Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 1
rlanhlaH 5. ÁRG. — MÁNUDAGUR 9. jULÍ 1979 - 153. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. „Dauðagildrur ef um „brunavamír” íhýbýlum verbúðafólks: eldur kemur upp” „Þessi fundur var haldinn til að þrýsta á að réttur farandverkafólks sé virtur í verkalýðshreyfingunni og að gerður verði rammasamningur um kjör þess sérstaklega, sagði Valur Valsson, ritari Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum. Á laugar- .daginn var haldinn fjölmennur —baráttuhugur ífarandverkafólki íEyjum fundur farandverkafólks í Eyjum, að frumkvæði þess sjálfs, og á hann .boðið fulltrúum verkalýðsfélaganna. Fundarmenn mótuðu ákveðnar kröfur til að berjast fyrir, um kosn- ingu trúnaðarfólks, að atvinnurek- ,endur greiði ferðakostnað til og frá heimabyggð fólksins, að fólkið fái frítt fæði á vertíðinni og að félagsleg réttindi í verkalýðshreyfingunni verði tryggð. Fram kom, að fæðiskostn- aður fyrir einstakling í mötuneyti frysdhúsanna i Eyjum er nú 123.600 á mánuði, eða 62% af mánaðar- kaupi. „Á fundinum voru settar fram kröfur um húsnæðismál og nefnd hrikaleg dæmi um ástandið,” sagði Valur Valsson. „Á einum stað búa um 150 manns uppi á 4. hæð þegar flest er. Þar er einn reykskynjari frammi á gangi, engir brunakaðlar, engir neyðarútgangar og ekkert slökkvitæki. Svona staðir eru dauða- gildrur ef eldur kemur upp.” Talið er að fjöldi farandverkafólks á landinu sé yfir 3000, þar af um 1000 manns í Eyjum. - ARH Ámi Johnsen um vikulokin íútvarpi: Mér varbolað burt vegna pólitískra fordóma -sjábis.35 Brauðin mygla of fljótt! --------- — Neytendasíðan á bls. 4 Hraðaaukningskipa um lhnútþýðir30-60% meiri olíubrennslu - ws. 16 Sjórall 79: r AÐ L0KNU VIKUPULI Sigurvegararnir i Sjóralli '19, þeir Bjarni Sveinsson og Olafur Skagvik á Ingu 06, lögðust að bryggju i Reykjavik laust fyrir klukkan sjö i gærkvöld. Þeir voru einu keppendur ralisins sem komust alla leið i kringum landið. Mikill mannfjöldi safn- aðist niður að Reykjavikurhöfn til að fagna sæförunum, sem höfðu verið rúma viku i hríngferðinni á bát sinum Ingu. Á myndinni afhendir Jóhannes Reykdal, skrifstofutjóri rítstjórnar DB, sigurvegurunum vinninga sina, lárviðarsveig, bikara og sjónauka, sem reyndar allir keppendur rallsins fengu að launum fyrír erfiðið. - AT / DB-mynd Hörður Nú lækka reiðhjólin um þríðjung —Skuldarviðurkenning meðan beðið er eftir bráðabirgða- lögum—sjá nánar um reiðhjól, hjólreiðar og hollustu ábls.22-23 Fjármálaráðuneytið hefur heimil- aö tollstjórum að taka við skuldar- viðurkenningu vegna toUa á reiðhjól- um. Ríkisstjómin hafði áður lýst því yfir að hún ætlaði að fella niður toU á reiðhjólum frá og með 1. júlí en Ul þess þarf lagaheimild. Skuldarviður- kenningin er því bráðabirgðalausn og verður felld niður um leið og svoköll- uð orkusparnaðarlög rikisstjórnar- innar verða gefin út, líklega í þessari viku. Tollur á reiðhjólum er 80% og lækkar verð á reiðhjólum um þriðjung vegna þessarar ákvörðunar. Losnaði afsjálfsdáðum Togarinn Guðmundur í Tungu frá Patreksfirði tók niðrí i höfninni á ísafirði á laugardagskvöld. Sat hann fastur í 3—4 klst. meðan hann beið eftir flóði en þá losnaði hann af sjálfsdáðum. Ekki urðu neinar skemmdir á skipinu. DB fékk þær upplýsingar hjá Loftskeytastöðinni á ísafirði í morgun, að skip hafi áður tekið niðri á þessum stað. - GAJ / DB-mynd JH Islendingar gegn hvalveiðibanni? —Time segir Alþjóða hvalveiðiráðið njóta lítillar virðingar Þrítugastí og fyrstí fundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hefst í Lundúnum í dag og stendur tíl 13. júlí. Meðal mála á fundinum er tillaga Banda- ríkjamanna um að hvalveiðar verði bannaðar með öllu og tillaga Ástra- líumanna um að hvalveiðar verði bannaðar smátt og smátt. Einnig verður fjallað um hvaladrápið sjálft og endurbætur á aðferðum við það. Þá er búizt við miklum umræðum um eftirlit með veiðunum og rannsóknir á hvalastofninum. Búizt er við að íslendingar muni greiða atkvæði gegn tillögum Banda- ríkjamanna og Ástralíumanna, og fylgja í því efni sjónarmiðum vísinda- nefndar ráðsins. Um Fimmtán þúsund manns söfn- uðust saman á Trafalgartorgi í •Lundúnum í gær og mótmæltu hval- veiðum. Frekari mótmæláaðgerðir eru fyrirhugaðar í vikunni. Nýjasta heftí vikuritsins Time fjall- ar m.a. um hvalveiðar við ísland og fund Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þar segir að ráðið hafi löngum notið lítill- ar virðingar sem einkaklúbbur hval- 'veiðisinna. Nú sé tækifæri fyrir Al- þjóða hvalveiðiráðið að fegra ásjónu sína undir forystu hins unga for- manns, Þórðar Ásgeirssonar, og breyta um stefnu. -GM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.