leið.
Kjósendur fengu því gleggri mynd af stefnu og áætlunum
flokkanna í einstökum málaflokkum þegar nær dró kosning-
um. Um leið kynntust kjósendur betur þeim frambjóðendum
sem færðu fram stefnu flokka sinna.
Ekki kann síst að ráða þátttöku nú að allt bendir til spenn-
andi kosninga í dag. Skoðanakannanir sem birtar voru í gær
sýna að tiltölulega stutt er á milli stjórnar og stjórnarand-
stöðu. Skoðanakönnun DV, sem byggðist á afar stóru úrtaki,
2500 manna, sýndi t.d. að samanlagt fylgi stjórnarflokkanna
tveggja var 51,6 prósent en annarra flokka og framboða sam-
tals 48,4 prósent. Slík útkoma gæfi núverandi stjórnarflokk-
um nauman þingmeirihluta, 33 þingmenn á móti 30 þing-
mönnum stjórnarandstöðunnar. Flokksforingjar hafa því
brýnt sitt fólk og hvatt það til að duga vel á lokasprettinum,
hvort heldur er til þess að halda áfram því verki sem unnið
hefur verið undanfarin ár eða koma á breytingum. Það end-
urspeglast í viðtölum við þá í DV í gær.
Nokkru ræður einnig um spennu vegna alþingiskosning-
anna í dag að nú er kosið í fyrsta sinn samkvæmt nýrri kjör-
dæmaskipan. Kjördæmum hefur verið fækkað úr átta í sex
og atkvæðisréttur jafnaður frá því sem var í gömlu kjördæm-
unum þótt enn séu talsvert fleiri kjósendur á bak við hvern
þingmann í þéttbýliskjördæmunum þremur en þeim sem
strjálbýlli eru.
Kjósendur eru hvattir til þess að nýta hinn mikilvæga rétt
sinn í dag. Sú hvatning á ekki síst við um ungt fólk sem nú
kýs í fyrsta sinn. Ríflega 211 þúsund manns eru á kjörskrá
við alþingiskosningarnar í dag. Þar af kjósa tæplega 17.200
manns í fyrsta skipti, eða rúmlega 8 prósent kjósenda.
Jónas Haraldsson
Dagur lýðsins
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ritstjóri
Ritstjórnarbréf
Það er fánadagur í lýðræðisríki.
Valið er fólksins. Eftir snarpa og á
margan hátt óvenjulega kosningabar-
áttu ganga landsmenn til fyrstu al-
þingiskosninganna á nýrri öld. Það
sér yfir nýtt pólitískt landslag á ís-
landi á þessum nýju tímum. Það eru
að verða varanlegar breytingar á
flokkakerfmu. Og margar gamlar
átakalínur eru að hverfa úr stjóm-
málaumræðunni. Flestir frambjóð-
endur hafa verið að bítast um svipað
fylgi og hafa höíðað með varfæmum
hætti til alls almennings. Stjómmálin
hafa færst inn að miðju.
Samt er tekist harkalega á - og
óvægnin og jafnvel illindin á köilum
hafa verið meiri en þekkst hafa um
nokkuð langt árabil. Að hluta til
skýrist þetta af áherslu stærstu stjórn-
málaflokkanna að tefla fram foringj-
um sínum í tíma og ótíma. Styrinn
hefur staðið um persónulegan stíl. Og
eins hefur trúverðugleiki og pólitísk-
ur sjarmi verið til umööllunar. Um-
fram allt hefur þó baráttan snúist um
að fella eða framlengja líf sitjandi rík-
isstjórnar. Á kjördegi er spurt um nýj-
ar áherslur, ögrun og þor - eða varð-
stöðu um vinnu síðustu ára.
Gleymdu málefnin
Kosningabaráttan hefur verið
blanda af persónulegum hnútuköst-
um og málefnalegri óþreyju. Nokkur
málefni hafa verið ofarlega á baugi
en öll hafa þau meira og minna koðn-
að niður eftir að sérfræðingar og
reiknimeistarar hafa þvælt þau svo
mjög að eftir stendur áhugalítill og
efablandinn almenningur. Þannig
hefur lífseigasta kosningamálið, um-
ræðan og átökin um umdeilt flsk-
veiðistjómunarkerfi, vatnast út í vis-
indalegum útreikningum og útúr-
snúningum. Sjálf grundvallarspum-
ingin um kerfið hefur verið fjarri.
Reyndar má segja að kosningabar-
áttan í ár hafi að litlu leyti snúist um
grundvallaratriði. Hún hefur ekki
verið um átök vinstri og hægri sjón-
armiöa. Hún hefur miklu fremur snú-
ist um útfærslur og aðferðir. Það hef-
ur ekki nema að litlu leyti verið tek-
ist á um einkarekstur í heilbrigöis-
þjónustu og menntakerfi lands-
manna. Einkavæðing hefur vart ver-
ið nefnd á nafh. Auk þess hefur mun
minna borið á ágreiningi um leiðir í
skattamálum en búast hefði mátt við.
Og umræðan um velferðarkerfið hef-
ur að mestu verið værðarleg.
Inn að miðjunni
Líkiega ber mest á miðjuflokkum í
íslenskum stjórnmálum. Það er ef til
vill vegna þess að miðjan er þægilegur
iverustaður þjóðar sem býr við öryggi,
velferð og ágæt lífskjör. Ef til vill þarf
ísland ekki lengur öfganna við. Á sam-
stjómarskeiði síðustu áratuga virðist
sem landsmenn hafl náð almennu sam-
komulagi um tiltölulega frjálst hag-
kerfi sem leggur áherslu á jafnræði og
velferð. Og þjóðarsáttin sem náðist eft-
ir áralanga óreiðu í stjómarháttum
hefur kennt mönnum að fara fetið í
kröfum og efnislegri óskhyggju.
Stjórnmál á íslandi snúast um sam-
starf. Þau snúast um að sætta sjónar-
mið og vinna með fólki af annarri
skoðun. Þau snúast að mörgu leyti um
hægfara leiðir að settu marki, umburð-
arlyndi og öfgaleysi. Þessa hefur séð
stað i samstjómum síðustu ára þar
sem flokkar og leiðtogar hafa þurft að
slá verulega af stefnu sinni og lífssýn.
Og það lærist með tímanum að setla
málin. Svo verður áfram gert. Þaö
virðist að minnsta kosti langt í land að
á Islandi verði til nógu stór ílokkur til
að hann geti setið einn í landsstjórn.
Óbærileg spenna
Kosningamar i ár eru að því leyti
óbærilega spennandi að stjómin er
tæp. Og eins er spurt um gengi flokk-
anna. Það er lífsspursmál fyrir Sam-
fylkinguna að komas't yfir 30 prósenta
múrinn og verða þar með fyrsti flokk-
urinn í meira en mannsaldur til að
skríða yfir hjallann í hæðir Sjálfstæð-
isflokksins. Sársaukamörk Sjálfstæð-
isflokksins eru við 35 prósenta mörk-
in. Ef kjörfylgi hans reynist lægra
væri það flokknum áfall. Að sama
skapi væri það Framsóknarflokknum
næsta óbærilegt að mælast undir 15
prósenta fylgi.
Líklega ber mest á miðju-
flokkum í íslenskum
stjómmálum. Það er ef til
vill vegna þess að miðjan
er þœgilegur íverustaður
þjóðar sem býr við öryggi,
velferð og ágæt lífskjör. Ef
til vill þarf ísland ekki
lengur öfganna við. Á sam-
stjórnarskeiði síðustu ára-
tuga virðist sem lands-
menn hafi náð almennu
samkomulagi um tiltölu-
lega frjálst hagkerfi sem
leggur áherslu á jafnræði
og velferð.
Þegar er að finna ótvíræðan sigur-
vegara kosningabaráttunnar. Enginn
flokkur hefur komið jafn mikið á
óvart í hita leiksins á síðustu vikum
og Frjálslyndi flokkurinn - og það
þrátt fyrir að vera eins máls flokkur.
Frjálslyndi flokkurinn hefur meira
en þrefaldað fylgi sitt í könnunum
DV frá áramótum, eða úr 2,7 prósent-
um í 9,3 prósent. Fylgið hefur aukist
nokkurn veginn jafnt og þétt en hef-
ur þó dalað örlítið í síðustu könnun-
um blaðsins. Athygli vekur að mál-
efnalegt frumkvæði flokksins hefur
haldist allt fram á kjördag.
Óskhyggja eða alvara
Það má hins vegar ekki gleymast
að Frjálslyndir eru aðeins smáflokk-
ur á íslenska vísu. 90 prósent kjós-
enda hafa engan áhuga á flokknum.
Og þau prósent skipta vitaskuld
mestu. Eins verður að hafa það í
huga að enda þótt umræðan um flsk-
veiðimál hafi verið einna umfangs-
mest af málefnum kosningabarátt-
unnar í öllum fjölmiðlum má allt
eins ætla að meginþorri almennings
hafi verið upptekinn við önnur efni.
Á venjulegum heimilum skipta
skattar, menntun, heilsa og vinna
langtum meira máli en kvótaþras.
Og líkast til kjósa flestir lands-
menn út frá eigin hagsmunum þegar
kemur á kjörstað. Þeir spytja ein-
faldlega sjáífa sig hvernig þeir vilja
iskosningum að pólitískt landslag er
að taka miklum breytingum eins og
fyrr greinir. Aldrei fyrr hefur fimm-
flokkur fest sig í sessi, aldrei fyrr hef-
ur kona ætlað sér jafn langt í lands-
málum, aldrei fyrr hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn att kappi við álíka fjölda-
flokk og Samfylkinguna, aldrei fyrr í
lýðveldissögunni hefur verið mögu-
leiki á samstjórn flokka án þátttöku
núverandi valdhafa.
I þessum efnum skipta tölur á end-
anum öllu. Og það hefur ekki vantað
tölur síðustu daga. Aldrei hafa
fylgiskannanir flætt yfir þjóðina með
öðru eins ölduróti og siðustu vikurn-
ar fyrir kjördag. Fimm ólíkir
fylgiskannendur hafa verið þar að
verki og efalítið ært óstöðuga fram-
bjóðendur og fylgismenn á lokasprett-
inum. Sjaldan eða aldrei hafa sveifl-
umar á síðustu dögum baráttunnar
verið jafn miklar, sjaldan, ef nokkurn
tíma, hefur munurinn á síðustu töl-
um kannenda verið jafn mikill. Og
sjaldan hefur spennan verið meiri.
Kannanir DV
Skoðanakönnun DV í gær, þar
sem leitað var álits 2500 manna, sýn-
ir í megindráttum að stjórnin stend-
ur tæpt. Frjálslyndir og Vinstri
grænir geta hvorir um sig vænst um
tíu prósenta fylgis, Framsókn um 15
prósenta fylgis, Samfylking um 30
prósenta fylgis og Sjálfstæðisflokkur
um 35 prósenta fylgis. Skekkjumörk-
in eru vitaskuld spennuvaldurinn
sem menn munu ráða misjafnlega
við fram á næstu nótt en reynslan af
síðustu könnunum DV fyrir kjördag
sýnir að meðalfrávikin eru undir
tveimur prósentustigum.
Skoðanakannanir DV hafa að jafn-
aði verið næst kosningaúrslitum af
þeim aðilum sem mælt hafa fylgi
stjómmálaflokkanna. I þingkosning-
unum 1983 var DV með minnst með-
alfrávik kannenda, 2,2 stig. í kosn-
ingunum 1987 var DV með næst-
minnsta frávikið, 1,2 stig. Árið 1991
var blaðið með næstminnst, 1,2 stig,
og fjórum árum seinna komst blaðið
nær úrslitunum en nokkru sinni, en
þá var meðalfrávikið 0,3 stig. í síð-
ustu alþingiskosningum var meðal-
frávik í síöustu könnun blaðsins fyr-
ir kjördag aðeins 1,2 prósentustig.
35 ára saga
Þetta er auðvitað glæsilegur ár-
angur og sýnir að einfaldar punkt-
mælingar blaðsins sem teknar eru
með áhlaupi eina kvöldstund gefa
alla jafna bestu visbendinguna um
stemninguna á meðal kjósenda.
Kannanir hlaðsins eiga sér líka
langa sögu. Þær má rekja allt aftur
til ársins 1967 þegar Vísir gEunli hóf
að heimta svör af kjósendum. Æ síð-
an hafa niðurstöður skoðanakann-
ana DV aflað blaðinu trausts hjá
bæði almenningi og stjómmála-
hafa það. Og hverjum þeir treysti
best til að laga samfélagið að sínum
eigin daglegu þörfum. í öllum þeim
þankagangi vilja gmndvallaratriði
gleymast. Kjósendum er lagið að líta
sér nær, kjósa með buddunni, kjósa
með heimilisbókhaldið í huga. Á
þeirri stundu víkur oft óskhyggjan
fyrir alvöru og gráma hversdagsins.
Það er nefnilega svo að á endanum
er blessuð pólitíkin pragmatísk.
Raunsæi kjördagsins
Raunsæi kjördagsins kann hins
vegar að vera truflað af sögulegum _
tækifærum. Kosningamar í ár eru að
því leyti ólíkar mörgum fyrri alþing-
mönnum, enda er beðið eftir þeim
með óþreyju fyrir hverjar kosningar.
Þennan laugardag bíða menn hins
vegar eftir meiru. í kvöld ræðst
hverjir munu fara með landsstjóm-
ina á næstu ámm. I kvöld liggur vilji
lýðsins ljós fyrir. Mikilvægt er að
stjórnmálamenn fari að þeim vilja
fólksins og myndi þá ríkisstjóm sem
úrslitin heimta. Mest um vert er að
kosningarnar skilji eftir sig öfluga og
starfhæfa stjóm sem er líkleg til ár-
angurs á öllum sviðum landsstjómar.
Það er mikið í húfi. Og það er afar
brýnt að almenningur mæti á kjör-
staði og noti þau dýrmætu mannrétt-
indi að kjósa. Þetta er hans dagur.