Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 30V Helgarblað Forsætisráðherra Italíu bítur frá sér og segir dómara ofsækja sig: Fórnarlamb pólítfskra nornaveiöa REUTERS-MYND Berlusconi í réttarsal Forsætisráöherra Ítalíu hélt langa tölu í réttarsal í Mílanó á mánuöag og lýsti sig saklausan af ákærum um aö hafa mútaö dómara í baráttunni um kaupin á ríkisfyrirtæki fyrir hátt í tuttugu árum. Guðlaugur Bergmundsson Fréttaljós Stundum eru laun heimsins ekk- ert nema vanþakklætið. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra ítaliu og jafnframt ríkasti maður landsins, telur að sæma hefði átt hann orðu fyrir að gera ríkinu greiða. Þess í stað situr hann nú á sakamannabekk, ákærður fyr- ir að hafa borið mútur á dómara. „Ég er stoltur, ég endurtek, ég er stoltur af því sem ég gerði,“ sagði Berlusconi síðastliðinn mánudag þegar hann flutti um það bil klukkustundarlanga tölu fyrir rétti í Mílanó. Uppi á vegg i réttarsalnum er ritað stórum stöfum: Allir jafnir fyrir lögunum. Berlusconi braut við þetta tæki- færi blað í ítalskri réttarsögu með því að verða fyrsti starfandi forsæt- isráðherra landsins til að koma fyr- ir rétt í eigin máli. Tíu milljónir í mútur ítalska forsætisráðherranum er gefið að sök að hafa mútað dómara með um tíu milljónum króna á ár- inu 1986 til að fá hann til að stöðva sölu matvælafyrirtækisins SME sem var í eigu ríkisins til Carlos de Benedettis, eiganda Buitoni mat- vælarisans sem framleiðir meðal annars alls kyns pastavörur. Annað ítalskt ríkisfyrirtæki, IRI, sem þá var undir forystu Romanos Prodis, núverandi forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, sá um söluna á SME. Prodi hafði samið við de Benedetti um að selja SME fyrir sem svarar um átján millj- arða króna að núvirði, án þess að hafa stjórn IRI með í ráðum, að því er haldið var fram. Ýmsum þótti verðið of lágt, þar á meðal Bettino Craxi, þáverandi forsætisráðherra Ítalíu, sem sjálfur átti eftir að vera dæmdur fyrir spillingu. Craxi kom, að sögn, að máli við Berlusconi og bað hann um aö bjóða betur og gera ítalska ríkinu þar með stóran greiða. „Ég hafði engra beinna hagsmuna að gæta og Craxi grátbað mig um að skerast í leikinn af því að hann taldi að málið myndi skaða ríkið,“ sagði fjölmiðlakóngurinn og forsætisráð- herrann í réttarsalnum. Engar áhyggjur Romano Prodi sendi frá sér yfir- lýsingu eftir staðhæfingar Berl- usconis í rétttarsalnum þar sem sagði að staðreyndir málsins sýndu fram á að hann hefði ávallt haft hagsmuni ríkisins að leiðarljósi. „Ég hef engar áhyggjur. Þetta eru ekki réttarhöld yfir mér,“ sagði Prodi við fréttamenn í Bologna á mánudag, áður en Berlusconi hélt tölu sína í Mílanó. Stjómvöld sáu þann kost vænstan að hætta við einkavæðinguna en de Benedetti leitaði til dómstólanna til að fá samninginn staðfestan. Svo fór að lokum að áfrýjunardómari hafn- aði kröfu de Benedettis, sami dóm- arinn og nú er sakaður um að hafa þegið mútur frá Berlusconi. Hinu umdeilda rikisfyrirtæki var að lokum skipt upp og það selt á ár- unum 1993 til 1994, fyrir hærra verð en samið hafði verið um við de Benedetti á sínum tíma. ítalski forsætisráðherrann hefur lýst sig alsaklausan af öllum ákær- um og segist vera fórnarlamb póli- tískra nornaveiða sem vinstrisinn- aðir dómarar í MOanó standa fyrir, dómarar sem séu staðráðnir í að koma íhaldsstjórn hans á kné. Berlusconi segist vera „ofsóttur en ekki saksóttur," eins og hann kemst sjálfur svo skemmtilega að orði. Berlusconi segir að vald dómar- anna í Mílanó hafi stigið þeim til höfuðs frá því hreinsað var til í spillingarbælum ítalskra stjórn- málamanna á síðasta áratug í fræg- um réttarhöldum sem kennd voru við hinar „hreinu hendur“. Vinurinn sendur í steininn James Walston, stjómmálafræð- ingur við Bandaríska háskólann i Róm, segir mjög miklar líkur á því að Berlusconi verði fundinn sekur. Nefnt hefur verið að forsætisráð- herrann eigi yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi verði sú raunin. Berlusconi var óþyrmilega minnt- ur á þá hættu í síðustu viku þegar gamall vinur hans og fyrrum land- varnaráðherra Ítalíu, Cesare Previti, var dæmdur í ellefu ára fangelsi fyr- ir að múta dómurum til að liðka fyr- ir viðskiptasamningum upp á millj- arða króna á níunda áratug síðustu aldar. Þeir samningar tengdust yfir- töku fyrirtækjasamsteypu Berluscon- is á þekktu útgáfufyrirtæki. Verjendur Berlusconis hafa óskað Bettino Craxi Þáverandi forsætisráöherra Ítalíu hvatti Berlusconi til aö bjóöa í rík- isfyrirtæki sem átti aö selja. eftir að kalla 1.800 vitni fyrir rétt- inn, þar á meðal marga frammá- menn í ítölskum stjómmálum. Það þykir því nokkuð ljóst að réttar- höldin munu dragast enn á langinn, eitthvað fram eftir sumri. Hryllileg tilhugsun ítalar hugsa margir til þess með hryllingi ef svo færi að forsætisráð- herra þeirra yrði fundinn sekur á sama tíma og Ítalía gegnir for- mennsku í Evrópusambandinu. Hún tekur við forystunni þar 1. júlí næstkomandi og heldur henni til áramóta. Þeir Berlusconi og Prodi neyðast þá til að vinna saman. „Við höfum alls engar áhyggjur af þessu,“ sagði Reijo Kemppinen, tals- maður framkvæmdastjómar ESB, í vikunni. „Ég er sannfærður um að undirbúningur fyrir formennsku Ítalíu mun halda áfram og viö erum reiðubúnir að starfa með væntan- legum forystumönnum." Berlusconi hvatti til þess um miöja vikuna að réttarhöldin yfir honum yrðu slegin af og að gerðar yrðu breytingar á stjómarskránni til að tryggja friðhelgi þingmanna fyrir alls lags lögsóknum. Þá hefur hann hótað að boða til kosninga verði hann fundinn sekur og gera kosningarnar um leið að eins konar þjóðaratkvæðagreiðslu um dómstól- Romano Prodi Sakaöur um aö hafa gert leynileg- an samning um sölu ríkisfyrirtæk- is fyrir allt of lágt verö. ana. Margir ítalar eru nefnilega sömu skoðunar og forsætisráðherr- ann, þeirrar sem sé að dómararnir í Mílanó séu bara vinstrisinnaðir vandræðagemlingar sem sé uppsig- að við ríkisstjórnina. Ekki eru þó allir landar Berlusconis á sama máli. „Láttu rétta yfir þér, trúðurinn þinn. Þú munt hljóta sömu örlög og Ceausescu," hrópaði reiður maður í hópnum sem stóð fyrir utan dóm- húsið í Milanó á mánudag. Ceausescu var sem kunngt er harðstjóri í Rúmeníu um áratuga- skeið og var skotinn til bana, ásamt eiginkonu sinni, af fóðurlandsvin- um í uppreisninni gegn kommún- istastjórn hans í kring um 1990. Bananalýðveldið Italía Berlusconi hefur átt í stöðugum útistöðum við réttvísina undanfarin ár. Maðurinn sem íjármálatímaritiö Forbes kallaði þriðja valdamesta milljarðamæring heimsins árið 2002 neyddist til að segja af sér forsætis- ráðherraembættinu árið 1994, eftir tæplega eins árs setu, eftir að dóm- stóll hafði fundið hann sekan um fiársvik og mútur. Þá hefur hann sætt rannsókn í tugum annarra minni háttar svikamála sem flest- um hefur verið vísað frá dómi eftir að flokkur hans, Áfram Ítalía, sigr- aði með yfirburðum í kosningunum í maí 2001. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áhyggjum sínum af framferði ítalska forsætisráðherrans. í skýrslu sem lekið var til fiölmiðla kemur fram að hjá SÞ hafi menn áhyggjur af því að Berlusconi hagi sér „eins og hann væri yfir lögin hafin.“ Stjórnmálaskýrendur segja marg- ir hverjir að jafnvel þótt „II Cavali- ere“, eða riddaranum, eins og Berlu- svoni er ávallt kallaður, takist að fá þingið til að samþykkja lög til að halda handjárnunum fiarri sé skað- inn skeður. „Hann mun líklega sitja áfram við völd en fær á sig spillingaryfir- bragð. Og Ítalía mun koma fyrir eins og bananalýðveldi,“ sagði stjórnmálfræðingurinn James Wal- ston í Róm. Byggt á efni frá The Guardian, Reuters, BBC og Le Monde og the Independent. Mitzna segir af sér Friðarsinninn Amram Mitzna sagði af sér á sunnudaginn sem leiðtogi ísraelska Verkamannaflokksins, eftir aðeins sex mán- aða setu í leiðtogasæt- inu. Að eigin sögn var það aukin gagn- rýni og óánægja innan flokksins sem varð tfl þess að hann tók þessa ákvörðun en flokkurinn galt mikið afhroð í síðustu kosningum undir hans stjóm og jaðraði við klofning eftir að Mitzna hafði neitað þátttöku í nýrri ríkisstjórn Sharons. Hirti áttatíu milljarða Bandaríska dagblaðið New York Times sagði frá því í byrjun vikunn- ar að Qusay, annar sona Saddams Husseins, fyrrum íraksforseta, hefði haft andvirði um áttatíu milljarða ís- lenskra króna í reiðufé á brott með sér frá íraska seðlabankanum í Bagdad, aðeins nokkrum klukku- stundum áður en bandamenn hófu stríðsaðgerðir. Svo mikið var féð að ekkert minna en þrjá tengivagna þurfti til að flytja það á brott, er haft eftir íröskum embættismanni. Einnig er hermt að Saddam sjálfur hafi fyrirskipað flutn- ing fiárins. Ungfrú miltisbrandur Bandaríska varnar- málaráðuneytið í Pentagon tflkynnti í upphafi vikunnar að dr. Huda Salih Hahdi Ammash, betur þekkt sem „ungfrú mfltis- brandur", hefði verið handtekin í Bagdad á sunnudaginn. Hún var eina konan í spilastokk Bandaríkjamanna yfir eftirlýsta stuðningsmenn Saddams Husseins en þar var hún í 53. sæti af 55 og talin bera ábyrgð á efnavopnauppbyggingu Iraka frá því eftir Persaflóastríðið ár- ið 1991. Auk þess var hún ein af fá- um konum í innstu valdaklíku Sadd- ams og sást gjarnan á myndbands- upptökum með forsetanum fyrrver- andi sem sendar voru út í áróðurs- skyni í upphafi stríðsins. Hertar SARS-aögerðir Kínversk stjórnvöld hafa í vikunni beitt sér fyrir hertum aðgerðum gegn útreiðslu SARS-vírussins eftir að upplýst var að hann væru mun meira smitandi og dánartíðni hærri en áður var talið. I höfuðborginn Peking höfðu meira en sextán þúsund manns verið sett í einangrun og í borginni Nanj- ing í austurhluta landsins var tíu þúsund manns skipað í einangrun. Um miðja vikuna voru aðgerðir enn hertar og voru þrjátíu þúsund rannsóknarliðar þá sendir inn í eitt hverfa Peking þar sem flest smit hafa greinst. Rannsóknarliðunum var ætl- að að kanna ástandið í hverfinu en áður hafði öllum fiölskyldum í þessu tveggja milljóna manna hverfi verið afhentir hitamælar. Sharon lofar Abbas Mahmoud Abbas, nýskipaður forsætis- ráðherra Palestínu, hvatti ísraelsmenn til þess aö sam- þykkja svokallaðan vegvísi að friði fyrir botni Miðjarðarhafs, sem Bandaríkja- manna lögðu fram í síðustu viku með stuðningi Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og Rússa, en ít- rekaði að lokasamkomulag yrði að innihalda rétt palestínskra flótta- manna tfl þess að snúa aftur heim til Palestínu. Á móti krefst Ariel Sharon þess að Palestinumenn dragi þessa kröfu sína til baka en hrósar Abbas sem trúverðugum boðbera friðar. Palestínumenn hafa þegar sam- þykkt umræddan vegvísi sem gerir ráð fyrir formlegri stofnun sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna í síð- asta lagi árið 2005 og að frekari uppbygging landtökubyggða á heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna veröi þegar stöðvuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.