Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 38
38 Helgarblacf DV LA.UGA.RDAGUR l O. fVlAÍ 2003 Engin drottinsvik Kristján Jóhonnsson er suðrænn söngvari að norðan. Hann lætur gamminn geisa um íslenskt tónlistarlíf, ítalskt ríkisfang sem hann er að sækja um og segir sögur af ís- lenskum stórsöngvurum. Kristján 'Jóhannsson tenórsöngvari er maður þeirra gerðar að hvar sem hann fer þá fara tjöldin frá, ljósin upp og athygli áhorfenda beinist að hon- um. Það skiptir ekki máli hvort hann stendur á sviði eða ekki. Svona hefur þetta verið um árabil eða þau 18 ár sem segja má að Kristján hafi verið í fremstu röð tenórsöngvara í heiminum. Sagan af upphafi söngferils Kristjáns er löngu komin í röð þjóðsagna en hún segir frá vélvirkjan- um á Akureyri sem bæjarbúar kölluðu Kidda Konn og hafði mikil hljóð eins og karl faðir hans og margir aðrir í fjölskyldunni. Einn daginn lagði Kristján frá sér olíukönnuna og tvistinn og steig upp í flugvél og hélt til Ítalíu til að læra söng. Kristján er búsettur við Garda-vatnið á Ítalíu með Sigurjónu Sverrisdóttur eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra og flýgur þaðan um heim- inn allan til þess að þenja raddböndin sem forðum bergmáluðu í smiðjunni á Akureyri. Rætur hans liggja samt alltaf á Akureyri og það er vandfund- inn betri staður til að spjalla við stórsöngvarann en á barðinu við kirkjugarðinn á Akureyri. Hann hefur gengið í garðinn til að vitja um leiði fóður síns, Jóhanns Konráðssonar, sem lést 1982. Við hlið þess steins er lítill steinn merktur Dorriet Kavanna, sem lést 1983 eftir þriggja ára hjónaband með Kristjáni. Kristján á þess vegna tvöfalt erindi í garðinn. Það er gott að sitja undir vegg í sólskininu und- ir hvítum fjöllum í þessum gamla kaupstað. Héð- an sér Kristján í gaflinn á húsinu sem hann ólst upp í í Innbænum á Akureyri og héðan sést vel inn í mynni Garðsárdals þar sem hann elti rollur þegar hann var ungur drengur í sveit á Rifkels- stöðum í Eyjafirði. Stórsöngvarinn horfir yfir æskustöðvar sínar og svo fer hann að tala um illa nýtt tækifæri. Þú varst djöfull góður „Mér finnst að íslensk stjórnvöld hefðu átt að nýta betur þau tækifæri sem ég skóp. Ég gæti sagt að mér væri alveg sama en það væri ekki satt. Ég var fyrsti íslenski listamaðurinn sem á sér „grande carriera" og mér finnst þetta ekki hafa verið nýtt. Það er miklu frekar að ég heyri hnýtt í mig. Menn segja: Þú varst djöfull góður og ert góð- ur en við héldum að þú yrðir annar Pavarotti. En þá þarftu peningana, þjóðina og stjórnmálamenn- ina með þér. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Það gerir enginn neitt fyrir mig án þess að fá annað í staðinn. Ég verð að segja mér til hóls að ég kom þessum sendiráðum og konsúlum í gang með að skapa tengsl til að afla listinni velvildar. Ingimundur stóð sig vel í Berlín og Eiður Guðnason í Ósló. Þeir buðu forráðamönnum óperunnar í veislur og svona og veittu vel. Þetta skiptir allt máli. Það þarf að mynda persónuleg tengsl,“ segir Kristján og svo fer hann að tala um íslenska lambakjötið sem á matseðli flugvélanna heitir besta lambakjöt í heimi en á ensku á sama matseðli stendur: probably the best ... Svona er Kristján. Hann er flugmælskur en flýgur alls ekki í beina stefnu heldur þangað sem vindur hugans ber hann hverju sinni og maður verður bara að reyna að elta hann á fluginu. „Það er vel hægt að gera sér upp einhverja róm- antík og segja að maður sé bara listamaður sem varði ekkert um peninga eða frægð. En það dugar skammt í heiminum í dag. Þessir menn vita ekkert - í blöðum hafa birst opnuauglýsingar þar sem hópur valinkunnra listamanna segist ætla að kjósa Samfylkinguna. Það vekur svolitla athygli að sjá Kristján þar á meðal því margir hafa sjálfsagt ekki talið hann til vinstri manna. Hvernig víkur þessu við? „Ég er einn af stofnendum Varðar, félags ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri, og hef verið sjálf- stæðismaður alla tíð. Ég er það enn þá en nú eru þeir ekki að gera það sem þeir eiga að gera. Það er ekki rétt þegar menn segja að það sé ekki óperuáhugi á íslandi. Mér er sagt að í skýrslum ráðuneytisins standi að amerískir ráðgjafar segi að það sé enginn óperuáhugi á íslandi. Þeir komu hingað þegar óperan var í verstu lægð sem hefur hent hana. Þessir menn vita ekkert. Þegar ég hef sungið hérna heima hefur verið fullt upp í stromp í marg- ar sýningar. Þetta er bara kjaftæði. Ég hef sungið í svona fjölnota húsum um allan heim þar sem sinfóníuhljómsveit, leikhús, ópera og allar listgreinar þrífast hlið við hlið. Það fær mig enginn til aö trúa því að 300 þúsund manna þjóð geti byggt tónlistarhús fyrir marga milljarða fyrir sæmilega sinfóníuhljómsveit og úthýst óperunni. Þess vegna er ég fúll. Ég er ekki að segja að ég viti allt um þessi mál en ég veit mikið. Söngvarar og aðrir tónlistarmenn standa í sömu sporum nú og fyrir 20 árum þegar verið var að safna fyrir tónlistarhúsi og stofna samtök. Hvar eru þeir peningar sem fólk var platað til að borga í mánaðargreiðslum. Þetta er lífsspursmál fyrir okkur tónlistarmenn að óperan fái inni í tónlistarhúsinu," segir Kristján og er nú kominn á slíkt flug að við verðum að leita skjóls undir vegg. Þjóðleikhúsið hefði átt að rífa - En er hann sammála þeim áformum að færa starfsemi íslensku óperunnar í Borgarleikhúsið? Sem að hans dómi var byggt á sínum tíma með lít- illi forsjá og of miklum hraða eins og raun ber vitni í dag. „Allir vita að ópera er fyrst og fremst tónlist. Leikurinn er í því samhengi aðeins skrautið á kök- unni. Ég held að vandamál leikhúsa í Reykjavík sé fyrst og fremst það að við erum með þrjú nákvæm- lega jafnstór hús í Reykjavík.“ Ég vildi leggja niður Þjóðleikhúsið eins og það er og rífa það bara niður í grunn og byggja nýtt hús og glæsilegt. Þar hefði verið rúm fyrir allar list- greinar, sinfóníu, leikhús, ballett og óperu. Þetta hafa nágrannar okkar gert í meira en 200 ár og all- ir eru ánægðir. Það er bara smáborgaraskapur og rembingur hvernig þessum málum er komið hérna hjá okkur.“ - Kristján fer að tala um tónleikana sem verða kl. 16.00 á morgun í íþróttahúsinu á Akureyri. Þar verður Requiem Verdis flutt með Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og Kristján, Kristinn Sigmundsson, Björg Þórhallsdóttir og sameinaðir kórar Norður- lands og Langholtskórinn flytja. Þetta verk átti að flytja með þátttöku Kristjáns fyrir tveimur árum í Háskólabíói en hann veiktist á örlagastundu og annar hljóp í skarðið. „Gríðarleg vonbrigði," segir hann og er auðheyrilega enn sár vegna þess aö ekki reyndist hægt að bíða í fáeina daga eftir þvi að heilsa hans réttist við en búið var að fá samn- ing um upptöku á tónleikunum. „Þetta verður gaman á sunnudaginn,“ segir hann og glottir. „Ég er við hestaheilsu og í banastuði. Þetta verð- ur fínn konsert." Pavarotti varð sár og reiður - Það er sjaldséð sjón að þeir standi saman á sviði þessir frægustu stórsöngvarar íslendinga, Kristinn og Kristján. Ég læt þá skoðun í ljósi að þetta eigi að vera á sviði í Reykjavík og ekki dag- inn eftir kosningar. „Pavarotti kom til íslands fyrir rúmum 20 árum og þá var akkúrat verið aö kjósa. Það var hálfgert flopp, og Laugardalshöllin ekki næstum full. Pavarotti var sár og reiður út af þessu og sagði mér að hann myndi aldrei koma til íslands aftur. Þá voru kosningar," segir Kristján og hlær svo að bergmálar í fjöllunum. Engin drottinssvik - Hann hefur búið í nærri 30 ár erlendis og hef- ur sótt um ítalskan ríkisborgararétt. Hvaða drott- inssvik eru það eiginlega? Ætlar hann að hætta að vera íslendingur? „Þetta er starfsins vegna. Ég er búinn að borga tugi milljóna í lífeyrissjóði í Þýskalandi, Frakk- landi, Sviss og Spáni og mínir menn segja mér að ég verði að hafa ríkisfang í einhverju EU-landi til að eiga tilkall til þessa lífeyris. Það væri heimsku- legt af mér að nýta það ekki. Ég væri auli. Ég verð IgJlpÉlÍ áfram með íslenskan ríkisborgararétt að sjálf- sögðu. Það væru drottinssvik að afsala sér hon- um, svik við sjálfan mig og þjóðina. En ef ég gerði þetta ekki þá myndi ég afsala mér rétti mínum. Ég gæti ekki búið hérna því það er stundum hringt með dags fyrirvara í mig þegar einhver veikist. Ég er svo háður fjölskyldu minni að ef ég á tveggja daga frí í Berlín þá er ég þotinn heim og kominn upp í rúm hjá konunni. Þetta gæti ég ekki ef ég byggi hérna. Svo voru menn að básúna það út þegar ég var LAUGARDAGUR IO. MAÍ 2003 Helgarblacf 33"V" veikur og varð að aflýsa hérna heima að ferillinn væri búinn og ég myndi aldrei syngja meir. Menn vita ekki neitt. Svo er einfaldlega svo gott að vera á Ítalíu. Þarna er gott og elskulegt fólk og þarna er kúltúr- inn sem við höfum ekki. Við höfum ekki enn séð óperu eins og á að sýna hana. Við erum alltaf að brölta eitthvað en þetta verður aldrei „grand opera“ nema viö fáum almennilegt hús. En það er mér lífsnauðsynlegt að komast heim af og til. Ég finn lyktina og finn ræturnar og þetta er lífsspursmál fyrir mig.Hér er minn uppruni og mínar rætur sem ég tek með mér hvert sem ég fer.“ Mitt suðræna eðli - Það er ekki bara moldin og sjórinn sem dreg- ur söngvarann heim. Það er líka systkinahópur- inn, stórfjölskyldan og mamma sem enn lifir og er á Hlíð fyrir ofan Akureyri þar sem Kristján syng- ur alltaf fyrir gamla fólkið þegar hann kemur í heimsókn. Svo er pabbi í garðinum og það þarf að líta til hans líka. „Annars er það skrýtið að ég kann afskaplega vel við þessar suðrænu þjóðir. Ég er mikið að syngja á Spáni núna, bæði í Madrid, San Sebasti- an og fer til Barcelona á næstunni. Mér finnast Spánverjar yndislegir og sérstaklega finn ég til skyldleika við Baskana. Mér finnst ég vera heima hjá mér. Ég held að ég sé í rauninni Baski eða íri að uppruna. Það er enginn Skandinavi í mér. Pabbi leit út eins og sikileyskur „palermitano". - Það er margt sem mönnum dettur í hug að segja þegar þeir sitja í sólinni undir kirkjugarðs- vegg og við fórum að tala um Sinfóníuhljómsveit- ina. „Það skrifaði einhver hornleikari í blöðin og sagðist ekki skilja þennan seinagang í stjórnvöld- um varðandi tónlistarhúsið. Þeir skilja ekki að klíkuskapurinn og sérviska Sinfóníuhljómsveitar- innar er eitt af því sem er í veginum. Þeir eru vandamálið sem vilja ráða öllu og hunsa vilja og hugmyndir annarra,“ segir Kristján. Við Stefán íslandi - Það er búið að stofna akademíu í nafni Krist- jáns Jóhannssonar á Ítalíu sem skal standa fyrir söngnámi og þjálfa unga söngvara. Kristján segir að það sé ótrúleg gleði fólgin í því að miðla þekk- ingu sinni og reynslu til annarra. „Kannski var ég of kjaftfor og hrokafullur fyrir 30 árum við íslenska söngvara en mér var ekki vel tekið og mér fannst vera alls staðar sparkað í mig. Þá hitti ég sðngvara sem virtust telja að sönglíf á íslandi legðist af eftir þeirra dag. Þennan hugsun- arhátt þoli ég ekki og ég man vel eftir Guðrúnu Á. Símonar sem talaði eins og það yrði ekkert sungið eftir hennar dag. Ég hef verið með nokkra kúrsa erlendis og við vorum með fyrsta námskeiðið í akademíunni í vet- ur og þar voru þrír íslendingar. Menn segja kannski að ég sé arrogant en mér finnst skrýtið að gamlir söngvarar skuli ekki geta skilið gleðina yfir því að heyra unga, ferska og fallega rödd. Ég man vel eftir Stefán íslandi sem ég kynntist ágætlega. Hann hlustaði einu sinni á mig í ógur- lega erfiðri „audition" í Þjóðleikhúsinu fyrir La Bohéme. Ég var búinn að syngja nokkrar aríur þegar gamli maðurinn stóð upp úti í miðjum sal og sagði: „Þetta þarf ekki að vera lengra. Þetta er okk- ar tenór.“ Við urðum góðir vinir og hann er sá íslenskur söngvari af eldri kynslóðinni sem tók mér hvað best. Ég bauð honum stundum á Borgina í mat og það þótti honum mikið varið í og sagði mér mikið af gamalli tíð og við náðum ákaflega vel saman. Sjálfsagt vorum við líkir. Hann átti erfitt með ís- lendingana eins og ég.“ Fór aldrei í mútur - Það er sennilega sanngjarnt að segja að Krist- ján sé afsprengi markvissrar ræktunar, svo notað sé íslenskt bændamál, en faðir hans söng, móðir hans söng og systkini hans syngja. Hann er kvænt- ur Sigurjónu Sverrisdóttir leikkonu en skyldi ræktun þeirra hafa tekist vel? Eru tónlistarmenn í uppvexti niðri á Ítalíu í barnahópnum? „Þau eru öll yndisleg,“ segir Kristján og hækkar alveg um þumlung I sætinu af stolti. „Það verða samt ekki allir veðhlaupahestar. En ég gæti best trúað að Víkingur gæti sungið nokk- uð vel. Hann er 14 ára núna og hefur ýmislegt sýsl- að við tónlist, glamrar á píanó og gítar og les mús- ík. Hann er í mútum og ég ætla að byrja að kenna honum í haust. Hann er flottur strákur og ég hef ekki viljað byrja með hann fyrr.“ - Svo upplýsir Kristján þaö undarlega leyndar- mál að virkilegir tenórsöngvarar fari eiginlega aldrei í mútur í hefðbundnum skilningi þess orðs. Svo fer hann að tala um beiska listamenn sem eru líklega óþægilegustu persónur sem maður rekst á. „Ég fór eiginlega aldrei í mútur. Staðreyndin er sú að menn geta verið árum saman í söngnámi en ef hæfileikarnir eru ekki fyrir hendi þá gerist ekk- ert. Þá eiga menn bara að sætta sig við það og fara í kórinn og vera ánægðir með það sem þeir hafa. En aldrei verða beiskir og fúlir. Hafðu bara gam- an af því sem þú hefur. Þrátt fyrir allt er ég sjálfsgagnrýninn og raun- sær. Það getur enginn sagt manni allt þó hann sé besti kennari í heimi. - En hvað langar stórsöngvarann til að gera næst? „Mig langar til að fá bestu sópransöngkonu heims að mínum dómi, Michelle Craider, til að koma með mér á Listahátíð og syngja ástardúetta. íslendingar myndu rífa hár sitt af hrifningu því Michelle er dásamleg. Svo langar mig til þess áður en mjög langt líður að koma hingað heim og syngja Cavalleria Rusticana og Pagliacci með alís- lenskri áhöfn. Kannski verðum við Kristinn þar saman í íslenskri óperu. Það væri gaman og „grandioso." PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.