Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1979. 23 VERDA HJÓLREIÐ- AR LEYFÐAR Á GANGSTETTUM? Þór Vigfússon, formaflur umferðar- nefndar Reykjavíkur, er mikill áhugamaflur um hjólreiðar. DB-mynd RagnarTh. ,,í umferðarnefnd Reykjavíkur er nú verið að ræða tillögu sem felur í sér áskorun til dómsmálaráðuneytis að leyfa hjólreiðar eftir sérstökum reitum á breiðum gangstéttum,” sagði Þór Vigfússon, formaður nefndarinnar, í samtali við DB. Þór kvað hjólreiðar á ganystigum og gangstéttum bannaðar hér á landi samkvæmt umferðarlögum. Viða erlendis, t.d. á Norðurlöndum, er' þessu öðru visi farið. Þar eru sérstak- ir reiðhjólastígar, og þar sem þá vantar eru ieyfðar hjólreiðar á gang- stéttum. Áætlanir hafa lengi verið uppi um að leggja sérstaka reiðhjólastíga, en þegar á hefur reynt hafa borgaryfir- völd borið við fjármagnsskorti. Þór sagðist gjarnan vilja sjá slíka stíga, en taldi ólíklegt að fjárveiting fengist til þeirra á næstunni. - GM Umferðarlögin: r „Avallt aðra eða báð- ar hendur á stýri” „Ökumaður reiðhjóls skal ávallt hafa aðra eða báðar hendur á stýri og báða fætur á fótstigum. Honum er óheimilt að hanga aftan í öðrum öku- tækjum á ferð, svo og að leiða annað reiðhjól. Eigi má aka tveimur eða fleiri reiðhjólum samhliðaávegi.” Þessi klausa er úr sérreglum um reiðhjól í umferðarlögum. Þar segir enn fremur: „Bannað er að aka á reiðhjóli á gangstéttum og gangstígum eða yfir þær. Ekki má leiða reiðhjól á gagn- stígum eða gangstéttum, þar sem það er til óþæginda fyrir aðra vegfar- endur. Ekki má skilja reiðhjól eftir á al- mannafæri nema því sé læst og svo gengið frá, að eigi stafi hætta eða truflun af fyrir umferð. Barni yngra en 7 ára cr óheimilt að aka reiðhjóli á almannafæri. Óheimilt er að flytja farþega á reiðhjóli. Þó má vanur ökumaður, sem er orðinn 17 ára, flytja barn, yngra en 7 ára á reiðhjóli, enda sé barninu ætlað sérstakt sæti og þannig um búið, að því stafi ekki hætta af hjólteinununum. Ekki má flytja á reiðhjóli þyngri hluti eða fyrirferðarmeiri en svo, að ökumaður geti haft fullkomna stjórn á reiðhjólinu og gefið umferðar- merki, svo sem skylt er. Sömuleiðis er bannað að flytja á reiðhjóli hluti, sem valdið geta óþægindum.” - GM HJÓLREIÐA- ÆFINGAR GÓÐAKSTUR— HJÓLREIÐAÞRAUTIR Hjólreiða - brautirfyrir 10—12 ára Hjólreiðaæfingar heitir litið kver sem umferðarráð hefur sent frá sér. Það er einkum samið fyrir kennara og ætlað að vera hjálp við umferðar- fræðslu 10—12árabarna. í kverinu er að finna ábendingar um góðakstur á reiðhjólum og hag- nýtar og spennandi hjólreiðaþrautir. Hægt mun að nálgast kverið á skrifstofu umferðarráðs. - GM Fá hjólreiða - slysá |>essuán Fáir hafa slasazt á reiðhjólum það sem af er þessu ári. Eitt slys varð í janúar, annað í febrúar, þriðja í marz, fjórða í apríl og fimmta og sjötta í maí. Á sama tima í fyrra slös- ■>ðust 8 manns á reiðhjólum. Þessar upplýsingar eru fengnar hjá V .: ''arráði. -GM Bannao ao aka reiðhjóli undiráhrifum áfengis! „Enginn má aka reiðhjóli, ef hann sakir áhrifa áfengis eða af öðrum or- sökum er ekki fær um að stjórna því svo öruggt sé,” segir m.a. i lögreglu- samþykkt Reykjavíkur urn hjól- reiðar. Enn fremur segir: „Ökuhraði á hjóli má ekki vera meiri en 25 kiló- metrar á klukkustund ... Sé for eða bleyta á götu, skal aka svo, að ekki slettist á aðra vegfarendur, gangstéttir né byggingar. Skylt er hjólreiðamanni að nema staðar ef reið hans veldur því, að hestur fælist eða gerist órór.” Og þetta skyldu menn hafa i huga: „Á hverju hjóli skal vera bjalla, sem gefur hvellt hljóð, en ekki horn né annar hljóðgjafi, og skal hjólamaður láta til hennar heyra, cf hætt cr við árekstri.” -GM tslenzku keppendurnir á æfingu við Kennaraháskólann fyrir keppnina í Madrid. Alþjódleg hjólreiðakeppni: Góð frammistaða íslendinga í lok mai fór fram 17. alþjóðlega hjólreiðakeppnin í Madrid á Spáni. Af íslands hálfu tóku þátt i keppn- inni Böðvar Þórisson og Helgi Lax- dal báðir úr Kópavogi, Bergþór Gunnlaugsson frá Þingeyri og Andri Teitsson frá Akureyri. Frammistaða piltanna var allgóð, þeir urðu í 9. sæti af 14 þjóðum, fremstir Norðurlandabúa. í fyrsta sæti urðu heimamenn, Spánverjar, í öðru sæti Frakkar og þriðju urðu Portúgalir. í keppni einstaklinga varð Böðvar Þórisson í 19. sæti af 56 einstakling- um og verður það að leljast mjög góð frammistaða. Ferð piltanna var verðlaun fyrir góða frammistöðu í spurningakeppni ér fram fór i marz sl. Fararstjórn og þjálfun önnuðust Guðmundur Þorsteinsson, náms- stjóri í umferðarfræðslu, og Baldvin Ottósson lögregluvarðstjóri. -í;m - Sértilboð — Sértilboð — SértilH Tog. 700 Litir Hvitt, brúnt, eða beige leður. a, Stœrðir 39—42 Teg. 1407 Litur Antíkbrúnt leður með hrágúmmisóla. Stœrðir 36 og 37 jijjfe--''- Verð aðeins 8b&Æ . kr. 5.500.- Teg. 21 Litur Natur leður Stærðir 39—46 Verð kr. 3.900.- Teg. 244 Litur: Natur leður Stærðir 40 og 41 áður kr. 13.730.- Nú kr. 6.995.- Teg. 226 Litur: Natur leður Teg. 331 Litur Blótt Stæðrir 36, 37, 39, 40 og 41 Teg. 440 — m/innleggi Litur Beige leður Stærðir 39, 40 og 41 Áður kr. 13.730.- Nú kr. 6.995.- Teg. 3011 Stærðir. 39—45 Verð kr. 2.500.- Teg.1047 LHur Svart leður. Fóðraðir og með slrtsterkum sóla Stærðir 36-41 . Verð kr. 6.985.- Teg.1042 Litur Beinhvitt leður Fóðraðir og með slitsterkum sóla Litur Natur leður Fóðraðir og með slitsterkum sóla Stærðir 36-41 Verð kr. 6.985.- Teg. 341 Litur: Ljósblátt Stærðir 36—41 Verö aðeins kr. 4.485. Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll Sími 14181 — Póstsendum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.