Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 He lcjct rb laö 3Z>V 3 Við erum ekki sátt við að lifa við það ein listgreina að það sé sett á okkur krafa um að rekstur hússins standi undir sér. Enginn spyr leikarann hvernig eigi að reka leikhúsið eða íþróttamanninn hvernig eigi að reka íþróttaleikvanginn. Fyrir 52 árum byggðu menn Þjóðleikhús og við eigum Borgarleikhús, listasöfn, bókasöfn, en ekk- ert tónlistarhús. Sinfóníuhljómsveit íslands hefur notið velgengni hérlendis sem erlendis og fengið geysilega góða dóma fyrir frammistöðu sína. Henn- ar hlutskipti hefur verið og er að hírast í bíóhúsi sem allir eru sammála um að sé ómögulegt." Ósldljanleg afstaða Björn segir að tónlistarmenn séu sammála um að tónlistarhúsið eigi að hæfa öllum tegundum tónlistar en muni ekki leggjast gegn áformum um að hafa hótel og ráðstefnumið- stöð tengda húsinu þótt óskastaðan sé að tónlistarhúsið verði aðeins helgað tónlist. Því miður hafa stjórnmálamenn búið svo um hnút- ana að bygging tónlistarhúss er, að þeirra sögn, háð því að það finnist einkaaðili til þess að fjármagna byggingu hótels og ráðstefnuað- stöðu. Þetta er að mati tónlistar- hreyfingarinnar hæpinn rökstuðn- ingur og vanvirðing við þá listgrein og listamenn sem einna mest hafa haldið merki íslendinga á lofti á er- lendri grundu svo ekki sé minnst á grósku tónlistarlífsins hér heima fyrir. Það er í meira lagi sérkennilegt og í raun óskilj- anlegt að í stjórn nýstofnaðs einkahlutafélags sem ríki og borg hafa sett á laggirnar um byggingu þessa húss, skuli ekki sitja tónlistarmaður eða full- trúi þeirra." Við vorurn svildn „Þann 11. apríl 2002 var undirritað samkomulag milli ríkis og borgar um byggingu tónlistarhúss sem hefjast skyldi 2004 en verklok yrðu fyrir árslok 2006. Nú hafa stjórnvöld tilkynnt að ekki verði haf- ist handa fyrr en 2006 án þess að gefa skýringu á af hverju ekki er staðið við samkomulagið frá 11. apr- íl 2002 um byggingu hússins. Við teljum að stjórn- völd skuldi okkur skýringu á því hvers vegna mál- inu hefur verið frestað. Af þessum sökum er mikil óánægja ríkjandi innan tónlistarhreyfingarinnar í landinu sem hélt að nú ætti að hefjast handa. Tón- listarhreyfingunni finnst hún hafa verið svikin þar sem yfirvöld standa ekki við fyrrgreint samkomu- lag.“ Björn segir að á sama tíma og byggingu tónlist- arhúss sé slegið á frest enn einu sinni hafi rikis- stjórnin nýlega ákveðið að byggja tónlistar- og menningarhús á Akureyri, ísafirði og í Vestmanna- eyjum og heíjast framkvæmdir innan skamms. Hann segir undarlegt að þrátt fyrir að bygging tón- listarhúss hafi verið helsta baráttumál tónlistar- hreyfingarinnar um árabil sé nú án hiks tekin ákvörðun um byggingu menningarhúsa á landsbyggðinni. „Tónlistarmenn fagna byggingu menningarhúsa á landsbyggðinni en gagnrýna um leið forgangsröðun ríkisstjórnarinnar." Sldljum eldd Ingibjörgu Þrátt fyrir yfirlýsingar Samtóns um einhug tónlistarhreyfingarinnar í afstöðu sinni til tónlistarhússins staðhæfir Ingibjörg Sólrún, fyrrver- andi borgarstjóri, í dagblöðum að ís- lenska óperan sé best komin í Borg- arleikhúsinu. Hver er afstaða ykkar gagnvart fullyrðingum Ingibjargar? „Við styðjum íslensku óperuna inn í minni sal tónlistarhússins. Ég skil ekki þessa afstöðu Ingibjargar. Fyrir henni hljóta að vera einhver rekstrarleg sjónarmið því listræn rök eru engin. Verði þetta ofan á þá mun það koma illilega niður á bæði starfi íslensku óperunnar og þeirrar starf- semi sem þar er nú fyrir. Sömuleiðis er líklegt að kostnaður við breytingarnar verði a.m.k. sá sami og að stækka minni sal tónlistarhússins þannig að starfsemi íslensku óperunnar rúmist þar. íslenskir óperusöngvarar og óperuunnendur eiga eðlilega kröfu á að þessi möguleiki verði skoðaður. Dapurleg skammsýni „Mér finnst dapurlegt að sjá skammsýni ís- lenskra stjórnmálamanna nútímans sem skilja ekki gildi tónlistarinnar. Helsti velgjörðamaður tónlist- arinnar hérlendis er Gylfi Þ. Gíslason sem kom á nýjum lögum um tónlistarskóla í stjórnartíð sinni og þá varð sprenging í tón- listarmenntun lands- manna. Okkur vantar framsýna stjórnmála- menn eins og Gylfa. Tómlæti stjórnmála- manna í dag er algert gagnvart þessari list- grein. Við höfum í ein- feldni okkar talið að með því að spila vel og veita þannig birtu og verðmætum inn í líf allrar þjóðarinnar, ásamt því að standa okkur vel á erlendri grundu, yrði íslenskri tónlist launað með einhverjum hætti en það hefur ekki enn ræst. Við munum halda áfram að þrýsta á stjórnmálamenn uns settum markmiðum verður náð.“ Björn er sjálfur menntaður fagottleik- ari og lærði á íslandi og í Vínarborg. Hann starfaði árum saman með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og hefur tekið þátt i flestum óp- eruuppfærslum á ís- landi. En er hann hættur að spila? „ Já, ég hef að mestu dregið úr hljóðfæra- leik vegna anna við störf mín að hags- munabaráttu fyrir hljómlistarmenn. Þeg- ar ég hef náð mark- miðum mínum í þeim efnum bíður fagottið örugglega eftir mér.“ -PÁÁ „Á Alþingi hafa fjórir menn tekið til rnáls um byggingu tónlistarhúss síðustu fimm kjörtímabil og talað samtals í 20 mínútur sem eru að meðaltali ein mínúta á ári. Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í bíóhúsi, fslenska óperan sýnir óperur í bíóliúsi. Allir stórtónleikar á íslandi fara fram í íþróttahúsum." Tómlæti stjórnmála- manna ídag er algert gagnvart þessari list- grein. Við höfum íein- feldni okkar talið að með þvíað spila vel og veita þannig birtu og verðmætum inn ílíf allrar þjóðarinnar, ásamt því að standa okkur vel á erlendri grundu yrði íslenskri tónlist launað með ein- hverjum hætti en það hefur ekki enn ræst. Gaui litli í sumarskapi Allt þetta er innifalið: Yogaspuni 6 sinnum í viku, vikuleg vigtun, fitumæling, ummálsmælingar, ítarleg kennslugögn með mataruppskriftum, matardagbókum og leiðbeiningar varðandi fæðuval, frír einkaþjálfari í tækjasal, vatnsbrúsi, vegleg verðlaun. 16 vikna hörkuaðhald Fjórir mánuðir á verði tveggja. Bónusverð 14.500 kr. í boði eru morgun- og kvöldtímar. Frír prufutími. Upplýsingar í síma 561 8585 og á gauilitli.is Kjósum N-Hstann = NýttAfl ...stjórnmálaflokkur fólksins Fyrst og fremst Hannes Hlffar Stefánsson Stórmeistari í skák Þegar sekúndu- brotið skiptir máli þá nota ég SEKONDA. Guðmundur G. Þórarinsson skipar 1. sæti í Reykjavík norður Sameinumst gegn bruðli og sóun stjórnvalda. Hættum vegabréfaskoðun fyrir Efnahagsbandalagið. 7.900 kr Notum þœr þúsundir milljóna fyrir ferða- þjónustuna á íslandi. Útsölustaðir: Helgi Sigurösson, Skólavörðustíg 3. Gullsmiðja Óla, Smáralind. Jens, kringlunnl, Georg Hannah, úrsmiður, Keflavík, Guðmundur Hannah, úrsmlður. Akranesl. Skagfirðingabúð, Sauðárkrókl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.