Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1979. 25 Norska stjómin vill veiðieftsrlit og áframhaldandi umræður ivn Jan Mayen: „Virðast hafa nálg- azt okkar sjónarmið” —segir Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra „Síðan slitnaði upp úr viðræðun- um við Norðmenn um síðustu helgi hef ég reynt i samtölum í síma og með telexskeytum að fá Norðmenn til að gera samkomulag um loðnuveiðarnar við Jan Mayen og fallast á skipan nefndar beggja aðila til að ræða frek- ar um fiskveiði- og hafréttarmál. Samkv. niðurstöðum ríkisstjórnar- fundar í Osló í gaer virðist norska stjórnin hafa nálgazt sjónarmið okkar,” sagði Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra, í samtali við blaðið. „Norsk yfirvöld ákváðu að norsku loðnuveiðarnar við Jan Mayen skuli hefjast 23. júlí, en jafn- framt að fylgzt verði með veiðunum. Því miður fylgja engar tölur um afla- kvóta með í fréttum frá ríkisstjórnar-l fundinum, en út af fyrir sig er já- kvætt að loðnuveiðar þeirra verði ekki stjórnlausar með öllu. Á fundin- um í Osló var ennfremur samþykkt að óska áframhaldandi viðræðna við íslendinga um Jan Mayen-málið og ennfremur virðast Norðmenn sam- mála hugnlyndum um norsk-íslenzka viðræðunefnd til að fjalla um þessi mál frekar. Ég er allánægður með fréttirnar frá Noregi, enda verður ekki betur séð en að norska stjórnin hafi nálgazt okkar sjónarmið,” sagði utanríkisráðherra. -ARH. Grænlandsrefur á Vestfjörðum: Viðbrögð Borgar- spítalans hárrétt „Það var hái rétt brugðizt við hér á Borgarspítalanum,” sagði Haukur Árnason læknir í samtali við DB um viðbrögð spítalans við því að sjúkur yrðlingur í Sædýrasafninu beit starfs- mann þar á dögunum. Frétt um þennan atburð var i DB á föstudaginn. Haukur sagði að yrðlingur þessi hefði komið frá Vestfjörðum, en þar hefði Grænlandsrefur nýlega gengið á land vegna ísreks og hann hefði getað borið með sér hundaæði. Haukur taldi að hljómurinn í frétt DB hefði verið þannig, að skilja mætti það sem gagnrýni á viðbrögð Borgar- spítalans. Að sjálfsögðu hafði blaðið ekkert slikt í huga. Ennfremur var það misskilningur að vél hefði verið sérstaklega send eftir mótefni. Hið rétta er að vél sem var er- lendis var beðin að koma efninu til landsins. -GM. Sigl- firzkur Súper- mann Draumur margra manna er að geta logið. Krakkarnir á Siglufirði láta sig lafa það — óg fljúga hring eftir hring i iringum Ijósastaur i miðjum bænum. Vrni Páll, Ijósmyndari DB, þorði ekki ið þriggja boð um einn hring í kringum itaurinn, en lét sér nægja að taka þessa iráðgóðu mynd af einum flug- lappanum. -ARH. Ör fjölgun á Djípavogi: Ekki hefst undan með nýtt húsnæði „Það sem mest fé fer í núna sjá menn lítið. Það er sem sé nýtt aðal- skipulag fyrir bæinn,” sagði Óli Guðbjartsson oddviti á Djúpavogi er hann var spurður hvaða fram- kvæmdum færi mest fyrir þar í bæ. ,,Nú, fjárhagurinn er auðvitað ekki mjög rúmur, þannig að fram- kvæmdir eru ekki miklar. En við erum þó að byggja bókasafnsálmu við skólann og tökum þátt í því með Lions-mönnum að reisa sundlaug við hann. Hafnargerðin er auðvitað eilíf. Talað hefur verið um að í hana færu 40 milljónir á þessu ári en ég hygg nú frekar að frestun verði á að allir þeir peningar komi. j bænum eru í byggingu 8 íbúðir, þar af 4 leiguíbúðir hreppsins. Við erum að verða komnir í þrot með skipulagðar lóðir, því byggingum Óii Guöbjartsson oddvíti. hefur fjölgað mjög síðustu árin. íbú- um hefur fjölgað um 6% á Djúpa- vogi frá því í fyrra þar til i ár, en fjölgun hefur verið jöfn og góð frá því 1975. Enda er nóg atvinna hérna og hefði fjölgunin hugsanlega orðið meiri ef fólk hefði getað fengið nóg húsnæði. En svo hefur ekki verið. Það er athyglisvert að á milli 1950 og ’60 var svipuð íbúatala á Djúpa- vogi og á Höfn í Hornafirði. Nú eru hins vegar um 1400 íbúar á Höfn en aðeins tæplega 400 hér. Þetta stafar þó ekki af því að Djúpivogur sé verri staður til uppbyggingar en Höfn, þvert á móti. En það munar því að flugvöllurinn var settur við Höfn og hefur bærinn því verið mun betur ’ settur með samgöngur. Höfnin á Djúpavogi er hins vegar mun betri en á Höfn. Vil ég vitna máli mínu til stuðnings i grein í Austanfara frá Seyðisfirði sem út kom árið 1922. Þar segir greinarhöfundur sem að öllum líkindum hefur verið Guð- Nýja hverfið á Djúpavogi. mundurG. Hagalin: Engin vafi virðist á því að Djúpivogur eða Berufjörður á sér mikla framtíð fyrir hendi. Þaðan er stutt á afbragðs fiskimið að vetrinum DB-myndir Haraldur. og þá er vitar hafa verið reistir svo sem þörf er á, má segja að innsiglingin þurfi ekki að verða að meini”,” sagði Óli. -DS. Garðaúðun Tek aö mér úðun trjágaröa. Pant- anir í sima 20266 á daginn og 83708 á kvöidin Hjörtur Hauksson skrúðgarðyrkjumeistari Garöaúðun Simi 15928 Brandur Gíslason garðyrkjumaður BÓLSTRUNIN MIÐSTRÆTI 5 Viðgerðs og klæðningar. Falleg og vönduð áklæöi. 'jrfflj'. 2 Ofi Sími 21440, iheimasími 15507.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.