Dagblaðið - 11.12.1978, Síða 1
4. ÁRG. — MÁNUDAGIJR 11. DESFMBKR 1978. — 277. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022.
Dekkjamálið að upplýsast:
Tveir deildarstjórar af
Vellinum í gæzluvarðhaldi
Tveir deildarstjórar á Keflavíkur-
flugvelli, báöir íslendingar, voru í gær
úrskurðaðir í gæzluvarðhald allt til 2Ö.
desember vegna gruns um aðild þeirra
að „dekkjamálinu” svokallaða á Vell-
inum. Aðrir menn, þeirra á meðal inn-
flytjandi dekkjanna sem talin eru hafa
horfið, voru í stöðugum yfirheyrslum
um helgina.
Hallvarður Einvarðsson, rann-
sóknarlögreglustjóri ríkisins, sagði í
samtali við DB i gær, að hann gerði sér
góðar vonir um að málið væri að upp-
allt frá þvi yfirstjórn hersins kærði
málið föstudaginn 1. desember. Þá
hefði hafizt gagnaöflun hjá ýmsum
stofnunum og ýmis tölulegur saman-
burður.
Deildarstjórarnir tveir — yfir þeim
deildum sem dekkin fara um — voru
teknir til yfirheyrslu á laugardaginn og
samdægurs var krafizt gæzluvarð-
haldsúrskurðar yfir þeim.
Að minnsta kosti verulegur hluti
hjólbarðanna, sem saknað er i birgða-
lýsast. Rannsóknin hefði staðið yfirj geymslum hersins á Keflavikurflug-
velli, mun vera af tegundinni
Mohawk, samkvæmt heimildum, sem
DB telur nokkuð góðar.
Mohawk-hjólbarðar eru bandarískir
og a.m.k. verulegur hluti þeirra er
fluttur inn af íslenzkum umboðsaðila,
sem geymir birgðir sinar í Tollvöru-
geymslunni í Reykjavík.
Þegar birgðadeild hersins á flugvell-
inum fær beiðni um hjólbarða er skrif-
uð beiðni á þar til gert eyðublað. Séu
þeir keyptir af birgðum umboðsins í
Reykjavík, þarf að fá beiðnina stað-
festa af islenzkum stjórnvöldum, þar
■sem þeir eru afgreiddir án þess að
greiddir séu tollar eða önnur innflutn-
ingsgjöld.
Hinni staðfestu beiðni er svo fram-
vísað við Tollvörugeymsluna. Sam-
kvæmt henni eru hjólbarðarnir settir á
lokaðan bíl og hann innsiglaður af toll-
vörðum, sem fylgjast nákvæmlega
meðafgreiðslunni.
Innsiglið er svo ekki rofið fyrr en
komið er með farminn á áfangastað,
þ.e. birgðageymslur hersins á Kefla-
víkurflugvelli. Þar er síðan talið af
flutningabílnum inn á lager.
Sé farið að settum reglum, eiga hjól-
barðar ekki að geta horfið á leiðinni
'Tollvörugeymsla — Birgðadeild.
Á Keflavikurflugvelli eru um 450
bifreiðir af ýmsum gerðum í eigu hers-
ins. Sérstök deild annast viðhald
þeirra. Þegar hjólbarða vantar á bíl, er
skrifleg pöntun gerð til birgðadeildar
og þar síðan afgreitt samkvæmt henni.
Rannsóknin beinist að því, hvar og
hvernig hjólbarðar geta horfið á þess-
ari leið.
-ÓV/BS
Blygðuriar-
laust áróð-
ursrit gegn
sannindum
kristinnar
trúar
— sjá umsögn dr.
Einars Sigurbjörns*
sonar prófessors
við guðfræðideild
H.Í. um bókina
Félagi Jesús
bls. 6 og 7
„Allt ílagi, sveinki’’
Já, þeir eru komnir, jólasveinarnir, enda þrettán dagar til jóla, og nú koma þeir hver af öðrum alveg fram á aðfangadag. Það
er allt i lagi hjá sveinka. Hann kom á jeppanum sinum og flaggar hér framan i Ijósmyndarann skoðunarvottorði fyrir ökutæk-
ið sitt. Likiega geta ekki allir veifað sUku, jafnvel þótt þeir telji sig eitthvað annað og meira en jólasveina. DB-mynd Hörður
Dómari
skorinn
upp
— sjá fþróttir bls. 23
Fjármálaráðherra fær tillögurnar í dag
10-12 „rannsóknarmenn”
fari á milli fyrirtækjanna
Skattanefnd ríkisstjórnarinnar af-
hendir fjármálaráðherra í dag tillögur
sínar, sem miða meðal annars að mjög
auknu skattaeftirliti. DB leitaði til
Ólafs Ragnars Grímssonar, fulltrúa
Alþýðubandalagsins í nefndinni, og
staðfesti hann fréttina. Nefndin gerir
10 tillögur um hert eftirlit, auk til-
-lagna um fjáröflun vegna fjárlaga og>
„valkosta” í ýmsum efnum.
Gert er ráð fyrir að ráða 10—12
„rannsóknarmenn" á skattstofurnar.
sem fari út í fyrirtækin og athugi bók-
hald. Skattrannsóknarstjóri á að fá
lögregluvald hliðstætt rannsóknarlög-
reglustjóra. Sérstök deild verði stofnuð
hjá sakadómaraembættinu til að fjalla
um skáttamál og verður það vísir að
skattadómstól. Nafnlausar banka-
bækur verði bannaðar. Bankar gefi
sjálfkrafa upplýsingar um allar vaxta-
greiðslur. Miðstjórnarvald ríkisskatt-
stjóra verði aukið. Þá verði auðvelduð
óg flýtt meðferð skattamála fyrir dóm-
stólum.
„Hátekjur" við
6 milljónir fyrir
barnlaus hjón
Ólafur Ragnar sagði, að áfram yrði
haldið þeirri eignarskattsálagningu,
sem fólst í bráðabirgðalögunum i sept-
ember. Þó yrði sérstök ivilnun gefin
lífeyrisþegum.
Tekjuskattar yrðu lækkaðir á lág-
tekjufólki með breytingum á skattvísi-:
tölu og sjúkratryggingagjaldi, sem
mundi nema 3 milljarða tekjutapi hjá
ríkissjóði samtals. Á móti kæmi, að
þeim skyldusparnaði, sem verið hefur,
yrði breytt í hátekjuskatt meðal ann-
ars með nýju 50% skattþrepi. Há-
tekjuskatturinn kæmi til sögunnar við
um 6 milljóna brúttótekjur hjá barn-
lausum hjónum að meðaltali, sagði
Ólafur, þótt það færi auðvitað eftir
mismunandi frádrætti, því að hug-
myndin er ekki að leggja á brúttóskatt.
Sérstakt gjald verður lagt á skrif-
stofu- og verzlunarhúsnæði, annað en
matvöru- og nýlenduvöruverzlanir,
liklega 1—2% af fasteignamati. Þetta
á að gefa um milljarð, sem kann að
renna til dagvistunarstofnana og elli-
heimila.
Flugvallarskattur verður sennilega
hækkaður um 2000 krónur, sem renni
til endurbóta á öryggisbúnaði flug-
valla.
Þá leggur nefndin fram „valkosti”
af ýmsu tagi sem hugmyndir en ekki
tillögur, meðal annars um fjárfesting-
argjald. ',HH