Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 33
Sigurjón Sighvatsson piata Jakobs færprföi* viðtökur „Segja að við séum tekjuhæsta hljóm- sveit landsins” „Stefnan hjá okknr er engin. nema að standa við einkunnarorð hljóm- sveitarinnar að skemmta fólki og hafa gaman af þvi sjálfir." sagði Ævar Rafnsson bassaleikari hljómsveitar innar Chaplin í Borgarnesi er DB hitti hann að máli i siðustu viku. Chaplin hefur aðallega leikið á heimaslóðum í Borgarfirði og á Snæ- fellsnesi síðan hún var stofnuð í fyrra- haust. Þá skipuðu hljómsveitina fimm hljóðfæraleikarar, þeir Kári Waage söngvari, Hörður Óttarsson trommu leikari, Halldór Hauksson trommari. Ævar Rafnsson bassaleikari og Gunn ar Ringsted sem leikur á gítar. I vetur bættist sjötti maðurinn við, Birgir Guðmundsson gitarleikari. Þeir Gunnar og Birgir eru þeir einu sem landsþekktir geta talizt. Gunnar lék forðum með hljómsveitinni Roof Tops Hljómplata Jakobs Magnússonar, Special Treaiment. hefur nú verið á markaðinum hér ytra i tvær vikur. Platan hefur alls staðar fengið góðar viðtökur og er hún komin á svonefnd- an „playlist” hjá fjölmörgum útvarps- stöðvum víðsvegar um Bandaríkin. Hér i Los Angeles er hún mikiðspiluð. Einn sunnudag fyrir skömmu lék til dæmis útvarpsstöðin KCLA alla plöt- una á bezta útsendingartímanum þar sem henni var hælt óspart. Platan var einnig meðal þeirra jazzhljómplatna sem timaritið Cash Box valdi sem plötur vikunnar um daginn. Þetta eru einstakar viðtökur, eink- Bandariska útgáfan af umslaginu utan um plötu Jakobs, Special Treatment. Sú íslenzka var aðeins gul á iitinn. um ef tekið er tillit til þess að enn sem komið er hefur Special Treatment ekk- ert verið auglýst. Ástæðan fyrir þvi er einkum sú að Warner samsteypan vildi kanna viðbrögð útvarpsstöðva og kaupenda áður en miklu fjármagni yrði varið til auglýsinga. Nú er aftur á móti í bígerð auglýsingaherferð þar sem meðal annars verður sett upp spurningakeppni í útvarpsstöðvum um Jakob og feril hans. Verðlaun í þessari keppni eru ferðir til Islands. Óhætt er að fullyrða að slik spurningakeppni verður ekki aðeins auglýsing fyrir Jakob og plötu hans heldur einnig fyrir land og þjóð. Jakob Magnússon er um þessar mundir að undirbúa hljómleikaferð sina sem hefst í júlílok eða ágústbyrj- un. I staðinn fyrir að verða opnunar- númer fyrir einhvern þekktan lista- mann getur alveg eins farið svo að Jakob verði sjálfur aðalnúmerið á tón- leikunum vegna þess hversu góðar við- tökur platan hefur fengið. - SS, Los Angeles CHAPLIN frá Borgarnesi. Frá vinstri á myndinni eru Kári Waage, Ævar Rafnsson, Gunnar Ringsted, Birgir Guðmunds- son, Halldór Hauksson og Hörður Óttarsson. CHAPUN—Njómsveitadvestan: Góð aðsókn á sveitaböllin Ævar Rafnsson sagði i samtalinu við DB að aðsóknin á sveitaböllin í LONDON BREYT- IRUMSVIP Hljómsveitin London frá Vestmanna- eyjum hefur tekið nokkrum stakkaskipt- um. Ólafur Bachmann söngvari og Elias B. Angantýsson hafa báðir tekið pokann sinn en I þeirra rúm eru komnir Valdi- mar Gislason og Friðrik Gislason, fyrr- um söngvari Eymanna. Valdimar er Vestmannaeyingum að góðu kunnur. Hann hefur leikið á gitar meðal annars með hljómsvcit Hclga Hermanns. Logum og Eymönnum. Hann hefur numið klassískan gitarleik í tónskóla Sigursveins. Aðrir liðsmenn i London eru þeir Sigurður Stefánsson trommuloikari. Henrý Erlendsson scm leikur á bassa og Guðlaugur Sigurðsson hljómborðslcik , ari. og fleiri þekktum hljómsveitum. Birgir starfaði með Celsius allan þann tima sem hún lifði. Að sögn Ævars hefur C'haplin nóg aðgera um helgar. „Það voru einhverjir að skjóta þvi að okkur að við værum sennilega tekjuhæsta hljómsveit landsins." sagði hann og hló. „Ég er nú ekki í aðstöðu til að dæma um það. Hitt er annað mál að við höfum gott kaup i spila mennskunni enda reynum við að halda öllum kostnaði niðri. Til dæmis sjáum við sjálfir um að stilla hljóðfær- unum upp." Ævar kvað hljómsveitina vera ágætlega tækjum búna. Hann taldi að útgerðin öll væri að verðmæti um sjö til átta milljónir króna. Þá hefur hljómsveitin komið sér upp fullkom- inni æfingaaðstöðu Þar er meðal ann- ars upptökuaðstaða og hefur hljóm- sveitin yfir að ráða fjögurra rása upp- tökutækjum. Ekki treysti Ævar sér til að geta sér til um þær upphæðir, sem hljómsveitin hefði lagt i æfingahús- næðið. Borgarfirði og á Snæfellsnesi væri nteð þvi bezta í mörg ár. Miðaverð á dans- leikina þar er fjögur þúsund krónur sem Ævar kvað nokkru lægra en viða annars staðar. „Við ætlum að halda okkur á heimaslóðum í sumar að mestu lcyti," sagði hann. ,,Þó stendur til að við tökum eina reisu norður i land. Einnig hefur það komið til greina að skreppa til Reykajvikur, en það verður tæpast fyrr en i september. Um verzlunar- mannahelgina verðum við að Lauga- landi i Borgarfirði ásamt hljómsveit- inni Picasso." Tónlist C'haplins er yfirleitt þau lög sem ofarlega eru á vinsældalistum hverju sinni — og frekar á þeim bandariska cn brezka. Einnig skýtur hljómsveitin inn einu og einu frum sömdu lagi. — Ævar Rafnsson var að lokum spurður að þvi hvort Chaplin gengi með plötu í maganum. „Nei.” svaraði hann stutt og lag- gott. • ÁT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.