Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1979. Iþrótiir Íþróttír Iþróttir Iþróttir Oddur varð fimmfaldur ís —Lára fjórfaldur meistari í kvennagreinum—og hinn 45 ára gamli Valbjöm Þorláksso Oddur Sigurðsson, hinn tvitugi sprett- hlaupari úr K A, var sannarlega maður mótsins á Meistaramóti íslands um helgina. Hann varð fimmfaldur íslands- meistari og í 200 metra hiaupi hljóp hann á frábærum tima 21.1 sek. sem er jafnt gildandi' íslandsmeti en meðvindur var aðeins of mikill til að metjöfnunin fái staðizt. Ágætur árangur vannst í mörgum greinum og greinilegt er að frjálsiþróttafólk okkar er í framför. Meistaramótsmet voru sett í 11 greinum og í 23 greinum af 30 náðist betri árangur en i fyrra. íþróttafólk úr KA setti mikinn svip á íslandsmótið og hlaut 10 gull- verðlaun. Þá vakti elæsileet hlauD Val- björns Þorlákssonar í 110 m grínda- hlaupi mikla athygli. Valbjörn, sem er 45 ára gamall, hreinlega stakk keppinauta sína af og sigraði á mjög góðum tima 14,7 sekúndum, sem er aðeins 1/10 úr sekúndu frá íslandsmeti. í kvenna- greinum bar Lára Sveinsdóttir höfuð og herðar yfir aðra keppendur og hlaut fjóra íslandsmeistaratitla. í fyrstu grein mótsins, 400 m grinda- hlaupi, sigraði Aðalsteinn Bernharðsson KA örugglega á ágætum tíma, 53,5 sek. Tugþrautarmaðurinn Þráinn Hafsteins- son ÍR varð annar á 57,2 sek. Athygli manna beindist mjög að kúlu- varninn Hreinn Halldórsson. KR, náði sér ekki verulega á strik þar og lét 19.60 metra kast duga að þessu sinni. í upphit- un kastaði hann léttilega yfir 18 metra án atrennu svo ljóst er að kraftana vantar ekki á þeim bænum en Hreinn virðist ekki fá nægilega mikið út úr atrennunni. íslendingar eru sannarlega ekki á flæði- skeri staddir með kúluvarpara því Óskar Jakobsson, ÍR, kastaði 18,66 metra og Guðni Halldórsson KR 17,44. Óskar Reykdalsson, ungur og efnilegur kastari úr KA, vakti einnig mikla athygli og kast- aði 15,75 metra. Þórdís Gísladóttir sýndi mikið öryggi í hástökki og setti nýtt meistaramótsmet 1,74 m og átti góðar tilraunir við nýtt íslandsmet 1,77 m. í spjótkasti kvenna sigraði María Guðnadóttir KA, kastaði 37,84 m. María varð einnig i 2. sæti í hástökki, stökk 1,60 m. í 2. sæti í spjótkastinu varð íris Grönfeldt UMSB með 36,60 m. Frábært hlaup í 200 metra hlaupi karla var búizt við mjög spennandi einvígi milli hinna ungu og efnilegu hlaupara Odds Sigurðssonar KA og Sigurðar Sigurðssonar Ármanni. - En þrátt fyrir að Sigurður hlypi á ágæt- um tíma 21,8 sek. þá veitti hann Oddi ekki neina keppni, því hann hljóp frá- bærlega vel á 21,1 sek, eins og áður segir. Það. er örugglega ekki ofmælt að segja, að Oddur sé mesta hlauparaefnið sem íslendingar hafa eignazt. 1 200 metra hlaupi kvenna fékk KA enn einn íslandsmeistaratitilinn. Þar sigraði Sigríður Kjartansdóttir á nýju meistaramótsmeti, 24,8 sek. önnur varð 'Helga Halldórsdóttir, KR, á 25,1 sek. Langhlaupin hafa löngum verið þær greinar sem þátttaka hefur verið hvað minnst í hérlendis. Meistaramótið núna var engin undantekning frá því. Aðeins þrír keppendur voru í 5 km hlaupi. Sig- urður P. Sigmundsson FH sigraði örugg- lega á sæmilegum tíma, 15:29,0. í kúluvarpi kvenna var Guðrún Ingólfsdóttir Ármanni, hinn öruggi íslandsmeistari. Hún kastaði 12,46 m sem er nýtt meistaramótsmet en íslands- met hennar er 13,00 m. Keppni í hástökki var mjög spennandi en svo fór að lokum, að Stefán Friðleifs- son, UÍA varð íslandsmeistari annað ár- ið í röð og stökk 1,99 m. Kornungur ÍR- ingur, Stefán Þ. Stefánsson varð annar og stökk 1,% m. Þar er mikið efni á ferð- inni. Tugþrautarmaðurinn Elías Sveins- son, FH, skellti sér í hástökkið þrátt fyrir að hann væri ekki skráður til leiks og stökk 1,93 m að þessu sinni. 1 100 metra grindahlaupi hljóp Lára Sveinsdóttir Ármanni mjög glæsilega á 13,8 sek., sem er nýtt meistaramótsmet. Meðvindur var of mikill í hlaupinu. Friðrik Þór Óskarsson ÍR, sýndi mik- ið öryggi i langstökkinu. Lengst stökk hann 7,30 m og flest stökk hans voru yfir 7 m. Hann fékk litla sem enga keppni í langstökkinu. Þar var knattspyrnu- kappinn Jón Oddsson illa fjarri góðu gamni en hann hefur sem kunnugt er stokkið yfir 7 m en hann meiddist á fæti í leik KR og Siglufjarðar á dögunum og gat því ekk i verið með nú. AMC Gremlin X árg. ’74. Gullbrons. 6 cyl., aflstýri, ek. 33 þús. km. Útvarp, segulband, breið dekk. Skipti möguleg. Verð 2.6 millj. Saab 96 árg. ’74, orange. Ekinn 80 þús., útvarp. Verð 2.3 millj. Grettisgötu 12-18 BILA- markaóurinn Sími 25252 Land Rover disil árg. 1976, ekinn 62 þús., 5 dvra. Verð 7,5 millj. Plymouth Duster árg. ’74. Svartur m/hvítan topp, 6 cyl., sjálfskiptur, afl- stýri o. fl. Einkabill í sérflokki. Verð 3 millj. Volvo 232 1978, sjálfskiptur. Silfur- grár, ekinn 13 þús. km., útvarp. Verð 4.3 millj. (Skipti möguleg á nýlegum Lada Sport). Peugeot 504 árg. 1975, ekinn 130 þús., útvarp. Skipti á station (dýrari bíl). Verð2,7 millj. Ffat 127 1975. Rauður, ekinn 42 þús. km. Snjó- og sumardekk. Verð 1100 þús. Sparneytinn bfll. FJÖLDI ANNARRA BÍLA Á SÖLUSKRÁ • BÍLASKIPTI OF Honda Accord 1977. Grænn, 3ja dyra, ekinn 36 þús. km., útvarp. Verð 4.3 millj. Citroén Pallas CX 2200 1976. Grænn, ekinn 74 þús. km (erlendis). Verð 5.5 miilj. Samkomulag. Fíat 131 Mirafiori árg. ’77. Ekinn 18 þús. km. Vetrar- og sumardekk. Verð 3.3 millj. Peugeot 504 G.L. árg. ’77. Rauður. Ekinn 60 þús. km. Verð 4.5 millj. - Peugeot 504 station árg. ’74. Blá- sanseraður, 7 manna. Vel með farinn bfll. Verð 3.4 milij. Austin Mini Grænsanseraður. Ekinn 17 þús. km. Vetrar- og sumardekk. Verð 2.5 millj. Mini Clubman 1976. Rauður. Ekinn 36 þús. km, útvarp og segulband, sujó- og sumardekk. Sparneytinn bill. Verð 1700 þús. Ford Maverick 1974. Gulur, 4ra dyra 8 cyl (302), sjálfskiptur, ekinn 82 þ.km. Útvarp, snjó- og sumardekk. Góður bfll. Verð 2.8 millj. Plymouth Volare Premier árg. 1978. Silfurgrár, 6 cyl., sjálfskiptur m/öllu. Tilboð eða skipti á minni bíl. Lada Topaz 1977. Blár, ekinn 32 þús. km., útvarp. Vcrð 2.3 millj. Skipti á ódýrari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.