Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 TIV Jónas Hallgrímsson. Sagan íjaröhúsum var eignuð honum í ævintýrasafninu Úr dularheimum. Þar orti hann: „ Vorblærinn sefur, og veit ekki af mér; vaktu, góöa rós, ég skal sofa meö þér“. Endurkoma skáldsnillinga I síöustu viku var sagt frá safni ævintýra, Úr dularheim- um, sem Guömundur Kamban var sagöur hafa ritaö ósjálfráöri skrift sautján ára gamall. Hér veröur sagt frá þremur síöustu ævintýrum safnsins. Þriðja ævintýrið ber ekki nafn, sett var spum- ingarmerki efst á síðuna. í þeirri sögu sameinuðu krafta sína H.C. Andersen, Jónas Hallgrímsson og Snorri Sturluson. Andersen virðist eiga hug- myndina en Snorri og Jónas búa henni búning. Snorri gerist uppivöðslusamur og einhver angi af fomri stafsetningu dembist á pappír: „Nú skulu þér menn heyra, fyrir ykkar góðar tilgjömingar, þat es vér köllum æfintýr. Eigi es þat míns, svá sem margra es, þeira es æfmtýr rita, at þeir byrja svá fyrst of sins máls, at einu hverju sinni hafi sjá atburðr orðit, es getr um æfintýrit... Sú es kona dróttning yfir hugum margra manna, es Heimska nefnisk, - ok svá es hón frjáls, at hón biðr menn vera úháða allri skyn- semd.“ Drottning hélt gestum sínum veislu og þar barst talið vitaskuld að sam- bandi við anda lát- inna. Einhverjir gestir vildu ná sam- bandi við borðanda og gengu að mat- borði: „Biðu svá hríð nökkurra, ok lyftisk eigi borðit; gekk dróttning at, og lyftisk eigi at heldr. „Hvat es nú, es eigi koma „andar“ í borðit?“ - Heimska dróttn- ing gekk nær. „Hvárt vas svá, at nú lyfkisk borðit?" „Þat veit ek aldregi," svaraði dróttning. Ok þat vissi aldrigi neinn, ef lyftisk matborð Heimskunnar." Jónas er miður sín í jarðhúsum nefn- ist lengsta saga kversins og er Jónas Hallgrímsson skráð- ur fyrir henni. Skáldgáfan virðist ekki hafa fylgt hon- um yfir í æðri heim. Andlegar þenkingar setja þó nokkurt mark á söguna: „Andlega útsýnið á Ljósahvoli var yfir höfuð engu minna en sjálft útsýnið frá bænum, andlegi sjóndeildarhringur- inn engu þrengri." Hjón missa son sinn og vilja leita huggunar og frétta í spíritismanum: „En sóknarpresturinn taldi það óguðlegt: „Ekki skaltu leita frétta af framliðnum, segir sú guðlega innblásna bók, mínir elskanlegir. Og svoleiðis ber okkur aumum mannkindum að breyta.“ „En faðirinn gat ómögulega skilið, hver vegna ekki mætti, ef unnt væri, fá sönnun fyrir því að allt væri ekki búið þegar þessu lífi lyki. - Og móð- irin skildi enn síður hver hefði rétt eða réttara sagt hver leyfi til að fara óvirðingarorðum um það sem dýrmætast væri að fá sannað.“ í sögunni brá einnig fyrir léttu náttúruhjali: „Hvar er sokkabandið mitt, rnamma?" spurði Bæjarfjallið. „Héma!“ sagði Sólin, - hún spennti sokkaband- inu um fótinn á því, glitofnu geislabandi." Svo var vitanlega ort: Ó, vaktu góóa rós, svo ég vaki ekki’ ein; veiztu, aö alla fuglana dreymir á grein? Vorblœrinn sefur, og veit ekki af mér; vaktu, góöa rós, ég skal sofa meö þér í staðinn um alla’ okkar œfl. Samvinna Hans og Jónasar Síöustu söguna eiga þeir félagarnir Hans hinn danski og Jónas. Þetta er stutt ævintýri um drengina Kærleik og Sannleik. Sannleikur reikar um og enginn vill kannast við hann nema Kær- leikur. Mörgum árum síðar er Sannleikur, á óút- skýrðan hátt, orðinn konungur. Og sagan endar á áminningu og fagnaðarboð- skap: „En meðan hann var munaðarleysingi og öllum ókunnugur, þá var hægðarleikur að fara með hann hvernig sem hver vildi; þá var engin fyrir- höfn að leggjast á hann, - ekki nema sjálfsagt að vera ekki að hafa þennan fórudreng í húsum sín- mn! En, - nú var hann orðinn konungur. Og allur sannleikur verður einhvem tíma konungur." Heill þér, ísland Þegar Bjöm Jónsson skrifaði eftirmála að æv- intýrunum fimm virtist hann eiga í mesta basli með að sannfæra sjálfan sig og aðra um að ævin- týrin væru verk hinna látnu skáldsnillinga. Hann gerði þó virðingarverða tilraun. Hann valdi þá aðferð að ræða möguleika á blekkingu. Hann hafnaði þeim möguleika en var ekki sérlega sannfærandi. Um möguleikann á að Guðmundur hefði sjálfur samið sögumar sagði hann: „Eru dæmi til þess um nokkurn mann í heim- inum að hann vildi ekki kannast við þá snilld sem hann er handviss um að enginn annar eigi?... En öllum sem nokkuð þekkja G.J. ber saman um að hann sé mjög góður og vandaður piltur. Og hann er líka stórgáfaður piltur; því neitar eng- inn.“ En svo er eins og efinn læðist að Bimi og hann slær þennan vamagla: „Enda hlyti maður þá að dást að hinni óvenjulegu skáldgáfu þessa unga rnanns." Um þá skoðun að Guðmundur hefði verið dá- leiddur til að skrifa ævintýrin sagði hann: „Oss er alveg ókunnugt um, hvernig það mætti takast." Þegar kemur að þeim möguleika að sögurnar séu runnar frá undirmeðvitund Guðmundar fær Björn ekki neitað að svo geti verið: „En sú undirvitund hlyti þá að vera þroskaðri en nokkurs annars manns í heimi jafngamals. - Og sannarlega væri eyðandi tíma, - jafnvel fyrir árlegar svívirðingar að launum, - til að rannsaka, hvort jafnmikið geti búið í nokkrum manni án þess hann viti af því.“ Bjöm heldur áfram: „Þessi æfintýri hafa öll verið rituð á alveg óvenjulega stuttum tíma. T.d. hið fyrsta á 21/2 klukkustund og hið síðasta á 7 mínútum... En nákvæmlega stendur oss á sama um það hvað fólk heldur um hvaðan æfmtýrin séu runnin. Sjálf bera þau það með sér að stór- skáld hefir um þau fjallaö. Það dylst þó engum. Ég tek það enn fram, að hvorki vér - né G.J. sjálf- ur - fullyrðum neitt um, hvaðan þessi æfintýri eru runnin. „En séu þau komin frá honum sjálf- um... þá - heill þér, ísland, og seytján vetra skáld- konungi þínurn!" Þess má geta að þeir sem vilja lesa ævintýrin geta fengið kverið að láni í Þjóðarbókhlöðunni en þar er það skráð undir höfundarnafni Guðmund- ar Kambans. Bókalísti Máls & Menningar ALLAR BÆKUR 1. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 2. Enqill i vesturbænum. Kristin Steinsdóttir 3. Lost in lceland. Siqurqeir Siqurjónsson 4. Island í aldanna rás - pakki. Illuqi Jökulsson 5. Island-landið hlýja - á ensku. Siqurqeir Siqurjónsson 6. Týra og dýrin í sveitinni.________________ 7. A flugi yfir fslandi. Landmælinqar________ 8. Öldin þrettánda. Óskar Guðmundsson 9. Vel mælt. Siqurbjörn Einarsson valdi 10. Ljósatími. Siqurður A. Maqnússon SKÁLDVERK: 1. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 2. Reisubók Guðriðar Símonardóttur. Steinunn Jóhannesdóttir 3. Mýrin. Arnaldur Indriðason 4. Við hinir einkennisklaeddu. Braqi Ólafsson 5. Hvar sem ég verð. Inqibjörq Haraldsdóttir Metsölulisti BMM 23. apríl - 06. maí 2003 Urriöadans fær fimm stjörnur Gunnar Helgason, leikari og leikstjóri, segir frá tveimur bókum sem föng- uðu huga hans. „Mín uppáhaldsbók er nú yfir- leitt sú sem ég er að lesa hverju sinni. Einstaka sinnum lendi ég þó á leiðinlegri bók sem ég á í mestu erfiðleikum meö að klára en sem betur fer er það sjaldgæft. Fyrsta bókin sem kemur upp í hugann er bókin sem ég var að klára í gær. Hún var svo frábær að erfitt var að leggja hana frá sér á kvöldin og þegar ég var búinn með hana óskaði ég þess að hún hefði verið lengri. Þetta er bókin Urriðadans eftir Össur Skarpa um líf stórur- riðans í Þingvallavatni fyrir virkj- un Efra-Sogs, hrun stofnsins effir virkjunina og vonir um endumýj- un hans. Össur fær 5 stjömur hjá mér fyrir einstaklega mikla frásagnargleði og það hvemig hann nær að gera allar tölur, útreikninga, mælingar og annað tæknimál mjög áhugavert og jafhvel spennandi. Það skín líka í gegn hvað hann hef- ur haft gaman af því að heimsækja alla bæi við vatnið og spjalla við heimafólk. Við lesturinn grætur maður örlög elsta og stærsta urriða- öluiTis í heimi en Össur glæðir vonir manns í lokin um að þrátt fyrir allt gæti hann verið á upp- leið aftur. í lokin er maður orðinn heitur náttúruverndarsinni og vill bara slökkva á öllum virkjunum sem valda því að þessar fáu villtu dýrategundir sem lifa hér deyi út. Málið er ósköp einfalt. Það veröur að opna gönguleið fisksins úr vatninu niður í Efra-Sog aftur. Stórurriðinn fellur að mínu viti í flokk með erninum og fálkanum yfir dýr í útrýmingarhættu hér á landi nema hann stendur enn verr að vígi en hinir fiðruðu vinir hans. Sem sagt frábær bók. Önnur sem ég las fyrir rúmu ári er Óvinafagnaður eftir Einar Kárason. Kombakk fyrir Einsa og kombakk fyrir íslend- ingasögurnar. Einar tekur söguna um Þórð kakala, Kolbein unga og Húnaflóabardaga og gerir hana að einni mest spennandi bók sem ég hef lesið um ævina. Ég las hana á einni nóttu. Hún hefði mátt vera lengri. Frábær bók og ein af Einsa bestu - ef ekki sú besta.“ Stórbrotið verk Les Miserables eftir Victor Hugo Meistara- verk Victors Hugos, Ves- alingarnir, er stórbrotin skáldsaga, örugglega ein sú besta sem skrifuð hefur verið. Mikið drama, snörp þjóðfé- lagsgagnrýni og eftirminnilegt persónugallerí í verki sem er stór- brotið á allan hátt. Varist styttri útgáfur og lesið verkið í heild, en þá verður að lesa aðra útgáfu en þá íslensku. Svona bók skrifa bara sannir snillingar. Hugo er ódauð- legur. Almenningsálitið er afar ótryggur vinur. Björnstjerne Björnsson rmmtm SLJJÍJJ' Allar bækur 1. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 2. fsland í aldanna rás - pakki. Illuqi Jökulsson 3. Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Steinunn Jóhannesdóttir 4. Bókin um bjórinn. Roqer Protz 5. Spádómabókin. Símon Jón Jóhannsson 6. Blóðsykurinn. Frederik Paulún 7. Mýrin. Arnaldur Indriðason 8. Feng Shui. Zaihonq Shen 9. Þú getur grennst og breytt um lífsstíl. Asmundur Stefánsson oq Guðmundur Björnsson 10. Niður með kolvetnin. Amanda Cross Skáldverk 1. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 2. Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur. Steinunn Jóhannesdóttir 3. Mýrin. Arnaldur Indriðason 4. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 5. Tvífundnaland. Gyrðir Elíasson 6. Hvar sem ég verð. Inqibjörq Haraldsdóttir 7. Bridget Jones á barmi taugaá- falls. Helen Fieldinq 8. Hringadróttinssaga. J.R.R. Tolkien 9. Brennu-Njálssaga 10. Silmerillinn. J.R.R. Tolkien Bamabækur 1. Bókin mín um dýrin. Rachel Wardley 2. Herra Fyndinn. Roqer Harqreaves 3. Ljónið, nornin og skápurinn. C.S. Lewis 4. Herra Sterkur. Roqer Harqreaves 5. Geitungurinn 1. Árni Árnason oq Halldór Baldursson Metsölulisti Eymundssonar 30. apríl - 6. mai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.