Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 20
20 Helgarblctð DV LAUGARDAGUR IO. MAf 2003 Kjnrhm I\iii*n;irs- son lciksljóri scgir ;ió n\úlskrifnóiir iciknri t*c*ti vcrió cins <>t» jiúsuiul- iictln sein vcit ckki í livnóa fót liún ;i ;i«\ >tíii;i fyrst. l)\ -nmul (»\ \ Þúsundfætlan ákveður sig Kjartan Raqnarsson leikstjóri og leikskáld hefur marga fjöruna sopið ííslensku leik- húsi á ferli sem senn spannar 36 ár. Hann leikstgrir nú útskriftarnemum íleiklist í óvenjuleqri sýningu sem er bgggð á tveim- ur leikritum Lorca. Kjartan spjallaði við DV um leiklistina, framtíðina og ástandið í leikhúsinu á Islandi. Það er sanngjamt að segja að Kjartan Ragnarsson sé nokkuð eldri en tvævetur í leikhúsinu. Hann útskrifað- ist sem leikari 1967 og hefur áratugum saman verið eitt afkastamesta leikskáld okkar samtíma. Þetta er maður- inn sem samdi leikrit eins og Saumastofúna og Land míns fóður, Týndu teskeiðina, Blessað bamalán og Evu Lúnu, svo fáein þeirra vinsælustu séu nefnd. Nýtt leik- rit eftir Kjartan og Sigríði eiginkonu hans er nú á fjöl- um Þjóðleikhússins og heitir Rauða spjaldið. Eftir fáeina daga er frumsýning á útskriftarverkefhi nemenda í leik- listardeild Listaháskóla íslands undir stjóm Kjartans á verki sem hefur verið sett saman úr tveimur verkum spænska skáldsins Federico García Lorca. Hvaða leikrit er þetta eiginlega? Brúðkaup og jarðarför „Þetta er sett saman úr tveimur leikritum, Blóð- brullaupi og Húsi Bemöröu Alba. Þau em mjög keimlík. fjaila bæði um dulsmál, ástamál, ást í leynum í fjölskyld- um sem sterka sjálfsvirðingu í samfélagi þar sem heiður og heiðurshefnd eiga sér langa og sterka hefð. Ramminn kringum annað leikritiö er brúðkaup en ramminn kringum hitt er jarðarför. Við köllum verkið Tvö hús en hefðum alveg eins getað kallað það Eitt brúðkaup og jarðarfór," segir Kjartan. - En af hveiju er þessi leið farin? „Það er alltaf erfitt að finna hentug verk fyrir útskrift- amema þar sem allir fá að spreyta sig. í þessum árgangi eru fimm stelpur og þrír strákar sem eykur enn á vand- ann. Lorca slo-ifaði Hús Bemörðu Alba eingöngu fyrir konur en það er symbólskt fyrir samfélag sem er kúgað af harðstjóra. Lorca skrifaði mikið um kúgun kvenna sem honum fannst vera brennandi mál í sínu samfélagi. Blóðbrullaup hins vegar er með fin hlutverk fyrir strák- ana svo það lá beint við aö púsla þessu saman. Það er algengt í leikhúsi eins og bíómyndum að hver sýning er byggð á sínu eigin handriti þótt uppsprettan sé kannski annað verk. Hamlet er skrifað fyrir lestur á texta í 3-4 tíma, svo dæmi sé tekið, en við breytum því alltaf þegar það er sett upp. Þannig á hver einasta leik- sýning eða bíómynd sitt eigið handrit. í leikhúsinu er stöðugt meiri áhersla lögð á hina dramatúrgísku vinnu eða vinnu í handritinu og ég geri ráð fyrir að þetta sé dæmi um það.“ í hvaða fót stígurðu fyrst Kjartan hefur óteljandi sinnum áður komið að leiklist- arskólanum hér og í Svíþjóð. Hann hefur sett upp klass- ísk verk fyrir nemendur, skrifað leikrit sérstaklega fyr- ir hvem árgang og alltaf er tilgangurinn að leyfa nem- endunum að blómstra, að sýna þessi blóm eins og hann orðar það. Hann hefur því oft séð leikara útskrifast en skyldi þetta vera góður árgangur eða er erfitt að sjá það við útskrift hvar snillingar leynast? „Já, þetta er fínn árgangur. Ég hef fylgst minna með leikaranemum nú siðari ár en oft áður. Það er mjög misjafnlega auðvelt að sjá snillingana. Nýútskrifaður leikari er stundum eins og þúsundfætla sem hefur verið spurð á hvaða fæti hún byrji að ganga. Hún verður svo upptekin af því að skilgreina það að hún getur ekki gengið. Sumir blómstra þegar þeir útskrifast en fer ekki mikið fram eftir það. Aðrir springa út eftir nokkur ár. Að leika er eins og að spila flókið verk á pí- anó. Maður verður fyrst að læra allar nótimiar en þeg- ar maður spilar fyrir áheyrendur eiga þeir að dást að flutningi manns og túlkun en ekki fingrasetningu.“ Aldrei öllum til hæfis Kjartan mun skila svokallaðri kennaraumsögn um frammistöðu hvers og eins leikara í verkinu en það mun vera nokkur breyting frá því sem áöur var. Þetta er nokkurs konar gagnrýni, skilgreining á frammistöðu hvers og eins. Kjartan var hinum megin við það borð í vetur þegar leikrit hans, Rauða spjaldið, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Var hann sáttur við þá gagnrýni sem það fékk? „Maður er auðvitað aldrei fullkomlega sáttur við gagnrýni nema hún sé allsherjar lof. Ég fékk þá krítík sem ég bjóst við en ég er ánægður með viðtökumar. Fólk er ýmist mjög ánægt eða reitt. Ég skrifaði Rauða spjaldið svolítið til þess að ögra fólki og ýta við því. Önnur leikrit skrifar maður til þess eins að vera nostalgísk, þægileg leikhúsupplifun, eins og t.d. Land míns föður. Viðbrögðin eru í samræmi við þetta. Stundum hef ég verið skammaður fyrir að vera of mjúkur og stundum fyrir að vera of agressívur. Ef mað- ur reynir að gera svo öllum líki getur farið svo að ein- hverjum líki það ekki og þess vegna verður maður bara að gera það sem maður vill sjálfur. Margir voru hissa á því að ég skyldi gera svona „nat- úralíska" leiksýningu því ég væri vanur að gera svo stíl- færðar sýningar. En mig langaði einfaldlega til að gera eitthvað nýtt.“ Kjartan útskrifaðist sem leikari 1967 og hófst strax handa viö að skrifa leikrit og bamaefni. „Ég var fyrst fastur í bamaefni en skrifaði síðan Saumastofuna til að losna við bömin í eitt skipti fyrir öll. Það tókst." - Varstu allan tímann meira leikskáld en leikari? „Ég er bara leikhúsmaður, leikstjóri og handritshöf- undur, og fæ að ráða. Mér finnst mjög erfitt að leika fyr- ir leikstjóra sem mér firmst véra að gera einhverja vit- leysu. Ég hef ekki farið upp á svið mjög lengi. Þegar við fluttum upp í Borgarleikhús sagði ég hingað og ekki lengra og hætti að leika.“ Borgin sveltir kúna Fyrst minnst er á Borgarleikhúsið er ekki hægt ann- að en að spyrja Kjartan út í niðurskurð fiármála Borgar- leikhússins sem hefur verið talsvert í fréttum undanfar- ið en Kjartan var virkur þátttakandi í Leikfélagi Reykja- víkur áratugum saman sem leikari, leikskáld, leikstjóri og formaður félagsins. Hvemig líst honum á þá niður- skurðarstefnu sem nú virðist ráða ríkjum í Borgarleik- húsinu? „Ég get ekki betur séð en að borgaryfirvöld séu að gera tilraun með það hvað sé hægt að svelta kúna lengi áður en hún hættir að mjólka og deyr. R-listinn hefur ekki enn áttað sig á því hvaö hann vill gera við Borgar- leikhúsið og ég veit ekki alveg hvert þessi tilraunastarf- semi leiðir. Þetta hefur verið samfelld togstreita síðan Leikfélagið var flutt í Borgarleikhúsið. Það er alltaf val yfirvalda hve leiklistarstarfsemi er mikil í einu landi. í löndum eins og Þýskalandi, Austurríki, Sviss og víðar er leik- húsið í aðalhlutverki. Þegar Margrét Thatcher komst til valda í Bretlandi skar hún niður nánast allt enskt leik- hús í einu vetfangi, nema nokkur túristaleikhús í West End. Það getur vel verið að R-listinn vilji að Borgarleik- húsið standi eins og dautt, grátt bákn í Kringlumýrinni í nokkur ár. Við getum alveg hætt að hafa leikhús héma. Við höfum bæði handbolta og fótbolta og ég á meira að segja sjónvarp heima hjá mér. Leikfélag Reykjavíkur reisti sér hurðarás um öxl þeg- ar það barðist fyrir Borgarleihúsinu, rétt eins og það hafði barist fyrir Þjóðleikhúsi á árunum 1925-1950. Ég vil trúa þvi aö félagið rísi úr öskustónni þegar borgaryf- irvöld hafa áttað sig á því hvað þau vilja í þessum efn- um,“ segir Kjartan sem ætti að vita hvað hann syngur eftir að hafa verið formaður á umbrotatímum í Leikfé- lagi Reykjavíkur, tekið saman framtíðarskýrslu um líf félagsins og verið að lokum settur af vegna skoðana sinna. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.