Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JÚLÍ 1979. 7 æta reynslu” Bjarni og Lára veita viðtöku minjagripum frá Dagblaðinu — fyrsta flokks sjónaukum með silfurskildi, sem á er grafið: „Sjórail ’79, með kveðju frá Dagblaðinu”. Með þeim er sonur þeirra, Björgvin. DB-mynd Hörður Bjarni Sveinsson þiggur kampavfn hjá Olafi félaga sinum Skagvik I verðlaunabikar- inn. DB-mynd Hörður Sigurvegararnir i Sjóralli Dagblaðsins og Snarfara 1979: Olafur Skagvik (t.h.) og Bjarni Sveinsson með verðlaunakransana á Ingu 06 i Reykjavikurhöfn i gær. DB-mynd Hörður Sofnaði á Eyjafirði— vaknaði á Skagafírði —sama renniblíðan frá ísafírði einsogá leiðinniþangað „Þessir tveir síðustu áfangar voru eins og bezt varð á kosið,” sögðu þeir Ólafur Skagvík og Bjarni Sveinsson á Ingu 06 við komuna til Ólafsvíkur. „Sem dæmi um hve gott var i sjó- inn, þá lagði Óli sig á gólfið í bátnum þegar Ingan fór frá Akureyri og ætlaði að fá sér lúr þangað til bátur- inn væri kominn út úr Eyjafirðinum, enda myndi hann ekki fá svefnfrið öllu lengur, því þegar út úr firðinum væri komið myndi hann vakna við veltinginn. Eftir hátt á annan tíma rumskaði Ólafur og fannst Eyjafjörðurinn orðinn langur. En þá voru þeir komnir út fyrir miðjan Skagafjörð. Slík var blíðan. Þeir félagar sögðust hafa sett vélina á fulla ferð og varla heitið að þeir hafi slegið af fyrr en 5 metra frá bryggjunni á ísafirði, ef frá er talið að þeir hægðu örlítið á sér í þoku á Húnaflóa og einnig þegar Ólafur skreið upp á þak á bátnum eftir hnút- inn við Horn og sótti mastrið sem losnaði. Þegar að bryggjunni á ísa- firði kom var lnga á fullri ferð, og þegar Bjarni ætlaði að setja i aftur á bakdrap vélin á sér. Sagðist Bjarni í viðtali við DB hafa séð bátinn fyrir sér brotna í spón við bryggjuna. Á síðustu stundu fór vélin í gang og allt fór vel. Þegar þeir félagar fóru frá ísafirði fóru heimamenn í hópsiglingu með þeim út Djúpið. Ferðin til Ólafsvíkur gekk jafnvel og frá Akureyri, og komu þeir þangað eftir rétt þriggja tíma siglingu. Þeir sögðu að Látra- röstin hefði meira að segja stillt sig á meðan þeir brunuðu þar í gegn. „Okkur vantar bara fötu og skrúbbu,” heyrðust þeir segja í tai- stöðina þegar nær kom Ölafsvík, ,,Það er ómögulegt að koma á svona skitugum bát í bæinn.” Þegar það spurðist út á Ólafsvík að von væri á Ingu, safnaðist strax hópur fólks á öllum aldri niður á bryggju og beið komu þeirra félaga. Var þeim vel fagnað og sérstaklega vildi unga kynslóðin fá að koma um borð í þennan merka bát. „Hvar er Lára?” spurðu þeir Bjarni og Ólafur þegar þeir höfðu fast land undir fótum. Þegar þeir fréttu að jafnvel væri von á henni til Ólafsvíkur léttist heldur betur á þeim brúnin og sögðust vera ánægðir að fá slíkasamfylgd til Reykjavíkur. Mikiðaf rekaviði Ein helzta hættan á siglingaleiðinni frá Akureyri til ísafjarðar var reka- viðurinn sem þar marar í hálfu kafi. Slíkur drumbur felldi einn keppnis- bátanna úr keppninni á Húnaflóa í fyrra. „Við hefðum getað byggt yfir bátinn og vel j>að,” sagði Ólafur Skagvík þegar við spurðum um reka- viðinn. „Hann var út um allan sjó og engir smádrumbar. Einnig voru allar fjörur fullar af þessu allt frá Sléttu til ísafjarðar.” -JR. Olafur Skagvfk og Bjarni Sveinsson stíga i land i Ólafsvik: „Okkur vantar bara skrúbb og fötu — þaö er ómögulegt aft koma á svona skitugum bát i bæinn.” DB-mynd Jóh. Reykal.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.