Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1979. | ~ Hraöaaukning skipa uml hnútþýðirSO— 60% meiri olíubrennslu — hvert olíuprósent sem sparast þýðir tugmilljóna spamað íkrónum Áætlað er að skuttogarafloti islend- inga hafi notað um 100 millj. lítra af brennsluolíu á sl. ári. Samkvæmt verð- lagi i lok ársins 1978 kostar eldsneyti togaranna um 5 milljarða, en fiski- skipaflotans alls um 9 milljarða. Aug- Ijóst er að i ár hækka þessar tölur mikið og því beinast augu manna að því hvort og þá hvernig draga megi úr olíubrennslu flotans. Hvert prósenlið sem sparast af dýrmætri oliu þýðir sparnað í peningum sem veltur á tugum og jafnvel hundruðum milljóna. • Á vegum tæknideildar Fiskifélags íslands hefur verið unnið að mælingum og athugunum á olíunotkun íslenzkra fiskiskipa. Hafa verið settir sérstakir rennslismælar sem gefa upp olíunotk- unina í lítrum á klukkustund. Niður- stöður mælinga um borð í ögra, Hjör- leifi og Ingólfi Arnarsyni frá Reykjavík sýndu silthvað forvitnilegt varðandi tengsl ganghraða og olíubrennslu. Aukning ganghraðans um 1 hnút, jók olíunotkunina um 30—49%. Niður- stöður mælinga á olíubrennslu nóta- veiðiskipa voru á sömu leið. Reyndist hraðaaukning um 1 hnút leiða til 36— 61 % aukningar á olíubrennslu. Þá vaknar spumingin, hvort það að „gefa i” og vinna tíma borgar sig, fremur en að fara sér hægar og nota lengri tíma í siglinguna. Rannsóknarmenn tæknideildar, Auðunn Ágústsson, Emil Ragnarsson og Helgi Laxdal, birta i skýrslu sinni dæmi: Vegalengd sem sigla á, er 250 sjó- mílur, og ákveðið að sigla á 14 hnúta hraða. Tími, sem það tekur að sigla þessa vegalengd, verður þá 17,8 klst. og olíunotkun 5800 lítrar. Ef ákvörðun er breytt í 12.5 hnúta hraða, verður sigl- ingartími 20 klst. og olíunotkunin 3800 lítrar. Með öðrum orðum minnkar olíunotkunin um 2000 lítra en ferðin lengist um 2 klst. Sparnaður vegna þessa, á verðlagi í lok ársins 1978, er rétt um 100 þús. kr. Á himinháu oliu- verði yfírstandandi árs er sparnaðurinn í krónutölu mun meiri. Skýrsluhöfundar segja um þetta: únnið að mælingum um borð i Ögra RE 72. „Það hlýtur að vera matsatriði hverju sinni, hvort ávinningur í tíma réttlæti aukinn kostnað vegna meiri olíunotkunar, og er ekki hægt að gefa neina algilda reglu þar um. Þótt sigl- ingatími lengist, þarf það ekki endilega að koma niður á afköstum. Á það má benda hér, að talsvert breytt viðhorf eru í fiskveiðimálum íslendinga frá því sem áður var, og í því sambandi má nefna skipulagningu á löndun bræðslufisks og kvótakerfi við veiðar ýmissa fisktegunda. Þá eru uppi raddir um víðtækara kvótakerfi við fiskveiðar okkar.” - ARH Emil Ragnarsson hjá tæknideild: „Rennslismælareru fljótirað borga sig” — íslenzkir mælar settir í marga togara „Við höfum reynt að miðla þessum upplýsingum til útgerðarmanna, skip- stjóra og vélstjóra, enda er kynning og fræðsla fyrsta skrefið,” sagði Emil Ragnarsson í tæknideild Fiskifélags íslands við DB. Tæknideildin hefur undanfarið staðið að rannsóknum á olíunotkun um borð í fiskiskipum og hluti af niður- stöðum þeirra birtust í timaritinu Ægi. Olíunotkunin er mæld með tækjum sem sett eru um borð, en jafnframt hefur starfsfólk tæknideildar fylgzt með um borð í skipunum hluta rann- sóknartímans. „Við byggðum greinina i Ægi að mestu á niðurstöðu mælinga i tveimur skipum, en eftir að hún. birtist var settur mælir í Engey og Sigurð. Að öll- um líkindum verður og fylgzt með oliu- notkun um borð í Óla Óska; s -em á að Emil Ragnarsson Rennslismælir tengdur um borð Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld gera tilraunir með ýmis veiðarfæri á kolmunnaslóðum. Bezt er auðvitað að mælir sé settur um borð í sem flest skip, en minna má á að svona tæki spara ekki sjálf — þar veltur mest á mannskapnum um borð. Einfaldur mælir sem sýnir oliunotkun kostar 500 þús. — l milljón kr. Slíkt tæki er fljótt að borga sig ef orkunýt- ingin er miðuð við niðurstöður mæling- anna. Við höfum á markaðnum ís-. lenzkan mæli, samsettan hjá Tækni- búnaði hf., sem er í notkun um borð i tveimur skipum. Mér er kunnugt um pantanir á um 20 slíkum mælum í skut- togara og suma er þegar farið að setja niður í skipin.” - ARH Smurbrauðstofqn BJORNINN Njólsgötu 49 - Sími 15105

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.