Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1979. Ákvörðun Benedikts um útivist hemtanna: Vatn á myllu kommúnista Þeir sem kvörtuðu yf ir launabreytingun hjá vamarliðinu: HÓTAÐ UPPSÖGN Einn kunnugur á Keflavíkurvelli skrifaði DB bréf um deilu starfs- manna á Vellinum við starfsmanna- stjóra varnarliðsins um röðun í launaflokka. Máli þessu hefur verið gerð nokkur skil i DB en hér eru kaflar úr bréfinu: Hjá starfsmannahaldi varnarliðs- ins var látið að liggja við þá sem kvörtuðu að ef menn væru ekki ánægðir gætu þeir sagt starfi sínu lausu. ,,Það er alveg nóg framboð af fólki sem sækist eftir störfum á Vell- ,inum,” var sagt. Einnig var á það minnt að nú væru að koma á vinnu- markað um 200 manns sem Flugleiðir hafa sagt upp. Ef þetta er það sem koma skal i kjarabaráttu hér á landi að launþegar og atvinnurekendur talist ekki við nema í skætingi og hroka getur eng- inn vænzt þess að ástand þjóðmála og lífskjör batni. Það gerist ekki meðan svartasta myrkur einræðis og valdniðslu ræður ríkjum. Hræddur er ég um að allmargir af þeim sem nú er að vegið og verið hafa stuðningsmenn varnarliðsins finnist nú sem hnífi hafi verið stungið í bak þeirra. Þeir gætu jafnvel farið að hugleiða hvort eitthvað sé til í þeim áróðri sem rekinn er gegn Banda- ríkjamönnum og stefnu þeirra gagn- vart bandamönnum og vinum. Þá gæti hið fornkveðna sannast: ,,Þú ert vinur á meðan ég get af þér gagn haft, ei þegar notað hef ég þig.” Raddir lesenda Samvinnubankiiui Þeir eru frekar vinalegir á svip, þessir hermenn á Keflavikurvelli. En ákvörðun um afl leyfa þeim ótak- markaðar ferðir um ísland hefur valdið deilum. Helgi eða Helgi Pé — þaðertvenntólíkt Helgi skrifar: Alveg blöskraði mér lesendabréf Helga Pé poppstjörnu. Mér þykir sem auglýsingaherferð fjölmiðlanna í hans þágu hafi stigið honum til höf- uðs svo um munar. Það vita allir að það eru mörg hundruð „Helgar” i landinu. Engu að síður sér Helgi Pé ástæðu til að gefa út þá yfirlýsingu aðhani sé ekki sá ,,Helgi” sem skrif- að hafi um kynþáttamál í Dagblaðið að undanförnu. Mér finnst Helgi Pé gera okkur öllum hinum „Helgun- um” rangt til með þessu og reyna að setja sig á háan hest gagnvart okkur. Ekki sáum við hinir „Helgarnir” ástæðu til að gefa út yfirlýsingu um að við værum ekki sá „Heigi” sem skrifað hefur um kynþáttamál í DB að undanförnu. En auðvitað má segja, að það sé ekki sama hvort er Helgi eða Helgi Pé. Ég vil því í tilefni af bréfi Helga Pé upplýsa að ég er hvorki sá „Helgi” sem skrifað hefur í DB að undanförnu né sá Helgi Pé Helgi Pétursson sem fjölmiðlar hafa keppzt um að auglýsa upp að undanförnu. Samvinnubankinn útibú Svalbarðseyri, sími 96-21338. Nýtt útibú á Svalbarðseyri Samvinnubankinn hefur yfirtekið starfssemi Sparisjóðs 'í Svalbarðsstrandar og Innlánsdeildar Kaupfélags Svalbarðseyrar og opnað nýtt útibú á Svalbarðseyri. Útibúið mun annast öll almenn bankaviðskipti og trygginga- þjónustu fyrir Samvinnutryggingar og Líftryggingarfélagið Andvöku. . r • X- 1 / • fWJWW Aígreiðslutimi: Mánud. - föstud. kl. 9.15 - 12.00 ------------- og 13.00 - 16.00. -------— r Ég held satt að segja að þessi úti- vist hermannanna verði aðeins vatn á myllu kommúnista. Það er alveg öruggt að það á eftir að koma til árekstra og áfloga og ef maður þekkir hermennina rétt þá eru þeir engin börn í slikum viðskiptum. Þegar þeir eru búnir að berja nokkra íslendinga í klessu og spilla meydómi ungra stúlkna verður þjóðin svo reið að hún vill helzt láta henda þeim öll- um úr landi. Eftir þessu eru komm- arnir einmitt að bíða. Ég vona að Benedikt endurskoði þessa ákvörðun og taki aftur upp það fyrirkomulag sem tíðkazt hefur. Ef hann vill ekki skipta um skoðun verður utanríkismálanefnd eða ríkis- stjórnin að gríp^ í taumana. Þrauta- lendingin er að fá nýjan ráðherra. Helzt vildi ég Vilmund Gylfason i það starf. Verð aðeins kr. 7.950.- finnst ákvörðun Benedikts Gröndal utanríkisráðherra að heimila ótak- markaða útivist þessara manna vera röng og heimskuleg. Hefur það ekki alltaf verið stefna íslenzkra yfirvalda að halda herstöðinni aöskildri frá íslenzku þjóðlífi. Er deilan um varnarmál íslands ekki nógu við- kvæm fyrir að ekki sé verið að æsa málið upp með vanhugsuðum að- gerðum? Einn i Breiðholti hringdi: Tií hvers eru amerískir hermenn hér a landi? Eru þeir hér til að skemmta sér eða til að verja landið? Þessi spuming gerist áleitin eftir síðustu fréttir fjölmiðla af varnarliðinu. Mér Sumar- skór

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.