Dagblaðið - 11.12.1978, Side 27
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
ístigakeppni heimsbikarins
Sænski heimsmeistarínn i
alpagreinum á skíðum, Ingemar Sten-
mark, hafði hreint ótrúlega yfirburði í
fvrstu grein heimsbikarans, stórsvigi, i
Schladmingen í Austurriki á laugardag.
Var næstum tveimur sekúndum betri en
Peter Liischer, Sviss, sem varð í öðru
sæti. t stigakeppni heimsbikarsins er
Stenmark samt 20 stigum á eftir Sviss-
lendingum. Brun var á sunnudag og
Petcr Luscher renndi sér þar niður
brekkuna. Hann varð I 37. sæti og það
nægði honum til að sigra samanlagt og
hljóta 25 stig fyrir. Nýja stigakerfið, scm
keppt er eftir, virðist þvi hrein endaleysa
eins og austurríski brunkóngurínn,
Franz Klammer, og margir fleiri hafa
bent á. Stenmark neitar enn að keppa i
bruninu hvað sem síðar verður á keppn-
istímabilinu.
1 keppninni á laugardag var Ste'nmark
i algjörum sérflokki og ótrúlegt hvað
yfirburðir hans eru miklir, þar sem allir
beztu skiðamenn heims eru mættir til
leiks. Stenmark keyrði fyrri umferðina á
1:28.80 mín. og hafði þá þegar náð 1.56
sek. í forustu. 1 síðari umferðinni tók
hann enga áhættu en náði samt bezta
timanum þar einnig. Mjög óvænt varð
ítalinn Leonard Davido, sem aðeins er
18 ára, með annan bezta timann og náði
þriðja sæti samanlagt. Stenmark keyrði
á 1:33.44. Ítalinn á 1:33.66 mín.
Timi Stenmark var því samanlagt
3:02.24 mín. Peter Luscher varð annar á
3:04.10 min. og Davido þriðji á 3:04.37
mín. Siðan komu Jena-Luc Fournier,
Sviss, Piero Gros, Ítalíu, í fjórða og
fimmta sæti. Olympiumeistarinn Heini
Hemmi, Sviss, varð níundi, Andreas
Wenzel, Lichtenstein, fjórtándi á
3:08.42 min Gustavo Thöni, Ítalíu, 15. á
3:08.72 min. Paul Frommelt,
Lichtenstein, 16. Phil Mahre, USA, 18.
Odd Sörli, Noregi, 19. og Peter
Popangelov, Búlgaríu, sem sigraði Sten-
mark á dögunum, varð 20. á 3:10.11
mín.
í blaðaviðtali eftir keppnina sagði
Stenmark að hann væri ánægður með
árangur sinn — einkum þeirrar
staðreyndar að hann hefði ekki þreytzt
mjög í hinni erfiðu braut. „Maður verður
að vera í góðri likamsæfingu í slikri
braut og er ég það greinilega. Ég er að
minnsta kosti í jafn góðri æfingu og á
sama tíma i fyrra — og hef löngun til að
skíða".
1 brunkeppninni á sama stað í gær
voru tveir Kanadamenn í tveimur fyrstu
sætunum. Ken Read sigraði á 1:32.11
mín. David Murrey varð annar á
1:32.17 min. og mjög óvænt varð
Vladimir Makaeyev, Sovétrikjunum, i
þriðja sæti á 1:32.24 min. Herbert
Plank, Italíu, varð fjórði á 1:32.56 mín.
Peter Wimsberger, Austurríki, fimmti á
1:32.66 mín. og Giardini, ítaliu, sjötti á,
Heimsbikarkeppni kvenna:
Anna María í
1:32.70 mín. Franz Klammer keppti
ekki vegna veikinda — og norski brun-
meistarinn Erik Haker varð aðeins í 26.
sætiá 1:33.75 mín.
Samanlagt varð Peter Lúscher beztur,
Leonard Stock, Austurríki, annar,
Andreas Wenzel, þriðji og Phil Mahre
fjórði. Thöni varðsjötti ogGrossjöundi.
Stigatalan samanlagt eftir fyrstu tvö
mótin í heimsbikamum er því.
1. Peter Luscher, Sviss, 45
2. Ingemar Stenmark, Svíþj. 25
2. Ken Read, Kanada, 25
4. L. Stock, Austurríki, 20
4. Dave Murrey, Kanada, 20
6. A. Wenzel. Lichtenstein, 15
6. L. Davido, Ítalíu, 15
6. V. Makaeyev, Sovét, 15
9. Herbert Plank, Ítalíu, 14
10. PieroGros, ítaliu, 12
Heimsmeistarinn Ingemar Stenmark
hafði hreint ótrúlega yfirburði i fyrstu
stórsvigskeppni heimsbikarsins á laugar-
dag.
RfiQNfiRÖK
eftir
Jan Björkelund
Skáldsaga sem geríst á íslandi
• SKOTBARDAGI
í HVERAGERÐI
• MAÐUR FINNST MYRTUR
VIÐ HÓTEL í REYKJAVÍK
efsta sætinu
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978.
Frægasta skíðakona heims, Anna
María Moser, Austurríki, byrjaði vel i
keppni heimsbikarsins i Piancavallo á
Ítalíu um helgina. Sigraði i bruni og varð
í sjöunda sæti i svigi i keppninni i gær.
Hefur þegar tekið forustu samanlagt.
Hlotið 29 stig en Abbi Fisher, USA, er i
öðru sæti með 25 stig. Siðan kom Doris
de Agostini, Sviss, og Perrine Pelen,
Frakklandi, með 20 stig. Meistarinn frá
siðasta keppnistimabili, Hanni Wenzel,
Lichtenstein, féll i gær i svigakeppninni.
Ajax aftur
á toppinn
Ajax, Amsterdam, skauzt aftur upp i
efsta sætið i úrvalsdeildinni hollenzku í
gær, þegar liðið vann sigur i Alkmaar á
AZ '61. Efsta liðið fyrir umferðina,
Roda JC Kerkrade náði jafntefli við Nac
Breda. Feyenoord átti að leika á útivelli
við Pec Zwollc en leiknum var frestað
eins og nokkrum öðrum leikjum i
deildinni.
Úrslit urðu þessi:
AZ '61 Alkmaar-Ajax 1 —2
Haag-Haarlem 3—1
Maastrich-Venlo 1—1
Utrecht-Vitesse, Arn. 2—0
Nac Breda-Roda 0—0
Twente-Volendam 3—0
Sparta-Denverter 2—0
Leik Nec og PSV, sem átti að vera i
Nijmegen, var frestað.
Staða efstu liða er nú þannig:
Ajax 16 11 2 3 43-14 24
Roda 16 9 6 1 29—11 24
PSV 15 9 3 3 29-10 21
AZ’67 16 9 2 5 52—67 20
Feyenoord 15 6 7 2 20—8 19
—en hann er samt 20 stigum á eftir efsta manni
„Þetta er stórkostlegt — eftir þessu
hef ég beðið i fjögur ár,” sagði hinn 21
árs Abbi Fischer frá Conway í New
Hampshire, þegar hún hafði sigrað i
sviginu i gær. Hún fékk samanlagt úr
báðum umferðum 1:49.81 min. aðeins
einum hundraðasta úr sekúndu á undan
frönsku stúlkunni kunnu, Pelen, sem
taiin er bezta svigkona heims.
„Annar skíðastafur minn festist efst i
brautinni — annars hefði ég sigrað,”
sagði hún eftir keppnina. Í þriðja sæti
voru tvær skiðakonur jafnar — Claudia
Giordani, Ítalíu, og Tamara McKinney,
USA, sem aðeins er 16 ára og tekur nú í
fyrsta skipti þátt í keppni heims-
bikarsins. Hún er systir hins kunna
skautamanns Steve McKinney.
Skellur hjá
Bayern—
tapaði 7-1
Bayern Múnchen fékk hcldur betur
skell i 1. deiidinni vestur-þýzku á laugar-
dag. Steinlá i Diisseldorf fyrir Fortuna
7—1. Eitt mesta tap í sögu þessa fræga
félags. Veður var slæmt I Þýzkalandi og
fimm leikjum i 1. deild var frestað.
ÍJrslit i þeim leikju, sem háðir voru,
urðu þessi
Dússeldorf-Bayern 7—1
Duisburg-Schalke 2—1
Kaiserslautern-Bremen 4—0
Dortmund-Frankfurt 3—1
Staða efstu liða er nú þannig:
Kaisersl.
Hamborg SV.
Stuttgart
Dússeldorf
Bayern
Frankfurt
16 10
15 9
1 34—18 25
3 32-12 21
3 26-17 20
5 36-26 18
5 33-24 18
6 26-24 18
Ótrúlegir yfir-
burðir Stenmark
ELDSUMBR0T
ÍKÚTLU
MÝRDAL
SÓPAST
ÍSJÓ
FRAMÍ
HRIKALEGUM
NÁTTÚRU-
HAMFÖRUM