Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 48
52 // g l q cj r b / cj c) DV LAUGARDAGUR IO. MAÍ 2003 Spangól, nálykt og dauðir hérar Þrátt fyrir að Island, Grænland og Færegjar séu nágrannalönd virðast íbúarnir hafa gmsar staðnaðar hugmgndir hverjir um aðra - hugmgndir sem bgggjast kannski meira á mgndum úr túrista- bæklingum og skólabókum en staðregndum dagsins ídag. Síðast- liðið haust var hrundið afstað samstarfsverkefni milli þessara þriggja þjóða þarsem þær skoðuðu kosti og galla hver annarrar í gegnum sex unga rithöfunda og Ijósmgndara með það að mark- miði að vinna gegn þeim stöðnuðu hugmgndum sem þjóðirnar kunna að hafa hver um aðra og skoða hlutina íngju Ijósi með því að koma listamönnunum íbeint samband við hin ,,ókunnu“ vina- lönd. Afrakstur verkefnisins má sjá á sgningunni „Inn og út um gluggann“sem opnuð verður íListasafni Akuregrar ídag. Það eru Ijósmgndarinn Sigríður Dóra Halldórsdóttir og rithöfundurinn Guðrún Mínervudóttir sem skila framlagi Islands á sgninguna. „Færeyjar eru ofurkrúttað land. Færeyingar eru mjög nægjusamir og sáttir við að vera litlir og sætir. Það er enginn rembingur í þeim eins og okkur íslendingum. Það var eiginlega það sem ég fílaöi best við þá,“ segir ljósmyndarinn Sigríður Dóra Halldórsóttir, eða Sigga Dóra eins og hún er venjulega kölluð, spurð um upplifun sína af frændum vorum Færeyingum, en hún var, ásamt rithöfundinum Guðrúnu Evu Mínervudóttur, valin til þess að taka þátt í sam- vinnuverkefni milli íslands, Grænlands og Fær- eyja sem hófst síðastliðið haust. Sjálf virðist Sigga Dóra ekki síður vera nægjusöm þar sem hún situr glöö og ánægð með sitt í sinni krútt- legu nýkeyptu íbúð í Vesturbænum og serverar kaffi í litlum sætum tyrkneskum glösum. Hún útskýrir hugmyndina á bak við verkefnið um leið og hún hellir mjólkinni í kaffið: „Þessar þrjár þjóöir búa í mikilli nálægð hver við aðra Hér má sjá tvœr af myndum Siggu Dóru sem eru á sýningunni. Efri myndin er af bónda í Færeyjuin, en héraveiðitímabil var í fullum gangi þegar stelpurnar heimsóttu landið. Neðri myndin er liins vegar frá Grænlandi tekin í svartasta vetrarmyrkri landsins, sem toppar algerlega hið íslenska skammdegi. en samt sem áður þekkj- um við þessar nágranna- þjóðir okkar varla nema í gegnum staðnaðar hug- myndir. Þegar maður hugsar um Grænland sér maður hundasleða fyrir sér og græn torfþök í Fær- eyjum. Hugmyndin var því sú að í stað þess að fá listamenn frá hverri þjóð til að kynna sitt land þá voru tveir listamenn frá hverri þjóð sendir til hinna landanna til að kynna sér þau af eigin raun.“ Þannig fóru Sigga Dóra og Guðrún Eva til Færeyja og Grænlands á meðan færeysk- ir og grænlenskir listamenn komu hingað. Af- rakstri þessara feröalaga hefur nú verið safnað saman í sýninguna „Inn og út um gluggann" í Listasafni Akureyrar og má berja hann augum frá og með deginum í dag og fram til 22. júní. Ljósmyndararnir sýna þar í myndum sínum hvað þeim fannst jákvætt eða heillandi við þjóð- ina sem þeir heimsóttu en einnig endurspegla myndir þeirra líka það sem þeim fannst síður aðlaðandi eða jafnvel neikvætt. Á sama hátt leggja skáldin fram texta sem varpar ljósi á hvað þeim finnst gott eða miður við nágrannaþjóðir sínar. Sömu staðir eru sem sagt kynntir á sama tíma bara í gegnum ólíkar listgreinar. Blóðlykt í Færeyjum Sigga Dóra og Guðrún Eva byrjuðu á því að heimsækja Færeyjar í nóvember og dvöldu þar í 10 daga. Þær þekktust ekkert áður en lagt var í hann en náðu vel saman að sögn Siggu Dóru, þrátt fyrir að vera mjög ólíkar. Flestir kannast vel við Guðrúnu Evu sem gef- ið hefur út fjórar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabók. Sigga Dóra er hins vegar svo til ný- komin úr ljósmyndanámi en hún hefur lært bæði hjá Sissu og í ljósmynda- og hönnunarskól- anum IDEP í Barcelona á Spáni. „Maður hugsar um Færeyjar sem vestrænt og nútímalegt land og því kom það okkur á óvart aö finna þar kolunámukalla sem unnu við tíru frá olíulömpum við að handmoka kolum inni í jörðinni. Þá virkilega efaðist maður um að mað- ur væri staddur á árinu 2002,“ segir Sigga Dóra. Annað sem Sigga Dóra segir að hafi komið þeim stöllum á óvart er hversu trúaðir Færeyingarn- ir eru en þær fóru tvisvar í messu á ferð sinni. „Það voru alls konar trúfélög þarna út um allt og í þessum tveimur messum sem ég sótti var prédikað með miklum tilþrifum og náði prédik- arinn vel til fólksins og jafnvel til mín líka, þó svo ræðan hafi verið á færeysku," segir Sigga Dóra. Hún segir þó að hin mikla einangrun sem ríkti í minnstu þorpunum hafi virkað neikvætt á sig og nefhir þar Þvereyri á Suðurey þar sem aðalveitingastaðurinn er pylsuvagn. „Við erum vön því að hafa kaffihús á hverju horni sem hægt er að setjast niður á en í Færeyjum var því ekki að heilsa," segir Sigga Dóra, en þeim stöll- um var þó boðið molakaffi víða af heimamönn- „Ég mun aldrei kvarta aftur yfir skammdeginu hér á íslandi því það er ekki neitt á við vetrarmyrkrið á Grænlandi," segir ljósmyndarinn Sigga Dóra, en hún ferðaðist ásamt rithöfundinum Guðrúnu Evu til Grænlands og Færeyja til að kynnast þessuin nágrannaþjóðum okkar af eigin raun.“ DV-mynd Hari um. M.a. heimsóttu þær bónda sem stóð í heima- slátrun og segir Sigga að blóðlyktin sitji enn í vitunum. „Þegar við vorum þarna var héraveiði- tímabil í gangi. Dauðir hérar héngu á hverju húsi og þar var blóð og nálykt um allt.“ Grænlenskt vetrarmyrkur Grænland er, að sögn Siggu Dóru, líkt Færeyj- um að því leyti að þar er einangrunin berleg en landið var þó, að sögn Siggu Dóru, mun ævin- týralegra heldur en Færeyjar. „Við fórum þang- að í janúar og það var myrkur allan tímann. Þar af leiðandi ákvað ég að einbeita mér frekar að fólkinu en að eltast við landslagsmyndir í myrkrinu," segir Sigga Dóra og vill endilega komast þangað aftur á öðrum árstíma. Stelpurn- ar voru viku á Grænlandi og dvöldu aðallega í Illulisat, 5000 manna bæ á norðvesturströnd landsins. „íbúar bæjarins voru um 5000 en hundarnir 6000. Það þýddi að það var endalaust hundaspangól þarna. í fyrstu var það mjög sjar- merandi en undir lokin var þetta meira orðið að angistarópum," segir Sigga Dóra. Hún segir að útþrá unga fólksins á Grænlandi sé ekki eins mikil og á íslandi. Samgöngurnar séu erfiðar og það gæti útskýrt nægjusemina. Hún segir líka að miðað við allar þær sögur sem hún hafi heyrt um fyllirí og haglabyssunotkun Grænlendinga hafi það komið henni á óvart hversu dannaðir og nægjusamir Grænlendingar séu. „Við hittum enga svona dæmigerða eskimóa en fórum þó í eina mjög skemmtilega túrista-hundasleðaferð. Þar vorum við alklæddar selskinni en strákarn- ir sem fóru með okkur voru bara mjög vestræn- ir í útliti, í Nikegöllum og með gemsa í vasan- um,“ upplýsir Sigga Dóra og hlær. Eitt segist hún allavega hafa lært af ferðinni og það er að kunna að meta ljósið: „Ég mun aldrei kvarta aft- ur yfir skammdeginu hér á íslandi því það er ekki neitt á við vetrarmyrkrið á Grænlandi," segir Sigga Dóra og rifjar upp gönguferð upp á hæð nokkra á hádegi þann 13. janúar ásamt meirihluta bæjarbúa sem þær stöllur fóru í til þess að sjá sólina koma upp aftur eftir veturinn. „Það var rosalega kalt og við vorum við það að gefast upp þegar sólin birtist - í örfáar mínútur. Það varð þvilíkur fögnuður í hópnum," rifjar Sigga Dóra upp. f landsliði kaffibarþjóna Hvaða sjónarhorn Færeyingarnir og Græn- lendingarnir munu birta af íslandi á sýningunni er Sigga Dóra spennt að sjá en hún heyrði frá færeyska ljósmyndaranum að á meðan Græn- lendingar hefðu verið feimnir við að láta taka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.