Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 10
Utgefandi: DagÉMifl hf. Framkvnmdastjöd: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjön: Jönas Krístjánsson. Rh>tJóm*rfu»tKlb Haukur Hetgason. SkHfstofustjón rttstjómsr Jóhannas Rsykdsl. Fréttastjóri: Ómar Valdknarsson. íþróttk: HaHur Simonarson. Manning: AflaUteinn IngöHsson. Aflstoflarfréttastjön: Jónas Haraldsson. Handrít ÁsgHmur Pálsson. Blaflamann: Anna Bjamason, Asgair Tömasson, Atii Stainarsson, Bragi Sigurflsson, Döra Stef Ansdött- ir.Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jönsson, Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrísson. Hönnun: Gufljón H. PAtsson. Hilmar Karísson. Ljösmyndir Ami PáH Jöhannsson, BjamleHur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurflsson, Svainn Þormöflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjöHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoríeHsson. Sökistjóri: Ingvar Svoinsson. DreHing- arstjörí: Már E.M. HaUdórsson. Ritstjöm Siflumúla 12. Afgraiflsla, áskríftadaild, auglýsingar og skrífstofur ÞverhoW 11. Aflalsimi blaflsinsar 27022 (10 Inurí. Satning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda og piötugerð: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Arvakur hf., SkeHunni 10. Verfl I lausasöki: 180 krönur. Verfl I áskrift innanlands: 3600 krönur. Hverjir eru óvinir bænda? Hverjir skyldu vera óvinir bænda, þeir sem vilja láta skattborgara greiða reikningana til að halda offramleiðslu áfram um skamma hríð á fölskum for- sendum eða þeir sem vilja koma málum í þann farveg, að þjóðin byggi á arð- bærum atvinnugreinum? Dr. Jónas Bjarnason lýsti viðhorfum hinna sjálf- skipuðu bændavina þannig í kjallaragrein í Dagblað- inu fyrir skömmu, að við óbreyttar aðstæður hefði það verið eins og að gefa eiturlyfjasjúklingi eina sprautu í viðbót, ef Alþingi hefði samþykkt að láta skattborgar- ana leggja þrjá og hálfan milljarð að auki til landbún- aðarins á hinum fræga fundi í þinglokin í vor. Stuðningsmenn þeirrar tillögu, einkum framsóknar- menn, hafa síðan haldið mjög á lofti, að meginhluti þingmanna Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hafi orðið ber að óvináttu við bændur með því að hindra framgang málsins. Eins og marga mun reka minni til hugðist Steingrím- ur Hermannsson landbúnaðarráðherra í bandalagi við Lúðvík Jósepsson formann Alþýðubandalagsins koma þessum milljörðum gegnum þingið, með því að ætlað var, að sjálfstæðismenn mundu ekki þora að standa þar í móti. Milljarðarnir höfðu ekki fengið samþykkt ríkis- stjórnarinnar. Augljóst var, að þingmenn Alþýðu- flokksins voru þeim andvígir utan einn. Þrátt fyrir all- ar yfirlýsingar sínar um fráhvarf frá ófarnaðarstefnu í landbúnaðarmálum hugðist landbúnaðarráðherra með þessu bragði enn einu sinni hirða úr pyngju skattgreið- enda þrjá og hálfan milljarð til að viðhalda hrunstefn- unni. Viðbrögð alls þorra þingmanna Sjálfstæðisflokksins voru lofsverð. Þingflokkurinn sýndi, að „ingólfskan” var liðin undir lok í flokknum. Samtryggingin gamla við Framsókn, sem bar ábyrgð á offramleiðslustefn- unni, reyndist fylgisrýr. Þótt freistandi væri fyrir sjálf- stæðismenn að taka þátt í sundrungariðju stjórnarliða, höfnuðu þeir þessari eiturlyfjasprautu. Milljarðarnir þrír og hálfur strönduðu svo á hjásetu tveggja þingmanna Alþýðubandalagsins, sem einnig reyndust fullsaddir af offramleiðslustefnunni. Sam- þykkt var tillaga frá Sighvati Björgvinssyni, formanni þingflokks Alþýðuflokksins, sem fól í sér, að málinu yrði frestað til næstu fjárlagagerðar og frekari athugun gerð á högum bænda. Deildarforseti, Ingvar Gíslason (F), lét þrátt fyrir samþykkt þessarar tillögu ganga til atkvæða um tillögu um þriggja milljarða framlag. Hún var naumlega samþykkt, en þá gekk allur þorri þing- manna Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks úr sal til að mót- mæla túlkun deildarforseta á þingsköpum og málið náði ekki fram að ganga vegna fámennis á fundi. Þessi afstaða var að minnsta kosti tilraun þing- manna til að undirstrika nauðsyn varanlegra úrbóta og fráhvarf frá hefðbundinni landbúnaðarstefnu. Enn er óséð, hvort sá boðskapur hefur reynzt nægilega skýr að sinni, en vænta má einhvers árangurs í framtíðinni. Bændur vita, að það leysir engan vanda að senda reikninginn fyrir ranga landbúnaðarstefnu alfarið til skattborgaranna. Bændur geta ekki með réttu litið á það sem fjandskap, þótt hafnað sé að bæta þremur eða þremur og hálfum milljarði við þann þrjátíu milljarða reikning, sem forystumenn þeirra senda almenningi í landinu nú þegar í útflutningsuppbótum og niður- greiðslum. i [ I DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1979. Margir ferðaskrifstofukóngar, þar á meðal forstjórar Spies og Tjære- borg í Kaupmannahöfn, eru í við- bragðsstöðu að flytja ferðalanga á sínum vegum frá sólarströndum Spánar. Undanfarna daga hafa sprungið sprengjur, sem kenndar eru skæruliðum baska, í hótelum, bif- reiðum og víðar á Costa del Sol. Á fimmtudaginn þurftu um 4000 ferða- menn frá Norðurlöndum, aðallega frá Danmörku og Svíþjóð, að yfir- gefa hótel sín í bænum Fuengirola á Costa del Sol eftir að borizt hafði hótun um að lúxushótelið Las Palmeras myndi verða fyrir spreng- ingu kl. 2 að staðartíma. Hótunin reyndist á rökum reist og talsverðar skemmdir urðu af völdum sprengj- unnar í hótelinu. Enginn maður hlaut skaða af í þetta sinn, enda var svæðið í kringum bygginguna afgirt og eng- inn innan við hana. Klukkustund síðar sprakk önnur sprengja í nærliggjandi ferðamanna- bæ, Torremolinos. Þar skemmdist hótel í eigu hins opinbera, en engan mannsakaði. Áður en sprengjumar sprungu, var gerð skotárás á þingmann stjórnar- flokksins á Spáni, Gabriel Cisneros. Hann særðist alvarlega og liggur í sjúkrahúsi ÍMadrid. Dagblöð á Spáni segja að baska- hreyfingin sé i nánum tengslum við erlendar hryðjuverkahreyfingar og ljóst er að yfirvöld Spánar óttast mjög um framtíð ferðamannaiðn- aðar landsins vegna hryðjuverkaöld- unnar. Fréttirnar frá sólarströndum hafa enda þegar haft áhrif á ferða- mannastrauminn. Ferðamenn hafa flúið Spán undanfarna daga, ferða- skrifstofur tilkynna að pantanir í Spánarferðir hafi verið afturkallaðar og eftirspum um þær minnkað að mun. Atli Rúnar Kalldórsson Franskur fólksflutningabíll sem eyði- lagðist I sprengingu. /...... 1 ...................... 11 Ferðamenn flýja Spán: Hryðjuverk frairan á sólarströndum Verkföll, verð- lagsstríð og öf ug verðbólga Það mun nú flestum orðið ljóst, að það þjóðfélag, sem reynt hefur verið að halda hér uppi frá stofnun lýðveldisins árið 1944, er nú í þann veginn að hrynja, og hefur á sumum sviðum, þegar fallið saman. Það þarf þvi meira til en menn með barnalega bjartsýni, sem hafa „gefið” sig að stjórnmálum eða verið „ýtt” út í þau vegna þess að þeir hafa ekki dugað til annarra starfa, til þess að kynna ný sjónar- mið, sem geta stuðlað að heilbrigðu, nútíma þjóðfélagi, sem er forsenda þess, að hægt sé að halda í sjálfstæði þjóðarinnar. í raun skiptast stöðugt á í þjóðfélaginu íslenzka verkföll eða verðlagsstríð, og tilheyrir tímabil það, sem nú er runnið upp, að lokn- um verkföllum, þvi síðara. Orkusparnaður ætti að vera óþarfur Þær ógöngur sem við íslendingar höfum nú lent í vegna hins háa olíuverðs, að ekki sé nú minnzt á bensínverð sem er að mestu heima- tilbúið, vegna fáránlegrar skatt- heimtu rikisins, hafa skapazt fyrir tilstuðlan þeirra manna, sem illu heilli hafa valizt til stjórnmálalegra afskipta i þessu landi. í landi, sem gefur gnótt orkugjafa, bæði fallvötn og jarðhita, er það beinlínis þversögn að minnast á orkukreppu. Ef stjórnmálamenn hefðu reynzt þeir landsfeður, sem þeim bar skylda til og axlað þá byrði, sem þeir tóku að sér að bera, hefðu þeir séð svo um, að uppbygging orku hefði haft forgang, orku, sem við hefðum getað selt erlendum aðilum á svipuðu „heimsmarkaðsverði” og við erum nú neyddir til að kaupa orku erlendis frá. Núna er þetta þegar um seinan, því íslenzkir orkugjafar í formi vatnsorku og jarðhita verða úreltir innan fárra ára, því aðrir orkugjaf- ar, sem verða munu ódýrir í vinnslu eru nú í sjónmáli hjá stærstu iðnaðar- þjóðunum, og það munu verða þær, sem miðla henni til þeirra, sem dregizt hafa aftur úr. Uppbygging samgöngukerfisins innanlands, hvort sem um er að ræða vegi með varanlegu slitlagi eða flug- velli er einnig fyrir bí, hvað sem líður ályktunum hinna ýmsu stjórnmála- flokka um fimm, tíu eða fimmtán ára áætlanir þar að lútandi. Átök í þeim efnum verða ekki héðan af nema með beinum dlstyrk frá erlendum aðilum, sem einhverra hagsmuna hafa að gæta í því að koma -upp slíkum mannvirkjum. Dæmin frá Keflavíkurflugvelli um uppbyggingu flugrekstraraðstöðu þar eru ljósust, en eins og öllum er kunnugt kostuðu Bandaríkjamenn að öllu leyti byggingu nýs flugturns, sem tekinn var í notkun nýlega. í raun eru íslendingar fullkomn- lega háðir risaveldunum stóru, Bandarikjunum og Sovétrikjunum, stundum báðum í senn, varðandi það, hvort hér er haldið uppi verklegum framkvæmdum, sem stuðla að nútíma uppbyggingu á hinum ýmsu sviðum. íslenzkur milli- landaflugvöllur og orkukaup eru vitni þessa. Samningar eru veika hliðin { öllu því moldviðri, sem þyrlað hefur verið upp, varðandi hina tilbúnu olíukreppu, en henni er tekið sem sendingu af himnum ofan af stjórnvöldum vegna þess að hún megnar að dreifa hugum landsmanna frá annarri óáran, sem þau hafa stuðlað að, þá er varla minnzt á einu orði, að möguleikar fslendinga til olíukaupa annars staðar en frá Sovét- ríkjunum eru næstum takmarka- lausir. Þannig hefur komið fram opinberlega í málgögnum stjórn- málaflokkanna, sem af sumum eru talin áreiðanlegri en véfrétdn, að rætt hafi verið við sendiherra íraks, sem hér var staddur á dögunum um olíukaup frá því landi, og hafi verið vel tekið í slíka málaleitan. Myndi þá olían verða hreinsuð einhvers staðar í Vestur-Evrópu, t.d. í Portúgal. Ennfremur að möguleikar yrðu kannaðir á olíukaupum í Nígeríu, dl þess að greiða fyrir skreiðarsölu þar, og olían yrði sömuleiðis hreinsuð í Portúgal, en Portúgalir hafa einmitt verið óánægðir með mjög óhag- stæðan viðskiptajöfnuð við íslendinga.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.