Dagblaðið - 11.12.1978, Síða 15

Dagblaðið - 11.12.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. spýtu, og koma þar með blóðrásinni af stað á ný. Sérhver ögn óviðkomandi hluta eða storkið blóð við æða- sauminn veldur því að aðgerðin tekst ekki. Sama gerist ef ekki er saumað af ítrustu vandvirkni. Þtta skýrir þá staðreynd að hlutfall ágræddra fingra, sem urðu viðkomandi sjúklingum siðar að gagni, hélzt nálægt fimmtiu af hundraði i átta ára rannsóknarsögu Alþýðusjúkrahússins í Sjanghæborg. Síðan árið 1973 hefur sjúkrahúsið not- að aðgerðarsmásjá við að sauma smá- ar æðar. Þetta hefur hækkað hlutfall þeirra aðgerða sem takast upp I 90 prósent og þar yfir. Þumalfingur er talinn framkvæma fimmtíu prósent starfa handarinnar. visifingur 25 prósent og hinir fingurnir þrir 25 prósent samtals. Smásjárskurðlækningar hafa ekki aðeins hækkað hlutfall þeirra á- græddu fingra, sem verða að gagni eftir aðgerðina, heldur hafa þær einnig gert kinverskum skurðlæknum kleift að beita árangursrikri reynslu sinni til þess að græða á limi til að framkvæma flutning sjálfstæðra vöðva, beina og hörunds. Þegar mikilvægur vöðvi starfar ekki er hægt að setja í hans stað annan vöðva úr sjúklingnum sjálfum, ekki eins mikilvægan. Þessi aðgerð krefst nákvæmnustu tækni. Skurðlæknirinn hefur aðgerðarsmásjá sér til hjálpar. Hann notar nál og þráð sem er ekki nema þriðjuitgffr hársbreiddar aði þvermáli, til að sauma saman áskorn- ar taugar, slagæðar og bláæðar svo að vöðvinn sem fluttur er til lifi ekki aðeins af, heldur nái aftur teygjanleika sinum og liðleika í notkun. í plastiskum sjturðlækningum voru ör eftir skurði venjulega bætt með svokallaðri „pedickle”-húðgræðslu. sem er mjög tímafrek i framkvæmd. í dag gera kínverskir læknar þetta með því að flytja sjálfstæðar húðpjötlur með aðstoð smásjár. Þeir lina þannig kvalir sjúklingsins og stytta tímann sem til lækningarinnar þarf. Nýrri aðferð var beitt með góðum árangri við sjúkling einn, en hörund hans, sinar og taugar við úlnlið höfðu skemmzt við bruna. Hörundspjatla, ásamt tengdum æðum, taugum og sin- um, var tekin aftan af fæti sjúklingsins og grædd á skemmda úlnliðinn. Með þessu móti gat sjúklingurinn hreyft fingurna og náð snertiskyni. Þetta var gert í einni aðgerð. Til þessa hefur slík-, um aðferðum alloft verið beitt í svip- uðum tilfellum. jafnvel þótt þeir uppgötvi að þeir hafi verið féfléttir. Bæði kaupandi og seljandi eru nefnilega búnir að gefa upp rangt kaupverð og hafa þar með gerst brotlegir við lög, þótt vitlaus séu. Um leið og þeir ætla að fletta ofan af braskaranum eru þeir að leggja snöru um háls sjálfra sín, og hver gerir slíkt ótilneyddur? Nei, þeir eru sjálfir lif- trygging braskarans, sem dafnar I jarð vegi verðbólgu og vitlausra skattalaga. A Einhvers staðar segir, að „byltingin éti börnin sín”. Það skyldi þó ekki fara svo fyrir íslendingum, að „verðbólgan éti börnin sín”? Leó E. Löve lögfræðingur. y Þingmeiri- hluti — sem riðar til falls Þegar I. desemer er nú að baki — með þeim miklu pólitisku átökum sem honum voru tengd, jafnt innan stjórnarflokkanna sem milli þeirra og I röðum launþegasamtakanna — hljóta stjórnmálamenn og launþegaforingjar að hugsa rækilega sitt ráð. öllum er Ijóst að 1. marz nk. getur orðið, eða réttara sagt hlýtur að verða mikill timamótadagur, sem getur skipt sköp- um, bæði pólitiskt og kjaralega séð. Á bak jólum munu menn því vafalaust leggjast undir feld, hver um annan þveran. Hver er staða Alþýðuflokksins? Það er ekkert leyndarmál að alþýðu- fl.menn eru harla óánægðir með þá þróun mála sem orðið hefur, raunar allt frá þvi að rikisstjórnin var mynd- uð. Sá reginmunur var á stöðu stjórnmálaflokkanna að kosningunum loknum, að Alþýðuflokkurinn hafði öðrum fremur heitið þvi að ganga fram fyrir skjöldu I baráttunni gegn verðbólgu og spillingu i þjóðfélaginu, gagnstætt kerfisflokkunum þremur, sem eru gamlaðir orðnir. Þegar til kastanna kemur svo I rikisstjórn standa kerfisflokkarnir tveir, sem með honum starfa gegn þeim róttæku að- gerðum i þjóðfélagsmálum sem hann hét kjósendum og vill koma í fram- kvæmd, enda höfðu þeir ekki heitið sinum kjósendum neinu slíku, heldur aöeins áframhaldandi sullumsulli i efnahags- og öðrum samfélagsmálum. Þannig vinnst tvennt, frá þeirra sjónarmiði séð. Annars vegar fær þeirra stefna að ráða ferðinni, hins vegar þykjast þeir gera Alþýðuflokk- inn beran að sviksemi við gefin fyrir- heit í augum kjósenda. Þetta er sami grái leikurinn og leikinn var með ýmsum tilbrigðum á sínum tima, fyrst við Þjóðvarnarflokkinn og siðar Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna, sem báðir tveir boðuðu nýja tima og aukið heilbrigði í þjóðfélagsmálum. Hefur stjórnin meiri- hluta á þingi? Á flokksþingi Alþýðuflokksins, sem haldið var í siðasta mánuði, átti það viðhorf yfirgnæfandi fylgi að fagna sem krafðist miklu eindregnari og öfl- ugri aðgerða til langs tíma i efnahags- og samfélagsmálum en rikisstjórnin hefur fram fylgt til þessa að undirlagi smáskammtalækna Alþýðubandalags og Framsóknarfiokks. Voru þeir Bjarni Guðnason og Bragi Sigurjóns- son öfiugustu talsmenn þess. Fyllsta ástæða er til að ætla að sami hugur sé i hinni nýkjörnu fiokksstjórn Alþýðu- flokksins. Afsögn Braga Sigurjóns- sonar úr forsetaembætti efri deildar Alþingis kom í beinu framhaldi af tillögu- og málflutningi hans á fiokks- þinginu og er í fyllsta samræmi við af- stöðu hans þar. Aðrir þingmenn fiokksins i efri deild tóku sömu afstöðu og hann, eins og berlega hefur komið i Ijós, og þótt ætla megi að þeir muni láta það ógert að leggjast gegn mikil- vægustu lagafrumvörpum rikisstjórn- arinnar I desember er það sennilega aðeins stund milli stríða, verði ekkert að gert. Og hið sama gildir auðvitað einnig um fiesta þingmenn fiokksins i neðri deild þingsins. Þess vegna verður það að teljast mikið álitamál hvort rikisstjórnin hefur I raun meirihluta i þinginu, svo mikið er a.m.k. víst að hún er aðeins studd hangandi hendi af Kjallarinn SigurðurE. Guðmundsson flestum þingmönnum Alþýðufíokks- ins, virðist manni, eins og nú standa sakir. Hingað og ekki lengra Því verður ekki neitað, að Ólafur Jóhannesson er einna klókastur stjórn- málaforingja nú um stundir, a.m.k. þegar honum tekst „bezt” upp. Þegar 1. desember-slagurinn var yfirstaðinn stóð hans eigin þingfiokkur uppi eins og fión, en þingfiokkur Alþýðufiokks- ins var kominn út i horn og stóð þar með uppréttar hendur. Því miður kom flokksstjórn Alþýðufiokksins hvergi nærri þeim leik sem hér var leikinn og ber þess vegna enga ábyrgð á þvi sem gerðist, en ekki dugar það til að betur verði við hann unað. Hér eftir mun því þingfiokkurinn njóta þeirrar reynslu, styrks 5g trausts, sem fyrir hendi er i fiokksstjórninni. Saman munu þessir aðilar leggja á ráð um það, á næstu vikum, hvernig Alþýðu- fiokkurinn megi á nýjan leik ná í sínar hendur frumkvæðinu i baráttunni gegn verðbólgunni og fyrir betra og réttlátara samfélagi. Flokksstjórnin og þingfiokkurinn verða i janúarmánuði næstkomandi að setja fram kröfur til hinna stjórnarfiokkanna, sem stjórnarsamstarfið verður látið rofna á fáist ekki gömlu kerfisflokkarnir til að fallast á þær. Þessi kröfugerð hlýtur auk heldur að verða samfara þeirri endurskoðun á stjórnarsáttmálanum sem heitið var í upphafi stjórnarsam- starfsins að skyldi fara fram á næsta ári. Vilji fólksins er ótvíræður Vilji fólksins kom svo ótvirætt fram í síðustu kosningum að ekki fór á milli mála. Það vildi stofna til ærlegrar hreingerningar i þjóðfélaginu, jafnt hátt sem lágt, og stemma stigu við þeirri óðaverðbólgu sem hér hefur rikt og ríkir. Til þess fékk Alþýðufiokkur- inn sitt mikla fylgi og raunar einnig Alþýðubandalagið, að hluta, þótt for- ingjar þess hafi sýnilega enn ekki áttað sig á því. Geti Alþýðuflokkurinn ekki rekið erindi sitt i rikisstjórninni með sómasamlegum hætti er eins gott að hann hafi sig á brott úr henni, hvort sem það er honum að kenna eða sam- starfsfiokkum hans. Sú spurning hlýtur þess vegna einmitt að vera hið mikilvæga verkefni fiokksstjórnar hansá næstu vikum. Siguröur E. Guðmundsson framkvæmdastjóri „Sami leikur var leikinn við Þjóðvarnarflokkinn og Samtökin.” „Þess vegna verður að teljast mikið álitamál, hvort ríkisstjórnin hefur í raun meirihluta í þinginu.” „Kjósendur vildu stofna til ærlegrar hreingerningar í þjóðfélaginu og stemma stigu við óðaverðbólgu.” V

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.