Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Qupperneq 42
46 HelQarblað JZ>V LAUGARDAGUR IO. MAÍ 2003 Á ferðalagi um Palestínu Palestína er reqluleqa ífréttum veqna her- náms Israelsmanna þar ílandi. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir oq formaður fé- laqsins Island-Palestína, er nýkominn úr gg&jgpifegj Hvfla lúin bein Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Fél. Ísland-Palestína, Inga Sveinsdóttir og Guðfinnur Sveinsson hvíla lúin bein í litlu veitingahúsi í gömlu borginni í Jerúsalem. heimsókn til landsins. Hann fór þanqað ásamt Guðfinni sqni sínum oq dóttur sinni Inqu til að kqnna þeim ástandið afeiqin raun. „Ég hef farið nokkrum sinnum til Palestínu á síðustu árum,“ segir Sveinn, „en í þetta sinn fór- um viö þrjú saman. Guðfinnur sonur minn, Inga systir hans og ég. Sveinn segir að það hafi reyndar staðið til að hann faeri til Palestínu í vor og konunni fannst upplagt að bjóða Guðfinni Palestínuferð sem fermingargjöf. „Ég hef farið nokkrar ferðir til Palestínu, fyrst áriö 1990, og yfirleitt verið á óróatímum." Sveinn segir að friðurinn sem náðst hafi með Óslóarsamkomulaginu svokallaða hafi verið rof- inn í septemberlok árið 2000 þegar Sharon, nú- verandi forsætisráðherra, fékk stuðning Baraks, þáverandi forsætisráðherra, til að fara inn á Musterishæðina með her manns, helgasta stað múslíma í Palestínu. „Aðgerðin olli miklum mótmælum og varð upphafið að seinni intifada sem kölluð er Al-Aqsa intifada (kennd við mosk- una) en intifada merkir uppreisn." Sveinn segir að á ferðum sínum um Palestínu hafi hann reynt að kynnast málunum af eigin raun og skoða heilbrigðisþjónustuna, kynna sér hlutverk læknisins og hvernig þeir fara að því að sinna starfi sínu við þessar aöstæður. „Það harðnaði verulega á dalnum þarna vorið 2002, í lok mars og byrjun apríl, með stórfelldum árás- um á borgir Palestínumanna á föstudaginn langa og dagana þar á eftir.“ Vesturbakkanum skipt upp í gettó Sveinn segir að þau hafi lagt af stað í ferðina mánudaginn eftir pálmasunnudag. „Við vorum tvær nætur í London en lentum á Ben Gúríon- flugvelli í Tel Aviv aðfaranótt skírdags. Fyrstu dagana fórum við í Gedsemane-garðinn, skoðuð- um Gömlu borgina í Jerúsalem og upplifðum söguna. Við bjuggum í húsi á Ólífufjallinu sem forstöðumaður Lúterska heimssambandsins bauð okkur til afnota. Við fórum að skoða kirkju hinnar helgu grafar sem er byggð yfir kross- stæðið og gröf Krists en að henni standa ólíkar kirkjudeildir. Fyrstu dagarnir voru fremur ró- legir og við komumst ekki í kynni við vega- hindranir fyrr en við fórum til Ramallah." Að sögn Sveins hafa orðið miklar breytingar á Ólífutré í Getsemane-garðinum Sannanlega 2000 ára gamalt. Jesús á að hafa beðist fyrir við tréð er hann sá fyrir krossfestinguna. Klettamoskan Djásn Jerúsalemborgar, Klettamoskan gnæfir yfir gömlu borgina. KL:1 *| ■*. ’ I ■ M - I Bi Bam með byssu Algengt er að sjá barnunga hermenn vopnaða rifflum við umferðarhindranir í Jerúsalem. högum fólks í Palestínu síðastliðið ár. „Fátækt- in er mikið meira áberandi, hér áður sá maður aldrei betlara en nú verður maður var við betl víða. Það er búið að jafna heimili margra við jörðu og banna fólki allar bjargir. Vegna ferða- hindrana kemst fólk ekki til vinnu og bændur geta ekki selt afurðir sínar á markaði. Borgir og bæir og leiðir til þeirra eru hlutaðar í sundur með vegahindrunum og fólk fær ekki að fara á milli svæða. Það er í raun búið að skipta einstökum borgum og svæðinu öllu upp í mörg. gettó með moldarhrúgum og stór- grýti þannig að fólk á mjög erfitt með að komast á milli staða. Það tók okkur til dæmis tvær og hálfa klukkustund að komast um 25 kíló- metra frá Betlehem til Hebron, ferð sem tekur yfir- leitt 20 mínútur eða mest hálftíma. Vegurinn er allur sundur- skorinn þannig að mað- ur kemst fimm kílómetra með bíl áður en komið er að hindrun. Þá þarf að ganga þó nokkurn spöl að næsta bíl og svo koll af kolli. Við skiptum um bíl fimm sinnum á leiðinni." Sveinn segir að hindranirnar geri mörgum öldruðum og fötluðu fólki ómögulegt að komast hjálparlaust á milli svæði og að sjúkraflutning- ar séu gersamlega í lamasessi. „Það er enga her- menn að sjá við sumar þessar hindranir þannig aö ég spurði íbúa á svæðinu af hverju þeir fjar- lægðu þær ekki. Mér var sagt að það hefði verið reynt en sá sem gerði það væri handtekinn og vinnuvélin hans eyöilögð. Þannig að herinn hef- ur eftirlit með hindrununum úr f]arlægð.“ Gjöfult land Að sögn Sveins kom honum á óvart hvað mannlífið í Ramallah var eðlilegt þrátt fyrir allt, fólk á ferli og verslanir opnar en þessu var ólíkt farið í Jenín þar sem er útgöngubann og í Hebr- on þar sem allar verslanir eru lokaðar og fólk hefur hrökklast burt. „Gamla borgin í Hebron er eins og draugaborg.“ Sveinn segir að það sé verið að reyna að brjóta niður siðferðisþrek Palestínumanna hægt og bít- andi. „Það er þó ekki að takast þrátt fyrir að fólkið sé lokað inni í gettóum og megi ekki fara frjálst ferða sinna." Palestína er ekki nema rétt um tuttugu þús- und ferkílómetrar að stærð, minni en Þingeyjar- sýsla, og þar búa rúmlega þrjár og hálf milljón manna. Sveinn segir að þrátt fyrir smæð lands- ins sé það ekki þröngbýlt nema á stöðum eins og í Gaza-borg. „í flóttmannabúðun- um eru mestu þrengsli í heimi. Landið er mjög gjöfult og gróðursælt og þar á öllum að geta liðið vel. Her- námið hefur aftur á móti sett strik í reikninginn og er grundvallarvand- inn.“ Að sögn Sveins er búið að ákveða fyrir Palestínumenn að Mahmud Abbas (Abu Mazen) eigi að vera forsætis- ráðherra en Abbas er einn af stofnendum PLO og forystu- mönnum þjóðar- innar. „Vanda- málið er bara það að Palestínumenn fengu ekki að kjósa og voru ekki spurðir hvort þeir vildu Abbas sem for- sætiráðherra. Þess vegna eru ekki allir sáttir við hann og nokkurrar tortryggni og mótstöðu gætir. Abbas var í raun settur í embætti að kröfu Bandríkjamanna og að undirlagi ísraela, þótt Arafat forseti og löggjafarþingið hafi síðan samþykkt hann. Þetta er ekki óskabyrjum fyrir mann í hans stöðu." Vegvísirinn „Fyrsta verk Abbas verður að eiga viðræður við ísraelsmenn, ef þeir fást til viðræðna, á grundvelli þess sem kallað er Vegvísirinn, en það eru tillögur „kvart-ettsins“ (Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna) um hugsanlega framtíðarlausn. Það er enginn vafi á að í Vegvísinum er að finna formlega lausn ef eftir honum verður farið. í til- lögunum er gert ráð fyrir að hernáminu ljúki og að ísrael skili landinu sem þeir hafa tekið, eins og í öllum öðrum friðartillögum til þessa.“ Sveinn segist þó ekki eiga von á að tillögur Vegvísisins nái fram að ganga á meðan menn Alltaf ódýrast á Netinu www.icelandair.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.