Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 32
32' DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR9. JÚLÍ 1979. Bílasýning Fombílaklúbbsins: MENN- INGAR- VERD MÆ71 20. júni árið 1904 var fyrsta bilnum ekið á íslandi. Bifreiðin sem markaði fyrstu hjólförin á íslenzka grund var af Cudell-gerð og var hún sennilega smíð- uð árið 1901. Það var Dithlev Thomsen konsúll sem flutti bílinn til landsins í tilraunaskyni. Var ætlunin að sjá hvernig þessi nýju farartæki reyndust við íslenzkar aðstæður. Thomsenbíll- inn, eins og farartækið hefur jafnan verið nefnt, reyndist ekki vel og kom þar margt til. Bæði var billinn gamall og slitinn, þegar hann var fluttur inn, og svo vélarvana var hann, að ýta þurfti honum upp brekkur. Tilraun Dithlevs Thomsens lofaði ekki góðu og var billinn fluttur utan aftur. En þrátt fyrir neikvæða reynslu af Thomsenbílnum varð framgangur tækninnar ekki stöðvaður. Fleiri bílar voru fluttir inn og fjöglaði þeim með hverju árinu. Segja má með sanni að billinn sé undirstaða nútímamenningar á íslandi og má þareinkum nefna vöru- bílana. Bílar eiga ekki góða ævi á Íslandi. Vegir eru lélegir, viðhald og meðferð oft ábótavant og ekki bætir veðráttan um. Það eru því tiltölulega fáir bilar sem hafa varðveitzt fram á þennan dag. Fyrir um það bil tveimur árum stofn- uðu áhugamenn um gamla bíla klúbb sem þeir nefndu Fornbílaklúbbinn. Var lilgangur þeirra að vinna að varðveizlu og endurbyggingu gamalla bíla. í júní síðastliðnum, eða nánar tiltekið 16. til 24. júni hélt Fornbílaklúbburinn bila- sýningu í Laugardalshöllinni í Reykja- vík. Vakti það furðu mina hversu margir gamlir bílar voru á sýningunni. Var hún hin fjölbreyttasta og mátti þar sjá bíla sem voru smíðaðir á tímabilinu frá 1917 allt fram á okkar dag. Voru það bæði bilar sem varðveitzt höfðu i sinni upprunalegu mynd og bilar sem búið var að breyta. Þá voru einnig sýndir bílar sem verið er að gera upp. Sýning þessi var hin skemmtilegasta og var hún aðstandendum sínum til mikils sóma. Vonandi halda þessir menn áfram á sömu braut við að bjarga gömlum menningarverðmætum frá ryði og brotajárnshaugum. Fulltrúi sveitarómantikurinnar og sveitaballanna stóð i anddyri Laugardalshallarínn- ar. Var það Ford herjeppi árg. ’42. Margur ungur pilturinn sá draumabílinn sinn angurværir á svipinn. sýningunni og urðu þá sumir Þessi bfll er annar tveggja elztu bfla landsins. Er hann af Fordgerð, svokallað T-módel. Hinn elzti billinn er frá Akureyri og er það Dixie Flyer. Voru báðir bflarnir smiðaðir áríð 1917. T-módelið, sem var á sýningunni, er eign Þjóðminjasafnsins og hefur billinn nýlega verið endurbyggður i uppruna- legri mynd. Sumum bflunum var búið að breyta f gæjalegar tryllikerrur. Hér sjáum við eina slika, skærmál- aða, á krómfelgum og breiðum dekkjum með átta strokka vél. Bíllinn er ’34 módel af Chevrolet Victoria. Jóhann A. ;-.\± ■■. i,., . ;

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.