Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 25
4 LAUGARDAGUR IO. MAÍ 2003 // e lc) c} rb l a ö 13 V 25 DV-myndir ÞÖK Friðrik byrjar á að saxa nið- ur grænmetið í réttinn, með- al annars steinseljuna, sem notuð er bæði sem krydd og skraut og stráð er yfir krás- irnar í lokin. Hér er hann að veiða bláskel- ina upp úr soðinu sem búið er til úr hvítvíni og smjöri og bragðbætt með bæði hvítlauk og skalottlauk. Tómattcningum er bætt í soðið eftir að skelin hefur verið veidd upp úr því. Síðan er það soðið niður um helm- ing áður en því er hellt yfir skelina í skálinni. I ;íi' de Kpufjfacb RIEStlNC Matarvín frá Alsace sem kitla bragðlaukana - er val Gunnlaugs Páls Pálssonar hjá víndeild Austurbakka Fyrir kemur að fólki finnst vínin sem mælt er með á þessum vettvangi séu í dýrari kantinum. Yfirleitt er um 3-500 króna munur á þessum vín- um og þeim ódýrustu, verið að tala um flöskur sem kosta um 1300-1600 krónur. En hafa verður í huga að ef fólk bætir 3-400 krónum við útgjalda- áætlun sína í verslunum ÁTVR getur það skilað sér í töluvert betri gæðum. Oftar en ekki er um „bestukaup“ að ræða. Um það geta unnendur vína vitnað. Hér er þó alls ekki verið að kasta rýrð á vín sem kosta í kringum þúsundkallinn. í þeim geta vissulega falist prýðileg kaup. Við þetta má bæta að fjölmargir vilja einfaldlega borga nokkur hundruð krónum meira fyrir flösk- una ef þeir geta gengið að því vísu að um góö vin sé að ræða. Með þessar hugleiðingar í sinni kíkj- um við á vín vikunnar sem Gunnlaugur Páll Pálsson hjá víndeild Austurbakka mælir með en hvor flaska um sig kostar í kring um 1600 krón- ur. Cote de Rouffach línan frá René Muré er fram- leidd með það í huga að gefa neytendum kost á mjög góðum vínum, vínum sem hafa að geyma það besta sem hið rómaða Alsace-hérað hefur upp á að bjóða. Að auki er lögð áhersla á aö bjóða þessi vín á viðráðanlegu verði, að saman fari gæði og gott verð. Þrúgurnar sem René Muré not- ar gefa frá sér misjöfn einkenni, bæði bragð og angan. Virðast vínin falla Islendingum vel í geð sem sést best á vinsældum þeirra. Fyrra víniö sem hér er mælt með er Cote de Rouffach Riesling Þetta er sýruríkt vin með góðum keim af sítrus og lime og með góðri bragðfyllingu. Þetta er þurrt vín sem passar frábærlega með laxa- og humarréttum ýmis konar, t.d. reyktum eða gröfnum laxi og grilluðum humar i skel. Riesling-vínið kostar 1690 krónur í ÁTVR. Seinna vínið er einnig úr Cote de Rouffach- línu René Muré, Tokay Pinot Gris. Þetta vín er fullt af ferskum ávexti, bæði í lykt og bragði. Þessar eigindir springa bókstaflega út i munn- inum og eftirbragðið verður þægilegt og.viðvar- andi. Þetta er fyrirtaks matarvín, þykir frábært með hvers kyns fisk- og skelfiskréttum, gjaman bragðmiklum, en hentar einnig vel með ljósu kjöti í feitum sósum og pasta. Flaskan af Tokay Pinot Gris kostar 1590 krónur í ÁTVR. Frá René Muré gerir einnig bragðmikið Gewurstraminer-vín sem þykir frábært með austurlenskum mat, sérstaklega indverskum karrýréttum. Flaska af Gewurstraminer frá René Muré kostar 1540 krónur í ÁTVR. Umsjón Ilaukur Lárus Ilauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.