Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2003, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR IO. MAÍ2003
Helqarblað DV
59
Heljarstór
borg á
hafsbotni
Bráðlega verður íSjónvarpinu sýnd heim-
ildamynd um El Grillo, það fræga skip sem
sökkt var íSegðisfirði fgrir tæpum sextíu
árum. Dúi J. Landmark segir hér frá þessu
magnaða skipi og gerð mgndarinnar um
„í íslandssögunni er hernámið ótrúlega spenn-
andi kafli. Ekki síður finnst-mér allt viðvíkjandi E1 Grillo
vera heillandi. Til að mynda sagan af því þegar skipinu
var sökkt. Síðan er leyndardómsfullt að í djúpum firðin-
um úti fyrir þessum litla kaupstað sé þetta ógnarstóra
skip niðri á hafsbotni. Nánast eins og heil borg,“ segir
Dúi J. Landmark kvikmyndagerðarmaður.
Hreinsunin útgangspunktur
„Samkvæmt frá-
sögnuni sjónar-
votta byrjaði skip-
ið strax að sökkva
’að framanverðu
og sú atburðarás
hélt áfrarn næstu
klukkustundirn-
ar,“ segir Dúi í
viðtalinu. Mynd-
ina tók Ásvaldur
Andrésson sem er
einn þeirra sem
rætt er við í
myndinni.
Síðar nú í maí verður í Sjónvarpinu sýnd myndin
Krybban á botni fjarðar. Hún fjallar um breska birgða- og
olíuskipið E1 Grillo sem sökk á Seyðisfirði í febrúar 1944.
Útgangspunktur myndarinnar eru þær miklu hreinsun-
araðgerðir sem farið var í eystra fyrir tæpum tveimur
árum. Fram til þess tíma lak olía alltaf reglulega úr skip-
inu og olli búsifjum.
Leyndardómurinn verð-
ur eðlilega og alltaf til þess
að skapa sögur. Skáldað er
í skörðin. Þannig hafa í
gegnum tíðina margar
þjóðsögur verið á sveimi
um E1 Gillo. Þetta heljar-
stóra skip, sem var rúmar
7.200 brúttórúmlestir og
134 metra langt. Það var
hér statt til að vera bresk-
um skipalestum til halds
og trausts.
Goðsögnin hraldn
Skipið lónaði inni á
Seyðisfiröi og var með
9.000 tonn af gas- og
svartolíu. En þá gerðist
það að þijár þýskar njósna-
flugvélar gerðu þennan
dag, 10. febrúar 1944, árás á
skipið með því að varpa að
þvi sprengjum. Engin þeirra hæfði skipið en þrýstingur
varð til þess að gat kom á stafn þess. í framhaldinu sökk
það niður á fjarðarbotn þar sem er um fjörutíu metra
dýpi.
„Samkvæmt frásögnum sjónarvotta byrjaði skipið
strax að sökkva að framanverðu og sú atburðarás hélt
áfram næstu klukkustundimar," segir Dúi. „Lengi var á
sveimi sú saga að Bretamir hefðu notið liðveislu norskra
sjóliða sem skrúfað hefðu frá botnlokum svo skipið
sykki. Sú kenning hefur nú verið hrakin með traustum
heimildum og það kemur einmitt fram í myndinni. Nú
vita menn orðið að þegar skipið fór að sökkva að fram-
anverðu lét það í raun undan eigin þunga.“
Einstakar inyndir
I myndinni ræðir Dúi við ýmsa sem gerst þekkja til
þessa máls. Má meðal annars nefna Ásvald Andrésson.
Hann, þá komungur piltur, tók myndir af sökkvandi
„Heimildamyndir eru líklega skemmtilegasta viðfangsefnið. Að kanna fortíðina og tengja aftur við nútímann,"
segir Dúi í viðtalinu. DV-mynd sbs
skipinu. Myndatökur vom bannaðar en með lagni tókst
Ásvaldi að ná á filmu þessum einstaka atburði. Þær
myndir sem og aðrar sem bandarískir hermenn tóku
komu ekki fyrir almenningssjónir fyrr en seinna stríði
lauk.
Þá er rætt við Seyðfirðinginn Vilhjálm Ámason lög-
fræðing. Hann fór árið 1952 á vegum Sambands íslenskra
samvinnufélaga og Olíufélagsins austur vegna aðgerða
þessara aðila; það er að freista þess að ná upp þeirri olíu
sem í skipinu var. Afraksturinn var þó minni en vænst
var; aðeins náðist upp um helmingur þess olíumagns sem
var í lestum skipsins.
Hugmvnd frá Siv
Dúi J. Landmark hefur síðustu árin einbeitt sér að
gerð heimildamynda ýmiss konar og hefur mörg jám í
eldinum. „Sumarið 2001 var farið í miklar hreinsunarað-
gerðir austur á Seyðisfirði þar sem kafarar feistuðu þess
að ná þeirri olíu sem var í skipinu upp og tókst að ein-
hveiju leyti. Nokkm eftir að þessum aðgerðum lauk fór
ég aö ræða þetta mál við Siv Friðleifsdóttur umhverfis-
ráðherra sem ég hitti á fómum vegi. Vakti hún athygli
mína á því að talsvert mikið af myndefni væri tO frá að-
gerðunum og líklega væri þetta verðugt efni í skemmti-
lega mynd. Ég greip hugmyndina á lofti."
Aðgerðimar á botni Seyðisflarðar, sem unnar vom af
norskum og íslenskum köfurum, vora eitt stærsta um-
hverfisverkefnið í Evrópu áriö 2001. Kostnaður við þaö
var um 120 milljónir króna.
„Ég náði ekki að fylgjast með aðgerðunum en fékk
hins vegar ýmislegt myndefni Hjalta Stefánssonar,
myndatökumanns Sjónvarpsins á Austurlandi. RÚV hef-
ur einnig aðgang að ýmsu safhaefhi, svo sem myndum úr
síðari heimsstyijöldinni, og það varð mér mjög mikil-
vægur efniviður,“ segir Dúi.
Stórkosdeg borg
Þrátt fyrir víðtæka eftirgrennslan hefur hvergi tekist
að fmna mynd af E1 Grillo meðan það sigldi um heims-
ins höf. í breskum söfnum hafa hins vegar fundist mynd-
ir af svipuðum skipum. Þrívíddartækni nútímans opnar
síðan mikla möguleika og í sjónvarpsmynd Dúa er mik-
ið notast við slíkt myndeftii.
í myndinni Krybban á botni ijarðar er sömuleiðis rætt
við kafara sem hafa gert sér erindi niður að skipinu.
Ljóst þykir að skipið verði á botni Seyðisfjarðar um alla
framtíð. Er það nú orðið mikið aðdráttarafl kafara.
„Menn lýsa þessu fyrir mér sem stórkostlegri borg niðri
á hafsbotni. Einn kafarinn segir að þeirra vegna sé eins
og Guð sjálfur hafi komið skipinu þama fyrir.“
Heimildir og hrossagaukur
Sem fyrr segi sinnir Dúi J. Landmark einkum gerð
heimildaefrús fyrir sjónvarp og segir hann verkefhin
vera fjölbreytt. Skemmst
er að minnast myndar um
hrossagaukinn sem hann
gerði nýlega. Sú mynd var
sýnd í Sjónvarpinu og var
að henni góður rómur
gerður. Þá hefur Dúi gert
margvíslegt efni um
stanga- og skotveiði og er
þar um meðal annars í
samvinnu við franska að-
ila. Segir hann að vænta
megi ýmislegs úr því sam-
starfi á komandi tíð.
„En heimildamyndir er
þó líklega skemmtilegasta
viðfangsefnið. Að kanna
fortíðina og tengja aftur
við nútímann. Rétt eins
og gert er í myndinni um
E1 Grillo, sem hefur verið
afskaplega ánægjulegt að
vinna og ekki síður lær-
dómsríkt fyrir margra
hluta sakir,“ segir Dúi
Landmark að síðustu.-sbs
Drullugir í djúpinu. Kafarar komu olíumakaðir af hafsbotni eftir að hafa farið nið-
ur í skipið til starfa. Hinar viðamiklu hreinsunaraðgerðir í flaki E1 Grillo sem farið
var í fvrir tveimur árum er útgangspunktur myndarinnar.
4,
VEGA farlölvun mikil verðlækkuni
VEGA+C506
www.ormsson.is
VEGA+506
15” XGA TFT - Intel Celeron 2,1 Ghz - 256Mb DDR Ram - HDD 30 Gb - Skjámlnni 4-64 Mb shared -
CD-Rom 8xDVD/8x8x24x CD-RW Combo - Modem 56Kbps/V.9Q - Netkort: 10/100Mbps - 2 x USB 2.0, nom oxuvu/oxoxz4x uu-hw uompo - Moaem 56KDps/V.90 - Netkort: 10/100Mbps - 2 x USB 2.0,
1 xlR port, 1 xTVút, 1x IEEE1394 (firewire). 1 x PCMCIA Type II — Lion rafhlaða - Windows XP home 1 xlRport, 1 xTVút, IxlEEE 1394 (firewire), 1x PCMCIA Type II - Lion rafhlaða - Windows XP home
15" XGA TFT - Intel PIV 2,5 Ghz - 512Mb DDR Ram - HDD 40 Gb - Skiáminni 4-64 Mb shared - CD-
Rom 8xDVD/8x8x24x CD-RW Combo - Modem 56KbpsAÍ.90 - Netkort: 10/100Mbps - 2 x USB 2.0,
.. . .................. ... -
Verð: kr.149.900.-
Verð: kr. 179.900.-
©ORMSSON -