Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 56
Jl eo HelQorhlctö JOV LAUGARDAGUR IO. M Af 2003
ílasturtan
Bílaþvottastöðin með
bílinn á þakinu
Bíldshöfða 8 - sími 5871944
Verðskrá
Vetrarþvottur fólksbíll 1.290 kr.
Vetrarþvottur jeppi og stærri bílar 1.590 kr.
10 tíma kort fólksbílar 9.900 kr.
10 tíma kort jeppar og stærri bílar 12.700 kr.
Áfylling á rúðupiss (fer ekki eftir magni) 500 kr.
Prógrömm
1. sápuþvottur, burstaþvottur, hjólaburstaþvottur, skolun, bón og blástur.
2. sápuþvottur, burstaþvottur, hjólaburstaþvottur, undirvagnsþvottur,
skolun, bón og blástur.
3. tjöruleysis- og háþrýstiþvottur, sápuþvottur, burstaþvottur,
hjólaburstaþvottur, skolun, bón og blástur.
4. tjöruleysis- og háþrýstiþvottur, sápuþvottur, burstaþvottur,
hjólaburstaþvottur, skolun, bón, blástur og undirvagnsþvottur.
ATH. !!
TÖKUM EKKI ÁBYRGÐ Á LOFTNETUM, VINDSKEIÐUM,
SPEGLUM EÐA ÖÐRUM LAUSUM HLUTUM.
Frúin hlær í hreinni bíl frá Bílasturtu Guðfinns
Vorútsala
25-50%
fimmtudag, föstudag,
laugardag og mánudag.
SPl_j
BLÁU HÚSIN FAXAFENI
SÍMI 553 6622
www.hjortur.is.
Opnunaru'mi: mánudaga-föstudaga 11-18» laugardaga 11-16
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
« embættisins að Bjólfsgötu 7,
Seyðisfiröi, sem hér segir á eft-
___________irfarandi eignum:_______
Árstígur 17, fastnr. 216-8253, Seyðis-
firði, þingl. eig. Sævar Garðarsson,
Finnur Óskarsson og Lára Guðmunda
Vilhjálmsdóttir, gerðarbeiðendur
íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á
Seyðisfirði, miðvikudaginn 14. maí
2003, kl. 14.00_______________
Gil, Jökuldalshreppi, þingl. eig. Ásta
Bryndís Sveinsdóttir og Emil Jóhann
Árnason, gerðarbeiðendur Lánasjóð-
ur landbúnaðarins, Olíuverslun ís-
lands hf. og Vátryggingafélag íslands
hf., miðvikudaginn 14. maí 2003, kl.
14.00
—Grænahlíð ásamt Nýbýlalandi 6, Aust-
ur-Héraði, þingl. eig. Jón Þórðarson og
Jarðeignir ríkisins, gerðarbeiðandi
Austur-Hérað, miðvikudaginn 14. maí
2003, kl. 14.00.
Kolbeinsgata 62, fastnr. 217-1964,
Vopnafirði, þingl. eig. Einar Ólafur
Einarsson, gerðarbeiðandi íbúðalána-
sjóður, miðvikudaginn 14, maí 2003,
kl. 14.00.
Reynivellir 12, Egilsstöðum, fastnr.
217-6097, þingl. eig. Birgir Vilhjálms-
son, gerðarbeiðendur Austur-Hérað og
Glitnir hf., miðvikudaginn 14. maí
2003, kl. 14.00.
Skógarlönd 3, fastnr. 217-6161, Egils-
stöðum, þingl. eig. í efra ehf., gerðar-
beiðandi Byggðastofnun, miðvikudag-
inn 14. maí 3002, kl. 14.00.
Strandvegur 29-33, fastnr. 216-8810,
Seyðisfirði, þingl. eig. Byggðastofnun
og Strandberg ehf., gerðarbeiðandi
sýslumaðurinn á Seyðisfirði, miðviku-
daginn 14. maí 2003, kl. 14.00.
Vallholt 6, fastnr. 217-2078 Vopnafirði,
þingl. eig. Hjördís Matthíasdóttir,
gerðarbeiðandi Sparisjóður Þórshafn-
ar og nágr., miðvikudaginn 14. maí
2003, kl. 14.00___________________
SÝSLUMAÐURINN Á SEYÐISFIRÐI
Smáauglýsingar
byssur, ferðalög, ferðaþjónusta,
fyrir ferðamenn, fyrir velðimenn,
gisting, golfvörur, heilsa, hesta-
mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt,
safnarinn, sport, vetrarvörur,
útilegubúnaður... tómstundir
550 5000
Skákþátturinn
Umsjón
Sævar Bjamason
Teflt í
Skák er fyrirbæri sem margir
botna litið í. Margir halda að hún
sé nokkurs konar leikur eða af-
þreying en þvi fer fjarri. Skák er
heill heimur út af fyrir sig, ástríða
sem erfitt er að fjarlægast, hvað
þá að hætta. Greinarhöfundur brá
sér til Færeyja um páskana og
tefldi á færeyska meistaramótinu í
boði heimamanna. Þrátt fyrir að
hafa deilt 4.-7. sæti með bestu
heimamönnum fékk ég ekki að
taka þátt í aukakeppninni um
Færeyjameistaratitilinn! En Fær-
eyingar ákváðu að breyta meist-
aramóti sinu í alþjóðlegt mót og
buðu einum fulltrúa frá hverju
Norðurlandanna og einum Skota!
Af hverju Skotanum var boðið er
ráðgáta sem ég komst ekki að. Lík-
lega er skýringin sú að Skotar eru
(þó) skyldari Færeyingum en Sví-
ar og Finnar.
Það var Dani sem varð efstur á
mótinu, Kim nokkur Pilgaard
(2440), sigraði nokkuð örugglega.
Hann hefur nýlega náð sínum
fyrsta stórmeistaraáfanga og var
vel að sigrinum kominn. Annars
varð lokastaðan þessi: 1. Kim Pil-
gaard (2440) 9 v. 2. John Shaw
(2440) 81/2 v. 3. Eirik T. Gullaksen,
Noregi (2354) 7 v. 4.-7. Sævar
Bjarnason (2258), Martin Poulsen
(2245), Olavur Simonsen (2250) og
Flóvin Þór Næs (2317) 6 v. Færey-
ingarnir tefldu nokkurs konar
aukakeppni um titilinn, atskákir,
og þar varð Martin Poulsen (2245)
efstur.
Ég hefði getað staðið mig eitt-
hvað betur en slakaði á í lokin eft-
ir góða byrjun gegn stigahæstu
keppendunum. En ég græddi þó 9
Elo-stig! Skáklíf í Færeyjum stend-
ur í miklum blóma um þessar
mundir og ekkert tii sparað til
þess að vegur skákarinnar verði
sem mestur. Kasparov kom í sína
aðra heimsókn í fyrra og tefldi
fjöltefli við landsliðið. Það var að-
eins einn Færeyingur sem náði
jafntefli, það var Heini Olsen.
Einn besti skákmaður Færey-
inga er hálfur íslendingur, ættað-
ur frá Húsavík, og heitir Flóvin
Þór Næs. Hann hefur oft teflt hér
á landi á vegum Hróksins. Rani
Nols er forseti Skáksambands
Færeyja og bræður hans tveir
framarlega i skáklifinu. Rani hef-
ur sérstakan áhuga á skák og
skortir ekki hugmyndirnar til að
koma í framkvæmd. Ég kom fyrst
til Færeyja 1981 og mikið hefur
breyst í skáklífinu þar síðan.
Keppendur á Færeyjameistara-
mótinu voru um 100 og þó vantaði
nokkra af þeim bestu!
Um páskana var Skákþing ís-
lands haldið hér heima i öllum
flokkum nema landliðsflokki (12
keppendur) og það voru aöeins um
30 manns sem tóku þátt. En Fær-
eyingar eiga heiður skilinn fyrir
að sinna skákinni svona vel, þar
þurfa menn að koma frá öllum eyj-
unum til Þórshafnar og tefldu 11
umferða kappskákmót á 7 dögum.
Þrjá daga voru tefldar tvöfaldar
umferðir og þær voru mér erfiðar
í lokin. En mótið sjálft var frábært
engu að síður og gætum við ís-
lendingar dregið mikinn lærdóm
af. Mót þetta minnti mig á nokkur
af best heppnuðu alþjóðlegu skák-
mótunum sem Jóhann Þórir Jóns-
son heitinn hélt á níunda áratug
síöustu aldar.
Skemmtilegt skákmót
í Kaupmannahöfn og Malmö í
suður- Svíþjóð er nú nýlokið
sterku og skemmtilegu skákmóti.
Það var haldið sameiginlega af aö-
ilum báðum megins Eyrarsunds,
Færeyjum
Jan Tiniman
Enn sterkur þó orðinn sé
fimmtugur.
helmingurinn af mótinu var hald-
inn í Malmö og hinn helmingur-
inn i Kaupmannahöfn! Það er búið
að brúa sundið og Danir á vissan
hátt að ná áhrifum á Skáni aftur,
allavega menningarlega og versl-
unarlega. Efstur varð Úkraínu-
maðurinn Vassilij Ivanchuk sem
sigraði örugglega með 7 v. af 10.
Annar varö Sune Berg Hansen
stigahæstur Norðurlandabúa með
6 v. og þriðji varð Luke McShane
Hróksmaður með 5,5 v.. Fjórði
varð svo Curt Hansen með 4,5 v.
Þótt Jan Timman hafi átt slæmt
mót er hann enn öflugur þó fimm-
tugur sé orðinn og nokkrum arum
betur enda skákin grein allra ald-
ursflokka sem er einn aðalkostur
skáklistarinnar!
Hvítt: Jan Timman (2579).
Svart: Curt Hansen (2610).
Frönsk vörn.
Malmö (2), 30.04.2003.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3
Rc6 5. Rf3 Db6 6. a3 Rh6 7. b4
cxd4 8. cxd4 Rf5 9. Bb2 Bd7
Þetta er gamla afbrigðið, nú ný-
verið hafa menn verið að spreyta
sig á 9. a5 10. b5 a4 sem er allt ann-
ar handleggur! En nú fær hvítur
rými á kóngsvæng, spurningin er
bara hvort svartur geti skapað
einhverja veikleika þar. 10. g4
Rh6 11. h3 Be7 12. Bd3 Hc8 13.
Rbd2 Rb8 14. De2 a6 15. Rbl
Rc6 16. 0-0 0-0 17. Rc3
Það er eins og Curt hafi grunað
að Timman stefndi að þessari
peðsfórn, alla vega fór riddarinn
aftur á c6 eftir nokkur hopp. En
nú koma skemmtilegar sviptingar.
17. -Rxd4 18. Rxd4 Dxd4 19. Re4
Db6
Þessi skemmtilega fórn
Timmans er nokkuð auðskilin.
Eftir 20. Rf6+ gxf6 21. exfB Bd6 22.
Dd2! vinnur hvítur manninn aftur
með myljandi sókn. 20. Rf6+ Bxf6
21. exf6 Bb5 22. Bxb5 Dxb5 23.
De3 d4 Hvítur hótaði illþyrmilega
24. Dg5 með máti. Curt reynir að
andæfa. 24. Bxd4 Hfd8 25. Hfdl
Hd5 26. Bb2 Hg5 27. Hacl He8
28. Df4 Hg6 29. Hc5 De2 30. Hd2
Del+ 31. Kh2 Dfl
Svartur er staddur í óþægilegri
beyglu og getur lítið varist. Timm-
an teflir oftast skemmtilega þó
þeir allra sterkustu í heiminum
vefjist aðeins fyrir honum núna á
seinni hluta æfinnar! 32. Hh5 Rf5
33. Df3 Rh6 34. fxg7 f5 35. g5
Rf7 36. Bf6
36. -Rxg5 Hér er 36. Db5 annar
möguleiki i erfiðri stöðu. En þetta
er örvæntingarfórn í erfiðu tíma-
hraki. 37. Bxg5 h6 38. Hdl Db5
39. Bxh6 De5+ 40. Khl Df6 41.
Be3 1-0
Aðalfundur
Skáksambandsins
Nokkur úlfaþytur hefur verið
hér á landi vegna aðalfundar
Skáksambandsins. Valinkunnur
sómamaður, Stefán Baldursson,
skrifstofustjóri í menntamálaráða-
neytinu, tók við af Hrannari Birni
Arnarssyni sem forseti skáksam-
bandsins. Það eru ágæt tíðindi en
það sem mesta athygli vakti var
að fulltrúar Skákfélagsins Hróks-
ins gengu af fundi eftir að tillaga
sem þeir voru hlynntir var felld
með 2 atkvæðum. Hrafn Jökulsson
vaknaöi upp við það að enginn er
spámaður í sínu föðurlandi og
þeir Hróksmenn gengu af fundi.
Ðeilan stóð um fjölda erlendra
keppenda á íslandsmóti skákfé-
laga en til þessa hafa engar tak-
markanir verið.
Tillaga um að jafnmargir ís-
lenskir sem erlendir keppendur
mættu einungis vera í sama liöi
var samþykkt og það stóð í þeim
Hróksmönnum. Reyndar er þessi
nýja regla mun rúmari en tíðkast
víðast annars staðar í Evrópu
nema Þýskalandi en þar taka
mörg lið einungis skipuð erlend-
um þátttakendum þátt í deilda-
keppninni, þar af margir erlendir
Hróksmenn! En mér finnst að þeir
Hróksmenn hafi ekkert að sanna
lengur í íslandsmóti skákfélaga,
þeir hafa unnið 2 ár í röð og eru
komnir með 2 lið í 1. deild. Hrafn
má ekki hætta afskiptum af skák-
inni, heldur einbeita sér að því að
efla hana meira og betur en hann
hefur gert til þessa og þó hefur
hann lyft Grettistaki til þessa.
En það er kominn tími til að
skoða baráttuna á reitunum 64.