Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1979. 35 S Útvarp Útvaipsþátturím ívikulokin: „\Tiki ð úr þættinum vegna póiHískra fordóma” ^ D 'i ISKARTGRIPIR Eins og flestir hafa eflaust tekið eftir hafa orðið miklar breytingar á þættinum í vikulokin. Þrír menn hafa hætt og þrir nýir komið í staðinn. DB hafði samband við Árna Johnsen, sem er einn af þeim sem hættu, til að spyrjast fyrir um hvað hefði valdið því aðhannhætti. „Ástæðan fyrir því að ég er hættur i þættinum í vikulokin í útvarpinu er einfaldlegasú að mérhefur verið vikið úr þættinum, með krókaleiðum þó, vegna einhverra pólitískra fordóma, sem ég hef ekki haft áhuga á að kynna mér sérstaklega,” sagði Árni. Sinnti engum pólitískum snögum „1 stuttu máli gekk þetta þannig fyrir sig að ég var beðinn um það sl. haust að sjá um þennan þátt ásamt þeim Jóni Björgvinssyni, Ólafi Geirs- syniu og Eddu Andrésdóttur. Við reyndum að byggja þáttinn upp á skemmtilegheitum og fróðleik um menn og máiefni. Að minnsta kosti fengum við ljúf viðbrögð hjá þeim sem við leituðum til og vingjarnlegar kveðjur frá mörgum hlustendum. Við leyfðum okkur nokkurn prakkaraskap og sinntum engum pólitískum snögum, en það gat ekki gengið til lengdar því formaður út- varpsráðs, Ólafur R. Einarsson full- trúi Alþýðubandatagsins, ku hafa fengið boð úr æðstaráðinu um að setja pólitíska sluffu á þáttinn, koma „sínum mönnum” að, þar sem þátt- urinn var orðinn vinsæll. Það tókst eftir stutt, pólitískt jórtur, en ekki átti þó að fórna öllu vikulokafólkinu. Við höfðum reynd- ar rætt það við daglega stjórnendur útvarpsins að halda þessum þætti á- Árni Johnsen blaðamaður: Það er þó bót i máli að eiga von á betri þætti í vikulokin. DB-mynd: RagnarTh. fram í sumar, en þó þannig að nýtt fólk kæmi inn í samráði við þá þar sem Ólafur Geirsson og Jón Björg- vinsson hugðust báðir hætta fyrir há- sumarið. ,/Ég var vandamálið" f þeirri lönguvitleysu sem upphófst með þessu pólitíska böggla- uppboði hafði Ólafur R. á orði við starfsfélaga mína að ég væri vanda- málið í þættinum vegna þess að ég væri svo djarftækur á efni. Annar nýju mannanna, Kristján Guðmundsson, menntaskólakennari, sem settur var stjórnandi, lýsti þvi skjótt yfir að ekki kæmi til greina að hann ynni með mér því hann gæti það ekki. Ég fékk tækifæri til þess að spyrja hann hvers vegna hann gæti það ekki, en þá höfðum við ekki ,einu sinni sézt, hvað þá talast við. Jú, hann sagði ástæðunaeinfaldlegavera þá, að allt efni sem ég kæmi meö væri svo vont. Þá skildi ég manninn mæta vel.Úr því að hann gat ekki fundið eitt gott atriði úr nær 200 sem ég hafði tekið í þáttunum, þá hlaut hann að búa yfír ofsalegum hæfileikum, sem auðvitað máttu ekki truflast af einhverjum fordómalausum manni sem þurfti ekki að koma neinum sérstökum skilaboðum til fólks. Afstaða hans var kýrskýr. Manúering valdhafanna hafði tekizt Á lokaspretti lönguvitleysunnar í síðasta mánuði, þegar Kristján hafði verið settur stjórnandi þáttarins og valið með sér Guðjón Friðriksson blaðamann Þjóðviljans, var Eddu falið að vera annar stjórnandi og hún átti að velja fjórða manninn. Edda blessunin ákvað að „bjóða mér” ekki áframhaldandi starf í þættin- um þar sem hún vildi ekki taka ákvörðun i blóra við yfirlýsingu „intelligensíunnar”. Við vikuloka- fólkið höfðum þó unnið saman á jafnræðis- og samvinnugrundvelli. Þar með var „vandamálið” fokið úr þættinum, manúering vald- hafanna hafði tekizt. Það er þó bót í máli að eiga von á betri þætti í vikulokin. Ég á eitt óbirt viðtal i vikulokunum við Odd Albertsson einn af æskulýðsfulltrúum kirkjunnar og ég vona að það stutta spjall með kristilegu lagaívafi valdi ekki of miklum þyngslum fyrir brjósti vinstri „sluffunnar” í þættinum,” sagði Árni. -ELA. f—r------------------------------------------------------------------------------1 „Ami er að reyna að gera einfalt mál pólitfskt” -aaaBT DB bar undir Ólaf R. Einarsson um- vikulokin en Árni var fyrir utan. Siðan mæli Árna johnsen og sagði hann að ekki væri mikið um þetta mál að segja. , ,Ég hef nú heyrt þetta áður frá Árna, ’ ’ sagði Ólafur. „í vor lá það ljóst fyrir að margt af Vikulokafólkinu ætlaði að hætta og áður en sumardagskráin var ákveðin fór Kristján E. Guðmundsson fram á að gera síðdegisþátt á laugardögum,” sagði Ólafur. „Útvarpsráð samþykkti að hafa þá þættina annan hvern laugardag og koma þannig upp samkeppni. Jón Björgvinsson vildi heldur samræma þættina og bauð Kristjáni að vera með í vikulokunum. Þá var ákveðið að Kristján, Jón, sagði Olafur R. Einarsson. formaður ólafur R. Einarsson, Edda og Guðjón Friðriksson yrðu með útvarpsráðs að lokum. -ELA. varpsráðs. hljóp snurða á þráðinn hjá Jóni þar sem hann hafði ekki látið Árna vita um þessa samstöðu og hann hætti. Útvarpsráð samþykkti þá að Kristján, Guðjón og Edda yrðu með vikulokin og mætti Edda velja sér fjórða mann. Hún valdi Ólaf Hauks- son og ég veit ekki af hverju. Árni er að reyna að gera pólitískt mál úr einföldu máli. Það fer ekkert á milli mála, að þátturinn í vikulokin er vinsæll þáttur, auk þess sem hann er á vinsælum tima. Um Kristján er það að segja að hann er þaulvanur útvarpsmaður og hefur gert marga góða hluti — eins og Árni,” sagði Ólafur R. Einarsson. formaður útvarpsráðs að lokum. -ELA. M formaður út- V. UM DAGINN 0G VEGINN—útvarp kl. 19,40: Kvenfélagasamtökin ífjársvelti J iigríður Thorlacius formaður nfélagasambands íslands og rit- ri Húsfreyjunnar talar um daginn ■eginn í útvarpi í kvöld kl. 19.40. kðalefni Sigríðar verður nýafstaðið lsþing Kvenfélagasambandsins þar ýmislegt kom fram, t.d. töluðu ir konur um neytendaþjónustu á isbyggðinni af eigin reynslu. Jón rnsson félagsmálastjóri á Akureyri Idi um foreldrafræðslu og tilraunir sem gerðar hafa verið þar með nám- skeiðum í þessum efnum. Einnig verður rætt um tómlæti stjórnvalda gagnvart kvenfélagasam- tökum en 25000 félagar eru í sam- tökunum. „Þegar félagið var stofnað fyrir 50 árum, var búizt við að hafa 4 ráðunauta um hússtjóm. Þó hefur aldrei fengizt nema einn. Félagið hefur ekki fengið hærri fjárveitingar,” sagði Sigríður að lokum. Sigriður Thoriacíus. við ölltœkifœri SIGMAR Ó. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A - Sfmi 21355. Allar viðgerðir bíla og stillum bílinn með fullkomnustu tækjum. Pantið tíma í tíma. Einnig bjöðum við Ladaþjónustu LYKILL Bifreiðaverkstæði Sími 76650. Smifljuvegi 20 — Kóp. H F Breyttwr epmnrartÍMÍ OPIÐ 1 KL. 9—9 &r'i Allar skraytingar unnar af fag- j . mögnum. Nu| Minlall a.Bi.k. 6 kvöldia *BLÖM©ÁMXriR HAFNARSTRÆTI Simi 12717 SKYNDUWYNMR Vandaðar litmyndir i öll skirteini. bama&fþlskyldu- Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 Toppurinn frá Finnlandi 50ÁRA Sendum um allt landið 26 T0MMUR 60% BJARTARI MYND EKTA VIÐUR: PALESANDER, HNOTAj • 100% EININGAKERFI • GERT FYRIR FJARLÆGÐINA 2-6 M • 3 ÁRA ÁBYRGÐ Á MYNDLAMPA FULLKOMIN ÞJÓNUSTA [• SÉRSTAKT KYNNINGARVERÐ VERÐ: 559.900.- nTAÐGR.: 537.504 BÚÐIN SKIPHOLT119 SÍMI29800.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.