Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 52
jjt 56 HelQarblað X>"V LAUGARDAGUR I o. MAÍ 2003 ' Litríkur draumur sem varð að veruleika Hi/ersá sem keyrir ígegnum Sandgerði kemst ekki hjá þvíað taka eftir skærgrænu húsi ímiðjum bænum. Húsið sem áður hýsti Kaupfélag staðarins ímeira en 60 ár hefur nú heldur betur tekið stakkaskiptum, bæði að utan sem innan, og er orðið að sannköll- ^ uðu ævintýrahúsi fyrir tilstilli hjónanna Mörtu Eiríksdóttur og Friðriks Þórs Frið- rikssonar sem skiptu út kæliklefum fyrir listræna mannrækt. Leikskóli er það fyrsta sem blaðamanni dettur í hug þegar rennt er upp að Víkurbraut 11 í Sandgerði. í sólinni blasir við hús í ævintýralega grænum lit, sem sker sig strax úr þegar keyrt er inn í bæinn. Það er ekki fjarri lagi aö giska á leikskóla því að húsið er hálfgerður leikskóli fyrir fullorðið fólk og böm þar sem m. a. er boðið upp á jóga, orkudans, leiklist og kórskóla. Það eru hjónin Marta Eiríksdóttir og Frið- rik Þór Friðriksson sem eru húsráðendur á staðnum, í Púlsinum, ævintýrahúsi sem opnað var í febrúar, þar sem leikur og gleði er í fyrirrúmi. „Þegar við byrjuðum að mála húsið að utan var gantast með það hvort þetta þyrfti ekki að fara í um- hverfísmat,“ segir Marta hlæjandi þar sem hún stendur berfætt á efri hæð ævintýrahússins. Húsið er að hennar sögn gamall draumur sem er loksins orðinn að veruleika, draumur um að opna stað þar sem fólk gæti fengið útrás. „Þetta er engin líkams- ræktarstöð í venjulegum skilningi orðsins, þó svo það sé heilmikil líkamsrækt fólgin í því að dansa tangó og afródans. Okkur langar til að bjóða upp á öðruvísi líkamsrækt héma þar sem fólk get- ur 0 0 \ feng- ið gleði- lega útrás og aðstöðu fyrir hvers konar starfsemi sem tengist dansi, leikfimi, leiklist, söng og tónlist - eins konar listræna mannrækt,“ útskýr- ir Marta. Fyrir allt landið og allan heiminn Þau hjónin tengjast bæði inn á slíka listræna mannrækt og hafa t.d bæði starfað með áhugaleikfé- lögum, Friðrik með Leikfélagi Sandgerðis en Marta með Leikfélagi Keflavíkur, Hugleik og Litla leikklúbbnum á ísafirði. Hún hefur einnig verið að kenna leiklist í mörg ár og aflaði sér menntunar á sviði leiklistar, söngs og dans í Danmörku á sínum tíma. Friðrik sá hins vegar um félagsmálin I skólan- um í Sandgerði í 10 ár og fær i dag útrás fyrir list- „Maður ýtir clraumum mörgum sinnum frá sér. Svo loksins þegar maður þorir að láta þá rætast verður maður svo ánægður,“ segir Marta en draumur um opnun inenningarlegs ævintýrahúss hefur blundað lengi í henni. Ilér er hún 1 jógasahmm ásamt eiginmanninum Frikka en þau hafa vfirtekið gamla kaupfélagið í Sandgerði undir starfsemina. ræna þörf sína í gegnum Söngsveitina Víkingana. „Það að opna svona fyrirbæri er draumur sem hef- ur blundað lengi í mér og það er i raun mjög langt síðan ég byrjaði að sanka að mér hlutum í þetta hús. Svo kynntumst við Frikki árið 2000 og vorum að velta ýmsum hlutum fyrir okkur og ákváðum að kýla saman á þetta. Hann er náttúrlega búinn að vera með eigin rekstur i 15 ár og því óhræddur að fara út í svona rekstur," segir Marta og ljómar þegar hún segir frá aðdragandaniun. Kaupfélag hafði verið rekið í húsinu frá 1940 en húsið hafði staðið autt í ár þegar Friðrik og Marta tóku við því. Lagfæringamar, sem þau sáu að mestu leyti sjálf um, með aðstoð vina og vandamanna, tóku um hálft ár. í dag er fátt sem minnir á kaupfélags- rekstur á þessum 400 fermetrum. kjötvinnslunni hef- ur verið breytt í heiðbláa sturtuaðstöðu, lagernum í jógasal, i kjallaranum, þar sem áður voru kælivélar er nú að finna leiklistaraðstöðu með óteljandi bún- ingum á slá og þar sem fólk greiddi fyrir innkaupin er komin upp kaffihúsaðstaða meö sviði þar sem hægt verður að setja upp sýningar fyrir 40 manns í sæti. Starfsemin er komin á fullan skrið. LFnglingar mæta reglulega í Púlsinn í leiklistartíma, fullorðið fólk í jóga og leikfimi og í sumar rekur Púlsinn m.a. ævintýraskóla fyrir böm og imglinga. „Það er svo mikil hefð fyrir því að fólk komi hing- að af því að þetta er gömul búð og því var gaman að sjá hvað bæjarbúar voru spenntir yfir því að eitt- hvað væri að fara að gerast í húsinu. Það voru allir að spyrja okkur hvað við værum eiginlega að fara að opna hér en það eina sem við gáfum uppi var að það yrði eitthvað skemmtilegt," segir Friðrik og það er greinilegt að hann hefur haft gaman af því að byggja upp spennu meðal íbúanna. - En nú eru bara 1400 íbúar í Sandgerði, er einhver grundvöllur fyrir svona starfsemi hér? „Við erum ekkert bara að hugsa um Sandgerði. Við erum að hugsa um öll Suðurnesin og bara allt landið,“ svarar Friðrik að bragði og Marta heldur áfram: „Við erum með alþjóðaflugvöll hér í Sandgerði, Leifsstöðina, og við getum því þess vegna leyft okk- ur að hugsa um allan heiminn. Það sækja margir á höfuðborgarsvæðið og við erum næstum því á höfuð- borgarsvæðinu, bara í meiri kyrrð. Við erum ekkert inni í neinum óbyggðum, það tekur bara 40 mín- útur að keyra hingað frá Reykja- vík þannig það er lítið mál að koma hingað. Við hugsuðum bara að okkur langaði til að koma með þetta fyrirbæri inn í menningarlíf- ið hérna og Sandgerði er ofsalega kyrrlátur staður og góð umgjörð í kringum stað sem þennan,“ segir Marta og er ánægð með nálægðina við Keflavíkurflugvöll, t.d. ef fá á 'erlenda kennara til landsins . „Daglegur rekstur snýst í kring- um Suðumesin en um helgar sækj- umst viö eftir fólki hingað hvaðan sem er af landinu eða úr heiminum," segir Friðrik og bendir á að það sé hægt að fá góða gistingu í sumarhúsabyggðinni við Þóroddsstaði sem liggur niðri við sjó, komi mað- ur á helgamámskeið í Ævintýrahúsinu. Ástareldur fyrir pör Það er greinilegt aö þau hjónin hafa, þrátt fyrir að vera bæði í fullri vinnu annars staðar, Marta sem leiklistarkennari hjá Fjölbrautaskóla Suðumesja og Friðrik sem rafvirki, unnið hörðum höndum, ekki bara við að koma húsinu í stand heldur einnig að þeirri dagskrá sem þar verður boðið upp á. Hægt er að lesa nánar um hana á heimasíðu þeirra, www.pulsinn.is. Marta kennir sjálf leiklist og orku- dans á staðnum en annað kenna bæði innlendir og erlendir kennarár' Eitt af þeim námskeiðum sem vekur sérstaka athygli blaðamanns er námskeið sem kallast „Týnd hjörtu“ með Dananum Ole Wildman. „Hann hjálpar fólki, sem hefur t.d. brennt sig á ást- inni, til þess að fá trú á ástina aftur,“ segir Marta og bendir einnig á námskeiðið „Ástareldur" sem er helgamámskeið ætlað pörum sem vill fá meiri gleði og ánægju í samband sitt. Það vantar alla vega ekki gleðina milli Mörtu og Friðriks, það sér hver sá sem sér þau saman. Þrjú ár eru síðan þau rugluðu saman reytum. „Við sáumst fyrst við vígsluna á Safnaðarheimil- inu i Keflavík þar sem Frikki var að syngja. Fyrir röð tilvOjana kynntumst við svo hálfu ári seinna og ári síðar vorum við gift. Við vomm á þeim aldri að við vissum hvað við vildum og okkur langaði til að fá blessun guðs á ástina okkar,“ segir Marta og brosir til eiginmannsins en þau reka fimm manna heimili með tveimur bömum úr fyrri samböndum og hundi. Talið berst að menningarlífi í landinu almennt og hlut ríkisins í því og þar hefur Marta greinilega ákveðnar skoðanir. „Við erum að setja þetta þessa litlu lista- og menn- ingarmiðstöð okkar upp í eigin mætti. Og maður brosir bara út í annað þegar ríkið er að tala um að opna lista- og menningarmiðstöðvar úti um allt land upp á mörg hundruð milljónir. Ég veit hvað þetta í hinum skærgræna Púlsi verður boðið upp á ýmsa starfsemi. í liaust er t.d á döfinni að bjóða upp á námskeið sem hefur það að markmiði að fá fólk sem hefur brennt sig á ástinni til þess að enturheimta trúna á liana aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.